Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 55 MENNING HERMT er að leikritið Í þágu þjóðarinnar sé frægasta, vinsæl- asta og verðlaunaðasta verk breska leikskáldsins Timberlake Wertenbaker en þetta leikrit frá 1988 byggir hún á skáldsögunni The Playmaker eftir Thomas Ken- eally sem er skrifuð um sann- sögulega atburði. Í stuttu máli er uppsetningin vel gerð og metn- aðarfull þegar á heildina er litið. Leikritið fjallar um breska karl- fanga og hórur og samskipti þeirra við hermennina sem gæta þeirra í fanganýlendunni Ástralíu. Stað- urinn er úti í villtri og hættulegri náttúrunni en hermennirnir skíra hann Sidney þar sem nú er stór- borgin. Einn hermannanna setur upp leikrit með föngunum og snýst verkið um það að mestu leyti en einnig um ástir og átök milli ein- staklinga. Enn einu sinni brennur því miður svo við í leikskrá hjá framhaldsskólafélagi að ekki er stafur um höfundinn eða verkið eða hvernig það varð til. Í kynn- ingum var verkið sagt vera svört kómedía en það er ekki alls kost- ar rétt greining. Leikritið er nokkuð drama- tískt með þung- um broddi þar sem deilt er á hvernig valdhaf- ar misbeita valdi sínu. Einnig er tekur verkið á þjóðarstolti, kven- fyrirlitningu og sjálfsmynd ein- staklinga. Þó að verkið sé ekki svört kómedía hefur það nokkurn húmor í viðbót viðönnur einkenni en öllu þessu koma kvenna- skólanemar nokkuð vel til skila með hjálp leikstjóra síns og að- keyptra hönnuða. Verkið byggist upp á stuttum atriðum og farið er lipurlega áfram í tíma. Helsti kost- ur sýningarinnar var hve Margrét Eir nýtti rýmið fallega og hve skiptingar voru liprar. Það gafst vel að hafa ágæta hjóðfæraleik- arana á sviðinu en með þeim og frumbyggjunum fjórum sem komu og fóru, þöglir og furðu lostnir, varð til falleg mynd með hvítum tjöldum og hráum viðarfjölum. Búningar og förðun voru hvort tveggja vandað og féllu vel að fal- legu umhverfinu og tíma verksins. Þó að tæpir þrír tímar liðu nokkuð hratt verður að nefna hve sýningin var sein í gang. Um má kenna einkennilega stirðum samræðum hermannanna eftir fallegt og áhrifamikið kynn- ingaratriðið en einnig staðsetningu þeirra sem var ofkyrrstæð miðað við það sem seinna var raunin. Leikararnir stóðu sig almennt mjög vel, reyndir og óreyndir. Það var mjög ánægjulegt að heyra hvað framburðurinn var skýr því það bar varla nokkuð á þeirri lin- mælgi og einkennilegum áherslum unglinga sem oft gleymist að laga á sviðinu. Gallinn við skýrmælgina og sennilega afleiðing var samt nokkuð hvimleiður hávaði á köfl- um. En kvöldstundin með Fúríu var ánægjuleg í heildina og ástæða til að hvetja leikhúsunnendur til þess að fara og sjá frumflutning á ágætu leikriti hér á landi um leið og hægt er að dást að krafti og hugrekki ungmenna þegar listin er annar vegar. LEIKLIST Fúría Leikfélag Kvennaskólans í Reykjavík Höfundur: Timberlake Wertenbaker. Þýð- andi: Jóhann Axel Andersen. Leikstjóri: Margrét Eir. Hönnun lýsingar: Eyþór Páll Eyþórsson. Búningar: Brynhildur Guð- laugsdóttir. Hár og förðun: Fríða María Harðardóttir. Hljómsveit: Jón Friðrik Jón- atansson og Þórður Þorsteinsson. Frumsýning í Tjarnarbíói 3. mars. Í þágu þjóðarinnar Hrund Ólafsdóttir Margrét Eir ALTSÖNGKONAN Jóhanna Hall- dórsdóttir starfar meðal annars með íslenska sönghópnum Rinascente, sem sérhæfir sig í flutn- ingi endurreisnar- og barokktónlistar. Ný- lega gekk hún til liðs við þýska tónlistarhóp- inn Penalosa sem sér- hæfir sig í fjölraddaðri endurreisnartónlist. Hópinn skipar söng- fólk frá Þýskalandi, Sviss og Lúxemborg, auk Jóhönnu, og eru meðlimir alls sjö tals- ins. Ítalskir og enskir madrigalar Jóhanna er nýsnúin heim úr tónleikaferð í Þýskalandi, þar sem hópurinn fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína. „Síðan fer ég aft- ur út í maí, og vonandi bara helling í sumar,“ segir Jóhanna, sem syngur einnig í öðrum verkefnum í Evrópu, þótt starfið með Penalosa taki stór- an hluta tíma hennar um þessar mundir. „Þetta hefur undið dálítið upp á sig, enda erum við með æð- islegt prógramm sem við höfum sett saman.“ Efnisskráin sem Penalosa flytur um þessar mundir samanstendur sem sagt af ítölskum og enskum endurreisnarmadrigölum, sem hóp- urinn tengir saman í heildstæða ást- arsögu sem myndar rauðan þráð gegnum verkin sem sungin eru. Milli söngatriða lesa söngvararnir texta á tungumáli þess lands sem tónleikarnir eru haldnir í hverju sinni, sem varpa ljósi á ástarsöguna sem hópurinn hefur sett saman. Meðan á tónleikum hópsins stendur rennur líka myndasýning á stórum skjá, með vel völdum listaverkum frá end- urreisnartímabilinu. „Þessi efnisskrá hefur mælst mjög vel fyrir, vegna þess að við reynum að virkja ýmis skynfæri í einu á tón- leikunum. Þetta hefur vakið mikla athygli og fyrir mig er það frá- bært að fá að taka þátt í þessu,“ segir Jó- hanna. Á leið til Íslands 2006 Hún segir hópinn væntanlegan til Íslands að öllum líkindum næsta sumar. „Þá geri ég ráð fyrir því að þýða textana sem við flytjum milli söngverka og flytja þá á íslensku,“ segir hún. „En ég held að tónleik- arnir okkar gætu vakið mikla at- hygli á Íslandi, enda ekki oft sem Íslendingar fá tækifæri til að hlusta á madrigala flutta af svona fámenn- um hópi fagmanna í söng. Ég held að Íslendingar hefðu mjög gaman af því að kynnast þessu tónlistarformi betur. Það er með ólíkindum hvað þessir madrigalar eru blæbrigðarík- ir og þótt við séum sjö talsins er hver einasta rödd sjálfstæð. Inni- hald textans er líka mjög spennandi og felur í sér stórar, heitar og safa- ríkar tilfinningar.“ Tónlist | Íslensk altsöngkona flytur madrigala með þýskum tónlistarhópi Hver rödd er sjálfstæð Jóhanna Halldórsdóttir SÝNINGAR standa yfir þessa dag- ana á óperu Giuseppes Verdis, Simon Boccanegra, í Maestranza- leikhúsinu í Sevilla á Spáni. Óper- an var fyrst sýnd í Feneyjum 12. mars 1857. Á myndinni er kór leikhússins í essinu sínu á æfingu fyrir skemmstu. Reuters Boccanegra í Sevilla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.