Morgunblaðið - 11.03.2005, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 53
DAGBÓK
1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. g3 g6 4. Bg2
Bg7 5. d3 Rf6 6. Be3 d6 7. h3 Hb8 8.
Dd2 b5 9. Bh6 O-O 10. Bxg7 Kxg7
11. f4 Bb7 12. Rf3 b4 13. Re2 e6 14.
O-O Rd7 15. g4 e5 16. f5 gxf5 17.
gxf5 f6 18. Rg3 Hg8 19. Rh4 Df8 20.
De2 Kh8 21. Kh2 Dh6 22. Dh5 Dxh5
23. Rxh5 Hg5 24. Rg3 Hbg8 25. Re2
Rd4 26. Rxd4 cxd4 27. Hf2 Hc8 28.
Rf3 Hg7 29. a4 b3 30. Re1 Rc5 31.
cxb3 Rxb3 32. Ha3 Rc1 33. Hc2
Hxc2 34. Rxc2
Staðan kom upp á meistaramóti
Taflfélagsins Hellis sem lauk fyrir
skömmu. Hrannar Baldursson
(2164) hafði svart gegn Sverri Þor-
geirssyni (1960). 34... Rxd3! 35.
Hxd3 Hxg2+! 36. Kxg2 Bxe4+ 37.
Hf3 Bxc2 svartur stendur nú til
vinnings enda frípeð hans illviðráð-
anleg. 38. Kf2 e4 39. Hf4 d5 40. a5
d3 41. Ke1 e3 42. Hd4 d2+ 43. Ke2
Bb3 44. Kxe3 d1=D 45. Hxd1 Bxd1
46. b4 a6 47. Kd4 Be2 48. Kxd5 Kg7
49. Ke6 h5 50. h4 Bd3 og hvítur
gafst upp saddur lífdaga.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
Félagsstarf
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handa-
vinna kl. 9–12, smíði/útskurður, kl. 13–
16.30, páskabingó kl. 13.30.
Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og
dagblöð, kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–
16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–
13 námskeið, kl. 11.15–12.15 matur, kl.
14–15 söngstund, kl. 14.30–15.30
kaffi.
Félag eldri borgara í Kópavogi |
Brids í Gjábakka í dag kl. 13.15.
Félagsvist í kvöld kl. 20.30 í Gjá-
bakka.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Föstudaginn 11. mars verður fræðslu-
ferð í Osta og smjörsöluna. Gert er
ráð fyrir mætingu að Bitruhálsi fyrir
kl. 15. Fyrirhugað er að námskeið í
stafgöngu hefjist 15. mars kl. 9, upp-
lýsingar og skráning í síma 588-2111.
Framtalsaðstoð verður veitt á skrif-
stofu Félags eldri borgara í Reykjavík
Faxafeni 12, 15. mars panta þarf tíma í
s. 588-2111.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Slökunarjóga og teygjur kl. 10.30 og
11.30, fótaaðgerðastofa tímapantanir
í s., 899-4223. Opið í Garðabergi frá
kl. 12.30 til kl. 16.30.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, kl. 10.30 létt
ganga um nágrennið, frá hádegi
spilasalur opinn, veitingar í Kaffi
Berg. Allar upplýsingar á staðnum s.
575-7720 og wwwgerduberg.is.
Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa-
vinna–bútasaumur, útskurður, hár-
greiðsla, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 12 há-
degismatur, kl. 14 bingó, kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi frá kl.
9, leikfimi kl. 11.30, tréútskurður í
Lækjarskóla kl. 13, bridge kl. 13,
boccia kl. 13.30. Rútan fer frá Hraun-
seli kl. 16 á sunnudag á Örkina.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnu-
stofa, postulínsmálning. Böðun virka
daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er
öllum opið. Betri stofa og Listasmiðja
9–16: Frjáls handverk og myndlist,
gönuhlaup 9.30, bridge 13.30, að-
staða fyrir frjálsa hópa/námskeið
virka daga. Dagblöðin liggja frammi.
Hárgreiðslust. 568-3139. Fótaað-
gerðarst. 897-9801. Uppl. í síma
568-3132.
Norðurbrún 1, | K. 9–12 myndlist, kl 9
opin hárgreiðlustofa, kl. 10 boccia, kl.
14 leikfimi.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir, kl. 9.15–14.30 hann-
yrðir, kl. 11.45–12.45 hádegisverður.
Kl. 13.30 sungið við flygilinn við und-
irleik Sigurgeirs, kl. 14.30–16 dansað
við lagaval Halldóru. Eplakaka með
rjóma í kaffitímanum.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.45, leirmótun og hárgreiðsla kl. 9,
morgunstund og fótsnyrting kl 10.30,
leikfimi kl. 10, bingó kl. 13.30, allir vel-
komnir.
Þórðarsveigur 3 | Bænastund og
samvera kl. 10.
Kirkjustarf
Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn
kl. 10–12. Morgunstund með kaffi og
spjalli. Allir velkomnir.
Grafarvogskirkja | „Á leiðinni heim“
Helgistund með Passíusálmalestri
alla virka daga kl. 18 í Grafarvogs-
kirkju, í dag les Lúðvík Bergvinsson
alþingismaður.
