Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 27 EÐLILEGT er að stytta nám í framhaldsskólum landsins. Hins vegar er ekki sama hvernig það er gert né heldur hvenær það er gert, og við breytingarnar ber brýna nauðsyn til að líta á skólakerfið í heild: bæði leikskóla, grunnskóla, fram- haldsskóla og há- skóla – því að þessi fjögur skólastig eru löngu orðin ein sam- fella, ein órofa heild. Aukin endur- menntun Ástæður þess að eðlilegt er að stytta nám í framhalds- skólum eru margar. Í fyrsta lagi er nauð- synlegt að stytta grunnnám til þess að unnt sé að auka endurmenntun. Endurmenntun er orðin hluti af menntakerfinu og nauðsynleg á öllum sviðum vegna sí- felldra breytinga á þekkingu, viðhorfum og tækni. Nú „ljúka menn ekki námi“, eins og áður var sagt, ráða sig í starf, sem þeir gegna alla ævi, heldur skipta menn um starf þrisvar til fjórum sinnum á ævinni. Námi lýkur heldur aldrei, og hafi það ein- hvern tíma verið orð að sönnu að „svo lengi lærir sem lifir“, þá er það nú, á þessum síðustu tímum aukinnar þekkingar, framfara, samstöðu og jafnréttis, orðinn „heilagur sannleikur“. Nýtt þjóðfélag – nýr skóli Í öðru lagi hafa margvíslegar breytingar orðið á íslensku sam- félagi, sem segja má að hafi „ferðast þúsund ár á einni öld“. Breytingar þessar valda því að eðlilegt er að fækka námsárum í framhaldsskólum og lengja skóla- árið. Árstíðabundin vinna er horf- in. Vegna nýrrar tækni, aukinnar sérhæfingar, betri menntunar og kröfu um aukna arðsemi eru verk- legar framkvæmdir ekki bundnar við blásumarið og þörf fyrir ófag- lærða verkamenn er að hverfa og sumarvinna fyrir nemendur lítil og ótrygg. Af þessum sökum ein- um væri eðlilegt að stytta nám til lokaprófs í framhaldsskólum og lengja skólaárið í tíu mánuði. Þá er meiri von til þess að nemendur fái sumarvinnu um hábjargræð- istímann. Fækka náms- greinum – auka afköst Í þriðja lagi er krafa tímans að auka afköst – og því verður að mínum dómi ekki móti mælt að nota má skólaárin betur en gert er. Fækka þarf námsgreinum til lokaprófs í framhaldsskólum, auka sérhæfingu og gefa nem- endum kost á að velja sér náms- greinar og námsefni í samræmi við áhugasvið sitt og það nám sem þeir ætla að stunda í háskóla. Gamli draumurinn um að „halda öllum leiðum opnum“ með „al- mennu stúdentsprófi“ getur ekki ræst og leikskólinn og grunnskól- inn eiga að sjá um hinn almenna menntunarþátt. Nemendur í framhaldsskólum eiga sjálfir að velja sér námsgreinar til und- irbúnings háskóla. Það eykur ábyrgð þeirra og áhuga, en á því er mikil þörf eftir unglingadekur undanfarinna áratuga. Ísland er hluti af umheiminum Í fjórða lagi tel ég eðlilegt að nám til lokaprófs í framhalds- skólum sé stytt til samræmis við það sem tíðkast hjá ná- grannaþjóðum okkar á Norðurlöndum – og raunar annars staðar í Evrópu, því að Ís- land er orðið hluti af umheiminum. Á Norðurlöndum, Þýskalandi, Frakk- landi og Bretlands- eyjum lýkur ungt fólk lokaprófi í framhalds- skóla eða inntöku- prófi í háskóla eftir þriggja ára nám – eða árið sem það verður nítján ára. Auka þarf áhuga og skilning Í fimmta lagi hefur lengi gætt áhugaleys- is og námsleiða meðal nemenda í framhalds- skólum. Eftir að nýjabrumið er horfið á fyrsta námsári finnst mörgum nem- andanum langt að horfa fram á veginn til lokaprófs, en á þessum árum eru tvö ár eins og tuttugu ár í augum okkar sem eldri erum. Hækkun launa starfsmanna skólanna Í sjötta og síðasta lagi tel ég að með styttingu náms í framhalds- skóla hilli undir að hækka megi enn laun kennara og annarra starfsmanna skólanna og breyta starfstíma og starfsskyldu þeirra með nýjum og nútímalegum kjarasamningum. Breytingar – eins og hér er talað um – kosta mikla vinnu fyrir kennara og aðra starfsmenn skólanna. Það þarf að hugsa allt upp á nýtt – jafnvel eins og enginn skóli hefði verið til. Ekki er heldur unnt að breyta skólum án þess að hafa kennara, skólastjórnendur og aðra starfs- menn með í för. Breytingin má ekki aðeins koma að ofan, og góð- ur verður skóli einungis, ef hann hefur á að skipa góðum kennurum og góðum starfsmönnum, áhuga- sömum, jákvæðum, skilnings- ríkum og vel menntuðum kenn- urum og öðrum starfsmönnum, því að í skólum er þrátt fyrir allt ýmislegt gert annað en að kenna. Takmarkið er að bæta – ekki breyta Því verður að halda umræðunni um endurskipulag skólakerfisins áfram enn um sinn, flana ekki að neinu, hlusta á rök kennara og skólastjórnenda og annarra starfsmanna skólanna og finna færa leið til þess að bæta skólann, bæta nám til undirbúnings lífinu – því að það er líka löngu orðið hlut- verk skólans að búa nemendur undir lífið, sem er mikilsvert verkefni í öllum skólum allt frá leikskóla til háskóla. Auk þess á framhaldsskólinn að sinna sér- námi og undirbúningi náms á há- skólastigi – og takmarkið er að bæta, ekki að breyta breyting- anna vegna. Styttra nám í framhaldsskólum – aukin afköst kennara, aukin ábyrgð nemenda Eftir Tryggva Gíslason ’Breytingar –eins og hér er talað um – kosta mikla vinnu fyr- ir kennara og aðra starfsmenn skólanna. Það þarf að hugsa allt upp á nýtt – jafnvel eins og enginn skóli hefði verið til.