Morgunblaðið - 11.03.2005, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í
janúar á þessu ári voru
sextíu ár liðin frá því sov-
éski herinn frelsaði út-
rýmingarbúðir nasista í
Auschwitz undir lok síðari
heimsstyrjaldarinnar. Af því tilefni
var haldin minningarsamkoma í
Berlín og sagði Gerhard Schröder,
kanslari Þýskalands, á henni, að
þýska þjóðin myndi aldrei láta
minningu fórnarlamba helfarar-
innar falla í gleymsku. Um sex
milljónir gyðinga létu lífið í ofsókn-
um nasista meðan á heimsstyrjöld-
inni stóð og hefur minningu þeirra
verið haldið á
lofti með ýms-
um hætti þá
áratugi sem
liðnir eru frá
lokum styrj-
aldarinnar.
Þeir sem lesið hafa Dagbók Önnu
Frank eða horft á myndirnar
Schindler’s List og La Vita e Bella
hafa í það minnsta fengið nokkra
innsýn í hrylling helfararinnar.
Skömmu eftir minningarathafn-
irnar þar sem frelsunar Auschwitz
var minnst
bárust þær fréttir frá Bretlandi
að Ken Livingstone, borgarstjóri
Lundúnaborgar, væri í vanda
vegna ummæla sinna um blaða-
mann af gyðingaættum. Málið
kom þannig til að í samkvæmi
nokkru þar í borg líkti Livingstone
blaðamanni Lundúnablaðsins
Evening Standard af gyð-
ingaættum, við fangavörð í útrým-
ingarbúðum nasista. Blaðamað-
urinn hafi viljað fá að ræða við
Livingstone, sem ekki er sérlega
hlýtt til Evening Standard. Ollu
ummælin nokkru uppnámi, ekki
síst hjá samtökum gyðinga í Bret-
landi sem sögðu þau óvið-
urkvæmileg. Mikið var þrýst á
borgarstjórann að biðjast afsök-
unar á ummælunum og var Tony
Blair, forsætisráðherra, í hópi
þeirra sem töldu að Livingstone
ætti að sýna iðrunarmerki. Að auki
var bent á að ummæli hans gætu
komið sér illa vegna þess að Lund-
únir sækjast eftir því að fá að
halda Ólympíuleikana árið 2012.
Margir stjórnmálamenn hefðu
eflaust látið undan þrýstingnum
og beðist afsökunar til þess að
stofna ekki ferli sínum í hættu.
Þrátt fyrir þetta kaus Livingstone
að gera ekkert slíkt. Hann við-
urkenndi að vísu að ummæli hans
kynnu að hafa verið dónaleg en
sagðist ekki geta samþykkt að þau
hefðu falið í sér gyðingahatur. Nú
kunna einhverjir að hugsa að Li-
vingstone hljóti að vera sérlega
þrjóskur og þver maður. Um það
ætla ég ekki að dæma. Fyrir viku
ritaði Livingstone hins vegar grein
í blaðið Guardian þar sem hann
gerði grein fyrir máli sínu. Máls-
vörn Livingstone, ef svo má kalla,
ber heitið „Þetta snýst um Ísrael –
ekki um gyðingahatur“. Greinin er
óvenjuleg að því leyti að það er
sjaldgæft að vestrænir stjórn-
málamenn setji fram jafnharða
gagnrýni á ísraelsk stjórnvöld og
Livingstone gerir í Guardian. Liv-
ingstone hefur grein sína á að taka
skýrt fram að hann sé algerlega
andsnúinn kynþáttahatri. Ágrein-
ingur hans og samtaka gyðinga í
Bretlandi snúist ekki um gyð-
ingahatur heldur stefnu ísraelskra
stjórnvalda, sem þau hafi stutt.
Hann líkir framferði Ísraela
ekki við helför nasista en bendir
hins vegar á að landtökustefna
þeirra hafi falið í sér þjóðern-
ishreinsanir. Palestínumenn sem
búið höfðu á landinu sem Ísraelar
ásældust voru hraktir á brott með
ofbeldi. Um forsætisráðherra Ísr-
aels segir Livingstone orðrétt:
„Ariel Sharon, forsætisráðherra
Ísraels, er stríðsglæpamaður sem
ætti að vera í fangelsi, ekki í emb-
ætti.“ Livingstone minnir á að
nefnd á vegum ísraelska hersins
hafi komist að því að Sharon hafi
borið ábyrgð á fjöldamorðum sem
framin voru í flóttamannabúðum
Palestínumanna í Sabra og Shatila
í árás Ísraela í Líbanon árið 1982.
