Morgunblaðið - 29.03.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.03.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 15 ERLENT Er löggiltur fasteignasali a› selja eignina flína? sími 530 6500fax 530 6505www.heimili.isSkipholti 29A105 Reykjavík opi› mánudagatil föstudaga 9-17 Hjá Heimili fasteignasölu starfa fjórir löggiltir fasteignasalar sem hafa áralanga reynslu af fasteigna- vi›skiptum. fia› er flví löggiltur fasteignasali sem heldur utan um allt ferli›, allt frá flví eignin er sko›u› og flar til afsal er undirrita›. Metna›ur okkar á Heimili er a› vi›hafa vöndu› og fagleg vinnu- brög› sem tryggja flér besta ver›i› og ábyrga fljónustu í samræmi vi› flau lög og reglur sem gilda um fasteignavi›skipti. Finbogi Hilmarsson lögg. Fasteignasali Einar Gu›mundsson lögg. Fasteignasali Anney Bæringsdóttir lögg. Fasteignasali Bogi Pétursson lögg. Fasteignasali Hafdís Björnsdóttir Ritari ÍBÚI í Kaupmannahöfn, sem fór út að viðra hund sinn í gærmorgun, fann búk af manni í Adelgade í borg- inni. Á laugardagsmorgun fundust hlutar úr líki mannsins í sorpgámi í Klerkegade, í nokkur hundruð metra fjarlægð frá staðnum þar sem búkurinn fannst. Að því er vefsíða Berlingske Tidende skýrir frá fannst búkurinn í húsasundi. Kaupmannahafnarlögreglan birti í gær myndir af hinum látna í von um að einhver bæri kennsl á hann. Mað- urinn er talinn hafa verið á bilinu 190 til 195 sentímetrar á hæð. Sennilegt þykir að hann hafi verið á milli þrí- tugs og fertugs. Ekki er talið að maðurinn hafi ver- ið myrtur þar sem líkamsleifarnar fundust. Kaupmannahöfn Líkamsleifar í húsasundi ♦♦♦ FULLTRÚAR þjóðernissinna- flokksins Kuomintang, helsta stjórn- arandstöðuflokks Taívans, komu í gær til Kína til viðræðna við kín- verska ráðamenn. Hundruð þúsunda manna tóku nýlega þátt í mótmælum á Taívan gegn lögum sem sett voru í Kína fyrr í mánuðinum og fela í sér að Kínastjórn geti beitt hervaldi til að hindra að Taívan lýsi yfir sjálf- stæði frá Kína. Stjórnarflokkur Taívans, Lýðræð- islegi framfaraflokkurinn, vill að eyjan lýsi yfir formlegu sjálfstæði sem er eitur í beinum stjórnvalda í Peking. Kuomintang var við völd í Kína áður en kommúnistar hröktu Chiang Kai-Chek, fyrrverandi for- seta, og fleiri ráðamenn flokksins til Taívans eftir seinni heimsstyrjöld. Flokkurinn hefur ávallt haft þá stefnu að krefjast viðurkenningar á rétti sínum til að ráða yfir öllu Kína og að Taívan sé hluti Kína. Fulltrúar flokksins hafa ekki átt beinar við- ræður við kommúnistastjórnina síð- an 1949. Vilja tryggja rétt kaupsýslumanna „Við vonumst til þess að minnka spennuna í samskiptunum og tryggja með því velferð þjóðarinn- ar,“ sagði P.K. Chiang, sem fór fyrir sendinefndinni. Rætt var við hann í borginni Guangzhou en þaðan hugð- ist nefndin fara til Peking. Chiang sagðist vonast til þess að á fundinum í Peking yrði rætt um að leyfa beinar samgöngur milli Kína og Taívan og ákveðið að gera ráðstafanir til þess að taívanskir kaupsýslumenn, sem starfa í Kína og margir eru búsettir þar, njóti aukinnar lagaverndar. Stjórnarandstaða Kuomintang á Taívan Rætt við ráðamenn í Peking Guangzhou. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.