Morgunblaðið - 15.03.2005, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 45
MENNING
Lifun hefur fest sig í sessi
sem nýstárlegt tímarit
Blaðið er unnið á faglegan hátt þar sem samspil
fallegra mynda og áhugaverðra efnistaka opnar
auglýsendum nýja leið að mikilvægum markhópi.
Lesendum Lifunar hefur fjölgað jafnt og þétt og er
það nú mest lesna tímarit um heimili og hönnun á
landsvísu.
skv. Fjölmiðlakönnun Gallup frá því í október 2004.
Lifun verður dreift með laugardagsblaðinu í
60.000 eintökum níu sinnum á árinu
og mun annað tölublaðið koma út 19. mars
næstkomandi.
Panta þarf auglýsingar fyrir
kl. 16 miðvikudaginn 16. mars
– auglýsingar 569 1111
Umsjón: Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson.
Auglýsingar: Elínrós Líndal, sími 569 1141 og
Sif Þorsteinsdóttir, sími 569 1254.
ANDRÉS Þór er einn efnilegasti
gítarleikari okkar og afkastamikill
lagahöfundur. Hann er hol-
lenskmenntaður og hefur gefið út
einn disk með félögum sínum
hollenskum, It was a very good
year. Af þeim diski var eitt lag
leikið á tónleikunum á Borginni;
ópusinn um Tony túlípana og var
túlkun Hummus heldur betur
kraftmeiri en sú sem á diskinum
er, ber ekki síst að þakka það
Scott trommara, sem var aldeilis
frábær í bakkaslögunum og komp-
inu öllu þótt hamagangurinn væri
fullmikill í trommusólóinum þver-
öfugt við sólóinn er hann lék í lagi
samnefndu hljómsveitinni. Var það
einn besti sóló kvöldsins; sérlega
skemmtilega uppbyggður og
músíkalskur. Scott er mikil búbót
íslensku djasslífi og þeir Valdi
Kolli fínir í ryþmanum, en því
miður er Valdi senn á förum til
Amsterdam að nýju.
Andrés var höfundur allra lag-
anna sem leikin voru þetta kvöld,
en eitt þeirra, Ég man bara ekki
hvað þú heitir, var byggt á söng-
dansinum alkunna I remember
you og skein hann skemmtilega í
gegn í sóló Andrésar. Annars var
lagið heldur dauflega leikið ef frá
er skilinn smá villimennska í lok
sólós Sigurðar Flosasonar, en þar
brá fyrir gömlum töktum í altó-
blæstri hans frá þeim tíma er
hann minnti mann stundum á Ken
McIntyre, einnig í Edjótum og
rottum; nafngiftin í anda Péturs
þríhross. Sem fyrri daginn var
Sigurður bestur í ballöðusólóum
sínum og annað lag kvöldsins,
Innri ró, var einstaklega vel leikið
og skemmtilega samið að auki.
Sigurður spann svo fagurlega að
maður gat skilið hví Finnur Torfi
hreifst af blæstri hans með Mót-
ettukórnum, þó saxófóninn sé
jafnómerkilegur og spuninn í huga
hins hámenntaða tónskálds. En
sem betur fer er það stundum svo
að hinir ofstækisfyllstu og rök-
heldustu sjá til sólar. Ballaðan var
í 7/4 einsog svo mörg verk hinna
yngri djasstónskálda og var Scott
með bursta í annarri hendi en
kjuða í hinni og frá bassa Valda
Kolla ómaði hinn evrópski djass-
tónn. Sigurður blés í altóinn allt
kvöldið nema í tveimur lögum.
Hann þandi barítoninn af djass-
gleði í hinum heita Karabíuópusi,
Helium og rúmba, en á undan
hafði Andrés Þór verið nokkuð
rokkaður í gítarsóló sínum og
hann blés í bassaklarinett í verki
tileinkuðu Coltrane og Ornette
Coleman, föður frjálsdjassins sem
verður 75 ára 19. nk. Þar lék höf-
undur á batítongítar. Colette
nefndist ópusinn, en upphafið
minnti mig nú frekar á aust-
urlensku dulúðina er einkenndi oft
verk Ellingtons síðari æviár hans.
Þetta voru dúndurtónleikar.
Andrés er metnaðarfullur tónlist-
armaður sem vinnur heill að list
sinni og er skemmtilega fjöl-
breyttur í spuna sínum, kvart-
ettinn small vel saman og þegar
best lét var djasslistin tær og
hrein.
Ljósmynd/David Bell
„Kvartettinn small vel saman og þegar best lét var djasslistin tær og
hrein,“ segir Vernharður Linnet meðal annars um tónleika Hummus.
Dúndurdjass
DJASS
Múlinn á Hótel Borg
Andrés Þór Gunnlaugsson gítar og barí-
tongítar, Sigurður Flosason altó- og barí-
tonsaxófón og bassaklarinett, Valdi Kolli
bassa og Scott McLemore trommur.
Fimmtudagskvöldið 10.3. 2005.