Þá bendir Livingstone á að
Sharon haldi áfram að standa að
voðaverkum. Ef skoðaðar eru töl-
ur yfir fjölda fallinna frá því upp-
reisn Palestínumanna hófst að
nýju árið 2000 kemur enda í ljós að
miklu fleiri Palestínumenn en Ísr-
aelar hafa fallið. Samkvæmt nýj-
um tölum AFP-fréttastofunnar
hafa 4.742 einstaklingar látið lífið
frá því í september það ár. Þar af
eru 3.682 Palestínumenn og 986
Ísraelar.
Einnig gagnrýnir Livingstone
ísraelsk stjórnvöld í grein sinni
fyrir að reyna að skapa brenglaða
mynd af því að hverjum kynþátta-
hatur og mismunun af trúarlegu
tagi í Evrópu beinist helst. Segir
hann Ísraelsstjórn hafa gefið í
skyn að fjölgun kynþáttaglæpa
bitni hvað mest á gyðingum. Liv-
ingstone segir staðreynd málsins
hins vegar þá að flestar árásir sem
eiga sér stað í Evrópu og raktar
eru til kynþáttahaturs um þessar
mundir, séu gerðar á svart fólk,
múslima eða fólk af asískum upp-
runa. Undanfarin 20 ár hafi ísr-
aelsk stjórnvöld hins vegar reynt
að saka hvern þann sem gagnrýnt
hefur stefnu þeirra um gyð-
ingahatur.
Livingstone er sannarlega harð-
orður í garð ísraelskra stjórnvalda
í grein sinni. Engu að síður vekur
hann athygli á mikilvægum málum
sem tengjast stöðunni fyrir botni
Miðjarðarhafs og eru ekki sérlega
mikið rædd á Vesturlöndum. Eftir
andlát Arafats í fyrra var mikið
rætt í fjölmiðlum um hversu spillt-
ur hann hefði verið og því var nán-
ast lýst yfir að gott hefði verið að
losna við hann. Nú eygðu menn
loks friðarvon, tækist arftaka
hans, Mahmud Abbas, að hafa
stjórn á „herskáum“ Palest-
ínumönnum, eins og það er gjarn-
an orðað. Fyrir Palestínumenn
snýst málið fyrst og fremst um að
ná fram réttlæti. Það sem menn
virðast ekki átta sig á er að friður
án réttlætis er ekki líklegur til að
vara lengi. Ísraelar geta ekki hald-
ið áfram að stimpla þá sem gagn-
rýna stefnu ísraelskra stjórnvalda
sem gyðingahatara.
Málsvörn
Living-
stone
Mikið var þrýst á borgarstjórann
að biðjast afsökunar á ummælunum og
var Tony Blair forsætisráðherra
í hópi þeirra sem töldu að Livingstone
ætti að sýna iðrunarmerki.
VIÐHORF
Eftir Elvu Björk
Sverrisdóttur
elva@mbl.is
ÉG MAN þá tíð að námsárangur á
lestrarprófum var mældur með
skeiðklukku. Því hraðar og því meira
magni sem nemandinn gat bunað út
úr sér af lesmáli, því
hærri einkunnir. Gilti
þá einu hvort nemand-
inn læsi þannig að
áheyrilegt væri eða
skilja mætti hvað var
lesið. Hraðinn skipti
öllu máli. Ég hélt satt
best að segja að tími
skeiðklukkunnar í
menntun þjóðarinnar
væri liðinn. En nú virð-
ist engu líkara en hefja
eigi skeiðklukkuna til
fyrri virðingar, ef
marka má boðskap nú-
verandi menntamálaráðherra um „að
stytta stúdentsaldurinn“. Og til
hvers að stytta hann? Svo fólk verði
árinu fyrr ellilífeyrisþegar? Eru ekki
læknavísindin sífellt að lengja lífið í
þann endann, við verðum eldri, lifum
lengur og meðalaldur þjóðarinnar fer
stórlega hækkandi. Sá tími sem fólk
eyðir sem ellilífeyrisþegar hefur
lengst og mun lengjast. Af hverju á
þá að fækka æskuárunum og stytta
stúdentsaldurinn? Væri ekki nær að
lengja hann, og sjá til þess að menn
væru almennt betur menntaðir þeg-
ar þeir hæfu sérnám í Háskóla? Hafi
ég lært eitthvað í æsku var það mest
með þátttöku í félagslífi skólans, af
vinunum og í sumarvinnunni. Og þeir
félagar mínir í skóla sem hvað mest
hefur kveðið að síðar í lífinu, höfðu
flestir vit á því að lengja eiginn stúd-
entsaldur um eitt eða jafnvel tvö ár;
gáfu sér tíma í Herranótt, málfunda-
félög, skólablaðaútgáfu, vísinda- og
listiðkun, en létu námsefnið í skóla-
bókunum mæta hæfilegum afgangi.
Það var kallað að falla, – og reyndist
mörgum mikil fararheill.
