Morgunblaðið - 11.03.2005, Qupperneq 44
44 FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Árni Vilhjálms-son fæddist í Há-
túni á Nesi í Norð-
firði 8. ágúst 1919.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu í
Neskaupstað 2. mars
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Kristín
Árnadóttir, f. í
Grænanesi í Norð-
firði 8. október 1887,
d. í Neskaupstað 12.
október 1936, og Vil-
hjálmur Stefánsson,
f. á Hofi í Norðfjarð-
arsveit 28. apríl 1877,
d. í Neskaupstað 12. apríl 1953.
Uppkomin börn þeirra voru
Sveinhildur, Laufey, Sigfinnur,
Sigurður, Bjarni, Þorbjörg, Árni,
Friðrik, Guðni, Valgeir og Stein-
grímur. Þorbjörg,Valgeir og
Steingrímur lifa bróður sinn. Fyr-
ir átti Vilhjálmur með fyrri konu
sinni Sveinhildi Hildibrandsdótt-
ur þau Brand, Sigurlín, Þórunni
og Stefán Valgeir.
Eiginkona Árna er Guðrún
Magnúsdóttir, f. á Seyðisfirði 11.
október 1926. Hún er dóttir
hjónanna Unu Stefánsdóttur og
Magnúsar Þorsteinssonar. Börn
Árna og Guðrúnar eru: a) Jón
Rúnar, f. 19. mars
1951, d. 30. nóvem-
ber 2000, synir hans
eru Jón Ingi, Árni
Rúnar og Björn Vil-
berg. b) Vilhjálmur,
f. 6. janúar 1953,
börn hans eru Sol-
veig Edda, Árni og
Eiríkur. c) Kristín, f.
26. júlí 1959, börn
hennar eru Guðrún,
Jónína, Jón Einar og
Kristján Árni.
Barnabarnabörnin
eru sex.
Fyrir átti Guðrún
dótturina Gerði Bjarnadóttur.
Hún á fjögur börn og sjö barna-
börn.
Árni starfaði framan af ævi við
sjósókn, oft sem stýrimaður eða
skipstjóri á smærri bátum. Seinni
hluta ævinnar vann hann við neta-
gerð á netaverkstæði bróður síns,
Friðriks Vilhjálmssonar, í Nes-
kaupstað. Um sex ára skeið átti
Árni líka trillu og stundaði
handfæraskak á sumrin frá Norð-
firði.
Árni verður jarðsunginn frá
Norðfjarðarkirkju í Neskaupstað
í dag og hefst athöfnin klukkan
14.
Árni Vilhjálmsson var af þeirri
kynslóð sem við erum óðum að
kveðja. Hann var fæddur 1919 í Há-
túni í Neskaupstað og hefði því orðið
86 ára á þessu ári, giftur Guðrúnu
Magnúsdóttur og áttu þau þrjú börn
saman, Jón Rúnar, Vilhjálm og Krist-
ínu en Gerði átti Guðrún fyrir. Þau
hjónin bjuggu allan sinn búskap í
Neskaupstað. Á síðustu árum hafa
þau verið virkir félagar í Félagi eldri
borgara og áttu margar góðar stundir
í félagsheimili þeirra, Sigfúsarhúsinu.
Þar starfar nú margt af því fólki sem
átti hvað stærstan þátt í því að halda
uppi blómlegu lífi í Neskaupstað á
seinni hluta síðustu aldar.
Þegar ég giftist Vilhjálmi og kynnt-
ist tengdaforeldrum mínum var Árni
þegar nokkuð fullorðinn. Yfir honum
hvíldi hógværð og látlaus háttvísi.
Hrifnæmur var hann og fannst eng-
inn staður jafnfallegur og Norðfjörð-
ur.
Við fundum fljótlega fyrir gagn-
kvæmri væntumþykju og áttum okk-
ur sameiginlegt áhugamál sem við
ræddum gjarnan; veðrið. Árni vann
við sjómennsku lengst af starfsævinni
og bar glöggt skynbragð á náttúruna
eins og sjómenn gera gjarnan. Ég
hafði mjög gaman af að ræða við hann
um veðurfar, því hann lýsti því á
óvenjulegan og skemmtilegan hátt.
