Morgunblaðið - 11.03.2005, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 47
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2600 • MYNDSENDIR 562 3219
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Auglýsing um deiliskipulag
í Reykjavík
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar-
laga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér
með auglýst til kynningar tillaga að breytingu
deiliskipulagi í Reykjavík.
Suðurlandsbraut 14.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna
lóðarinnar Suðurlandsbraut 14.
Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að bakbygging á
lóð verði að mestu fjarlægð og þess í stað
verði byggingareitur fyrir bílageymslu á fyrstu
hæð og öðru gólfi stækkaður sem því nemur
og bætt verður við inndreginni sjöundu hæð
frambyggingar. Hæðarkóti er hækkaður úr
51m í 55m.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipu-
lags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1.
hæð, virka daga kl. 08:20 – 16:15, frá 11. mars
til og með 22. apríl 2005. Einnig má sjá
tillöguna á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta
hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum
og athugasemdum við hana skal skila skriflega
eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags-
fulltrúa, merkt viðkomandi svæði og undirritað
skilmerkilega, eigi síðar en 22. apríl 2005.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan til-
skilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 11. mars 2005
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
Félagslíf
Í kvöld kl. 20.30 heldur Flóki
Kristjánsson erindi „Að vera
sáttur við hlutskipti sitt“ í húsi
félagsins, Ingólfsstræti 22.
Á laugardag kl. 15-17 er opið
hús með fræðslu og umræðum,
kl. 15.30 í umsjá Kristínar Ein-
arsdóttur sem fjallar um „Fyrstu
þrep yogaiðkunar“.
Hugræktarnámskeið Guðspeki-
félagsins verður framhaldið
fimmtudaginn 17. mars kl.
20.30, í umsjá Birgis Bjarnason-
ar, „Opið spjall um hugrækt“. Á
fimmtudögum kl. 16.30-18.30 er
bókaþjónustan opin með miklu
úrvali andlegra bókmennta.
Starfsemi félagsins er öllum
opin.
www.gudspekifelagid.
I.O.O.F. 1 1853118 II.*
I.O.O.F. 12 1853118½
Raðauglýsingar 569 1111
Uppboð
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Fiskislóð 45, 010101, Reykjavík, þingl. eig. Fiskislóð 45 ehf., gerðar-
beiðendur Tollstjóraembættið og Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudag-
inn 15. mars 2005 kl. 13:30.
Flúðasel 91, 0401, Reykjavík, þingl. eig. Árni Þór Ómarsson og Hildur
Arnardóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 15. mars
2005 kl. 10:30.
Seljavegur 5, 010201, Reykjavík, þingl. eig. Elín Þóra Friðfinnsdóttir,
gerðarbeiðendur Kaupþing Búnaðarbanki hf., Lögreglustjóraskrif-
stofa og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 15. mars 2005 kl. 14:00.
Stíflusel 6, 0302, Reykjavík, þingl. eig. Anna Rósa Þorfinnsdóttir, gerð-
arbeiðendur Og fjarskipti hf. og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðju-
daginn 15. mars 2005 kl. 11:00.
Víðimelur 34, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Ingvar Jónsson, gerðarbeið-
andi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 15. mars 2005 kl. 15:00.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
10. mars 2005.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri sem hér segir:
Iðjuvellir 3, Kirkjubæjarklaustri, þingl. eig. Hildir ehf., gerðarbeiðendur
Landssími Íslands hf. innheimta, Lífeyrissjóður verslunarmanna
og Vátryggingafélag Íslands hf., föstudaginn 18. mars 2005 kl. 14.00.
Sýslumaðurinn í Vík,
10. mars 2005,
Sigurður Gunnarsson.
Nauðungarsala
SMS
tónar og tákn
Raðauglýsingar
sími 569 1100
SÓLVEIG Halldórsdóttir varði
doktorsritgerð við næringarfræði-
stofnun Columbia-háskóla í New
York borg, Bandaríkjunum, 7. des-
ember sl. Ritgerðin ber heitið
„Models of
Nutrient Med-
iated Effects on
Energy Homeo-
stasis in Mice
and Humans“.
