Morgunblaðið - 11.03.2005, Side 42

Morgunblaðið - 11.03.2005, Side 42
42 FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Leikbróðir, frændi og góður vinur er fallinn í valinn. Sunnudaginn 9. janúar litu þeir í kaffi til mín bræðurnir Hjörleifur og Aðal- björn, lá ljómandi vel á þeim. Skrafað var og skeggrætt um allt milli himins og jarðar, mikið hlegið – ein af mörg- um ánægjustundum sem ég hef átt með þeim frændum mínum. Síst af öllu grunaði mig að þetta væri í síð- asta skipti er ég sæi Hjörleif frænda. Máltækið segir ,,enginn ræður sínum næturstað“ og víst er um það að vegir guðs eru órannsakanlegir. Og þó við í bænum okkar segjum ,,verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni“ þá vill alltaf koma fram í hugann, hvers vegna hann, en ekki einhver eða eitt- hvert gamalmenni sem óskar þess innilega að fá að deyja. Þó Hjörleifur frændi væri kominn yfir sjötugt var hann alltaf vinnandi að búi sona sinna og manni fannst enginn bilbugur þar á. En það þýðir víst ekki að vera að velta sér upp úr því, kannski hefur vantað dugnaðarþjark til að sjá um ræktunarlöndin í guðsríki. En minn- ingarnar um Hjörleif á maður margar og dásamlegar, alveg frá því við vor- HJÖRLEIFUR TRYGGVASON ✝ HjörleifurTryggvason fæddist á Ytra- Laugalandi í Eyja- fjarðarsveit 25. maí 1932. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 13. janúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju 21. janúar. um litlir drengir. Við vorum oft ævintýralega fljótir að skapa okkur einhver skemmtileg æv- intýri, sem oft urðu samferðamönnunum hneykslunarhella. Gleðin var okkur Hjör- leifi eðlislæg og mig rekur ekki minni til að slettist upp á vinskap- inn nokkurn tíma. Á einhverjum tímamótum varð þessi vísa til: Okkar samleið ærslafull aldrei fýla í sinni. Æskusyndir eru gull í endurminningunni. Já, við getum huggað okkur við góðar minningar þegar svona svipleg- ir atburðir gerast. En sjálfsagt gæti það verið efni í töluvert kver öll æv- intýrin okkar Hjörleifs en nú á ég þau einn og geymi vel í mínu hugskoti, þakka honum samfylgdina í kringum 70 ár, sendi Vilborgu, börnum þeirra og öðrum aðstandendum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi þig, gamli vinur. Óttar, Garðsá. Hann Hjörleifur frændi minn á Laugalandi er dáinn.Hjörleifur kom alltaf til dyranna eins og hann var klæddur og talaði alltaf hreina ís- lensku sama hvar hann var eða við hvern var talað. Hann hafði mjög gaman að gefa mönnum í könnu og fékk sér stundum með þeim og uppúr slíku spunnust margar góðar sögur og mörg strákapör voru framin, kanski ekki öll til eftirbreytni, og sumt kannski á gráa svæðinu. Þó heyrðist stundum sagt með aðeins hærri rödd í eldhúsinu: Hjörleifur, þegar var farið að hitna í kolunum. Það væri verðugt verkefni að einhver góður penni settist niður og kæmi sögum og orðatiltækjum á blað, því Hjörleifur var sannarlega þjóðsagn- arpersóna. Það má segja um Hjörleif það sama og sagt var um forföður okkar Helga Eiríksson að hann gæti sér þann orðstír er lengi mundi lifa eftir andlát hans. Ég gerðist kúasmali á Laugalandi þegar Tryggvi, Hjör- leifur og Addi voru bændur þar og eru það ógleymanleg sumur, sama hvort það voru fjósaverk, heyskapur eða kartöfluupptaka . Nú í dag eru synir Hjörleifs og Vilborgar og fjöl- skyldur þeirra teknar við búskapnum og hafa bætt aðeins við bústofninn, og er þetta orðið meira en meðalbú og ég er bara stoltur af því. Það stendur til að byggja við fjósið á Hrafnagili í vor, þú lýstir þessu aðeins fyrir mér og enn skemmtilegra hefði verið ef þú hefðir fengið að vera þar og lýsa með nokkrum vel völdum orðum hvernig þetta virkar. Annars er ég viss um að þú verður þar, við hin bara sjáum þig ekki. Það er örugglega glatt á hjalla þar sem Hjörleifur er nú og örugg- lega vel tekið á móti honum. Ég sendi Aðalbirni og fjölskyldu og Vilborgu og fjölskyldu hennar mínar dýpstu samúðarkveðjur. Viðar Þorbjörnsson. Hjörleifur minn, langur tími er lið- inn síðan við kynntumt.