Hann átti til að draga heldur úr og
kallaði snjó á jörðu þá gjarnan föl og
ef það var eitthvað meira þá sagði
hann að það væri svona á milli húsa.
Árni var mikill skákmaður og
bridsmaður og hafði gaman af spilum.
Hann átti ótal viðurkenningar og
vinninga frá mótum sem hann tók
þátt í. Það var nánast ógjörningur að
vinna Árna í skák og sjaldan í kasínu
sem var uppáhalds tveggja manna
spilið hans.
Fjölskyldan varð fyrir miklu áfalli
þegar Rúnar, eldri sonurinn og kona
hans Vilborg létust í bílslysi á Reykja-
nesbrautinni árið 2000. Við þessar
ólýsanlegu og harmrænu aðstæður
máttu Árni og Guðrún glíma og gerðu
það af æðruleysi.
Árni átti við veikindi að stríða sem
hafði þær afleiðingar að annar fótur-
inn var tekinn af honum þegar hann
var rúmlega áttræður. Jákvæðni hans
og elja skiluðu honum í gegnum þetta
erfiða veikindatímabil. Hann sýndi
hvað í honum bjó þegar þjálfun á nýja
fætinum hófst og tókst á við það verk-
efni með ótrúlegri seiglu og þolin-
mæði.
Guðrún eða Gunna kona hans eins
og hann kallaði hana, stóð þétt við
hliðina á manni sínum, studdi hann
með ráðum og dáð og gerði þeim
kleift að búa heima á Urðarteigi allt
til enda. Árni vissi eins og aðrir að án
hennar aðstoðar hefði allt verið á ann-
an veg og var henni mjög þakklátur.
Nú er komið að kveðjustund, Árni í
Hátúni hefur fengið hvíld. Blessuð sé
minning hans.
Anna Jóna Briem.
Elsku afi, okkur langar til að minn-
ast þín með nokkrum orðum.
Nú ertu farinn og þín verður sárt
saknað en smitandi hlátur og léttur
húmor þinn lifir í minningu okkar.
Afi var Norðfirðingur í húð og hár.
Hann stundaði sjóinn, var skipstjóri á
bátum hér áður fyrr, reri síðar á eigin
trillu á sumrin og vann í netagerðinni
á veturna þar sem hann vann svo allt
árið um kring í seinni tíð.
Á góðum síðsumarsdögum fór afi
oft upp í fjallshlíð eða inn í sveit í
berjamó. Nokkrar minningar tengj-
ast þeim ferðum. Til merkis um
ánægju afa af verunni í berjamónum
gleymdi hann sér eitt sinn við berja-
tínsluna og minnstu munaði að amma
hefði sent eftir honum leitarflokk en
að sjálfsögðu skilaði afi sér heim að
lokum, ánægður með afrakstur dags-
ins.
Afi var mikill skák- og bridgespilari
og vann hann til verðlauna í báðum
greinum. Margs er að minnast frá
samverunni með afa. Oft gistum við
systkinin hjá ömmu og afa og þá lék-
um við okkur iðulega í gullabúinu í
kjallaranum. Skrítið verður að koma í
heimsókn til Norðfjarðar þegar afa
nýtur ekki lengur við. Minningin lifir í
hjörtum okkar um elskulegan, góðan
og skemmtilegan afa.
Guðrún og Jón Einar.
Nú er afi dáinn og kom það mér í
opna skjöldu. Hann hafði dreymt fyr-
ir því að hann myndi ná 86 ára aldri og
maður treysti því. Ég á margar minn-
ingar frá Norðfirði þar sem ég bjó til
fjögurra ára aldurs eða þar til fjöl-
skylda mín fluttist til Keflavíkur. Eft-
ir það dvaldi ég oft á sumrin hjá
ömmu og afa sem var frekar að minni
ósk heldur en foreldra minna. Þannig
hélt ég sambandi við Norðfjörð og
gisti ég hjá afa og ömmu í um mánuð á
hverju sumri þangað til að ég var 12–
13 ára.
