Morgunblaðið - 11.03.2005, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 57
Fjarðargata 13-15 Hafnarfirði
565 7100
...yfir hafið
Hver sendingin á fætur annarri
af nýrri og ferskri hönnun
GH
Grafísk
Hönnun
Í GÆR hélt breski uppistandarinn
og leikarinn Eddie Izzard blaða-
mannafund á Hótel Sögu vegna
þeirra tveggja sýninga sem hann
stóð fyrir á Broadway í gær og í
fyrradag. Izzard kom hingað til
lands síðast árið 1995 en síðan þá
hefur vegur hans aukist gríðarlega,
en hann er í dag einn fremsti og eft-
irsóttasti uppistandari heims auk
þess sem hann hefur náð að hasla
sér völl í Hollywood. Fram kom á
blaðamannafundinum að hann
hyggst einbeita sér að alvarlegri
hlutverkum næstu fimm árin eða
svo, sagðist hafa áhuga á að feta
svipaða slóð og Bill Murray hefur
verið á undanfarin ár, þar sem að
áhorfendur búast ekki endilega við
einhverju gríni þótt þeir sjái við-
komandi leikara.
Spurður um helstu áhrifavalda
nefndi Izzard sérstaklega Monty
Python, Spike Mulligan, Richard
Pryor og Billy Connolly. Þá sagðist
hann mjög hrifinn af Simpsons þátt-
unum og fékk þá óðar spurningu um
hvort honum hefði verið boðið að
koma fram í þættinum.
„Ég hitti Matt Groening á ein-
hverri grínsamkundunni á dögunum
og hann sagði við mig að ég ætti að
koma fram í þættinum. Ég sagði að
bragði að ég væri til hvenær og hvar
sem er.“
Spurt var hvort hann væri orðinn
þreyttur á uppistandinu en hann
þvertók fyrir það.
„Ég verð kannski líkamlega
þreyttur en ég verð aldrei þreyttur á
uppistandinu sem slíku. Ég er alltaf
jafnáhugasamur um það. Það er búið
að taka mig svo langan tíma að kom-
ast í þá stöðu sem ég er í núna. Ég
byrjaði átján ára og það fór ekkert
að ganga mér í hag fyrr en ég var
kominn yfir þrítugt. Mér finnst eins
og ég sé rétt að byrja.“
Izzard er spurður um verstu
minninguna frá uppistandsferlinum
og tiltekur hann atvik frá því þegar
hann var að byrja, hann hafi rutt út
úr sér bröndurum og aldrei fengið
hlátur.
„Ég kláraði samt dæmið og því
má segja að ég hafi fallið með reisn.“
Þegar Izzard er spurður um
hvernig tilfinning það sé hins vegar
að hafa sal algerlega á sínu valdi,
grípur hann til líkingarmáls.
„Þá er maður í einhverju stuði.
Þetta er ekki ósvipað og þegar mað-
ur er að keyra úti á landi í fallegri
náttúru og maður kemst í hálf-
gerðan trans. Maður gleymir öllum
ótta og sýningin rennur óheft
áfram.“
Uppistand | Eddie Izzard á Íslandi
„Maður kemst í
hálfgerðan trans“
Morgunblaðið/Jim Smart
Izzard tjáði blaðamönnum að hann
hygðist einbeita sér að alvarlegri
kvikmyndahlutverkum næstu árin.
BÚIÐ er að velja tuttugu lög, end-
urhljóðblandanir eða nýjar útgáfur
af laginu „Army of Me“ með Björk,
til að gefa út á væntanlegri styrkt-
arsafnplötu. Stefnan er tekin á að
safna tæpum 30 milljónum króna á
fyrstu tíu dögum eftir útgáfu, að
því er segir í fréttatilkynningu.
Hægt verður að fá plötuna í gegn-
um www.bjork.com í apríl en al-
mennur útgáfudagur er síðar.
Björk ákvað að fara í þetta söfn-
unarátak vegna flóðanna í Suð-
austur-Asíu og rennur ágóði plöt-
unnar til Barnahjálpar Sameinuðu
þjóðanna, UNICEF.
Í gegnum árin hafa tónlist-
armenn úr ýmsum áttum end-
urtúlkað verk Bjarkar og komst
tónlistarkonan að því með aðstoð
netsins að „Army of Me“ væri vin-
sælasta lagið til að leika sér með.
Dr. Gunni með lag
Björk vildi gefa öllum jafnt tæki-
færi til að vera með á plötunni og
gaf út boð þess efnis á vef sínum í
byrjun janúar. Tónlistarfólkið fékk
viku til að senda inn sína útgáfu og
bárust Björk alls 600 lög. Mikið
verk var fyrir höndum og fékk
Björk meðhöfund lagsins, Graham
Massey, til að vera sér innan hand-
ar með valið.
