Morgunblaðið - 15.03.2005, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.03.2005, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SUÐURNES LANDIÐ Reykjanesbær | Arnar Fells ljós- myndari fjallar um Erling Jónsson myndhöggvara í Noregi í ljós- myndaverkefni sem hann hefur nú lokið við. Myndirnar eru til sýnis á sýningunni Erlingur Jónsson og samtíminn sem opnuð var í Lista- safni Reykjanesbæjar í Duushúsum í Keflavík síðastliðinn laugardag. Arnar er úr Keflavík eins og lista- maðurinn. Hann segist fyrst hafa heyrt um Erling þegar honum var einhverju sinni líkt við hann í æsku. „Ég gekk um með sítt hár og oft í frakka og amma mín sagði ein- hverju sinni að ég gengi um eins og „Fiðlungurinn“ sem var viðurnefni Erlings hér,“ segir Arnar. Hann seg- ist síðar hafa heyrt Erling tala á Laxnesshátíð og heillast mjög. „Þá vissi ég að ég yrði að gera honum einhver skil, í hvaða formi sem það yrði,“ segir Arnar. Hann segist hafa lagt sig fram um að kynnast listamanninum og hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum með það. „Hann er sterkur persónuleiki. Það er einhver sterkur lífslogi í hon- um, hann virðist betur tengdur upp- sprettu lífsins en aðrir menn sem ég hef kynnst. Ég vildi finna þessa sömu uppsprettu,“segir Arnar. Síðar, þegar hann var blaðamaður á blaði sem gefið var út í Reykja- nesbæ, langaði hann að taka viðtal við Erling. Birgir Guðnason, vinur listamannsins, frétti af því og bauð honum í mat heima hjá sér ásamt Erlingi. „Við töluðum saman fram á nótt en ég steingleymdi að taka við- talið,“ segir Arnar. Litríkur persónuleiki Arnar fór að læra ljósmyndun á Spáni og þegar hann kom heim aftur á síðasta ári langaði hann að taka þráðinn upp aftur þar sem frá var horfið og datt í hug að heimsækja Erling til Óslóar og gera ljós- myndaverkefni um hann. „Mér var tekið fagnandi þegar ég kynnti þessa hugmynd mína. Menningar- fulltrúinn var að undirbúa sýningu til heiðurs Erlingi vegna 75 ára af- mælis hans og Erlingskvöld og vant- aði efni fyrir það.“ Arnar fékk styrk úr menningarhluta Manngildissjóðs Reykjanesbæjar til að ráðast í verk- efnið og var þrjá daga hjá Erlingi í Ósló. Árangurinn er á sýningunni í Duushúsum. „Erlingur er skemmtilegt mynd- efni. Hann hefur sterka andlits- drætti og áhrifamikið útlit – og auð- vitað hárið. Það er ekki síður skemmtilegt að mynda hann vegna þess hversu litríkur persónuleiki hans er. Þegar við bætist áhugi minn á honum gat ekkert annað en gott komið út úr þessu,“ segir Arnar. Hann notaði tækifærið til að taka viðtalið við Erling sem hann hafði ætlað að gera fyrir nokkrum árum og það er birt í nýjasta tölublaði Inn- sýnar, tímarits sem Arnar vinnur nú við og gefið er út á Suðurnesjum. Arnar segir að þótt gaman hafi verið að taka myndirnar sé það ekki síður þýðingarmikið að fá að kynn- ast Erlingi og eignast hann að vini. „Erlingur hefur veitt mér inn- blástur. Hann er trúr sjálfum sér og skoðunum sínum. Það ætla ég að reyna að vera í list minni og því sem ég tek mér fyrir hendur í lífinu.“ Á sýningu um Erling Jónsson eru ljósmyndir sem Arnar Fells tók af listamanninum í Ósló Fæ innblástur hjá Erlingi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ljósmyndari Arnar Fells segir að Erlingur Jónsson sé mjög áhugavert myndefni, ekki síður litríkur persónuleiki hans en myndrænt útlit. Vatnsdalur | Starfshópur um verkefnið Á slóð Vatnsdæla sögu vinnur að því að gera sögusviðið í Vatnsdal og Þingi aðgengilegt og áhugavert fyrir ferðafólk. Unnið er að skráningu sögustaða og fornleifarannsóknum og merkingu þeirra. Hugmyndir hafa verið uppi á svæðinu um að nýta Vatnsdæla sögu við uppbyggingu ferðaþjónustu í hér- aðinu. Fyrir rúmum tveimur árum tóku fjórir menn sig saman og stofnuðu vinnuhóp til að ýta verkefninu úr vör. Það eru Haukur Suska Garðarsson, starfsmaður At- vinnuþróunar Norðurlands vestra, Jón Gíslason, bóndi á landnámsbæ Ingimundar gamla, Hofi í Vatnsdal, Þór Hjaltalín, minjavörður hjá Fornleifavernd ríkisins, og Pétur Jónsson, safnstjóri á Reykjum