Morgunblaðið - 15.03.2005, Síða 42

Morgunblaðið - 15.03.2005, Síða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ástargyðjan Venus er í hrútsmerkinu frá og með deginum í dag. Það gerir hrútinn heillandi, nærgætinn og vinsam- legan í garð allra á næstu vikum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú nýtur þeirra stunda sem þú getur átt með sjálfum þér til fullnustu um þessar mundir. Reyndu að eyða tíma úti í nátt- úrunni eða lestu bók. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tengsl þín við vini og hópa munu batna á næstu vikum. Þiggðu öll boð sem þér berast og bjóddu fólki heim. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Yfirboðarar líta til þín með velþóknun um þessar mundir og næstu 4–6 vikur. Þú ert á réttum stað á réttum tíma og lætur réttu orðin falla við þá sem hlusta. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ferðastu þér til ánægju og yndisauka á næstunni, þú nýtur þess að víkka sjón- deildarhringinn. Þig langar til þess að læra eitthvað nýtt og spennandi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Fólk sýnir þér vinsemd um þessar mundir. Kannski berast þér gjafir og einhverjir finna sig knúna til greiðasemi. Þú færð hluti lánaða eða hefur afnot af því sem aðrir eiga. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ástargyðjan Venus er beint á móti vog- armerkinu núna. Það hefur jákvæð áhrif á öll þín nánustu sambönd og vináttu. Nú er upplagt að rétta fram sáttahönd. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vinnufélagar þínir veita þér óvenjumik- inn stuðning og sýna samstarfsvilja. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Næsti mánuður er upplagður fyrir orlof og ferðalög. Einnig er ekki úr vegi að sinna rómantíkinni og sletta úr klauf- unum með smáfólkinu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hrintu áætlunum um endurbætur og standsetningu í framkvæmd. Kauptu eitthvað sem fegrar heimili þitt og gerir það notalegri dvalarstað. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú áttar þig svo sannarlega á því hversu mikla umhyggju aðrir bera fyrir þér á komandi vikum. Fólki er svo sannarlega hlýtt til þín. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú munt að líkindum eyða peningum í sjálfan þig og þína nánustu á næstunni. Stjörnuspá Frances Drake Fiskar Afmælisbarn dagsins: Sjálfstraust, ákafi og kraftur eru meðal einkenna þinna, þú ert manneskja sem hefur trú á sjálfri sér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 tilkynnir, 8 úr- ræðis, 9 bræði, 10 ungviði, 11 staði, 13 út, 15 ósoðið, 18 reik, 21 máttur, 22 rifa, 23 grenjar, 24 glaðvær. Lóðrétt | 2 fiskar, 3 nirf- ilslegi, 4 hlífði, 5 sívinn- andi, 6 reitur, 7 sigra, 12 op, 14 pinni, 15 ræma, 16 dögg, 17 skánin, 18 her- skipamergð, 19 graman, 20 groms. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 glæta, 4 hlýri, 7 tuddi, 8 ristu, 9 næm, 11 nóri, 13 hrun, 14 neita, 15 görn, 17 lund, 20 egg, 22 lifur, 23 ryðja, 24 sorti, 25 temja. Lóðrétt | 1 gætin, 2 ældir, 3 alin, 4 harm, 5 ýmsir, 6 Iðunn, 10 æfing, 12 inn, 13 hal, 15 gulls, 16 ræfur, 18 urðum, 19 draga, 20 ergi, 21 grút.  