Hallgrímskirkja | Starf með öldr-
uðum alla þriðjudaga og föstudaga kl.
11–15. Súpa, leikfimi, kaffi og spjall.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kirkja
unga fólksins. Bænastund kl. 19.
Samkoma hefst kl. 19.30. Elísabet
Ingólfsdóttir talar, Þóra Gísladóttir
leiðir lofgjörð. Allir velkomnir.
Kristniboðssambandið | Kristniboðs-
kvöld í Neskirkju í kvöld kl. 20. Ávarp:
Sr. Örn Bárður Jónsson. Kristniboðið
kynnt í máli og myndum, m.a. kvik-
mynd frá kristniboðsstarfinu. Hug-
leiðing: Jón Ómar Gunnarsson guð-
fræðinemi. Steinar M. Kristinsson
leikur á trompet. Kaffiveitingar. Allir
velkomnir.
RÁÐHILDUR
Ingadóttir opnar í
dag kl. 17 sýn-
ingu sína „Inni í
kuðungi einn
díll,“ í Kling &
Bang galleríi,
Laugavegi 23.
Út frá þeirri
hugmynd lista-
mannsins að
draumar séu
helmingur tilveru
hennar hefur hún
endurgert
drauma í formi
myndbanda og
innsetningar í
Kling & Bang
galleríi.
„Inni í kuðungi, einn díll er
verkefni sem ég hef verið að
vinna að undanfarin ár,“ segir
Ráðhildur m.a. um sýninguna.
„Kuðungurinn getur staðið fyrir
tíma, t.d. milljón, þúsund, hundr-
að eða örfá jarðár. Þetta er eins
og umgjörð um myndlist mína.
Innan rammans getur hvað sem
er gerst.“
Verkin skiptast í einhvers kon-
ar kerfi annars vegar og hins veg-
ar tímaleysi og óreiðu. Segir Ráð-
hildur þetta órjúfanlega þætti
sem myndi eina heild. „Þegar
maður upplifir tímaleysi og
óreiðu er maður í raun að upplifa
kerfi. Maður er bara staddur á
öðrum stað. T.d. þegar við horf-
um út í geiminn upplifum við
óreiðu og tímaleysi en ef við för-
um út fyrir vetrarbrautina og
horfum á hana utan frá upplifum
við kerfi þ.e. spíral.“
Endurgerðar draumfarir í Kling&Bang
Sýningin í Kling & Bang galleríi er
opin fimmtudaga til sunnudaga frá
klukkan 14–18 og stendur til
sunnudagsins 3. apríl.
SÖNGHÓPURINN Sópranos ásamt
píanóleikaranum Hólmfríði Sigurð-
ardóttur, heldur tónleika í Laug-
arborg, nýju tónlistarhúsi Eyfirð-
inga, á morgun, laugardag, kl. 16.
Að þessu sinni hafa stúlkurnar
fengið til liðs við sig tenórinn Ara
Jóhann Sigurðsson sem er Ak-
ureyringum að góðu kunnur.
Á dagskrá fyrir hlé verðar flutt-
ar þekktar óperuaríur m.a. eftir
Bizet, Puccini, Verdi og Mascagni.
Eftir hlé verður síðan slegið á létt-
ari strengi þar sem heyra má heitar
suðrænar perlur á borð við „Gran-
ada“ og „Bésame mucho,“ ásamt
ýmsum af þekktustu söng-
leikjalögum og dægurperlum allra
tíma. Óperettur, gleði og glaumur
skipa svo sinn sess á tónleikunum,
sem verða um einn og hálfur
klukkutími að lengd.
Svana Berglind Karlsdóttir, ein
af hinum söngglöðu sóprönum, ku
þekkt fyrir dramatíska tilburði í
söng. Hún segir Eyfirðinga mega
eiga von á kátum og fjölbreyttum
tónleikum. „Þetta eru perlur allra
tíma úr öllum áttum og í rauninni
ættu allir að geta fundið eitthvað
við sitt hæfi,“ segir Svana. „Við
leggjum mjög mikla áherslu á að
þetta sé söngskemmtun, að fólk
komi til að skemmta sér. Fólk má
búast við að sjá glettni og grín á
sviðinu.“
Liðsauki tónleikanna, Ari Jóhann
Sigurðsson, ætti að vera Eyfirð-
ingum að góðu kunnur, en hann
söng m.a. á minningartónleikum
um Davíð Stefánsson fyrir nokkr-
um vikum. „Hann er hinn sanni ís-
lenski hetjutenór,“ segir Svana.
„Hann hefur gríðarmikla og fallega
rödd og bregður á leik með okkur í
ýmsum atriðum. Svo má ekki
gleyma einum besta píanóleikara
landsins, Hólmfríði Sigurðardóttur,
sem er gríðarlega tilfinninganæm
en um leið tæknilegur píanóleikari.
Hún er ótrúlega örugg og ég held
hreinlega að hún hafi aldrei í lífinu
slegið feilnótu.“
Söngglaðir sópranar í Laugarborg
Tónleikarnir hefjast, eins og áður
segir, kl. 16. Miðaverð er 2.000 kr.
