Morgunblaðið - 11.03.2005, Síða 49

Morgunblaðið - 11.03.2005, Síða 49
RÚNA Friðriksdóttir fermdist í fyrravor. Þegar fermingunni var lokið í kirkjunni kom hún heim á Grenimelinn. Eftir svo- litla stund benti amma hennar, Katrín Briem, henni út um gluggann og sagði: „Sjáðu“. Rúna leit út og sá hest úti á götu. „Mér fannst mjög skrítið að sjá hest þarna úti á götu en skildi ekki að þetta tengdist mér eitthvað fyrr en amma sagði að þetta væri ferming- argjöfin til mín,“ sagði Rúna. „Ég varð alveg ótrúlega glöð og hljóp út til að geta klappað honum. Ég þekkti hann ekki af því að ég hafði ekki séð hann frá því að hann var folald. Svo þurfti hann að fara aftur upp í hesthús og ég gat varla beðið eftir að fara þangað og hitta hann. Ég byrjaði á því að fara á námskeið því hann var ekki mikið taminn. Þetta námskeið var inni í reiðhöll og það var svolítið skrítið. En eftir nám- skeiðið fór ég að ríða út með vinkonu minni sem er líka í hestamennskunni. Og það gekk ótrúlega vel með hann og var mjög skemmtilegt.“ Jörfi er undan hryssu af Svaðastaðakyni frá Marðar- núpi í Vatnsdal, en hún er í eigu Katrínar ömmu Rúnu. Hann er á sjötta vetri, leir- ljósblesóttur. „Það skemmir ekki hvað hann er fallegur á lit- inn,“ sagði Rúna. „Ég hef ekk- ert farið á hann frá því í vor, en hann var tekinn á hús núna í febrúar. Síðan er hann búinn að vera í þjálfun hjá reyndri tamningakonu og hún segir að allt hafi gengið mjög vel með hann. Ég ætla því að drífa mig á bak fyrir helgi og prófa hann. Vinkona mín er byrjuð að ríða út og ég held að hún bíði eftir að ég komi með henni,“ sagði Rúna Friðriksdóttir. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Rúna Friðriksdóttir heilsar upp á Jörfa á fermingardag- inn þegar komið var með hann heim til hennar á Grenimelinn. Ég varð alveg ótrú- lega glöð MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 49 HESTAR Í gegnum tíðina hefur það alltaftíðkast í nokkrum mæli að ung-lingar fái hest í fermingargjöf.Sérstaklega þeir sem hafa ver- ið í hestamennsku fyrir eða sýna henni mikinn áhuga. Ásdís Haralds- dóttir ræddi við umboðsmann ís- lenska hestsins sem hefur ásamt Fé- lagi hrossabænda og Félagi tamningamanna bent á þennan möguleika að undanförnu og hvað þurfi til að gjöfin verði til gleði en ekki til ama. „Það er auðvitað ekki einfalt mál að eiga hest og hugsa um hann en það er þroskandi og gefandi, ekki síst fyrir unglinga. Þess vegna erum við að benda fólki á þann möguleika að gefa unglingum hest í fermingargjöf,“ sagði Jónas R. Jónsson, umboðsmað- ur íslenska hestsins. „Það á við um unglinga sem eru fyrir í hesta- mennsku, jafnvel þá sem þurfa að fá betri eða meira krefjandi hest til að halda áhuganum við, þá sem ella væri hætta á að mundu flosna upp úr hestamennskunni. Einnig unglinga sem hafa áhuga á að byrja í hesta- mennsku. Margt getur glapið fyrir unglingum nú til dags og hesta- mennska er áhugamál sem gæti svo sannarlega komið í veg fyrir það.