Hummus
Vernharður Linnet
HÚN er fjölþætt sýning Hrafn-
kels Sigurðssonar í Galleríi i8 og
við fyrstu sýn virkar eins og að
samsýning sé í gangi. En þegar
betur er að gáð er um tvískipta
sýningu að ræða sem stefnir að
einu markmiði. Að skapa andlegt
og efnislegt jafnvægi. Tvískipt
nálgun listamannsins byggist ann-
ars vegar á staðbundnum lista-
verkum sem miðast við sjálft list-
rýmið og hins vegar á
geometrísku myndmáli sem vísar
til samfélagslegs skipulags. Í mód-
ernisma síðustu aldar snerist
strangflatarlistin um hugmyndina
um að eðli náttúrunnar sé að leita
að jafnvægi. Í póstmódernism-
anum fer hins vegar að bera á
strangflatarlist þar sem listamenn
ganga út frá eðli samfélagslegs
skipulags en ekki náttúrulegs, þ.e.
að eðli samfélags sé að leita að
jafnvægi. Fremstur í flokki fór
Bandaríski listamaðurinn Peter
Halley með sjálflýsandi (fluors-
cent) myndir byggðar á ferningi
og fangelsisklefum. Það er því
ekki laust við að maður hugsi til
verka Halleys þegar maður sér
geometríska myndverkið „Eining
(verkamanna)“ sem Hrafnkell hef-
ur gert úr sjálflýsandi taui sem
notað er í vinnugalla bæjarstarfs-
manna ásamt endurskinsbandi.
Verulega sláandi optískt verk sem
styðst við myndbandsverk sem
sýnir sorphreinsunarbíl aka aftur-
ábak og ljósmyndir af sorpi. Í
ljósmyndunum má finna einkenni
strangflatarlistar, rusl þjappað í
ferning eða kubb og ruslahaugur í
samhverfu. Ferðalag sorpsins vís-
ar líka til ferlis eða kerfis sem
miðast við að halda óhreinindum
frá því að fara úr böndunum í
samfélagi okkar.
Staðbundin verk Hrafnkels eru
öllu hógværari að sjá. Jafnvel svo
að maður áttar sig ekki endilega á
þeim í fyrstu. Einangrunarfrauð
utan um súlu í miðju galleríinu
virkar sem hluti af kirkjurústum
og stafarugl í glugganum er leikur
að nöfnum listamanna sem sýnt
hafa í galleríinu og svipar til ein-
hvers minnisvarða eða grafhýsis.
Þá vísar rýmisverkið „Opnun fyrir
helgi“ til opnana á sýningum gall-
erísins á föstudögum, en helgi
merkir líka „heilagleiki“ og má því
draga þá ályktun að listamaðurinn
sé að líkja listrýminu við heilagt
svæði. Slík er líka tilfinning mín.
Að Hrafnkell hafi skapað ein-
hverskonar hof eða musteri þar
sem maður getur verið uppnuminn
af margbrotinni fagurfræði og
eins ólík og verkin sýnast í fyrstu
þá nær heildin að skapa umrætt
jafnvægi sem gerir sýninguna að
þetta ánægjulegri upplifun og
raun ber vitni.
Ljósmynd Hrafnkels Sigurðssonar, „Delivery System“, sýnir sorphaug í
samhverfu og minnir á framhlið á indversku hofi.
Musteri
sorpsins
MYNDLIST
Gallerí i8
Opið miðvikudaga til föstudags
kl. 11–17 og laugardaga kl. 13–17.
Sýningu lýkur 30. apríl.
Hrafnkell Sigurðsson
Jón B.K. Ransu
Bókafélagið Ugla
hefur gefið út bók-
ina Frá mínum
bæjardyrum séð
eftir Jakob F. Ás-
geirsson. Í bók-
inni er að finna úr-
val skrifa Jakobs
um þjóðmál á und-
anförnum árum.
Í frétt frá útgefanda segir m.a.:
„Um sjö ára skeið, 1998–2004, skrif-
aði Jakob F. Ásgeirsson reglulega
pistla um þjóðmál sem mikla athygli
vöktu. Pistlar þessir birtust fyrst í
„Viðhorfa“ dálki Morgunblaðsins en
síðan í Viðskiptablaðinu undir yfir-
skriftinni „Orð í tíma töluð“. Hér er úr-
vali þessara beinskeyttu og skemmti-
legu pistla safnað saman í eina heild
sem óhætt er að segja að bregði upp
lifandi mynd af stjórnmálum og aldar-
fari á Íslandi í lok 20. aldar og við upp-
haf hinnar 21.“
Þetta er áttunda bók Jakobs F. Ás-
geirssonar en hann hefur áður sent
frá sér ævisögur og bækur sagn-
fræðilegs eðlis.
Bókin er 288 bls., í kiljubroti, prent-
uð í Odda en Ugla sá um umbrot og
kápuhönnun.
Leiðbeinandi verð er kr. 1.590.
Greinasafn Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050