Í öllum stjórnmálaflokkum er til
framagjarnt fólk sem er svo af-
spyrnuduglegt við að lesa skýrslur
frá nefndum og ráðgjöfum að horfir
til vandræða. Helsti veikleiki þessara
stjórnmálamanna er að þeir telja sér
til tekna að ganga í augu embættis-
manna og framkvæma sem mest af
því sem embættismennirnir vilja.
Slíkir stjórnmálamenn eru því miður
lítið meira en blaðafulltrúar sinna
eigin ráðuneytisstarfsmanna, og því
miður er engu líkara en þetta eigi
sérstaklega við um núverandi
menntamálaráðherra. Hægt væri að
benda á mörg dæmi um hvernig slík-
ir stjórnmálamenn hafa unnið meiri
og langvarandi skaða á íslensku þjóð-
félagi en þeir sem hafa haft vit á því
að vera passlega trú-
gjarnir og gleiðir þegar
kemur að skýrslunum
og hrífast hæfilega mik-
ið af „já ráðherra“.
Og hvaða fagnaðar-
erindi boða svo þessar
skýrslur nefnd-
armanna? Jú, oftast er
vitnað til einhvers í út-
löndum. Dregnar fram
tölur um að miðað við
hinar og þessar þjóðir
sé ýmislegt skelfilega
öðruvísi á Íslandi. En
megum við í rauninni
ekki þakka fyrir það? Þó ekki væri
nema það eitt að enn er ekki til hér
herþjónusta og íslenskt KGB. Það
hafa verið forréttindi að vera Íslend-
ingur og vera laus við margt af því
sem þykir sjálfsagt meðal stórþjóða.
En nú er svo komið að ofurhugar
stjórnmálanna hamast við að eyða
þessum forréttindum og það í nafni
framfara og hagræðingar, – sem eru
ein mest misnotuðu orð tungunnar af
skýrslugerðarmönnum. Ég ætla ekki
að draga í efa að með því að lækka
stúdentsaldurinn aukist framleiðni á
stúdentum. Og eins megi sanna með
tölum að færri ár þýði hagræðingu í
skólakerfinu? En er það þetta sem
við viljum? Halda menn að það fólk
sem verður einu ári fyrr stúdentar
muni eiga auðveldara með að höndla
lífshamingjuna og setja sér framtíð-
armarkmið? Og hvað rekur kven-
félag sjálfstæðiskvenna til að senda
frá sér stuðningsyfirlýsingu við
blaðafulltrúa skýrslugerðarmann-
anna og fagna „nýjum valkosti“?
Hver taldi þessu félagi trú um að
með tillögunum um lækkun stútents-
aldurs væri verið að bjóða upp á nýj-
an valkost?
Staðreyndin er sú að sá valkostur
„að fara ári á undan um einn bekk“,
hefur alltaf verið til staðar, lægi
metnaðarfullum foreldum mikið á.
Ég þekki nokkur dæmi þess af eigin
raun. Og eitt er víst, sá æði-
bunugangur hefur fært því fólki litla
viðbót við lífshamingjuna, nema síð-
ur sé.
Sá valkostur að stytta stúdentsald-
urinn hefur alltaf verið til staðar, –
og líka verið hægt að lengja stúd-
entsaldurinn, og man ég ekki betur
en fyrrverandi forsætisráðherra og
núverandi utanríkisráðherra hafi
lengt sinn stúdentsaldur um tvö ár
án þess að verða af lífshamingjunni.
Eitt er víst að uppspenntur náms-
árangur og kúrismi yfir skólabókum
skilar sér ekki í réttu hlutfalli hvað
varðar árangur í lífinu, og stundum
þvert á móti. Ég minnist þess ekki að
í lífshlaupinu hafi ég heyrt til frekari
afreka þeirra einstaklinga sem dúx-
uðu sem mest er ég var í skóla og
voru eftirlæti kennara. Hvaðan er sú
pólitíska sýn runnin að líta á nem-
endur sem framleiðslueiningar sem
verði að troða eins hratt og frekast er
kostur í gegnum skóla og út á at-
vinnumarkaðinn?
Og hvernig má það gerast að vel
uppalinn menntamálaráðherra verð-
ur smiðvél þessarar aðfarar að æsku-
árunum og hefur skeiðklukkuna aft-
ur til virðingar? Er ekki kominn tími
til að snúa við og fjölga æskuárunum
með því að hækka stúdentsaldurinn
og lengja þann yndislega tíma? Gefa
æskunni kost á breiðri menntun á
sviði þjóðfélagsmála, lista og vísinda,
þannig að íslenskir stúdentar hefji
háskólanám vel undir það búnir að
velja sér ævistarf og hafi staðgóða
þekkingu á þeim heimi sem þeir lifa í.
