Morgunblaðið - 11.03.2005, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
AÐ UNDANFÖRNU hefur heyrst æ
oftar, að leggja beri jafnháan skatt á
fjármagnstekjur, og aðrar tekjur.
Meira að segja Morgunblaðið hvatti
til þess í vetur, að skattur þessi yrði
hækkaður verulega. Meira að segja
Kristinn minn Gunnarsson, sem ver-
ið hefur minn uppáhalds þingmaður,
fyrir að hafa haft kjark, til að fylgja
eftir sannfæringu sinni, hefur tekið
undir þennan söng. En hvaða fjár-
magn er það, sem á að fara að hækka
skatta á. Svarið er einfalt. Þetta var
framundir síðustu ár, sparnaður
gamalla karla og kerlinga, sem þau
höfðu ætlað að nota til elliáranna í
viðbót við þá hungurlús, sem þeim er
skammtað af því opinbera, og hafa
kannski neitað sér um marga hluti,
sem nútímafólki þykir sjálfsagt að
veita sér í dag, og einhvern lausan
pening, sem hægt er að grípa til.
Lengi vel var sparnaður þessa fólks
undirstaðan í bankastarfseminni, til
að halda atvinnulífinu gangandi.
Þetta fólk var stundum kallað fjár-
magnseigendur, og undirrót alls hins
illa. Á verðbólguárunum var farið
mjög illa með þetta fólk, eignir þess
gerðar einskis virði. En með verð-
tryggingunni, breyttist þetta mjög til
hins betra.
Það verður varla sagt um Íslend-
inga að þeir séu sparsöm þjóð. Þegar
þeir komust úr mestu eymdinni, fór
fyrir þeim líkt og oft vill verða hjá
snauðum manni, sem vinnur í happ-
drætti, að peningar eru fljótir að
hverfa. Maður sér oft útlenda menn,
sem hingað koma blásnauðir, hvað
þeir eru fljótir að koma undir sig fót-
unum, komnir fljótlega með bíl, og
jafnvel íbúð eða fyrirtæki. Íslend-
ingar gætu eflaust verið einhver rík-
asta þjóð í heiminum, færu þeir betur
með fjármuni.
Það mun núverandi stjórn mikið að
þakka, sú góðærisalda og útrás, sem
hefir verið í gangi að undanförnu með
afnámi alls konar hafta og auknu
frelsi í viðskiptum, ásamt nokkrum
framsýnum forustumönnum laun-
þegasamtaka, sem sáu í hvaða rugl
efnahagslíf þjóðarinnar var að kom-
ast í. En eins og málshátturinn segir,
á líka við þarna. Það er oft erfiðara að
gæta fengins fjár en afla þess. Í kjöl-
far þessa góðæris hefur bilið milli
ríkra og fátækra t.d. aukist stórlega.
Utanríkismálin eru orðin ærið þung-
ur baggi á þjóðinni. Sendiráðum hef-
ur fjölgað um þriðjung, að sagt er. Á
sama tíma eru mun ríkari þjóðir en
við, að fækka í sinni utanríkisþjón-
ustu. Laun margra ríkisstarfsmanna
eru orðin 10 til 20 föld láglaunastörf.
Varla étur bankastjórinn 10 sinnum
meira, en bílstjórinn hans, og nú
kváðu sumir ríkisstarfsmenn þiggja
tvenn laun. Bankarnir ýta svo undir
alla vitleysuna í fjármálum þjóð-
arinnar með tilboðum um allt að 100
prósent lán við íbúðakaup, án þess að
geta þess við lántakanda að við lok
lánstímans er lántakandi búinn að
greiða tvöfalda eða þrefalda láns-
upphæðina.
Líka má geta þess að allar kaup-
hækkanir eru í prósentum, þannig að
þegar bílstjórinn fær 100 kr. fær
bankastjórinn 1000 kr. Eg hefi þá trú
að þettað brenglaða verðskyn mætti
laga verulega með því að kenna með-
ferð peninga í grunnskólum landsins,
og byrja strax í yngstu bekkjunum,
því þá virðast börn móttækilegust.