“ Nauðsynlegt að vanda valið vel Jónas sagði að auðvitað væri það staðreynd að góðir hestar kostuðu töluverða upphæð. En farsælast er þó að velja vel taminn, öruggan og skemmtilegan hest. Erfitt er að setja verðmiða á slíkan hest, en hugsanlega má gera ráð fyrir að hann kosti frá 200.000 krónum. „Hesturinn þarf að vera þannig að hann passi þörfum knapans. Því þarf að velja hest sem ekki er óvissa um. Ekki er verra að hann sé svo vel tam- inn eða lífsreyndur að hann kenni barninu eitthvað. Við mælum því ekki með að fermingarbarnið fái folald því brugðið getur til beggja vona með það. Það þarf að vanda valið vel og ef ekki er nauðsynlegt að afhenda gjöf- ina á fermingardaginn sjálfan er upp- lagt að fermingarbarnið fái að vera með í valinu. Því alltaf er gott að prófa sem flesta hesta til að hægt sé að velja þann sem passar best hverjum og ein- um. Auðvitað eru sum fermingarbörn vön og hestfær og þá er hægt að gefa minna gerð hross fyrir þau, sérstak- lega ef þau hafa áhuga og getu til að taka þátt í tamningu og þjálfun hests- ins. En engum er greiði gerður að fá hest að gjöf sem ekki passar.“ Hugsa þarf til framtíðar þegar gefinn er hestur Einkunnarorð þessa átaks eru: ög- un – umhyggja – útivera – ábyrgð. Á unglingsárunum er mikilvægt fyrir marga að hafa eitthvað sem þeir eiga sjálfir og þurfa að bera ábyrgð á í samvinnu við einhvern fullorðinn sem auðvitað þarf að vera unglingnum til halds og trausts. Í ábyrgðinni felst meðal annars að hugsa þarf um hestinn árið um kring. Jónas lagði áherslu á mikilvægi þess að allir sem veldu að gefa hest í ferm- ingargjöf hugsuðu til framtíðarinnar. Nauðsynlegt er að hugsa vel um hest- inn, fóðra hann og hreyfa og sinna öðrum þörfum hans. Hann þarf að búa við gott atlæti. Það þarf að hýsa hann á veturna ef hann á að nýtast eigandanum til útreiða og hann þarf að hafa aðgang að hagagöngu á sumr- in og haustin. Bent á þann möguleika að gefa hest í fermingargjöf Þroskandi og gefandi að hugsa um hest og bera ábyrgð á honum Í gegnum tíðina hefur það alltaf tíðkast í nokkrum mæli að unglingar fái hest í ferm- ingargjöf. Sérstaklega þeir sem hafa verið í hestamennsku fyrir eða sýna henni mikinn áhuga. Ásdís Haraldsdóttir ræddi við umboðsmann íslenska hestsins sem hefur ásamt Félagi hrossabænda og Félagi tamningamanna bent á þennan mögu- leika að undanförnu og hvað þurfi til að gjöfin verði til gleði en ekki til ama. asdish@mbl.is SÝNINGIN Æskan og hesturinn verður í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina. Þetta er samstarfsverkefni 7 hestamannafélaga á höfuðborg- arsvæðinu og á Suðurnesjum og er gert ráð fyrir að 220–230 börn komi við sögu á sýningunni að þessu sinni. „Þessar sýningar hafa verið mjög vinsælar og í fyrra komu um 5.000 manns í Reiðhöllina,“ sagði Þorvarður Helgason talsmaður sýningarinnar. „Þótt aðaláherslan sé á æskuna og hestana er alltaf bryddað upp á einhverjum nýjung- um. Að þessu sinni verður til dæmis atriði með tveimur þýskum fjár- hundum sem draga kerru og litlir krakkar úr Söngskóla Maríu og Siggu koma og syngja svo eitthvað sé nefnt.