Ég man fyrst eftir okkur á Ytra-Laugalandi þegar ég, sex ára gömul, fékk að fara „fram eftir“ nokkra daga að vetrarlagi. Raf- magn var ekki komið í bæinn og þú vildir lofa mér að njóta ljóssins frá kertinu og settir það því á rúmstokk- inn. Einhver fullorðinn kom og bjarg- aði málinu. Þá varst þú átta ára. Síðan þroskuðumst við saman öll mín bernskusumur „fram frá“. Ekki var fyrr búið að hringja út í Barnaskóla Akureyrar en ég var komin uppí mjólkurbílinn á leið í Laugaland. Samkomulag okkar var eins og hjá öðrum krökkum, einhverju sinni þeg- ar ég var volandi undan þér sagði Jóna föðursystir þín að við yrðum hjón. Það hnussaði í þér, en ég strauk tárin og sagði: „að sama væri mér þó ég ætti Hjörleif“. Þetta sýndi að aldr- ei risti djúpt ágreiningurinn milli okk- ar og hefur aldrei gert síðan. Þú varðst þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Vilborgu og saman eignuðust þið ykkar stóra, bráðduglega barna- hóp og eigið nú mörg barnabörn. Samhent unnuð þið með Aðalbirni bróður þínum og hans góðu konu Guðrúnu Finnsdóttur að félagsbúinu að Ytra-Laugalandi sem þið tókuð við af genginni kynslóð. Aldrei hefði ég getað hugsað mér þig við annað starf en það að vera bóndi. Hirða um skepnur og brjóta land, það voru þín- ar ær og kýr. Mér var sögð sú saga sem lýsir þér vel að stór og mannillur boli hefði verið ljúfur sem lamb þegar þið voruð tveir í fjósinu, bolinn fékk að valsa um meðan þú mokaðir flór- inn, skapstórir báðir en ljúfir inn við beinið. Sterkur, stórleitur og dálítið háreistur á köflum. Kannski varstu ekki allra, stundum stóryrtur, með ákveðnar skoðanir á mönnum og mál- efnum og ýmislegt léstu flakka við mig en allt var það í góðu. Mörg sím- tölin áttum við, svona til að vita hvernig lífið gengi fyrir sig hvort hjá öðru. Nú verður ekki lengur beðið eft- ir símtali á sameiginlegum afmælis- degi okkar og mun ég sakna þess. Fjölskyldu þinni sendi ég innilegar samúðarkveðjur og þakka þér allt frá liðinni tíð, Hjörleifur minn. Þín Ásta. Það var fyrir um 20 árum að okkar leiðir lágu fyrst saman á Keflavíkur- flugvelli ásamt fleirum sem voru að fara í ógleymanlega ferð til Tékkó- slóvakíu. Í þeirri ferð var hann eins og jafnan hrókur alls fagnaðar, jákvæð- ur, dálítið stríðinn, en fyrst og fremst glaður. Síðan þá hafa kynni mín við hann og hans fjölskyldu verið mikil og góð sem ég er afar þakklátur fyrir. Í huga mér er handtakið þétta, er hann kvaddi mig í síðasta sinn, en þá sagði hann að sennilega sæjumst við ekki aftur. Hann var þá á leiðinni á sjúkrahús í aðgerð og því miður hafði hann rétt fyrir sér, þetta voru okkar síðustu fundir. Hjörleifur var bóndi af lífi og sál enda ævistarfið að miklu leyti tengt búskap. Hann bjó félagsbúi við bróð- ur sinn til margra ára og nú í seinni tíð hefur hann verið afkastamikill á búi afkomenda sinna á Hrafnagili. Hann var höfðingi heim að sækja og fáir voru skemmtilegri á góðri stund í, en seint verður hann sakaður um að hafa verið fanatískur bindind- ismaður. Eigum við hjónin margar ógleym- anlegar minningar með þeim Hjör- leifi og Vilborgu, bæði á heimili þeirra og á ferðalögum víðsvegar um landið. Hann var hreinskiptinn og sagði jafnan sína meiningu umbúðalaust, stundum á dálítið kjarnyrtri íslensku, sem sumir hefðu ef til vill orðað öðru- vísi. Eins og oft er með skemmtilega menn spunnust um hann margar sög- ur, bæði sannar og ósannar og var hann nánast þjóðsagnapersóna í lif- anda lífi. Að leiðarlokum viljum við hjónin þakka afar ánægjuleg kynni sem aldrei bar skugga á og vottum við Vil- borgu, börnum þeirra, tengdabörnum og skyldfólki öllu okkar dýpstu sam- úð. Jón Ingi og Ásta. Mig langar til að kveðja kæra vinkonu mína og nágranna Guðrúnu Sigríði Bjarnadóttur með fáeinum orðum. Kynni okkar hófust fyrir liðlega 50 árum þegar ég og fjölskylda mín fluttum austur á Kolfreyjustað í Fá- skrúðsfirði. Kynntumst við fljótlega heimilisfólkinu á Lækjamóti og tókst með okkur góð vinátta. Guðrún var sérstök manneskja og mikil persóna. Hún var ljúf í fram- göngu, traust, greiðvikin og skemmtileg. Hún var mjög falleg og glæsileg kona svo að eftir var tekið. Guðrún