Ritgerðin
skiptist í tvo
hluta. Sá fyrri
fjallar um rann-
sóknir á ung-
barni; dreng
sem var lagður
inn á barnadeild Columbia-sjúkra-
húss vegna lágs blóðsykurs. Rann-
sóknir leiddu í ljós að orsökin var
stjórnlaust seyti insúlíns vegna
ríkjandi stökkbreytingar í geni
sem skráir ensímið glutamatede-
hydrogenase (GDH). GDH hefur
hlutverki að gegna í stjórnun in-
súlínseytis frá brisi. Með því að
nota byggingu sama ensíms úr
nauti sem viðmiðun kom í ljós að
stökkbreyting er á svæði sem
bindur GTP og dregur þannig úr
virkni ensímsins. Stökkbreytta
ensímið er því ekki eins næmt fyr-
ir hömlun GTP á ensímvirkni.
Þessar rannsóknir nýtast við að
auka skilning á stjórnun insúl-
insseytis úr brisi og gefa innsýn
inn í hvers konar lyf og mataræði
er best að nota til að koma í veg
fyrir of lágan blóðsykur þegar
stökkbreyting í þessu geni eru
orskandi þáttur í stjórnlausu ins-
úlínseyti.
Seinni hluti ritgerðarinnar
fjallaði um mýs sem notaðar voru
sem módel í megrunarrannsókn til
að öðlast betri innsýn inn í þá líf-
eðlisfræðilegu aðlögun sem verður
þegar líkamsþyngd er haldið niðri
í langan tíma með takmörkun á
hitaeiningafjölda fæðu. Rann-
sóknir á líkamssamsetningu og
efnaskiptahraða grannra eða feitra
músa sem viðhaldið var 15–20%
undir upphafsþyngd leiddu í ljós
að efnaskiptahraði breytist þegar
mýs viðhalda lægri líkamsþyngd
en venjulega. Þessi breyting er
óháð því hversu þungar mýsnar
eru í byrjun. Þegar grunnefna-
skiptahraði var leiðréttur fyrir
fitufríum líkamsmassa reyndist
hann lægri í músum sem haldið
var undir venjulegri líkamsþyngd,
en efnaskiptahraði í vöku (NREE)
var hærri miðað við viðmiðunar-
hópinn. Ástæðan fyrir hækkun
NREE í músum sem viðhaldið er í
megrun er sú að þær hreyfa sig
mun meira en mýs sem hafa nóg
að borða. Þrátt fyrir aukna hreyf-
ingu hjá músum í megrun, þá var
sú orka sem þær notuðu við áætl-
aða vinnu í búrinu minni en búist
var við miðað við orkunýtni við-
miðunarhóps. Lágmarkslíkamshiti
hvern sólarhring var einnig lægri í
músum sem viðhéldu lægri líkams-
þyngd. Fyrri rannsóknir hafa sýnt
að fólk í megrun þarf færri hita-
einingar til að viðhalda lægri lík-
amsþyngd miðað við fólk af sömu
þyngd og líkamssamsetningu sem
ekki er í megrun.
Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á
rákóttum vöðva úr fólki í megrun
benda til þess að breytingar á
orkunýtingu eigi sér stað þegar
líkamsþyngd er viðhaldið 10–20%
undir byrjunarþyngd. Niðurstöður
rannsóknanna á músum nýtast því
til þess að finna sameindir sem
gætu spilað þátt í aukinni orku-
nýtni fólks sem viðheldur lægri
líkamsþyngd með takmörkun hita-
einingafjölda í fæðu.
Aðalleiðbeinandi var Rudolph L.
Leibel, MD., professor of Medic-
ine, Division of Molecular Genetics
og forstöðumaður Naomi Berrie
Diabetes Center við Columbia há-
skóla.