“ Að þessu sinni verða þrjár sýn- ingar, ein á laugardaginn 12. mars kl. 16 og á sunnudaginn 13. mars kl. 13 og 16. Aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Kristinn Krakkar í Hestamannafélaginu Mána á Suðurnesjum sýna listir sínar. Æskan og hesturinn í 13. sinn Landsliðsmót kvenna Landsliðskeppni milli sex kvenna- para fór fram um sl. helgi. Dóra Axelsdóttir og Erla Sigurjónsdóttir sigruðu, fengu 82 stig yfir meðalskor en helztu keppinautarnir, Harpa Fold Ingólfsdóttir og Guðný Guðjónsdóttir voru með 55 í skor. Pörin mættust í síðustu umferðinni og voru þá nánast jöfn en Dóra og Erla áttu betri loka- setu. Soffía Daníelsdóttir og Hrafnhild- ur Skúladóttir urðu í þriðja sæti með 26 yfir miðlung. Sveit Sigurðar Björgvinssonar vann Íslandsmót yngri spilara Sveit Sigurðar Björgvinssonar sigraði nokkuð örugglega í Íslands- móti yngri spilara sem fram fór um helgina. Hlaut sveitin 132 stig en sveit Meistaranna varð önnur með 121 stig. Í sigursveitinni spiluðu auk Sigurð- ar þau Anna Guðlaug Nielsen, Gunn- ar Björn Helgason og Örvar Óskars- son. Aðeins fjórar sveitir tóku þátt í mótinu. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Spilað var á 9 borðum föstudaginn 4. mars. Úrslit urðu þessi: N/S Sigurður Hallgrímss - Sófus Berthelsen 242 Helgi Sigurðss - Gísli Kristinsson 240 Ásgeir Sölvason - Guðni Ólafsson 239 Stígur Herlufsen - Guðm. Guðmundsson 217 A/V Kristján Ólafsson - Ólafur Gíslason 263 Árni Guðmundss. - Hera Guðjónsd. 232 Anton Jónsson - Einar Sveinsson 219 Jón R. Guðmundss. - Kristín Jóhannsd . 219 Bridsfélag Reykjavíkur Þátttaka var ágæt í föstudagsbrids hjá Bridsfélagi Reykjavíkur 4. mars síðastliðinn en þá mættu 24 pör og öttu kappi. Keppni um fyrsta sætið var jöfn og spennandi og munaði að- eins einu stigi á tveimur efstu pör- unum í lokin. Lokastaðan varð þessi: Björn Dúason – Kjartan Jóhannsson 50 Þorvaldur Pálmas. – Jón V. Jónmundss. 49 Jón Stefánsson – Magnús Sverrisson 46 Baldur Bjartmarss. – Halldór Þorvalds. 42 Guðmundur Skúlason – Eggert Bergss. 31 Gullsmárabrids Gullsmári spilaði tvímenning á 15 borðum fimmtudaginn 3. mars. Miðl- ungur 264. Efst voru í N/S: Dóra Friðleifsdóttir - Jón Stefánsson 299 Unnur Jónsdóttir - Jónas Jónsson 297 Sigtryggur Ellertss. - Þorsteinn Laufdal 295 Sigurpáll Árnason - Jóhann Ólafsson 292 A/V Guðm. Guðveigss.- Kristbj. Ragnarss. 349 Díana Kristjánsdóttir - Ari Þórðarson 310 Þorleifur Hallbergss. - Þorbj. Gissurars. 301 Jónína Pálsdóttir - Elís Kristjánsson 292 Þá var spilaður tvímenningur á 11 borðum mánudaginn 7. mars. Miðl- ungur 220. Efst voru í N/S: Jón Bjarnar - Ólafur Oddsson 276 Páll Guðm.son - Filip Höskuldsson 256 Kristinn Guðmundsson - Guðm. Pálsson 244 Jónína Pálsdóttir - Elís Kristjánsson 225 A/V: Guðlaugur Árnason - Jón P. Ingibergss. 273 Dóra Friðleifsdóttir - Jón Stefánsson 272 Haukur Bjarnason - Einar Kristinsson 253 Ernst Backman - Katarínus Jónsson 252 Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Barómeter tvímenningur félagsins hófst mánudaginn 7. mars með þátt- töku 20 para. Páll Þórsson og Kjartan Ásmundsson eru með nokkuð góða forystu að afloknu fyrsta kvöldinu, en þá voru spiluð 30 spil. Á öðru spila- kvöldinu er áformað að spila 7 um- ferðir eða 35 spil og því mikilvægt að mæta tímanlega. Staða efstu para að afloknum 6 umferðum af 19 er þann- ig: Páll Þórsson – Kjartan Ásmundsson 63 Hrafnhildur Skúlad. – Jörundur Þórðars. 