Kærleikssamtökin voru stofnuð 1. nóv-ember síðastliðinn, með það að mark-miði að vinna að því að opna fyrir kær-leika í lífi fólks, breiða hann út, auka skilning fólks á honum og kynna fyrir fólki hvernig hægt er að nota kærleikann í daglegu lífi til að vinna sig út úr erfiðleikum, auka hamingju og koma jafnvægi á lífið þegar eitthvað bjátar á. Í samtök- unum starfa hugleiðslu- og bænahópar auk jóga- leikfimi. Þá eru þar einnig haldin opin námskeið og fyrirlestrar um ýmis málefni á andlega sviðinu. Kærleikssamtökin hafa nýhafið starfsemi sína samkvæmt stundaskrá í nýju húsnæði að Hraun- bergi 4 í Breiðholti. Á mánudagskvöldum er boðið upp á fyrirlestra um ákveðið málefni í klst. og hug- leiðslu í 30 mínútur. Í hverjum fyrirlestri er fjallað um ákveðið efni eins og reiði, ótta, kvíða, þunglyndi, einmanaleika og sorg. Þá er fjallað um hvernig hægt er að nota kærleika, heilun og hugleiðslur til að byggja sig upp og vinna sig út úr erfiðleikum og áföllum. Á miðvikudagskvöldum er boðið upp á regnboga- heilun og á þriðjudags- og föstudagskvöldum er boðið upp á bænahópa. Öll virk kvöld nema fimmtu- dagskvöld er einnig boðið upp á jógaleikfimi með áherslu á öndun, teygjur, stöður og slökun. Þá er boðið upp á opið hús fyrir börn á grunnskólaaldri. Kærleikssamtökin standa einnig að fjárhags- aðstoð fyrir fjölskyldur sem eiga í vanda, en þeirri aðstoð er aðallega ætlað að hjálpa til við fatakaup. „Ég þróaðist inn á þetta andlega svið fyrir tíu ár- um og þessi leið hefur breytt lífi mínu til hins betra, segir Sigurlaug Ingólfsdóttir, jógakennari og heilari, en hún sér um alla dagskrá Kærleiks- samtakanna. „Ég hef lært að nota bæði kærleikann og fyrirgefningu til að komast í jafnvægi og ná tök- um á mínum vandamálum. Það hefur líka alltaf ver- ið mjög sterkt í mér að vinna með börnum og það er búið að taka mig nokkur ár að móta sjálfa mig til að geta miðlað til annarra og þá opnaðist fyrir þessa leið að opna samtökin til að gera þetta svolítið meira en einstaklingsbundið hjá mér. Það skiptir líka máli að fólk geti komið inn í samtökin og unnið með sjálft sig og fundið sína leið til að miðla út til annarra.“ Hvernig hefur fólk tekið í þessi nýju samtök? „Fólk hefur verið mjög jákvætt og mörgum finnst að þetta hafi vantað hér á landi og það sé mjög jákvætt og gott að þetta sé komið. Það eru all- ir velkomnir til okkar til að læra að þekkja sjálfa sig betur og vinna með sjálfa sig. Það er ekki tekið fast verð fyrir neina dagskrárliði en óskað er eftir að þeir sem sækja þjónustu í samtökin leggi eitthvað til í hvert sinn sem þeir koma í formi frjálsra fram- laga.“ Hægt er að fræðast um starf Kærleikssamtak- anna á vefsíðunni www.ccw.is undir Kærleiks- samtökin. Hugrækt | Kærleikssamtökin standa fyrir viðamiklu andlegu starfi Fólk læri að vinna með sjálft sig  Sigurlaug Ingólfsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1969. Hún nam tækni- teiknun í Iðnskólanum í Reykjavík og síðar lærði hún jógafræði hjá Ás- mundi í Jógastúdíói. Þá fór hún í heilunarnám í Guðspekisamtökunum. Sigurlaug hefur starfað sem tækniteiknari og einnig sem jógakennari og heilari. Sigurlaug á tvö börn á unglingsaldri. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bc4 b5 7. Bb3 e6 8. Bg5 Rbd7 9. f4 Bb7 10. De2 Hc8 11. 