Morgunblaðið - 15.03.2005, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 19
MINNSTAÐUR
SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000tækni
LCD
26”
Sjónvarp
!
17” 19” 20
”
79.900.-34.900.-24.900.-
5.3
Mpix
5.2
Mpix
Mynd
ir
25frítt!
6.3
Mpix
129.900.-
69.900.-
20”
Sjónvarp
!
LCD
hjá Ístaki við göng og vegagerð og
unnið allan sólahringinn á vöktum.
Framkvæmdin felur í sér jarðgöng
á Suðurfjarðarvegi, frá Hrúteyri í
Reyðarfirði yfir að Dölum í Fá-
skrúðsfirði, ásamt aðliggjandi veg-
um. Byggður er nýr vegur frá núver-
andi vegi innan við Hrúteyri, upp að
klettabelti utan og ofan Hrúteyrar
(1,9, km). Þaðan jarðgöng undir
Kollufjall að Þverárgili hjá Dölum
(5,9 km). Síðan nýr vegur norðan
Dalsár á núverandi veg innan Búða
(6,6 km). Samtals eru þetta 14,4 km í
nýbyggingu vega og jarðgöngum.
Heildarkostnaður verksins er um 3,8
milljarðar króna, þar af er verktaka-
kostnaður um 3.250 milljónir. Fram-
kvæmdir hófust í apríl 2003 og voru
göngin gegnsprengd 1. september
2004 eftir að unnið hafði verið frá
báðum hliðum samtímis.
Almannaskarðsgöng eru einnig vel
á veg komin, en þau eru 1,2 km að
lengd með um 130 metra löngum
vegskálum. Göngin verða tvíbreið og
lagður verður nýr 1,5 km langur veg-
ur og endurbyggðir um 3,5 km af nú-
verandi vegi. Framkvæmdin mun
bæta samgöngur á Suðausturlandi,
ekki síst að vetri til, en þá hefur Al-
mannaskarð oft reynst þungur far-
artálmi. Aðalverktaki við verkið er
Héraðsverk ehf. og norska fyrirtækið
Leonhard Nilsen & Sönner AS. Und-
irverktaki við vegskálabyggingar er
G. Þorsteinsson ehf. frá Höfn. Fram-
kvæmdir við Almannaskarðsgöng
hófust í lok mars 2004 og samkvæmt
upprunalegri verkáætlun verktaka
var gegnumbrot fyrirhugað í febrúar
sl. en var gert í október í fyrra.
Sigurður Grétarsson, fram-
kvæmdastjóri Héraðsverks, segir nú
lokið uppsetningu vatns- og frost-
klæðninga og unnið við lagningu frá-
rennsliskerfis, ídráttarröra og há-
spennukapals í göngunum norðan-
verðum. Ekkert hafi verið unnið í
vegagerð utan ganga í vetur. Veg-
skálar að norðan og sunnan séu full-
byggðir. „Það er beðið eftir hagstæð-
um veðurskilyrðum til að ljúka
styrkingum og frágangi ásamt vega-
gerð úti,“ segir Sigurður. „Eftir er að
setja upp spennistöð við syðri veg-
skálann, byrjað að keyra að vegskál-
anum að norðanverðu og fylla yfir
hann. Lýsing, rafmagnsvinna og upp-
setning neyðarsíma er meðal þess
sem eftir er. Stefnt er á að ljúka
lagnavinnu fyrripartinn í apríl og
malbika í kjölfarið og þá verður vænt-
anlega vegagerð líka í fullum gangi.
Verklok okkar eru 15. júní nk.“ Alls
starfa nú um 25 manns við fram-
kvæmdina. Hún kostar á annan millj-
arð króna og er hlutur verktaka um
800 milljónir.
Eftirlit með kjörum
og aðbúnaði á
Reyðarfirði
Reyðarfjörður | Ragna Hreinsdóttir
hefur verið ráðin starfsmaður sam-
ráðsnefndar Afls starfsgreinafélags,
Verkalýðsfélags Reyðarfjarðar og
Starfsgreinasambandsins um bygg-
ingu álvers Fjarðaáls Alcoa á Reyð-
arfirði. Ragna gegndi áður starfi fé-
lagsmálafulltrúa í Fjarðabyggð, en
hið nýja starf mun einkum felast í
eftirliti með að samningar um kaup
og kjör ásamt aðbúnaði starfsmanna
við byggingu álversins séu virtir.
Nýr starfsmaður
í hreindýrin
Egilsstaðir | Jóhann G. Gunnarsson
hefur verið ráðinn sem sérfræðingur
á veiðistjórnunarsviði vegna hrein-
dýra austanlands hjá Umhverfis-
stofnun. Tuttugu manns sóttu um
stöðuna. Karen Erla Erlingsdóttir
hefur gegnt starfinu undanfarin
misseri en Jóhann tekur við af henni
1. júní nk. Hann er kennari að mennt
en hefur starfað sem vinnumiðlari
hjá Svæðisvinnumiðlun Austurlands.
Fjarðabyggð | Hafnarnefnd
Fjarðabyggðar mælir með að
gengið verði að tilboði Héraðs-
fjarðar í undirstöður fyrir lönd-
unarkrana á álvershöfn í Reyðar-
firði.
Tilboð voru opnuð síðla í febrúar
og bauð Héraðsfjörður lægst, eða
96.057.963 kr. sem er 86% af
kostnaðaráætlun við verkið, en hún
gerði ráð fyrir kr. 111.600.000.
Aðrir bjóðendur voru Guðlaugur
Einarsson, Mikael ehf., Viðhald
fasteigna og Hannes Jónsson.
Boðið í
undirstöð-
ur löndun-
arkrana
Morgunblaðið/Albert Kemp
Stóriðjuhöfn Hugað að löndunarkrana á álvershöfn í Reyðarfirði. Horft yfir fjörðinn, yfir að álverslóð og -höfn.
Slökkvistöð í alútboð
Fáskrúðsfjörður | Sveitarstjórn
Austurbyggðar hefur ákveðið að
setja byggingu nýrrar slökkvistöðv-
ar á Fáskrúðsfirði í alútboð. Er vilji
til að ný slökkvistöð geti verið komin
í gagnið um miðjan október. Útboðs-
gögn eiga að vera tilbúin 20. mars
nk., reiknað er með að verkið fari í
útboð 5. apríl og stefnt að samn-
ingum um slökkvistöðina og fullbúna
lóð umhverfis hana í maíbyrjun.