31 Guðjón sigurjónsson – Stefán Stefánsson 23 Þóranna Pálsdóttir – Ragna Briem 19 Björn Árnason – Garðar V. Jónsson 19 Gróa Guðnadóttir – Lovísa Jóhannsdóttir 19 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson FRÉTTIR ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem mótmælt er ófagmannlegum vinnu- brögðum við ráðningu fréttastjóra Útvarps. „Það er í hæsta máta ámælisvert að meirihluti útvarpsráðs og síðan útvarpsstjóri skuli virða að vettugi faglegt mat og óskir forsvars- manna fréttadeildar Ríkisútvarps- ins. Enginn fulltrúi Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs situr í útvarpsráði og gat því ekki tekið þátt í afgreiðslu málsins. Hjáseta minnihluta útvarpsráðs er illskilj- anleg og hefði verið nær að minni- hlutafulltrúar hefðu lagt faglegum vinnubrögðum við ráðninguna lið með því að styðja þann umsækj- anda sem þeir töldu hæfastan af þeim sem mælt hafði verið með. Vinnubrögð útvarpsráðs og út- varpsstjóra eru Ríkisútvarpinu ósamboðin og grafa undan tiltrú á þessa mikilvægu stofnun í þjóðar- eigu. Þetta mál sýnir þjóðinni eina ferðina enn að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hika ekki við að láta lýðræðisleg og fagleg vinnubrögð lönd og leið þegar meintir flokkshagsmunir og helm- ingaskipti þeirra í milli krefjast. Það verður að gera þá kröfu til pólitískt kjörinna fulltrúa að þeir rísi yfir þrönga flokkshagsmuni þegar þeim er falið að gæta al- mannahags.“ Mótmæla vinnu- brögðum við ráðn- ingu fréttastjóra IÐNNEMASAMBAND Íslands fagnar fréttatilkynningu Rafiðn- aðarsambands Íslands varðandi flutning hátíðahalda verkalýðs- félaganna í Reykjavík 1. maí. „Undanfarin ár hefur INSÍ ítrek- að bent á þennan valmöguleika á tilfærslu hátíðarhaldanna en hefur ekki hlotið hljómgrunn hjá 1. maí nefnd verkalýðsfélaganna. INSÍ hefur boðið félagsmönnum sínum frítt í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inn undanfarin ár og hefur það mælst mjög vel fyrir. Mikil aðsókn hefur verið í garðinn á þessum dög- um og teljum við að tvímælalaust eigi að huga betur að fjölskyldunni á þessum hátíðisdegi. Við skorum á forsvarsmenn ann- arra verkalýðsfélaga að fagna þess- aru hugmynd og færa 1. maí hátíða- höldin úr miðbænum í fjölskylduvænni og fjölbreyttari há- tíðarhöld, þar sem ungir sem aldnir geta haft gaman af.“ Styðja flutning hátíðahalda 1. maí TÍSKUVIKA hefst í Smáralind í Kópavogi laugardaginn 12. mars og stendur til 20. mars. Þá býðst kon- um á öllum aldri að fá ókeypis ráð- gjöf frá tískuráðgjöfum Smáralind- ar, undir stjórn Dýrleifar Ýrar Örlygsdóttur, og frá stílistum Debenhams. Viðskiptavinir geta bókað tíma á þjónustuborði Smára- lindar á 1. hæð. Ráðgjöfin er veitt á fyrstu hæð til móts við húsgagna- verslunina Natuzzi og Lyfju þar sem viðskiptavinum verður boðið uppá veitingar í boði Hagkaupa og að skoða tískublöðin frá Pennanum Eymundsson. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Smáralind- ar www.smaralind.is. Tískuráðgjafar og stílistar verða í Smáralind laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. mars kl. 13–17. Mánudaginn 14. til föstudagsins 18. mars kl. 16–19 og laugardaginn 19. og sunnudaginn 20. mars kl. 13–17. Tískuvika í Smáralind

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.