Morgunblaðið - 15.03.2005, Síða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala frá kl. 10 virka daga.
„Tveir bassar og annar með strengi“
Hádegistónleikar þriðjudaginn 15. mars kl.12.15
Davíð Ólafsson, bassi, Dean Ferrell, kontrabassi og Kurt Kopecky, píanó
flytja verk eftir, meðal annars, Mozart og Bach.
Miðasala á netinu: www. opera.is
Hádegistónleikar
Miðasalan er opin: frá kl 10:00 alla virka daga. Netfang: midasala@borgarleikhus.is
Miðasala í síma 568 8000 -
og á netinu: www.borgarleikhus.is
Mögnuð fjölskyldusýning sem sameinar
leikhús, sirkús og töfrabrögð
Tryggðu þér miða í síma 568 8000
sýningar: 23. mars kl. 20
24. mars kl. 15 og 20
26. mars kl. 15 og 20
!" # $#%
& '( )* +,- + " ".
& '( )* +-/ + " ".
") ) 0
" 2
++ #32 4
5
6 +7+,
8" '9:
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
Allra
Síðustu
sýningar
Óliver! Eftir Lionel Bart
Lau. 26.3 kl 14 Nokkur sæti
Lau. 26.3 kl 20 Örfá sæti
Allra síðustu sýningar
Ath: Ósóttar pantanir
seldar daglega!
Tvíburasysturnar Mary-Kateog Ashley Olsen eru frægarfyrir margt, þær eru leik-
konur og líka viðskiptaveldi, orðnar
margfaldir milljónamæringar löngu
fyrir tvítugt. Nú eru þær einnig
tískutákn og er Mary-Kate sér-
staklega nefnd í því sambandi. Hún
þykir leiðandi í nýjum stíl sem hefur
verið kallaður bóbó, „bohemian
bourgeois“. Byggist stíllinn á því að
klæðast ekki merkjum frá toppi til
táar og flagga ríkidæmi sínu ekki.
Ein ástæða þess að systurnar klæð-
ast svona getur líka verið að þær
vilji falla
betur í hóp-
inn því báð-
ar hafa þær
hafið nám
við New York University.
Mary-Kate sést iðulega ganga um
Greenwich Village með stór sólgler-
augu, enn stærri hatt, íklædd þykk-
um prjónapeysum og síðum pilsum.
Þeim sem fínir eru með sig þykir
þetta vera helst til „heimilislaus“
stíll og að Earl Blackwell eigi eftir
að nefna þær á næsta lista sínum yf-
ir verst klæddu stjörnurnar.
Þrátt fyrir það er þetta stíll sem á
upp á pallborðið hjá ungu fólki og þá
líka ungu og efnuðu fólki. Þónokkuð
sé liðið frá því að fólk vildi flagga
fötum með áberandi lógóum hafa
ungar og stællegar konur gjarnan
viljað ganga í Gucci og Prada frá
toppi til táar. Núna þykir það ekki
lengur nógu flott og merkjafötin
mega ekki vera of áberandi og sam-
setningarnar eru ekki alltaf eftir
bókinni. Í grein New York Times er
þessu líkt við að það fólk sem sé
hvað mest töff líti stundum út fyrir
að hafa klætt sig í myrkri.
Á opinberum vef tvíburasystr-anna, mary-kateandashley.-
com, segja þær frá uppáhalds-
stöðum sínum til að versla. Þær telja
ekki upp Barneys eða Bloom-
ingdales heldur eru verslanir sem
sérhæfa sig í notuðum fatnaði í
uppáhaldi hjá Ashley og Mary-Kate
veit fátt skemmtilegra en að gramsa
á flóamörkuðum.
Margir aðdáendur Olsen-
tvíburanna hafa elst með þeim. Syst-
urnar hafa áhrif á sömu kynslóðina
og keypti dúkkurnar þeirra sem
börn og fatalínuna í Wal-Mart þegar
hún varð aðeins eldri. Þær eru því
áhrifamikil tákn hjá ákveðinni kyn-
slóð í Bandaríkjunum og áreiðan-
lega víðar.
Stíll Olsen-systra er kærkomin til-breyting frá klæðalitlum stíl
Christinu Aguilera, Jessicu Simpson
og Paris Hilton. Aðrar leikkonur
sem fara í öfuga átt við þessar þrjár
og hafa ýtt undir vinsældir bóbó-
stílsins eru Kirsten Dunst, Sienna
Miller, Lou Doillon og Chloë
Sevigny. Til að ná sem bestum ár-
angri í stílbrögðunum er best að
blanda saman gömlu og nýju, dýru
og ódýru. Lykilatriðið er að líta út
fyrir að hafa ekki þurft að hafa of
mikið fyrir þessu.
Bóbó er kominn
AF LISTUM
Inga Rún Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is
Olsen-tvíburasysturnar höfðu ekkert fyrir því að klæða sig upp fyrir þessa
mjólkurauglýsingu. Þær létu hettupeysur og rifnar gallabuxur duga.
’„Það fólk sem er hvaðmest töff lítur stundum
út fyrir að hafa klætt sig
í myrkri.“‘
Í TILEFNI af Íslandsheimsókn
Toshios Hosokawa, eins kunnasta
tónskálds Japana af yngri kynslóð (f.