Doktor í
lífvísindum
Sólveig
Halldórsdóttir
SOROPTIMISTA klúbburinn í
Árbæ lét ágóða af síðasta vin-
kvennakvöldi félagsins renna til
Vímulausrar æsku – Foreldrahúss.
Styrkurinn er notaður til að halda
sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir
börn og unglinga en Vímulaus æska
er með þessi námskeið í Foreldra-
húsinu.
Guðný Hinriksdóttir formaður
og Ragna Guðbrandsdóttir frá
Soroptimista klúbbnum í Árbæ af-
hentu Þórdísi Sigurðardóttur frá
Foreldrahúsinu styrkinn.
Vímulaus æska –
foreldrahús fá styrk
VEGNA gagnrýni á ráðningu Auð-
uns Georgs Ólafssonar sem frétta-
stjóra Útvarps bendir Frjálshyggju-
félagið á að deilur sem þær sem nú
hafa sprottið upp eru afar ólíklegar
hjá fyrirtæki sem rekið er af einka-
aðilum.
„Einkaaðilar hafa engan hag af því
að ráða menn og konur til starfa af
öðrum ástæðum en þeim að þeir eru
bestir í starfið að þeirra mati.
Pólitískar ráðningar munu heyra
sögunni til hjá einkavæddum fyrir-
tækjum, því þær eru í eðli sínu
ómögulegar hjá fyrirtæki sem ekki
er á valdi pólitíkusa.
Allir vinir Ríkisútvarpsins ættu
því að geta fallist á að því séu sköpuð
eðlilegri starfsskilyrði með sölu
þess.
Frjálshyggjufélagið er með álykt-
un þessari hvorki að taka afstöðu
með né á móti ráðningu Auðuns,
enda ekki með forsendur til þess að
meta hæfni hans og annarra um-
sækjenda, fremur en flestir aðrir.“
Vilja selja Ríkisútvarpið
AÐALFUNDUR SVÞ – Samtaka
verslunar og þjónustu, sem haldinn
var 8. mars sl., ályktar að stofna beri
eitt atvinnuvegaráðuneyti í stað
þeirra fjögurra sem nú eru starf-
rækt, þ.e. landbúnaðar-, sjávarút-
vegs-, iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neyta. Vilja samtökin að nýja
ráðuneytið taki jafnt til allra at-
vinnugreina.
„Hlutverk stjórnvalda er að skapa
öllu atvinnulífinu jöfn rekstrarskil-
yrði, en ekki aðeins völdum atvinnu-
greinum. Atvinnuvegaráðuneytin
voru stofnsett þegar atvinnulífið var
einhæft og stjórnvöld komu með
beinum hætti að því. Slík viðhorf eru
nú úrelt og tímabært að stjórnsýslan
taki mið af breyttum aðstæðum og
atvinnuháttum.
Undir hvert atvinnuvegaráðu-
neytanna heyrir fjöldi undirstofnana
til að þjónusta viðkomandi atvinnu-
greinar. Nauðsynlegt er að endur-
skoða starfsemi þessara stofnana
svo þær verði skilvirkari og þjóni
betur þörfum atvinnulífsins í heild.
Með einu atvinnuvegaráðuneyti
mætti hagræða og e.t.v. sameina
þjónustustofnanir atvinnuveganna.
Telja má víst með tilvísun í starf-
semi samtaka atvinnulífsins að með
því að sinna málefnum alls atvinnu-
lífsins í einu ráðuneyti skapist hag-
stæð samlegðaráhrif og aukin skil-
virkni fyrir sama fjármagn og nú er
varið til rekstrar ráðuneytanna fjög-
urra. Aukin þekking innan eins ráðu-
neytis á málefnum alls atvinnulífsins
myndi óneitanlega stuðla að því að
menn töluðu sama tungumál og
næðu betur saman um lausn mála
sem væri öllum aðilum til hagsbóta.“
Í lokin segir að starf margra fyr-
irtækja einskorðist ekki við þröngar
skilgreiningar frumframleiðslu-
greina sem áður hafi ríkt.
Vilja stofna
atvinnuvega-
ráðuneyti