Morgunblaðið - 11.03.2005, Page 52

Morgunblaðið - 11.03.2005, Page 52
52 FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Tunglið er í hrútnum í dag og hann er því heppnari en ella. Einnig er hann orkumeiri og tilfinningasamari og því líflegri en ella. Talaðu við náungann. Naut (20. apríl - 20. maí)  Reyndu að ná nokkrum mínútum í einrúmi í dag. Þú þarft að draga and- ann og henda reiður á hugsunum þínum og bæta skipulagið. Þér líður betur á eftir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Vinkona verður þér hugsanlega inn- an handar í dag. Þú ert í sviðsljósinu og þér veitir ekki af öllum þeim ráð- um og þeirri aðstoð sem þér er boðin. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Athyglin beinist að þér í dag, sama hvað þú tekur þér fyrir hendur. Vertu meðvitaður um þetta í orðum þínum og gjörðum, krabbi. Samskipti við kvenstjórnanda eða móður vega þungt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þig langar til þess að bregða út af vananum. Ævintýraþráin hefur náð tökum á þér. Farðu á nýjan stað, í verslun eða á veitingastað sem þú hefur ekki komið á áður. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú gætir fundið fyrir ráðríki vegna hlutar þíns í einhverju sem á að deila niður. Ekki láta tala þig inn á að bera skarðan hlut frá borði, ef þú vilt það ekki. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Tunglið er beint á móti vogarmerk- inu í dag. Þú átt gott með að sýna háttvísi og vera samvinnuþýð því það er í eðli þínu þegar öllu er á botninn hvolft. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert einstaklega afkastamikil manneskja. Flyttu fjöll! Byggðu brýr! Hvaðeina sem þú tekur upp á til þess að bæta skipulagið mun koma þér að notum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert daðurgjarn og gáskafullur í dag. Kannski reynir þú að hrekkja einhvern eða láta einhvern ganga í vatnið. Þig langar til þess að skemmta þér og láta aðra hlæja með þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Heimili, fjölskylda og hefðbundin gildi skipta þig miklu máli. Notaðu daginn til þess að sýsla á heimilinu og sinntu foreldrum ef þú hefur tök á því. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Í dag væri upplagt að fara í versl- unarleiðangur. Ræddu við nágranna, systkini og ættingja. Farðu út og njóttu þess að sinna erindum og hnýta lausa enda. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Nú væri ráð að huga að fjármál- unum. Í dag er líka rétta stemmn- ingin fyrir kaup á gleraugum eða höfuðbúnaði. Val þitt verður hugs- anlega djarfara en ella. Stjörnuspá Frances Drake Fiskar Afmælisbarn dagsins: Þú ert kæn og huguð persóna og að sama skapi smekkleg, vinsamleg og aðlaðandi. Í hugsun ertu bæði framsækin og nútíma- leg og þú vilt gjarnan ná langt í því sem þú leggur fyrir þig. Þín bíða mikilvægar ákvarðanir á þessu ári. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 forneskjulegur, 8 sakaruppgjöf, 9 ánægð, 10 húsdýra, 11 nemur, 13 hafna, 15 ljóðasmiður, 18 vegurinn, 21 kraftur, 22 önug, 23 kynið, 24 hrein- skilið. Lóðrétt | 2 braukar, 3 end- urtekið, 4 fuglinn, 5 hlýði, 6 endaveggur, 7 sálar, 12 reið, 14 rengja, 15 regn, 16 skrifa á, 17 íláts, 18 lífga, 19 pinna, 20 nálægð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 skolp, 4 skart, 7 áttur, 8 ríkum, 9 tjá, 11 daun, 13 Erna, 14 áfram, 15 form, 17 mauk, 20 bak, 22 loppa, 23 ugl- ur, 24 tinna, 25 niður. Lóðrétt | 1 skáld, 2 ostru, 3 port, 4 strá, 5 akkur, 6 tomma, 10 jurta, 12 nám, 13 emm, 15 fullt, 16 ræpan, 18 aflað, 19 kúrir, 20 baga, 21 kunn.