1955), var efnt til tvennra tónleika
s.l. sunnudag og mánudag í Lista-
safni Íslands. Fyrri tónleikarnir
buðu eingöngu upp á hóp- og ein-
leiksverk eftir Hosokawa, er stjórn-
aði sjálfur hópverkunum.
Aðsókn var með bezta móti þrátt
fyrir norðanhvellinn, og eldhvöss
einbeitingin leyndi sér hvorki hjá
flytjendum né áheyrendum þar sem
hefði mátt heyra saumnál detta á
veikustu stöðum. Þrátt fyrir það var
á mörkunum að hljóðlátar kynn-
ingar tónskáldsins milli atriða kæm-
ust 100% til skila, en sem betur fór
var fjallað um 4 af 6 verkum kvölds-
ins í tónleikaskrá.
Hosokawa kvaðst innblásinn af
náttúrunni og á sér djúpar rætur í
heimspeki búddismans, japanskri
forntónlist og myndlist. Kom það
þegar fram í fyrsta verkinu, Birds
Fragments III (1990; 7’) fyrir bassa-
flautu/piccolo og
harmóniku þar
sem þokuslæður
landslagsins
hjúfruðu sig í líð-
andi lágværum
diskanthljóm-
unum úr drag-
spili Tatus Kant-
omaa [stakir
Caputfélagar
voru ókynntir í tónleikaskrá] og
vindar bærðu laufið með oft
sjakúhatsjí-kenndum flautublæstri.
Átti höfundur þar sem síðar greini-
lega hagvanan hauk í horni hjá Kol-
beini Bjarnasyni.
Pétur Jónasson lék afbragðsvel
tvíþætta gítarverkið Serenade
(2003; 10’ & 5’) þar sem þáttaheitin
In the Moonlight og Dream Path
sögðu allt er segja þurfti. Minni frá
kótó-sítranum komu fram í sveigð-
um hendingalokatónum tunglskins-
þáttarins, en blíðir herpluhljómar
lýstu vel værum draumförum hins
seinni. Síðast fyrir hlé kom Frag-
mente II (1989; 8’) fyrir altflautu og
strengjakvartett, þar sem brota-
kennd efnisúrvinnslan náði eft-
irtektarverðu jafnvægi við líðandi
kyrrð með sérkennilegri stak-
tindóttri dýnamík í fyrsta af þremur
hápunktum kvöldsins.
Hinir tveir voru hópverkin í seinni
hlutanum. Fyrst Singing Garden
(2003; 11’) fyrir flautu, óbó, hörpu,
píanó, fiðlu og selló er sló mann sem
zen-skotin austræn hliðstæða við
Jónsmessunæturdraum Mendels-
sohns í seiðandi íhugulli nátt-
úrutónsetningu, þar sem hrekkvísir
kami-andar komu í stað vestrænna
ævintýravætta. Eimdi og eftir af því
í altflautuverkinu Kuroda-Bushi
(2004; 4’), kunnu japönsku þjóðlagi
er Hosokawa samdi fyrir 65 ára af-
mæli kanadíska flautusnillingsins
Roberts Aitken og hljómaði hér í
innlifuðum blæstri Kolbeins.
Toppur hápunktanna var þó loka-
verkið, oktettinn Drawing (2004; 15’)
fyrir flautu, óbó, klarínett, slagverk,
píanó, fiðlu, víólu og selló. Inn-
blástur höfundar af draumi fósturs í
móðurkviði fram að fæðingu rifjaði
ósjálfrátt upp æskukvæði Rifbjergs
um álíka garnagirta jóðlífstilveru er
endaði með hranalegri brottvísun úr
paradís. En væntanlega bar þó að
taka „prógramminu“ með miklu
salti, enda póetísk skynmynd höf-
undar eflaust óháð grafískum tón-
lýsingum á hjartslætti og meltingar-
hljóðum. Eftir stóð óhemjulitríkt og
bráðvel flutt verk, er þökk sé ljóð-
rænu jafnvægi milli hvíldar og
spennu dróst aldrei á langinn.
Í ljóðrænu jafnvægi
við náttúruna
TÓNLIST
Listasafn Íslands
Hosokawa: Birds Fragments III; Seren-
ade; Fragmente II; Singing Garden;
Kuroda-Bushi og Drawing. Flytjendur:
Caput. Stjórnandi: Toshio Hosokawa.
Sunnudaginn 13. marz kl. 20.
Kammertónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
Toshio Hosokawa
ÞRÍTUGASTA og fyrsta Skálda-
spírukvöldið verður haldið í kvöld kl.
21 á Kaffi Reykjavík. Helsti lesandi
kvöldsins er skáldið Sjón, sem vann
bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs á dögunum. Þá les Gerður
Kristný Guðjónsdóttir úr verkum
sínum, Ófeigur Sigurðsson les ljóð
úr væntanlegri bók og Kristín Eva
Þórhallsdóttir sýnir ljóðræna stutt-
mynd eftir sig. Loks leikur Eydís
Fransdóttir á óbó íslenskt verk eftir
Elínu Gunnlaugsdóttur sem er sam-
ið eftir ljóð Óskars Árna Ósk-
arssonar og heitir: Ásjónur kvölds-
ins.
Morgunblaðið/RAX
Sjón á Skáldaspírukvöldi