Hvers vegna erum við í kapphlaupi
við einhverja ímyndaða samkeppni
við aðrar þjóðir? Samkeppni sem
skýrslugerðarmenn hafa soðið fræði-
lega saman, og kallar á magn en ekki
gæði, kallar á allt það sem velmeg-
andi smáþjóð ætti alls ekki að taka
sér til fyrirmyndar? Hvar er að finna
það pólitíska afl sem mun frelsa okk-
ur af skýrslu?
Aðförin að æskuárunum
Hrafn Gunnlaugsson
fjallar um styttingu náms
til stúdentsprófs ’Hvaðan er sú pólitískasýn runnin að líta á
nemendur sem fram-
leiðslueiningar sem
verði að troða eins hratt
og frekast er kostur í
gegnum skóla og út á
atvinnumarkaðinn?‘
Hrafn Gunnlaugsson
Höfundur er skáld
og kvikmyndaleikstjóri.
Á VEFSÍÐU Sambands ungra
sjálfstæðismanna er að finna Frels-
isdeildina svokölluðu. Deildina nota
ungir sjálfstæðismenn til þess að
meta hversu ötulir þingmenn hafa
verið við að boða frjálslynd sjón-
armið á þingi. Þingmenn fá einfald-
lega prik fyrir að flytja frumvarp
sem stuðlar að auknu frelsi í sam-
félaginu en missa prik ef þeir flytja
frumvarp sem felur í sér höft. Það er
skemmst frá því að segja að fjórir
yngstu þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins, þeir Birgir Ármannsson, Sig-
urður K. Kristjánsson, Guðlaugur Þ.
Þórðarson og Bjarni Benediktsson,
sitja í fjórum af fimm efstu sætum
deildarinnar.
Fimm mikilvæg frumvörp
Það eru fimm frumvörp sem veita
ungu þingmönnunum forskot á aðra
þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Í
fyrsta lagi er frumvarp um breyt-
ingu á lögum um tekjuskatt og eign-
arskatt. Með því er gert ráð fyrir að
opinber birting og framlagning
álagningar- og skattskráa lands-
manna verði lögð af. Fólk geti þá
ekki hlaupið á skattstofuna árlega til
þess að hnýsast hvert í annars fjár-
mál. Í öðru lagi má nefna frumvarp
sem felur í sér breytingu á áfeng-
islöggjöfinni. Það gerir ráð fyrir að
fleirum en ÁTVR verði heimilt að
selja léttvín og bjór í smásölu. Í
þriðja lagi má nefna frumvarp um
breytingu á lögum um Ríkisend-
urskoðun. Það felur í sér að reikn-
ingar ríkisrekinna fyrirtækja, sem
eru í samkeppni við einkaaðila, verði
endurskoðaðir á sama hátt og reikn-
ingar einkarekinna fyrirtækja, þ.e.
af sjálfstætt starfandi endurskoð-
endum. Í fjórða lagi má nefna breyt-
ingar á lögum um aukatekjur rík-
issjóðs, sem fela í sér að gjöld fyrir
skráningu félaga verði lækkuð um-
talsvert. Þetta frumvarp ætti að
hvetja framtakssamt
fólk til þess að stuðla
að aukinni nýsköpun. Í
fimmta lagi má nefna
frumvarp um afnám
laga um jöfnun á flutn-
ingskostnaði olíuvara.
Þau lög eru í senn
óréttlát og úr öllum
takti við þá umræðu
sem hefur skapast um
nauðsyn þess að rík
samkeppni sé á olíu-
markaði. Með núgild-
andi lögum eru olíufé-
lögin beinlínis þvinguð
til samstarfs og samráðs á olíu-
markaði sem er stýrt af æðsta presti
Samkeppnisstofnunar.
Vinstrimenn tala gjarnan hátt um
það að hinir ungu þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins hafi hlaupist undan
merkjum fljótlega eftir að þeir komu
á þing og sérstaða þeirra sé engin.
Við nánari skoðun blasir hins vegar
við að þetta er rangt. Frelsisdeildina
getur hver sem er skoðað á heima-
síðunni www.sus.is. Þar sést með
skýrum hætti að yngstu þingmenn
flokksins eru að framfylgja þeim
stefnumálum sem þeir hafa staðið
fyrir frá því að þeir tóku þátt í starfi
ungra sjálfstæðismanna. Stefnu-
málum sem reist eru á hugsjóninni
um frelsi einstaklingsins og minnk-
andi ríkisafskipti.
Talsmenn frelsis á Alþingi
Hafsteinn Þór Hauksson og
Jón Hákon Halldórsson
fjalla um unga menn
í Sjálfstæðisflokknum
’Yngstu þingmennSjálfstæðisflokksins eru
að framfylgja stefnu-
málum SUS á Alþingi.‘
Hafsteinn Þór
Hauksson
Hafsteinn Þór er formaður SUS.
Jón Hákon er framkvæmdastjóri SUS.
Jón Hákon
Halldórsson