0-0-0 Da5 12. Bxf6 Rxf6 13. e5 Rd7 14. exd6 Hxc3 15. bxc3 Dxc3 16. Kb1 Rc5 17. Rxb5 Db4 18. d7+ Rxd7 19. Rc7+ Kd8 20. Rxa6 Db6 21. Rb8 Bd6 Staðan kom upp í Flugfélagsdeildinni í Íslandsmóti skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Menntaskólanum í Hamra- hlíð. Sigurður Daði Sigfússon (2.309) hafði hvítt gegn Halldóri Brynjari Hall- dórssyni (2.239). 22. Hxd6! og svartur gafst upp þar sem eftir 22. ... Dxd6 23. Rxd7 Dxd7 24. Hd1 Bd5 25. c4 verður hvítur manni yfir. Sigurður Daði var í sigurliði a-sveitar Taflfélagsins Hellis og fékk fullt hús vinninga, sjö vinninga af sjö mögulegum. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Norðurbrún. Furugerði. Hæðargarður | Vetrarferð verður farin 17. mars kl. 9.30. Farið verður að Gullfossi og Geysi, borðað á Hótel Geysir. Lagt af stað frá Norðurbrún kl. 9.30 og síðan teknir aðrir farþegar. Skráning í síma Norðurbrún s. 568 6960, Furugerði s. 553 6040, Hæðargarður s. 568 3132. Aflagrandi 40 | Postulínsmálning kl. 13, vinnustofa og jóga kl. 9, línudans kl. 11, baðþjónusta fyrir hádegi alla daga. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handavinna kl. 9–16.30, leikfimi kl. 9, boccia kl. 9.30, smíði/útskurður kl. 13–16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, hárgreiðsla, vefnaður, leikfimi, línudans, boccia, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dag- blöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–11 sam- verustund, kl. 11.15–12.15 matur, 14–16 félagsvist, 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Brids í Gjábakka í dag kl. 13.15. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fram- talsaðstoð frá kl. 9, panta þarf tíma s. 588–2111. Skák kl. 13. Sjálfboðaliðar ath. pökkun á blaðinu Listin að lifa kl. 10. Miðvikudagur: Göngu–Hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Vatnsleikfimi í Mýrinni kl. 9.10 inni–golf á sama stað kl. 11.30. Í Kirkjuhvoli er málun kl. 9.30, karlaleikfimi og búta- saumur kl. 13. Opið hús í safnaðarheim- ili á vegum kirkjunar kl. 13 og kóræfing FEBG á sama stað kl. 17. Ath félagsvist í Garðabergi fimmtudaginn 17. mars kl. 13, ekki 18. mars. Hraunbær 105 | Kl. 9 postulínsmálun, glerskurður, hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 hádegismatur, kl. 12.15 Bónus, kl. 13 myndlist, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–13 kortagerð o.fl. í umsjón Sigrún- ar, boccia kl. 9.30–10.30, helgistund kl. 13.30 í umsjón séra Ólafs Jóhanns- sonar, böðun virka daga fyrir hádegi, fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 | Betri stofa og Lista- smiðja opið kl. 9–16: Frjálst handverk og tréskurður. Leikfimi kl. 10, Bónus kl. 12.40, bókabíll kl. 14.15. Gullfoss/Geysir fimmtudag kl. 9.30. Páskagleði og páskamarkaður ásamt með mynd-, gler- og handlistarsýningu 21. 22., 23. mars. Óvæntar uppákomur. Uppl. í s. 568–3132. Korpúlfar Grafarvogi | Gaman saman í Miðgarði á morgun, miðvikudag, kl. 14. Norðurbrún 1, | Kl. 9–12 myndlist kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9 smíði, kl. 10 boccia, kl. 13–16.30 postulínsmálning, kl. 14 leik- fimi. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuð- borgarsvæðinu | Félagsfundur í kvöld kl. 19.30, efni fundarins, málefni heima- þjónustu. Á fundinn mæta fulltrúar frá Reykjavíkurborg, Hafnarfirði, Kópavogi og Seltjarnarnesbæ. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handa- vinna, kl. 9.15–16 postulínsmálun, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 13–16 bútasaumur, kl. 13–16 frjáls spil, kl. 13.