Einnig mætti hafa vikulegan pistil
um þessi efni, í útvarpi eða sjónvarpi.
T.d. umfjöllun um offitu í sjónvarpi
undanfarið er þegar farin að hafa
sýnileg áhrif.
Eg hefi nú hér að framan reynt að
sýna hvernig þjóðarbúskapurinn lít-
ur út frá mínum sjónarhóli. En eitt er
víst, að þetta verður ekki lagfært
með því að verðlauna þá, sem ekki
geta hamið hvatir sínar, en refsa
þeim, sem reyna að hafa stjórn á lífi
sínu.
ÓLAFUR ÞORLÁKSSON,
Hrauni, Ölfusi.
Fjármagnstekju-
skattur og sparnaður
Frá Ólafi Þorlákssyni:
MAMMA, ég ætla að vera Ninja á
öskudaginn! þetta fékk ég að vita 2
vikum fyrir öskudaginn. Ok, það var
ráðist í að útbúa búning og kaupa
fylgihluti með honum svo æfði 7 ára
sonur minn sig í nokkra daga að
standa verulega hratt upp og gera
alls kyns Ninja-hreyfingar með hönd-
um og fótum.
Svo rann hann upp öskudagurinn
sjálfur, hann fór í skólann og hann
var búinn á hádegi svo var eitthvert
öskudagsball á vegum íþróttafélags-
ins í hverfinu sem var svakalega
slappt og stóð í 1 klukkutíma, þá fór-
um við með hann í bæinn að syngja
fyrir starfsmenn verslana en því mið-
ur var miði í öllum gluggum sem á
stóð Allt nammi búið svo við keyptum
ís og fórum heim. Um kvöldið kveikt-
um við á fréttum og sáum þá fullt af
glöðum krökkum sem voru að slá
köttinn úr tunnunni og líka fullt af
fullorðnu fólki í búningum að passa
þau, þarna voru líka skemmtiatriði og
þetta var í miðbænum, já, í mið-
bænum en ekki í Reykjavík heldur á
Akureyri. Já, bærinn þar hugsar
greinilega vel um krílin sín á ösku-
daginn. Þegar ég var lítil fór ég alltaf
á öskudaginn niður á Lækjartorg,
þar var svið og mjög skemmtileg at-
riði fyrir okkur börnin að horfa á og
syngja með, svo var kötturinn sleginn
úr tunnunni á torginu og það var eng-
in smátunna og það var líka tusku-
köttur inni í henni svo var hámarkið
þegar annaðhvort þyrla eða flugvél
flaug yfir og sleppti fullt af brjóst-
sykri og töggum (karamellum) yfir
torgið svo það rigndi sælgæti. Þá var
ekki allt nammi búið heldur fullt af
því fyrir alla. Ég hvet Reykjavík-
urborg til að taka málin í sínar hend-
ur og halda einu sinni á ári alvöru
skemmtilegan öskudag þar sem allir
fá að vera með í borginni okkar.
ELÍN J. ÓLAFSDÓTTIR,
Háagerði 41, 108 Reykjavík.
Hvað um öskudaginn
í Reykjavík?