Minningar mínar að austan eru þá
oftast tengdar afa og ömmu þar sem
dagurinn byrjaði á því að farið var
niður í Netagerð Friðriks Vilhjálms-
sonar þar sem afi vann. Yfirleitt var
hann þar einn uppi á lofti við víra-
splæsningar og aðra vinnu sem
tengdist veiðarfærum. Þar græjaði
afi mann upp af veiðigræjum, þ.e.a.s.
spún og spotta, og svo var maður
sendur niður á olíubryggju að húkka
ufsa. Veiðin gekk yfirleitt vel því ekki
sást til botns fyrir ufsatorfu.
Gott skap, kímni, stríðni og já-
kvæðni einkenndi afa minn allt til
æviloka þrátt fyrir veikindi sem hann
átti við að stríða hin seinni ár sem
höfðu leitt til þess að tekinn var af
honum hægri fóturinn um hné. Ekki
man ég eftir að hafa komið inn á Urð-
arteig 5 án þess að amma og afi hafi
verið hlæjandi og brosandi.
Mér er minnisstætt þegar ég var 15
ára og hringdi í afa og bað hann um að
lána mér peninga fram á sumar fyrir
mótorhjóli. Ekki var það vandamál og
ég fékk lán. Um haustið nefndi afi síð-
an við mig að maður ætti að borga það
sem maður fengi lánað og var mér
brugðið þar sem ég áttaði mig á að
þetta var geymt en ekki gleymt hjá
afa og þó mér fyndist það hart á þeim
tíma þá var þetta góð lexía en þó að-
eins ein af mörgum sem ég lærði af
afa mínum.
Ég kveð afa með virðingu og þakka
fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti
með honum. Minning hans lifir.
Árni Rúnar Jónsson.
Elsku hjartans afi minn
nú ert þú ei lengur hér.
Þó við heyrum ei lengur hlátur þinn
þá ertu enn í huga mér.
Hve ljúft það var að eiga þig að,
svo ljúft að eiga í hjarta þér stað.
Þinn einstaki hlátur og létta lund,
já mikið var gaman að eiga með þér stund.
Alltaf var gott að koma til þín
í Netagerðina forðum.
Sú minning svo sterk, nú kemur til mín
hér skrifuð í fáum orðum.
Nú kveðjum við þig elsku afi.
Af alhug öll við þökkum þér
fyrir liðna tíð, öll góðu árin,
þín minning mun ætíð lifa hér.
Það huggun er gegn harmi sárum
að hjá ástvinum látnum dvelur þú nú.
Við kveðjum þig öll með trega tárum
en andi þinn lifir, það er okkar trú.
Þín
Jónína.
Mér hefur oft orðið hugsað til gam-
allar myndar af Árna móðurbróður
mínum. Ég horfði löngum á hana sem
barn: Árni var með hatt! Seinna sá ég
að myndin var af myndarlegum ung-
um manni, fallega eygðum, með
dökkt hár og brúnir; um varirnar lék
glettnislegt brosið. Þrátt fyrir áföll
síðustu ára, þegar heilsan brast og
Rúnar og Vilborg féllu frá í hörmu-
legu slysi, hvarf brosið aldrei alveg:
Árni bugaðist ekki og hélt reisn sinni
til hinstu stundar, dyggilega studdur
af Gunnu, sinni sterku konu. Hennar
þáttur verður aldrei metinn til fulls.
Árni fæddist í Hátúni á Norðfirði
og þar ólst hann upp í stórum og sam-
hentum systkinahópi. Þrjú systkin-
anna lifa bróður sinn. Hann bjó alla
sína tíð eystra og um hálfrar aldar
skeið í húsi sínu, Arnarhóli, við túnið
sem löngum var kennt við föður hans,
rétt innan við Hátún. Hann vildi
hvergi annars staðar vera enda unni
hann æskuslóðunum og heimabyggð-
inni allri og alla tíð var hann traustur
heimildarmaður um líf fólksins sem
byggði bæinn.
Fram yfir 1960 var Árni sjómaður
og um skeið skipstjóri en til þess hafði
hann lært. En á sjötta áratugnum hóf
hann störf hjá Frissa bróður sínum á
Netagerðinni og þar lauk hann starfs-
ferli sínum. Mörg sumrin reri hann á
trillu sem hann átti. Villi var með hon-
um í nokkur sumur; það tengdi þá
feðga sterkum böndum.