‘ Höfundur er fyrrverandi skóla- meistari Menntaskólans á Akureyri. Tryggvi Gíslason anga, 10–12 mílur norðaustur af Grímsey og 15 mílur út af Skagatá ng á ísnum Morgunblaðið/Árni Sæberg ísspangir og jaka um allan sjó þegar flogið var fyrir Horn í ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar í gær. Flugstjórinn Haf- fsteinsson horfir á ísbreiðuna út af Horni. Ís er landfastur að meira eða minna leyti allt frá Geirólfsnúp að Hornbjargi. N fyrir norðan land hefur haft áhrif á siglingaleiðum skipa um ónatan Ásgeirsson, skipstjóri á var á siglingu frá Skjálfanda Súðavíkur í gær og hann sagði kipt sköpum fyrir sig að veðrið egt og skyggni gott. „Að mínu glingaleiðin ófær í myrkri.“ kert á þetta fjörulall“ Morgunblaðið hafði samband við um miðjan dag í gær var skipið t út úr ísnum. „Við erum uppi í r mílur frá landi og um 6 mílur Hornbjargi. Við höfum verið að ofan í 8 faðma dýpi og manni líst þetta fjörulall. Ástandið er verst og austur fyrir Óðinsboða og við rið lengi að komast þar í gegn. ka svo fljótt breytast en það hef- ð okkur hversu veðrið hefur ver- ag (í gær). Flugvél Gæslunnar úga yfir okkur og gaf okkur g það bjargaði miklu,“ sagði Jón- gerði ráð fyrir að koma til hafn- ík á tíunda tímanum í gærkvöld. sneri við pið Cielo Di Baffin, sem kom með ssanes á laugardag, ætlaði að Noregs á sunnudagsmorgun en mynni Eyjafjarðar og lagðist við Pollinum seinni partinn. Þá þurfti EA, ísfisktogari Brims, að sigla landi en venjulega á leið sinni til r en togarinn kom til hafnar á skvöld. Arason, yfirhafnarvörður á Ak- r með olíuskipinu út fjörðinn og ði að ákveðið hefði verið að snúa s en einnig hefði veðrið verið mt úti fyrir Norðausturlandi. Að sögn Gunnars var stefnt að því að skipið héldi frá Akureyri á ný í nótt til þess að geta siglt í dagsbirtu fyrir Melrakkasléttu og Langanes þar sem siglingaleiðin væri varasöm í myrkri. Einnig var vitað um fiskiskip sem voru á leið til Akureyrar en sneru til annarra hafna vegna ástandsins. Ísinn kominn upp að alls staðar Guðbjörn Elvarsson, sem var skipstjóri í síðustu veiðiferð Árbaks EA, sagði að sigl- ingin heim hefði gengið ágætlega en ísinn hefði þó tafið fyrir þeim. Árbakur sigldi vestur fyrir á leið sinni til Akureyrar. „Við þurftum fara miklu ofar en venjulega (nær landi) þar sem venjuleg siglingaleið var lokuð. Ísinn er kominn upp að alls staðar en það er erfitt að segja til um hvort þarna voru ísspangir eða samfelldur ís, þar sem skyggnið var alveg afleitt vegna veðurs. Við fórum í gegnum ís vestast í Húnaflóan- um, einnig þurftum við að fara mjög nærri fyrir Skagatá, þá var mikið íshröngl þvert út af Ólafsfirði og stakir jakir á reki inni á Eyjafirði. Ef þetta heldur svona áfram með norðanátt er ekki langt í að siglingaleiðin vestur fyrir lokist. Maður hefur heyrt af því leiðin austur fyrir sé líka orðin erfið og maður veit því ekki hvaða leið maður kemst út aftur,“ sagði Guðbjörn. glingaleiðin ófær í myrkri Morgunblaðið/Kristján Olíuskipið Cielo Di Baffin á Pollinum á Akureyri. Skipið, sem er engin smásmíði, 16.200 tonn, þurfti að snúa við í mynni Eyjafjarðar á sunnudag vegna hafíss. hrafl bar inn í Trékyllisvík á m í gær og fyrradag. Stórir jakar nir upp í fjöruna við Litlu-Ávík í ættist stöðugt við síðdegis og fram að sögn Jóns G. Guðjónssonar, ugunarmanns á Litlu-Ávík. ta tímanum í dag sá ég stærri Selskeri og þar er talsverður haf- r allt að síga inn,“ sagði Jón í ð Morgunblaðið í gærkvöldi. Sást akana rak inn til lands í Trékyll- nnudagsmorguninn. n Jóns hefur ekki sést jafn mikill ssum slóðum allt frá 1979. rðist vera mikil ísbreiða hérna og spáð er norðanátt fram á eða laugardag.“ Morgunblaðið/RAX Kuldalegt í Trékyllisvík. Víðast hvar má líta ísjaka sem safnast hafa upp að landi. eiri jakar nast upp ströndinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.