ólst upp í Skálavík og með manni sínum Hirti Guðmundssyni, sem ættaður var úr Hornafirði, byggðu þau nýbýlið Lækjamót, þar sem náttúrufegurðin er mikil. Þar bjuggu þau af miklum myndarbrag allan sinn búskap. Þau hjónin voru samtaka í gestrisni sinni, oft var glatt á hjalla á Lækjamóti og gott að koma þangað. Guðrún var bæði mikil húsmóðir og móðir. Ekki var nóg að hún ætti allar dæturnar og fósturbörnin, einnig voru meira og minna á heim- ilinu börn til lengri eða skemmri dvalar. Húsið á Lækjamóti var ekki stórt en samt var alltaf nóg pláss fyrir alla. Guðrún og Hjörtur reynd- ust okkur miklir vinir og það er dýr- mætt að hafa kynnst fólki eins og þeim. Tónlistarhæfileikar voru Guðrúnu í blóð bornir. Hún lærði orgelleik hjá Páli Ísólfssyni. Í hálfa öld var hún orgelleikari Kolfreyjustaðar- GUÐRÚN SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR ✝ Guðrún SigríðurBjarnadóttir fæddist á Ósmel í Reyðarfirði 5. apríl 1913. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fá- skrúðsfirði 15. febr- úar síðastliðinn og var jarðsungin frá Kolfreyjustaðar- kirkju 26. febrúar. kirkju og leysti þau störf sín af einstakri samviskusemi og alúð. Henni var afar annt um kirkjuna sína og gaf henni fallega gripi. Árum saman var hún sóknarnefndarformað- ur Kolfreyjustaðar- kirkju. Oft var leitað til Guðrúnar vegna undir- leiks fyrir kirkjuna á Búðum og alltaf var hún tilbúin til að að- stoða. Guðrún fór einn- ig létt með að semja lög og yrkja ljóð. Gaman var að heyra Guðrúnu segja frá gamla tímanum á Fá- skrúðsfirði. Hún hafði frá mörgu merkilegu að segja, eins og til dæm- is þegar tundurdufl sprakk við klappirnar á Lækjamóti. Sprenging- in var svo öflug að brotin fundust lengst uppi í fjalli og húsið á Lækja- móti laskaðist. Henni var minnis- stætt þegar hún sá frönsku skútuna Manon stranda nálægt æskustöðv- unum í Skálavík og sagði oft frá því. Til allrar hamingju bjargaðist áhöfnin giftusamlega. Ein af skemmtilegum endurminn- ingum með Guðrúnu er ferð sem við fórum í út í Skrúð sumarið 1957. Guðrún og Hjörtur buðu okkur hjónunum á Kolfreyjustað að koma með, ásamt góðum vinum okkar sem voru gestkomandi hjá okkur. Veðrið var eins og best verður á kosið. Sólin skein og ekki sást ský á himni. Hjörtur sigldi með okkur á trillunni sinni og hafði frá mörgu að segja. Hann var afbragðsleiðsögumaður sem þekkti Skrúðinn vel. Þegar við komum upp á toppinn á Skrúð blöstu við okkur Austfirðirnir í allri sinni fegurð. Þetta var ógleyman- legur dagur í góðra vina hópi. Að leiðarlokum kveð ég góða vin- konu. Ég sendi ættingjum hennar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hennar. Þórhildur Gísladóttir frá Kolfreyjustað. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morg- unblaðsins: mbl.is (smellt á reit- inn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánu- degi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skila- frests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@- mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningar- greinar Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÚLÍUS HELGI GUÐMUNDSSON frá Garðhúsum, Garði, Smáraflöt, Garði, verður jarðsunginn frá Útskálakirkju laugar- daginn 12. mars kl. 14.00. Sólveig Óskarsdóttir, Óskar Júlíusson, Linda Birgisdóttir, Friðbjörn Júlíusson, Sveinbjörg Gunnlaugsdóttir, Agnar Trausti Júlíusson, Neli Traskeviciute, Kjartan G. Júlíusson, Helena Piechnik og afabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samhug í verki, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar, bróður, mágs og vinar, ÓSKARS ÞÓRS GUNNLAUGSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Edda Axelsdóttir, Hákon Hreiðarsson, Valgerður Guðjónsdóttir, Eva Hovland, Björn Sigtryggsson, Jane Quirk. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KJARTAN INGIMARSSON, Rauðalæk 2, Reykjavík, lést á Landspítala við Hringbraut miðvikudag- inn 9. mars. Jóhanna S. Albertsdóttir, Ólöf Ósk Kjartansdóttir, Jón Hans Ingason, Ester Ugla Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.