Frá Elínu J. Ólafsdóttur:
MAÐUR er nefndur Sigurður Arn-
alds, verkfræðingur og verkefn-
isstjóri hjá Landsvirkjun, sem fengið
hefur það hlutverk að upplýsa þjóð-
ina um umhverfisspjöllin, sem fyr-
irhuguð Kárahnjúkavirkjun mun
valda. Þar er hann í erf-
iðu hlutverki að út-
skýra á mannamáli um-
hverfisröskun af
völdum virkjunarinnar
allt frá jökli og út til
sjávar, enda hefur hon-
um tekist það fremur
illa. Hlutverk hans
virðist helst fólgið í því
að klóra í bakkann og
gera sem minnst úr
fyrirhuguðum um-
hverfisspjöllum. Til
þess notar hann ýmsar
leiðir. Hann taldi það t.d. af og frá að
óvenjumikið sandmistur úr aurum
Jökulsár á Dal úti við Húsey í Hró-
arstungu á liðnu vori mætti rekja til
þess, að búið væri að ryðja óhemju
magni af bergmulningi og jarðvegi
niður í ána við stíflustæðið við Kára-
hnjúka. Það vissi hann auðvitað betur
en bóndinn í Húsey, sem búið hefur
þar í áratugi og þekkir sitt umhverfi
betur en allir aðrir. Ekki hefur hon-
um heldur tekist að sannfæra íbúa
Fljótsdalshéraðs trúverðuglega um
það hvernig Landsvirkjun ætli að
bregðast við augljósri hættu af sand-
foki úr lónsstæði Hálslóns, sem verða
mun 60 ferkílómetrar að stærð eða
álíka og Hvalfjörður innan ganga, þar
sem vatnsborðssveiflur verða miklar
og stórir hlutar þurrir á vissum tím-
um árs. Hjá Landsvirkjun leita menn
í örvæntingu leiða til að bregðast við
þessum vanda en lítið raunhæft virð-
ist hafa komið út úr því. Forsmekk að
því sem verða mun sáu menn á liðnu
sumri, er í kjölfar mikilla flóða í Jöklu
lagðist 40 cm lag af aur og sandi yfir
svæðið þar sem lítið lón hafði mynd-
ast í flóðinu tímabundið. Ekkert
heyrðist frá talsmanni Landsvirkj-
unar í sambandi við þessa uppákomu.
Ekki hefur talsmanninum heldur tek-
ist að útskýra hvernig hann ætli að
tryggja rennsli í hinum fögru fossum
Jökulsár í Fljótsdal og Kelduár, eftir
að búið verður að stífla báðar þessar
ár og mynda þar allstór uppistöðulón.
Nema það sé ætlunin að hafa eitt-
hvert rennsli í fossunum seinnipart
sumars þegar ferðamannavertíðin
stendur sem hæst, eins og fyrrv. um-
hverfisráðherra lagði til.
Þeir mega vera þurrir
þess á milli.
Þá er nú komið niður
í byggðina þar sem Lag-
arfljótið á að taka við
aurskólpinu úr Jöklu.
Lagarfljótið verður
„talsvert dekkra en áð-
ur“ segir Sigurður Arn-
alds í grein í Kára-
hnjúkablaði Glettings
2001. Hann viðurkennir
með öðrum orðum að
hinn bláleiti eða gráleiti
litur Fljótsins muni hverfa og það
verða sem gruggugur forarpollur.
Eða hversu miklu dekkra verður það,
hefur hann einhverja hugmynd um
það? Á kólnun vatnsins og versnandi
lífsskilyrði minnist hann ekki. Hins
vegar gerir hann lítið með vatns-
borðshækkun af völdum virkjunar-
innar meðfram Lagarfljóti þar sem
veruleg hætta er á að nes og tún muni
spillast vegna hækkandi grunnvatns-
stöðu og jafnvel Egilsstaðaflugvöllur
verða í hættu í flóðatoppum í Fljótinu
en þeir toppar munu óneitanlega
koma áfram þótt rennsli í Jökulsá á
Fljótsdal verði „miðlað“. En Lands-
virkjun ætlar að leysa þessi mál með
því að dýpka farveg Fljótsins utan
Egilsstaða og „sprengja klapparhaft“
við Lagarfoss. Svo ekki hafa menn
þar á bæ heldur áhyggjur af land-
broti við Fljótið neðan við foss eða
breytingum við Héraðsflóa, er aur-
framburður Jöklu verður nánast úr
sögunni. Dæmi um slíkar breytingar
höfum við frá ósi Blöndu í Húna-
vatnssýslu, þar sem ósinn hefur
breyst í kjölfar minnkandi fram-
burðar árinnar og sjórinn tekið að
ganga inn. Skyldi ekki eitthvað svip-
að geta gerst við Héraðsflóa?
Myrkraverkin halda áfram á Aust-
urlandi. Bygging „þrælastíflunnar“
við Kárahnjúka tosast áfram þótt
hún sé nú þegar orðin á eftir áætlun
sökum erfiðra samskipta fyrirtæk-
isins Impregilo við starfsmenn og
innlenda aðila sem alþjóð er kunnugt.