Fyrir eldri borgara 1.500 kr.
AFGANGAR er yfirskrift innsetn-
ingar Haraldar Jónssonar í Gang-
inum á Rekagranda 8. Haraldur
vinnur jöfnum höndum í marga
miðla en skynjun og margbrotin
tengsl eru honum einkar hugleikin,
hvernig við ritskoðum sumar til-
finningar og hugsanir um leið og
þær brjótast upp á yfirborðið.
Afgangar í Ganginum
SÆNSKI arkitektinn og fræði-
maðurinn dr. Ola Nylander held-
ur fyrirlestur í Norræna húsinu í
dag kl. 12–13.30 undir yfirskrift-
inni „Architecture of the Home –
when does the home become
architecture?“
Í fyrirlestrinum fjallar dr. Ny-
lander, sem starfar sem arkitekt
og kennir við byggingarlist-
ardeildina við Chalmers-
tækniháskólann í Gautaborg, um
þau listrænu og praktísku atriði
sem samþættast í góðum arki-
tektúr og gera hús að aðlaðandi
heimilum. Byggt er á bók Ny-
landers, „Bostaden som arkitekt-
ur“, sem kom út í Svíþjóð árið
1998 og árið 2002 í alþjóðlegri
útgáfu undir heitinu „Architect-
ure of the Home“.
Í ritinu er sett fram greining á
hönnunarlegum atriðum sem eru
ómissandi á vel heppnuðum heim-
ilum og skipta miklu máli í upp-
lifun íbúanna á þeim. Aðlaðandi
heimili, þar sem hagnýt og fag-
urfræðileg atriði vinna saman,
eru greind með tilliti til eig-
inleika, s.s. efnis og frágangs,
dagsbirtu og skipulagningar rým-
is.
Fyrirlesturinn fer fram á
ensku.
Arkitektúr heimilisins
í Norræna húsinu
HRATT og hömlulaust – raun-
veruleiki íslensku fjölskyld-
unnar?“ er yfirskrift sýningar
sem opnuð verður í dag kl. 17 í
menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi. Það er Ljósberahópurinn
sem stendur að sýningunni, en
hann hefur það að markmiði að
bæta lífsstíl barna og unglinga.
Á sýningunni má sjá verk leik-
skólabarna frá Laugaborg og
nema við Fjölbrautaskólann í
Breiðholti auk yfirlitssýningar á
myndum af fjölskyldum frá Ljós-
myndarafélagi Íslands.
Markmið sýningarinnar er að
vekja fólk til umhugsunar um
stöðu fjölskyldunnar og málefni
tengd henni í gegnum listsköpun
og óvenjulega framsetningu á
staðreyndum. Spurt er: Hvernig
lítur nútímafjölskyldan út? Er til
dæmigerð fjölskylda? Þá verða
dregnar fram áleitnar spurningar
um þróun fjölskyldunnar og
áhrifavalda hennar.
Þrátt fyrir að sýningin geri
ekki tæmandi úttekt á fjölskyld-
unni lýsir hún, að sögn aðstand-
enda, upp marga fleti, sem gefa
efni til krefjandi umræðna. Fjöl-
skyldan hefur verið mikið í um-
ræðunni undanfarið og virðast
ráðamenn þjóðarinnar sem og al-
menningur hafa áhyggjur af af-
drifum hennar. Sýningin leitast
við að skyggnast inn í þann raun-
veruleika sem margir búa við.
Þau málefni sem sérstaklega eru
skoðuð á sýningunni eru hömlu-
leysið, neysluþjóðfélagið, fíknir
hvers konar, markaðsöflin, upp-
lýsingasamfélagið, ofbeldið, stað-
alfjölskyldan, flóknar uppeldis-
aðstæður, áreitin og margt fleira.
Hvert málefni fær sinn bás þar
sem leitast verður við að sýna
ólíkar hliðar málsins með tölum
og greinum en á listrænan og
skapandi hátt. Framhaldsskóla-
nemendur og leikskólabörn taka
þátt í að túlka sína sýn á fjöl-
skylduna og jafnframt birta þau
óskir sínar um hvernig þau vilja
hafa fjölskylduna. Á meðan nem-
endur FB skapa íslenskt heimili
með foreldrum og tveimur börn-
um og gefa þar innsýn inn í þann
heim sem þau telja að eigi við
hvern fjölskyldumeðlim fyrir sig,
teikna börnin í Laugaborg annars
vegar myndir af fjölskyldunni
sinni og hins vegar myndir um
hvernig þau vilja sjá fjölskylduna
með örlitlum textabrotum til út-
skýringar.
Fjölbreytt fjölskyldusýn í Gerðubergi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hólmfríður Sigurðardóttir, starfsmaður Gerðubergs, virðir fyrir sér
„herbergi unglingsstúlku“, sem finna má á sýningunni.
Sýningarnar eru opnar virka daga
frá kl. 11–19 og um helgar frá 13–17.
Aðgangur er ókeypis.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos