Morgunblaðið - 29.03.2005, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 25
MINNINGAR
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir
Einarsson
Sverrir
Olsen
Bryndís
Valbjarnardóttir
Oddur
Bragason
Guðmundur
Þór Gíslason
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HELGI HELGASON,
áður til heimilis
á Hraunteigi 5, Reykjavík,
sem lést á Vífilsstöðum aðfaranótt fimmtu-
dagsins 17. mars, verður jarðsunginn frá
Laugarneskirkju miðvikudaginn 30. mars
kl. 11.00.
Anna S. Helgadóttir, Árni H. Helgason,
Gylfi Þ. Helgason, Pálína Brynjólfsdóttir,
Jóna H. Helgadóttir, Pálmi Þ. Vilbergs,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GRÉTA EMILÍA JÚLÍUSDÓTTIR,
Helgamagrastræti 19,
Akureyri,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
fimmtudaginn 17. mars, verður jarðsungin frá
Akureyrarkirkju miðvikudaginn 30. mars
kl. 13.30.
Reynir Björgvinsson, Freyja Sigurvinsdóttir,
Júlíus Björgvinsson, Kristín Sveinsdóttir,
Björgvin Björgvinsson, Edda Hrönn Stefánsdóttir,
Jóhannes Sigfússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
AÐALHEIÐUR K. BJARGMUNDSDÓTTIR,
Hæðargarði 29,
Reykjavík,
sem lést á Landsspítalanum, Fossvogi þriðju-
daginn 22. mars, verður jarðsungin frá
Bústaðarkirkju miðvikudaginn 30. mars
kl 13.00.
Bjargmundur Björgvinsson, Guðný Guðmundsdóttir,
Ásdís Björgvinsdóttir, Páll Á. Jónsson,
Aðalheiður Björg Björgvinsdóttir, Valþór Valentínusson,
og barnabörn.
Fjölskyldur
REYNIS DAVÍÐS ÞÓRÐARSONAR,
Smárahlíð 18i,
Akureyri,
þakka innilega öllum þeim sem heiðruðu minn-
ingu hans með hlýjum kveðjum, blómum, gjöf-
um og með nærveru sinni við útförina.
Guð blessi ykkur öll.
Jan Gunnar Reynisson,
Sigríður J. Gísladóttir, Þórarinn H. Guðmundsson,
Þórður M. Sigurðsson, Kristín Sigurjónsdóttir,
Eva R. Þórðardóttir Allen, Rodney P. Allen,
Valur S. Þórðarson, Emilía B. Harðardóttir,
Sindri H. Þórarinsson, Elín M. Heiðarsdóttir
Róbert Þórðarson, Sigurfinna Pálmadóttir,
Þórður Þórðarson,
Sigurjón V. Þórðarson,
Ragnar F. Þórðarson,
Sigurður F. Þórðarson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARÍA AÐALBJÖRNSDÓTTIR,
áður til heimilis að
Iðavöllum 8, Húsavík,
andaðist á öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar
Þingeyinga 7. mars síðastliðinn.
Útför hennar fór fram frá Húsavíkurkirkju
laugardaginn 19. mars.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát hennar og
útför. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar
Þingeyinga.
Birkir Fanndal Haraldsson, Sólveig Illugadóttir,
Björn St. Haraldsson, Margrét Auður Pálsdóttir,
Haraldur A. Haraldsson, Eyrún Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Það hefur verið sagt
að ekkert sé erfiðara
en það að foreldri jarði
barn sitt og sem faðir
get ég rétt byrjað að
ímynda mér hve óend-
anlega sár missir ykkar Fannýjar og
Þórhalls er.
Það er þung sorg í hjörtum ætt-
ingja og vina Freddýs sem sjá á eftir
FREDDÝ FRIÐRIK
ÞÓRHALLSSON
✝ Freddý FriðrikÞórhallsson
fæddist í Reykjavík
6. ágúst 1979. Hann
lést í Grindavík
fimmtudaginn 10.
mars síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Grindavíkur-
kirkju 19. mars.
góðum dreng í blóma
lífsins.
Í grænni kyrrð við stríðra
strauma nið,
strengleik er svæfir
vegamóðri þrá,
á stráum vorsins undir
ungum greinum
einförull gestur ríð ég hægt
fram dalinn.
(Snorri Hjartarson,
Í grænni kyrrð.)
Það var mikið áfall
fyrir mig að frétta af
brotthvarfi Freddýs úr
þessum heimi. Ég var
um langt árabil heimagangur á upp-
eldisheimili Freddýs en kom sjaldn-
ar við eftir því sem árin liðu. Ég á
fjarskalega góðar minningar af því
heimili þegar ég var að slíta ung-
lingsskónum með Þór Fannari, eldri
bróður Freddýs. Yfirleitt héldum við
til í afdrepi Þórs á efri hæðinni og
það kom ósjaldan fyrir að það heyrð-
ist þrusk fyrir utan og voru þá gjarn-
an Freddý og vinir hans að fylgjast
spenntir með athæfi okkar, stóru
strákanna. Stundum fengu þeir góð-
fúslega að reka nefið inn fyrir þrösk-
uldinn við mikla hrifningu þeirra og
frá þeim stundum er mér alltaf
strákslegt glettnisbrosið hans
Freddýs sterkast í minni. Seinna
meir, eftir að við eltumst, flutti ég
svo frá Grindavík og mínar minning-
ar af Freddy eru sterkastar af hon-
um sem stálpuðum drenghnokka.
Ég vil með þessum fátæklegu orð-
um minnast Freddýs og votta
Fanný, Þórhalli, Melkorku, Addý og
Atla, Þór Fannari og Suzanne mínar
innilegustu samúðarkveðjur og vona
að þið veitið hvert öðru styrk og
huggun á þessum erfiðu tímum.
Hilmar Kjartansson,
Nýja-Sjálandi.
Guðni Sumarliðason
var einlægari og fórn-
fúsari maður en flestir
aðrir sem ég hef hitt
um dagana. Hann var
köllun sinni trúr og duglegur til
verka að hverju sem hann gekk.
Guðni fæddist í Ólafsvík og þeim bæ
þjónaði hann af trúmennsku á meðan
kraftar entust. Ég kynntist fjöl-
skyldu hans árið 1942 þegar ég í
fyrsta sinn kom til Ólafsvíkur. Það
var bjart yfir þeirri stund og þeirri
birtu mætti ég ætíð síðan þegar
Guðni hafði fundið Krist sem frels-
ara sinn og fékk að þjóna honum.
Guðni studdi kristniboðið í Afríku og
var í fylkingarbrjósti KFUM í bar-
áttu þeirra fyrir betra lífi í fylgd
Jesú.
Ólafur Ólafsson kristniboði,
Bjarni Eyjólfsson og Gunnar Sigur-
jónsson voru miklir vinir Guðna og
trúbræður. Ég vissi um „lofstofuna“
hans, mætti þar einu sinni og fór
þaðan hressari til baka. Ég kom oft
við hjá Guðna á sjúkrahúsinu í
Stykkishólmi. Hann gat ekki tjáð sig
en hann skildi það sem ég sagði við
hann og þrýsti hönd mína. Það er
SIGFÚS GUÐNI
SUMARLIÐASON
✝ Sigfús GuðniSumarliðason
fæddist í Félagshúsi í
Ólafsvík 6. nóvember
1925. Hann lést á St.
Fransiskusspítalan-
um í Stykkishólmi
12. febrúar síðastlið-
inn og var jarðsung-
inn frá Ólafsvíkur-
kirkju 24. febrúar.
mikil eftirsjá að slíkum
ágætismanni sem
Guðni var. Það fann ég
glöggt þegar hann var
jarðsunginn í Ólafsvík
að viðstöddu miklu fjöl-
menni.
Ég vil minnast góðs
vinar og þakka fyrir
allt sem hann var mér.
Ég veit að Guðni á góða
heimvon og seinustu
árin þráði hann lausn-
ina. Guð blessi hann og
gefi honum uppfyllingu
vona sinna.
Árni Helgason,
Stykkishólmi.
✝ Kristín Hansdótt-ir fæddist í
Reykjavík 1. septem-
ber 1922. Hún lést 15.
mars síðastliðinn.
Móðir Jóhanna Guð-
laugsdóttir, f. 10.
apríl 1893, d. 5. októ-
ber 1967. Faðir
óskráður. Sam-
mæðra systkini
Kristínar voru Guð-
laug, f. 1918, d. 1952;
Guðfinna, f. 1930, d.
1932; og Pétur Páll
Ísaksson, f. 1932, d.
2003.
Kristín giftist Guðlaugi Frank-
lín Steindórssyni, f. 16. febrúar
1914, d. 25. janúar 1967. Þau áttu
saman synina: 1)
Grétar, f. 1944,
kvæntur Kristínu
Gunnlaugsdóttur og
eiga þau þrjú börn.
2) Ómar Valdimar, f.
1946, kvæntur Þóru
Júlíu Gunnarsdóttur
og eiga þau þrjár
dætur. 3) Sigurjón, f.
30. mars 1951, d. 18.
janúar 1957. Seinni
maður Kristínar var
Magnús Þorleifsson,
f. 14. september
1931, d. 14. ágúst
2002.
Útför Kristínar verður gerð frá
Fossvogskapellu í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Ég man eftir þér sem gjafmildri,
góðri konu sem var alltaf til í að
hjálpa þeim sem í vanda voru. Þegar
ég var lítil þá kom ég oft til þín, því þú
varst besta vinkona mín. Ég man að
þegar ég kom til að gista hjá þér í
Gnoðarvoginum komst þú til mín áð-
ur en ég fór að sofa til þess að biðja
með mér faðir vorið sem þú kenndir
mér. Þú og Maggi voruð alltaf að
dekra við mig. Ég fékk allt sem ég
vildi og meira en það. Þú varst alltaf
svo góð við mig. Þér fannst svo gaman
að segja sögur eins og um hana Gípu
litlu og atvik úr þínu lífi. Símreikning-
urinn var oft hár vegna þess að við
gátum talað um allt á milli himins og
jarðar og stundum vorum við búnar
að tala saman í klukkutíma. Það var
alltaf svo gaman hjá okkur, við grét-
um og hlógum saman. Svo þegar ég
sagði þér frá Dóra vildirðu endilega
hitta hann. Þegar þið voruð búin að
kynnast leist þér mjög vel á hann og
hrósaðir honum fyrir hvað hann væri
duglegur að læra og vinna. Þú hlóst
alltaf að honum vegna þess að hann
var alltaf geispandi þegar við komum
í heimsókn. Þú varst alltaf að segja
við mig hvað hann væri góður strákur
og ég ætti að halda í hann. Við vorum
klettur hvor annarrar og núna þegar
þú ert farin er eins og eitthvað í hjarta
mínu hafi slokknað. Það vantar eitt-
hvað. Besta vinkona mín er farin. En
þetta var það sem þú vildir, að fara til
allra ástvina þinna sem þú hafðir
misst. Þú varst mjög trúuð og varst
ekki hrædd við dauðann. Ég vona að
þér líði vel núna og þú passir mig
þangað til að við hittumst á ný. Mér
þykir svo vænt um þig.
Þín heimsins besta ömmustelpa og
vinur,
Kristín.
KRISTÍN
HANSDÓTTIR