Mér er sagt að Árni hafi verið ákaf-
lega glöggur sjómaður og þekkt
kennileiti eins og handarbakið á sér.
Þessu trúi ég vel enda var Árni skarp-
greindur maður, fljótur að greina og
skilja samhengi hlutanna. Ég hef oft
spurt sjálfa mig að því hvernig líf
Árna hefði orðið hefði hann lagt fyrir
sig bóknám. Í það átti hann fullt er-
indi. Ég veit hins vegar ekki hvort
hann saknaði þess að svo varð ekki.
Árni var lágvaxinn eins og hann átti
kyn til, léttur í spori og snar í snún-
ingum fram eftir aldri. Enda þótt
hann væri dulur og flíkaði lítt tilfinn-
ingum sínum var hann oft kíminn og
margar athugasemda hans voru
óvæntar og óborganlegar. Hann var
óáreitinn og hlutaðist ekki til um líf
annarra. Hann var maður nægjusemi
og hógværðar, gerði engar efnislegar
kröfur til umhverfisins en til sjálfs sín
gerði hann þær kröfur að skulda eng-
um neitt og að orð skyldu standa, var
trúr yfir smáu sem stóru.
Árni kvaddi umvafinn ástúð Gunnu
og barna sinna, Villa og Kristínar. En
ég kveð kæran frænda með virðingu
og þökk. Jafnframt flyt ég kveðjur
foreldra minna sem þakka langa og
góða samfylgd.
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson.)
Margrét Jónsdóttir.
ÁRNI
VILHJÁLMSSON
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SESELÍA ÓLAFSDÓTTIR,
Skagfirðingabraut 39,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks
sunnudaginn 27. febrúar, verður jarðsungin
frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn
12. mars kl. 11:00.
Bragi Jóhannsson, Guðríður Vestmann,
Guðný Jóhannsdóttir, Jón Guðmundsson,
María Jóhannsdóttir, Sigurfinnur Jónsson,
Rúnar Pétursson,
ömmu- og langömmubörn.
Útför eiginmanns míns,
EINARS HELGA BACHMANN,
sem andaðist í Bandaríkjunum miðvikudaginn
2. febrúar, fer fram frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 14. mars nk. Athöfnin hefst kl. 13.00.
Fyrir mína hönd og barna okkar,
Stefanía Magnúsdóttir Bachmann.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og systir,
SIGRÚN ELÍSABET ÁSGEIRSDÓTTIR,
sem lést föstudaginn 4. mars sl., verður
jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugardaginn
12. mars kl. 14:00.
Theodór Árnason,
Vilhjálmur Ásgeir Theodórsson, Gabriella Oddsdóttir,
Dagný Theodórsdóttir, Heiðar Kristjánsson,
Árni Þór Theodórsson, Katrín Þóra Kruger,
Ester Inga Hannesdóttir, Lilja Matthildur Vilhjálmsdóttir,
Ólafur S. Ásgeirsson,
Ásgeir G. Ásgeirsson,
Rannveig H. Ásgeirsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐRÚN JÚLÍA ELÍASDÓTTIR,
Aðalsteini,
Stokkseyri,
sem andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands að
morgni föstudagsins 4. mars, verður jarðsungin
frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 12. mars
kl. 14.00.
Sævar Gunnarsson, Kristbjörg Eðvaldsdóttir,
Auður Gunnarsdóttir, Geir Valgeirsson,
Andrea Gunnarsdóttir, Borgar Benediktsson,
Gunnar Elías Gunnarsson, Valgerður Gísladóttir
og ömmubörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR,
Kelduhvammi 16,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
mánudaginn 14. mars kl. 15.00.
Sólveig M. Magnúsdóttir, Stefán Karl Harðarson,
Jón Ölver Magnússon,
Víðir Þór Magnússon, Helena Richter,
Björk Magnúsdóttir, S. Úlfar Sigurðsson,
barnabörn og langömmubarn.