Íslendingar eiga fulltrúa á plöt-
unni því Dr. Gunni á eina útgáfu
„Army of Me“ á plötunni. Á bloggi
sínu segist hann hæstánægður með
að hafa verið valinn og skrifar líka
að þetta sé fyrsta lagið sem hann
geri án gítara.
Lögin eru mjög fjölbreytt, allt
frá metalútgáfu kanadísku sveit-
arinnar Interzone, yfir í
rólegheitakántrí frá ensk/
bandarísku sveitinni The Messeng-
ers of God í spænskt „elektró-
klash“.
Þetta er sannarlega fjölþjóðleg
safnplata. Til viðbótar eiga fulltrúa
tónlistarfólk frá Danmörku, Sví-
þjóð, Frakklandi, Þýskalandi, Ír-
landi og Grikklandi.
Allir sem tóku þátt í verkefninu,
allt frá listamönnum til framleið-
enda, gefa vinnu sína til verkefn-
isins.
Tónlist | Her Bjarkar til hjálpar á
styrktarsafnplötu
Stefnt á 30 milljón-
ir á tíu dögum
Alls bárust 600 lög í keppnina og
tuttugu þeirra enda á safnplötunni.
www.bjork.com
BILL Murray og Owen Wilson þykja
fara á kostum í þessari mynd leik-
stjórans Wes Andersons, sem þekkt-
ur er fyrir „öðruvísi“ kvikmyndagerð.
Báðir hafa þeir unnið töluvert með
leikstjóranum áður; m.a. í The Royal
Tenenbaums, þar sem Murray var í
einu aðalhlutverki og Wilson skrifaði
ásamt Anderson.
Í Life Aquatic leikur Murray Steve
Zissou, sjókönnuð sem um margt lík-
ist Jacques Cousteau, hinum goð-
sagnakennda vísindamanni. Zissou á í
ýmsum vandamálum í einkalífinu, en
hjónaband hans og Eleanor (Anjelica
Huston, sem einnig lék í Royal Ten-
enbaums) er í rúst. Zissou frumsýnir
nýja heimildamynd, sem fjallar um
svokallaðan hlébarðahákarl. Svo illa
vildi til að hákarlinn lagði besta vin
Zissous sér til munns við gerð mynd-
arinnar og lofar kvikmyndagerð-
armaðurinn því að í næstu mynd
muni hann elta hákarlinn uppi og
drepa hann.
Fjöldi annarra frægra leikara
kemur fram í myndinni. Jeff Gold-
blum leikur Alistair Hennessey, höf-
uðóvin Zissous, og Willem Dafoe, sem
hingað til hefur helst verið þekktur
fyrir alvarleg hlutverk, er í hlutverki
Klaus Daimler, sem er mjög afbrýði-
samur út í Ned Plimpton (Owen Wil-
son), sem Zissou segir að sé „senni-
lega sonur minn“. Cate Blanchett
leikur Jane Winslett-Richardson, ein-
þykka blaðakonu sem falið er að
skrifa grein um vísindamanninn.
Frumsýning | The Life Aquatic With Steve Zissou
Ævintýri sjókönnuðar
Anjelica Huston, Bill Murray, Cate Blanchett og Willem Dafoe leika í gam-
anmyndinni geggjuðu The Life Aquatic With Steve Zissou.
ERLENDIR DÓMAR
Metacritic.com 62/100
Roger Ebert ½
Hollywood Reporter 80/100
New York Times 80/100
Variety 50/100 (metacritic)
MYNDIN Coach Carter er byggð á
sannsögulegum atburðum um um-
deildan körfuboltaþjálfara í fram-
haldsskóla, Ken Carter (Samuel L.
Jackson). Carter þessi fékk bæði
mikið lof og sætti töluverðri gagn-
rýni þegar hann ákvað að setja allt
liðið sitt á bekkinn en liðið var ósigr-
að. Ástæðan var slæmur náms-
árangur liðsmanna.
Myndin gerist í Richmond í Kali-
forníu. Þar eru skólayfirvöld á móti
ákvörðun Carters sem og foreldrar
en margir þeirra líta á körfuboltann
sem einu leið sona þeirra til að kom-
ast burt frá Richmond.
Carter neitar að draga ákvörð-
unina til baka en hann var sjálfur í
sama skóla sem drengur og þekkir
þessar aðstæður. Eins og þeir var
hann góður leikmaður en finnst það
vera menntunin en ekki boltinn sem
gerði hann að þeim manni sem hann
er í dag. Hann vill að strákana
dreymi ekki bara körfuboltadrauma
heldur um framtíð með endalausum
möguleikum.
Frumsýning | Coach Carter
Umdeildur
þjálfari
Carter þjálfari, leikinn af Samuel L.
Jackson, messar yfir liði sínu.
ERLENDIR DÓMAR
Metacritic.com 57/100
Roger Ebert Hollywood Reporter 60/100
New York Times 60/100
Variety 70/100 (metacritic)
Fréttir á SMS