–14.30 les- hringur. Kristín Friðriksdóttir frá Trygg- ingastofnun ríkisins heldur fyrirlestur um tryggingamál og svarar fyr- irspurnum þriðjud. 15. mars kl. 13. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðjan kl. 8.45–11.45, handmennt almenn og hár- greiðsla kl. 9–16. Morgunstund og fóta- aðgerð kl. 9.30–10, leikfimi kl. 10–11 og félagsvist kl. 14. Þórðarsveigur 3 | Bænastund kl. 10, Bónus kl. 12, bókabíllinn kl. 16.45. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. Fermingarfræðsla kl. 15 (hópur 1). Áskirkja | Opið hús kl. 10–14 í dag, kaffi og spjall. Bænastund kl. 12. Boðið upp á léttan hádegisverð. Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjónusta kl. 18.30. Digraneskirkja | Leikfimi Í.A.K. kl. 11.15 . Kl. 12 Léttur málsverður. Helgistund. Sr Magnús Guðjónsson. 10–12 ára starf KFUM&K kl. 17–18.15, á neðri hæð. Bænastund kl. 17.30. Alfa námskeið kl. 19. www.digraneskirkja.is. Fella- og Hólakirkja | Opið hús fyrir fullorðna á þriðjudögum kl. 13–16. Spil- að, upplestur, kaffi, helgistund í lokin. Strákastarf, 3–7. bekkur, alla þriðju- daga kl. 16.30–17.30. Garðasókn | Opið hús í Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju, á þriðjudögum kl. 13 til 16. Spilaður lomber, vist og brids. Kaffi og meðlæti kl. 14.30. Helgistund í kirkj- unni kl. 16. Akstur fyrir þá sem vilja. Uppl. í síma 895 0169. Allir velkomnir. Grafarvogskirkja | „Opið hús fyrir eldri borgara, kl. 13.30–16. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveit- ingar. Kirkjukrakkar fyrir 7–9 ára í Rimaskóla kl. 17.30–18.30 Æskulýðs- félag Grafarvogskirkju kl. 19.30, fyrir 8. bekk. „Á leiðinni heim“. Helgistund með Passíusálmalestri alla virka daga kl.18 í Grafarvogskirkju, í dag les Rann- veig Guðmundsdóttir, alþingismaður. Grensáskirkja | Hvert þriðjudagshá- degi kl. 12.10 er kyrrðarstund með alt- arisgöngu í Grensáskirkju. Að stund- inni lokinni er hægt að fá heimilismat á vægu verði í safnaðarheimili. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjón- usta alla þriðjudaga kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Starf með öldruðum alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11–15. Súpa, leikfimi, kaffi og spjall. Hjallakirkja | Bæna- og kyrrðarstundir kl. 18. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Nýliða- fræðsla kl. 18.30. Allir velkomnir. Alfa 1 (næstsíðasta skiptið). Nýtt námskeið hefst í september, skráning hafin). KFUM og KFUK | Fundur AD KFUK í kvöld á Holtavegi 28 kl. 20. Lofgjörðar- og bænasamvera í umsjá Þórdísar Ágústsdóttur og fleiri kvenna. Þegar samverunni lýkur hefst aðalfundur sumarstarfs KFUK í Vindáshlíð. Kópavogskirkja | Bæna- og kyrrð- arstund kl. 12.10. Laugarneskirkja | Kl. 16 T.T.T. (5.– 7. bekkur) a. Kl. 19.45 Trúfræðsla. Tveir hópar í vali: Samtal um sorg og sorg- arviðbrögð. b. Biblíuhópur. Kl. 20.30 Kvöldsöngur í kirkjunni. Gengið inn um aðaldyr. 12 sporahópar koma saman á kvöldsöngnum og halda svo áfram sinni vinnu. Fyrirbæn og kaffi á eftir. 60 ÁRA afmæli. Í dag, 15. mars, ersextug Kristín Kristjánsdóttir, kaupkona, Bakkahlíð 23, Akureyri. Hún og eiginmaður hennar, Símon Magnússon, fagna deginum í London. Árnaðheilla dagbók@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.