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Gallerí Dvergur | Te-tónleikar kl. 17–19 í dag. Fram koma „Kira Kira“ (Kristín Björk Krist- jánsdóttir, Tilraunaeldhúsið) og „Ljóni“ (Þráinn Óskarsson, Hudson Wayne) og sýnd verða vídeóverk myndlistarkonunnar Astrid Nippoldt. Gallerí Skemmtanir Cafe Catalina | Addi M. spilar og syngur á Catalinu í kvöld. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skvettuball verður laugardaginn 12. mars kl. 20.00 í Gullsmára 13. Léttsveit Harmónikufélags Reykjavíkur leikur. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ | Herrakvöld Stjörnunnar í Garðabæ verður haldið kl. 19 í hátíðarsal FG. Ræðumaður: Bjarni Bene- diktsson. Veislustjóri: Gunnar Einarsson, Jóhannes Kristjánsson eftirherma skemmtir. Klúbburinn við Gullinbrú | Hljómsveit Geir- mundar Valtýssonar leikur föstudags- og laugardagskvöld. Kringlukráin |Rúnar Júlíusson verður með dansleik á Kringlukránni um helgina. Ballið byrjar kl. 23 báða dagana. Vélsmiðjan Akureyri | Danshljómsveitin Friðjón Heldur leikur föstudags- og laug- ardagskvöld. Myndlist Café Kulture | Mila Pelaez sýnir olíumyndir á Café Kulture til 20. mars. Kúbverskir dag- ar standa til 12. mars. Ýmisl. kl. 12 í hádegi alla daga. 9. og 10. mars kl. 21 er afró- kúbverskt dansnámskeið, Mila & Ásdís. Fimmtud. kl. 18 tónlist og menning ungs fólks, Erpur Evindars. Laugard. lokapartí Kúbudaga. Havana Club-tónlist. FUGL, Félag um gagnrýna myndlist | Eygló Harðardóttir – Innlit – Útlit. Gallerí Auga fyrir auga | Opnun 5. mars kl. 15. Pinhole – ljósmyndaverk eftir Steinþór C. Karlsson. Frá 5.–20. mars. Gallerí Dvergur | Nú hefst síðasta sýning- arhelgi Jetske de Boer, „SYSTEMS ARE OUT OF ORDER, DO YOU KNOW OF AN AL- TERNATIVE?“. Hafnarborg | Jónína Guðnadóttir – lág- myndir og innsetningar í aðalsal. Barbara Westmann – Adam og Eva og Minnismyndir frá Vestmannaeyjum. Hallsteinn Sigurðs- son er myndhöggvari marsmánaðar í Hafn- arborg. Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson – Sól- stafir. Hrafnista Hafnarfirði | Steinlaug Sig- urjónsdóttir sýnir olíu- og vatnslitamyndir í Menningarsalnum á fyrstu hæð. Kaffi Sólon | Auður Inga Ingvarsdóttir – Form, ljós og skuggar. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930– 1945 og Rúrí – Archive – endangered waters. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Blaða- ljósmyndarafélag Íslands – Mynd ársins 2004 á efri hæð. Ragnar Axelsson – Fram- andi heimur á neðri hæð. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í vest- ursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson – Markmið XI samvinnu- verkefni í miðrými. Yfirlitssýning á verkum Kjarvals í austursal. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Stendur til 22. maí. Norræna húsið | Maya Petersen Overgärd – Hinsti staðurinn. Safn | Ingólfur Arnarsson – Teikningar. Samsýning listamanna frá Pierogi-galleríi í New York. Thorvaldsen | Ásta Ólafsdóttir – Hugar- heimur Ástu. Leiklist Leikfélag Mosfellssveitar | Barnaleikritið Ævintýrabókin eftir Pétur Eggerz. Leik- stjóri er Ingrid Jónsdóttir. Sýnt verður á laugardögum og sunnudögum. Frumsýnt verður 11. mars. Handverkssýningar Handverk og hönnun | Pétur B. Lúthersson húsgagnaarkitekt og Geir Oddgeirsson hús- gagnasmiður sýna sérhannaða stóla og borð sem smíðuð eru úr sérvalinni eik. Á sýningunni er einnig borðbúnaður eftir Kristínu Sigfríði Garðarsdóttur keramiker sem hún hannar og framleiðir. Studio os | Kertasýning í Studio os, Rang- árseli 8. Sýningin er opin 6.–18. mars alla daga kl. 14–17. Söfn Þjóðmenningarhúsið | Handritin, Þjóð- minjasafn Íslands – Svona var það, Heima- stjórnin 1904. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (1895– 1964) er skáld mánaðarins en í ár eru 110 ár liðin frá fæðingu hans. Á sýningunni eru ljóð Davíðs, skáldverk og leikrit. Einnig handrit að verkum og munir úr hans eigu. Blaða- umfjöllun um Davíð og ljósmyndir frá ævi hans prýða sýninguna. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóð- minjasafnsins, Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár. Ómur – Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljósmyndasýningarnar Hér stóð bær og Átján vóru synir mínir í álf- heimum … Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Fyrsta fimmtudag hvers mánaðar er opið til kl. 21. Mannfagnaður Hótel Holt | Árlegur hátíðarkvöldverður Fransk-íslenska verslunarráðsins verður sunnudaginn 13. mars. Heiðursgestir kvöldsins verða Sturla Böðvarsson sam- göngumálaráðherra og Nicole Michelangeli sendiherra Frakklands á Íslandi. Flora Mik- ula matreiðslumeistari og eigandi veitinga- staðarins Flora, sem er í 8. hverfi Parísar, hefur umsjón með matreiðslunni. Skráning í síma 510-7101 eða í tölvupósti á info@- france.is. UNICEF Ísland | Landsnefnd UNICEF á Ís- landi fagnar eins árs afmæli sínu á morgun, laugardag. Af því tilefni verður barnaafmæli í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna í Skaftahlíð 24 kl. 15–16. Einnig mun UNICEF kynna nýj- an bækling um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem dreift verður til allra 6. og 7. bekkinga á landinu næstu daga í samstarfi við Námsgagnastofnun. Fyrirlestrar Norræna húsið | Sænski arkitektinn og fræðimaðurinn dr. Ola Nylander heldur fyr- irlestur í Norræna húsinu í dag kl. 12–13.30. Nylander fjallar um þau listrænu og prakt- ísku atriði sem samþættast í góðum arki- tektúr og gera hús að aðlaðandi heimilum. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Kynning Café Kulture | Kúbverskir dagar standa yfir. M.a. er myndlistarsýning Milu Pelaez, boðið upp á kúbverska rétti, fyrirlestrar um mannlíf á Kúbu, flutt ljóð og sögur, kúbversk tónlist, dans o.fl. Málþing ÍSÍ – íþróttamiðstöðin í Laugardal | Opið málþing á vegum Hugarafls og Íþrótta- og ólympíusambands Íslands verður sunnu- daginn 13. mars kl. 14.30, í fundarsal ÍSÍ í íþróttamiðstöðinni Laugardal, við hliðina á Laugardalshöllinni. Fundarefni: Áhrif hreyf- ingar á þunglyndi. Aðalfyrirlesari verður Ingibjörg H. Jónsdóttir, lektor við Institut för Stressmedicin í Svíþjóð. Oddi – félagsvísindahús HÍ | Fé- lagsfræðiskor félagsvísindadeildar Háskóla Íslands og Félagsfræðingafélag Íslands halda málþing um Pierre Bourdieu í dag kl. 14–17, í Odda, stofu 101. Pierre Bourdieu (1930–2002) var einn merkasti fræðimaður Frakka á 20. öld á sviði félagsvísinda. Á málþinginu koma saman íslenskir fræði- menn sem hafa nýtt sér kenningar Bourd- ieus í rannsóknum sínum og varpa ljósi á fræðimanninn. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Námskeið Maður lifandi | Námskeið sem fjallar um að- draganda þess að stofna eigið fyrirtæki verður haldið 14. mars kl. 17–21. Leiðbein- andi er Martha Árnadóttir, BA í stjórn- málafræði og MA-nemi í mannauðs- stjórnun. Þorvaldur Þorsteinsson heldur fyrirlestur í dag kl. 17.30–18.30, um tilhneigingu okkar til að „fresta sjálfum okkur“ með öllum til- tækum ráðum. Hvernig forðumst við raun- verulega sjálfsþekkingu og fyllum lífið af sérhæfðri þekkingu í staðinn? Sjá nánar á www.madurlifandi.is. Staðlaráð Íslands | Námskeið um örugga meðferð upplýsinga – stjórnun upplýsinga- öryggis samkvæmt ISO 17799. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir áherslum og uppbyggingu staðl- anna ÍST ISO/IEC 17799 og ÍST BS 7799-2 og þekki hvernig þeim er beitt við stjórnun upplýsingaöryggis og mótun öryggisstefnu. Fundir Blindrafélagið | Bergmál Vina- og líkn- arfélag verður með opið hús sunnudaginn 13. mars, kl. 16, í húsi Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17. Gestir fundarins eru: Helga Soffía Konráðsdóttir, Hörður Torfason og Sigmundur Júlíusson. Þriggja rétta mat- seðill. Þátttaka tilkynnist til stjórnar. Eineltissamtökin | Fundir eru á hverjum þriðjudegi kl. 20 í húsi Geðhjálpar, Túngötu 7. Grand Hótel | Sala grunnnets Landsímans; ógnar hún hagsmunum almennings? Þeirri spurningu verður leitast við að svara á fundi sem Konur í stjórnmálum halda á Grand hóteli í dag, kl. 8–9.45. Frummæl- endur: Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, Sigurður G. Guð- jónsson, stjórnarformaður IP-fjarskipta (HIVE), og Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Kornhlaðan | Fræðslu- og aðalfundur Fræðslusamtakanna um kynlíf og barn- eignir verður fimmtudaginn 15. mars kl. 17– 19 í Kornhlöðunni, Lækjarbrekku. Dagbjört Ásbjörnsdóttir og Sigurlaug Hauksdóttir hafa framsögu um kynhegðun íslenskra ungmenna. Venjuleg aðalfundarstörf. Ráðstefnur ITC-samtökin á Íslandi | Ráðsfundur ITC verður 12. mars á Kaffi Reykjavík. Fund- urinn hefst kl. 13 með úrslitakeppni í mælsku- og rökræðukeppni ITC Melkorku Reykjavík og ITC Stjörnu Rangárþingi. Venjuleg fundarstörf, óvissuferð og hátíð- arkvöldverður. Fundurinn öllum opinn. Skráning á itc@simnet /s. 848-8718. Útivist Ferðafélagið Útivist | Fundur vegna jeppa- ferðar í Kerlingarfjöll 11.–13. mars verður í dag kl. 20 á skrifstofu Útivistar, Laugavegi 178. Farið verður frá skrifstofu Útivistar kl. 18.30. Gönguskíðaferð í Kerlingarfjöll 11.–13. mars. Undirbúningsfundur fyrir ferðina verður haldinn í dag kl. 20 á skrifstofu Útivistar, Laugavegi 178. Dagsferð verður á morgun á Kaldadal eða Skjaldbreið, þar sem snjó er að finna. 50 ÁRA afmæli. 17. mars nk. verð-ur fimmtug Helga Guðrún Gunnarsdóttir. Af því tilefni verður boðið til veislu í Fóstbræðraheimilinu, (Langholtsvegi 109–111) í dag, föstu- daginn 11. mars, klukkan 20. Vinir og vandamenn velkomnir. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is HLJÓMSVEITIN Ske bregður undir sig betri fætinum um helgina og leikur á tvennum tón- leikum. Í kvöld verður sveitin á Græna hatt- inum á Akureyri, en ann- að kvöld leikur hún á Grand Rokk ásamt sveit- unum Vínyl og Jeff Who. Hér er um að ræða nokk- urs konar upphitun fyrir South by SouthWest. Þá hefur hljómsveitin fengið til liðs við sig nýja söngkonu, Ágústu Evu Erlendsdóttur, en Ragn- heiður Gröndal, sem hefur hingað til þanið raddböndin með Ske einbeitir sér nú að sínum eigin ferli. Ágústa Eva, sem hefur einnig sungið með sveitinni Santa Barbara og innan hip-hop og danstónlistargeirans, segir umfangsmiklar æfingar á heildarefni sveitarinnar hafa skilað góðum árangri. „Þetta gengur mjög vel. Það er ljúft að syngja með sveitinni,“ segir Ágústa. „Þetta eru dálítið öðruvísi lög en ég hef verið að syngja og dálítið öðruvísi radd- beiting. Ég er bæði að syngja lög sem Ragnheiður hefur sungið inn fyrir þá og líka jap- anskt lag og franskt lag og lag sem Daníel Ágúst söng. Ég er þannig að syngja fyrir hönd margra. Við förum í næstum öll lögin á Akureyri, en síðan munum við skerpa prógramm- ið á Grand rokk og leika þau lög sem verða tekin í Austin á SSW hátíðinni.“ Ske í örsmátt tónleikaferðalag Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.