Núverandi ríkisstjórn leggur ofur-
kapp á að flýta framkvæmdum við
Kárahnjúka áður en kosið verður
næst til Alþingis árið 2007 því þá
verða væntanlega síðustu forvöð fyr-
ir Halldór Ásgrímsson, sem nú verm-
ir stól forsætisráðherra, að klippa á
borðann. Það er eðli myrkraverka að
þau þola illa dagsljósið, verða að fara
fram með mestri leynd og minnstum
upplýsingum. Almenningur sér í
gegnum þetta mál. Andstaðan er
mikil og fer síst minnkandi og hún er
vissulega ekki bundin við Ísland eitt,
því umheimurinn fylgist með þessu
máli. Að því kemur væntanlega að
augu fólks opnast fyrir blekkingum
þeim sem beitt hefur verið í sam-
bandi við þetta mál frá upphafi og
einhliða áróðri um nauðsyn stóriðju á
Austurlandi sem allsherjar lausn á
vanda fólksins sem þar býr. Ætla
mætti að það væri hlutverk „upplýs-
ingafulltrúans“ Sigurðar Arnalds að
veita sem gleggstar upplýsingar um
hvaðeina er snertir virkjunarfram-
kvæmdirnar á Austurlandi. Því vil ég
hér með skora á hann að gera op-
inberlega grein fyrir umhverf-
isspjöllunum sem virkjunin mun
óhjákvæmilega valda, draga þar ekk-
ert undan og til hvaða ráða Lands-
virkjun hyggst grípa. Geri hann það
ekki verður að líta svo á að hlutverk
hans sé fremur að miðla áróðri frá
Landsvirkjun en veita hlutlausar
upplýsingar og því lítið mark á upp-
lýsingum hans takandi.
Myrkraverk á Austurlandi
Ólafur Þór Hallgrímsson
fjallar um umhverfisáhrif
Kárahnjúkastíflu ’Andstaðan er mikil ogfer síst minnkandi og
hún er vissulega ekki
bundin við Ísland eitt.‘
Ólafur Þ. Hallgrímsson
Höfundur er sóknarprestur
á Mælifelli.
Guðmundur Hafsteinsson:
„Langbesti kosturinn í stöðunni er
að láta TR ganga inn í LHÍ og þar
verði höfuðstaður framhalds- og
háskólanáms í tónlist í landinu.“
Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein
af þeim sem heyrði ekki bankið
þegar vágesturinn kom í heim-
sókn.“
Vilhjálmur Eyþórsson: „For-
ystumennirnir eru undantekning-
arlítið menntamenn og af góðu
fólki komnir eins og allir þeir, sem
gerast fjöldamorðingjar af hug-
sjón. Afleiðingar þessarar auglýs-
ingar gætu því komið á óvart.“
Jakob Björnsson: „Mannkynið
þarf fremur á leiðsögn að halda í
þeirri list að þola góða daga en á
helvítisprédikunum á valdi óttans
eins og á galdrabrennuöldinni.“
Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er
að án þeirrar hörðu rimmu og víð-
tæku umræðu í þjóðfélaginu sem
varð kringum undirskriftasöfnun
Umhverfisvina hefði Eyjabökkum
verið sökkt.“
Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Vilj-
um við að áherslan sé á „gömlu og
góðu“ kennsluaðferðirnar? Eða
viljum við að námið reyni á og þjálfi
sjálfstæð vinnubrögð og sjálfstæða
hugsun?“
Jakob Björnsson: „Það á að fella
niður með öllu aðkomu forsetans að
löggjafarstarfi.“
Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet
alla sjómenn og útgerðarmenn til
að lesa sjómannalögin, vinnulög-
gjöfina og kjarasamningana.“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
ÞAÐ þurfti mikið til og það hvarfl-
aði ekki að mér að annað eins mundi
gerast nú til dags. Í hrópandi ósam-
ræmi við hugarfarsbreytingu und-
anfarinna áratuga, og
nútímalegt verðmæta-
mat, hafa borgaryf-
irvöld í Reykjavík nú
kynnt áform um lang-
stærsta skemmdarverk
á höfuðborginni frá
upphafi.