í Hrútafirði. Þeir hafa unnið að gagnaöflun og skipulagningu verkefnisins. Haukur segir að þeir hafi látið merkja tvo staði í sum- ar, Jökulsstaði þar sem Jökull sonur Ingimundar gamla og mikill vígamaður bjó og Ljótunnarkinn þar sem sam- nefnt galdrakvendi bjó. Áður hafði landnámsbærinn Hof verið merktur sérstaklega. Hátíð í Vatnsdal „Verkefnið snýst um að gera sögunni skil í sínu raun- verulega umhverfi. Gera minjastaðina aðgengilega og áhugaverða fyrir ferðafólk. Þannig verður sagan ljóslif- andi,“ segir Haukur. Hann vekur athygli á því að sögu- sviðið sé á afmörkuðu svæði, í Vatnsdal og Þingi í Aust- ur-Húnavatnssýslu, og uppsetning söguslóðar því auðveldari en víða annars staðar. Verkefnishópurinn hefur sett upp þriggja ára áætlun sem miðar að því að gera söguslóðina og veitti Byggða- stofnun 2,5 milljóna króna styrk til þess að hrinda henni í framkvæmd. Áður hafa ýmis aðilar veitt smærri styrki og annan stuðning. Haukur segir að ráðist verði í skrán- ingu sögustaðanna og fornleifarannsóknir og frekari merkinu. Einnig verði gefið út sögukort sem jafnframt verði upplýsingabæklingur. Þá er hugmyndin að mið- stöð verkefnisins verði á Þingeyrum þar sem talið er að Vatnsdæla saga hafi verið rituð en þangað kemur fjöldi ferðafólks á hverju ári. Þá eru uppi hugmyndir að þróa verkefnið áfram á næstu árum með því að gefa út kennsluefni fyrir skólabörn og leiðsögumenn. Einnig hefur starfshópurinn áhuga á að halda árlega hátíð í Vatnsdal og vonast Haukur til að hægt verði að hefjast handa við það í sumar. Söguslóð Vatnsdæla sögu gerð aðgengileg ferðafólki Sögunni gerð skil í sínu raunverulega umhverfi Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Þórdísarlundur Þórdís dóttir Ingimundar gamla var fyrsti Vatnsdælingurinn, fædd á Hörpu. Í minningar- lundi sem við hana er kenndur er steinninn sem Hauk- ur Suska-Garðarsson stendur við. Opnun Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sagði frá kynnum sínum af Erlingi Jóns- syni og Laxnessfjöðrinni í ávarpi við opnun sýningarinnar Erlingur Jónsson og samtíminn. ERLINGUR Jónsson verður 75 ára 30. mars næstkomandi. Sýningin Erlingur Jónsson og sam- tíminn er haldin meðal annars af því tilefni og áherslan verður á listamanninn sjálfan á árlegu Erlingskvöldi. Erlingur gat ekki verið viðstaddur opnun sýn- ingarinnar. Fram kom að hann yrði viðstaddur Erlingskvöldið sem haldið verður daginn eftir af- mælið. Bókasafnið hefur í mörg ár haldið bók- menntakvöld með þessu nafni á hverju ári til heiðurs listamanninum sem hefur verið velgjörð- armaður safnsins. Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi segir að á Erlingskvöldinu nú verði meðal annars fjallað um Erling sjálfan og list hans í tilefni afmælisins og sýningarinnar. Erlingur gaf Bókasafninu verkið Laxnessfjöðr- ina og afsteypa af því var síðar sett upp við hús Miðstöðvar símenntunar í Keflavík. Áhuga- mannahópur um Listasafn Erlings Jónssonar hef- ur nú látið gera 100 litlar afsteypur af þessu verk- efni og verður þeim úthlutað í þeim tilgangi að auka áhuga ungs fólks á íslensku máli sem er mik- ið áhugamál listamannsins. Fyrstu fjöðrinni var úthlutað til Mjólkursamsölunnar í síðasta mánuði vegna framlags þess til málsins. Vigdís Finn- bogadóttir, sem sæti á úthlutunarnefnd Laxness- fjaðrarinnar, og Sóley Birgisdóttir úr áhuga- mannahópnum sögðu frá þessu verkefni við opnun sýningarinnar. Fram kom að nú stendur yfir rit- gerðarsamkeppni í Myllubakkaskóla í Keflavík og munu þeir nemendur sem bestum árangri ná fá Laxnessfjöðrin af- hent á Erlingskvöldi Laxnessfjöðrina. Til stendur að afhendingin fari fram á Erlingskvöldinu í lok mánaðarins. Á sýningu Listasafnsins eru sýndar nokkrar lágmyndir og brjóstmyndir Erlings. Þær hafa ekki verið sýndar áður saman og sumar aldrei sést opinberlega. Þá eru auk ljósmyndasýningar Arn- ars Fells sýndar nokkrar ljósmyndir af listamann- inum og myndband sem sýnir hann segja frá. Sýningin stendur til 24. apríl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.