Ekki nóg með að ætl-
unin sé að rífa nánast
öll hús við Laugaveg
sem falla undir vernd-
unarákvæði vegna ald-
urs, heldur á líka að rífa
meirihluta timburhúsa
í nærliggjandi götum. Í
raun stendur til að þurrka nánast út
gamla miðbæinn, eins og glöggt má
sjá með því að líta á kort sem sýnir
eingöngu hús í Reykjavík frá því fyrir
1918. Aðeins eitt og eitt sýnishorn
mun standa samhengislaust eftir í, og
við, Kvosina.
Eins og margoft hefur verið bent á
mundi það styrkja miðbæinn ef reist
yrði ný byggð sunnan við hann eða á
landfyllingu norðanmegin. Það er
hins vegar ekki hægt að bjarga gamla
miðbænum með því að eyða honum.
Aftur til fortíðar
Mistök liðinna áratuga í skipulags-
málum borgarinnar
hafa mikið verið gagn-
rýnd í seinni tíð og
borgaryfirvöld fortíðar
höfð að háði og spotti
fyrir misráðnar hug-
myndir og brenglað
gildismat. Í kringum
1980 gerðu Reykvík-
ingar sér grein fyrir því
hvaða verðmæti lægju í
gömlu timburhúsunum í
miðbænum. Síðan þá
hafa flestir hrist höfuðið
yfir hugarfari manna
sem vildu reisa ljóta
steinkumbalda í stað gömlu húsanna,
og hefðu verið búnir að útrýma gamla
miðbænum ef áform þeirra hefðu náð
fram að ganga. Meðal þeirra húsa
sem ákveðið var að rífa voru Bern-
höftstorfan, húsin við Tjarnargötu og
Menntaskólinn í Reykjavík. Öll áttu
að víkja fyrir nútímalegra húsnæði
þegar þjóðin hafði efnast, eftir stríð,
og taldi sig of fína fyrir sögu sína. Út-
þöndum „besservisserum“ sem álitu
sig siglda menn og framsýna fannst
Íslendingar þurfa að skammast sín
fyrir „kofana“ og töldu rétt að „ryðja
burt öllu draslinu“ til að rýma fyrir
nýtískuhúsum.
Nú er sömu rökunum beitt varð-
andi Laugaveg og nærliggjandi göt-
ur. Skýringarnar sem boðið er upp á
einkennast af hroka gagnvart borg-
arbúum og fáfræði um borgarlíf. Ein-
staka sinnum er hægt að hafa gaman
af hroka og jafnvel af fáfræði líka. En
þetta tvennt fer illa saman. Sér-
staklega þegar afleiðingarnar eru
jafnafdrifaríkar og í þessu tilviki. Ef-
laust koma næst gömlu kunnuglegu
frasarnir þar sem talað er niður til
borgarbúa og þeim sagt að ný hús
geti nú líka verið falleg og að það
verði vandað til verksins og séð til
þess að þetta verði rosalega flott. Svo
sitja menn á endanum uppi með úrelt
tískufyrirbæri í stað gamla bæjarins
og þess sem gerir hann merkilegan.
Praktíska hliðin
Látum það eiga sig í bili og lítum
bara á praktísku (lesist: fjárhagslegu)
hliðina. Í flestum borgum þróaðra
landa hafa menn gert sér grein fyrir
því hversu mikil verðmæti liggja í
sögulegum sérkennum. Þar með talið
elstu byggð hverrar borgar. Hún
skapar borginni ímynd og myndar
aðlaðandi umhverfi sem oftar en ekki
er hjarta borgarinnar. Eitt og eitt
sýnishorn hér og þar hefur lítið að
segja. Enda dettur borgaryfirvöldum
ekki í hug annað en að vernda og við-
halda því sem eftir er af gömlu mið-
bæjunum. Þar er um beina fjárhags-
lega hagsmuni að ræða, ekki
tilfinningalega eins og ég mun e.t.v.
skýra síðar. Það er reyndar nokkuð
Eyðilegging Reykjavíkur
Einar Kristjánsson fjallar
um skipulagsmál
Einar Kristjánsson