Morgunblaðið - 29.03.2005, Page 32

Morgunblaðið - 29.03.2005, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 flatt, 4 í vondu skapi, 7 holduga, 8 fim, 9 illmenni, 11 ósaði, 13 góðgæti, 14 aðgangs- frekur, 15 í fjósi, 17 áflog, 20 bókstafur, 22 öflug, 23 alkóhólistar, 24 koma í veg fyrir, 25 týni. Lóðrétt | 1 róar, 2 snjó- komunni, 3 sárabindi, 4 datt, 5 hljóðfæri, 6 úrkomu, 10 guð, 12 hús- dýr, 13 rösk, 15 streyma, 16 daunn, 18 refsa, 19 lagvopn, 20 skortur, 21 nöldur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 geldingur, 8 ofnar, 9 tunga, 10 kút, 11 fiðla, 13 aurar, 15 svaðs, 18 Samar, 21 kát, 22 Engey, 23 akrar, 24 hildingur. Lóðrétt | 2 ennið, 3 dýrka, 4 nátta, 5 unnur, 6 golf, 7 saur, 12 lið, 14 una, 15 slen, 16 angri, 17 skyld, 18 stafn, 19 myrtu, 20 rýrt.  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Samskiptafærni þín er einstaklega mikil í dag. Þér reynist auðvelt að vera háttvís og heillandi við þá sem verða á vegi þín- um. Nú er lag að fara í fataleiðangur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú nýtur þess að eiga stund með sjálfum þér um þessar mundir. Einvera í fallegu umhverfi gerir þér bara gott. Reyndu að fá að vera út af fyrir þig ef þú getur. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Dagurinn í dag er alveg kjörinn fyrir mannamót, þú nýtur þess að vera innan um aðra núna og þeir hafa ánægju af þínum félagsskap. Sinntu listum og skapandi verkefnum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur einstakt lag á foreldrum og yf- irmönnum í dag. Fólki finnst þú heillandi og flinkur á þínu sviði. Leyfðu því bara að halda það. Þú hefur betur núna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Reyndu allt hvað þú getur að víkka sjón- deildarhringinn. Skoðaðu staði sem þú hefur ekki komið á áður, svo sem versl- anir, bókasöfn, veitingastaði og þess háttar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan býr bæði yfir krafti og löngun til þess að koma miklu í verk núna. Ein- beittu þér að viðfangsefnum sem fela í sér skriffinnsku og smátt letur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Sambönd við aðra, einkum af róm- antíska taginu, ganga vel þessa viku. Nú er lag að leiðrétta misskilning. Fólk er móttækilegt fyrir þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Hugsanlegt er að sporðdrekinn verði var við spennu á vinnustað eða heimili, en hann nýtur samt sem áður stuðnings. Haltu þig þar sem mótstaðan er minnst. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Rómantíkin blómstrar hjá bogmann- inum núna. Sköpunarkrafturinn er að sama skapi mikill. Njóttu listrænna við- fangsefna, frístunda og ástarævintýra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Notaðu daginn til þess að dytta að á heimilinu og lagfæra það sem er bilað. Nú er upplagt að fegra og snurfusa í kringum sig. Samræður við vini og fjöl- skyldu eru hlýjar og innilegar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Kappkostaðu að reyna á þig líkamlega, til dæmis í dag. Spennan safnast fyrir í líkamanum og þú þarft að beina orku þinni í réttan farveg. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn er á höttunum eftir auknum tekjum og leitar leiða til þess að það megi takast. Hann er líka í stuði fyrir búðaráp. Frestaðu því um einn dag. Stjörnuspá Frances Drake Hrútur Afmælisbarn dagsins: Þú ert mikil hugsjónamanneskja sem kemur fátt á óvart. Heimili og fjölskylda skipta þig miklu máli. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Myndlist Gallerí Skuggi | Anna Jóa og Ólöf Odd- geirsdóttir – Mæramerking II. Gallerí Sævars Karls | Magnea Ásmunds- dóttir – „Augnablikið mitt!“ Innsetning unnin með blandaðri tækni. Gerðuberg | María Jónsdóttir – Gullþræðir. Klippimyndir, verk úr muldu grjóti, olíu- málverk og fleira í Boganum. Ljósberahóp- urinn – Hratt og hömlulaust. Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir (Gugga) sýnir málverk í forsal. Hafnarborg | Jónína Guðnadóttir – lág- myndir og innsetningar í aðalsal. Barbara Westmann – Adam og Eva og Minnismyndir frá Vestmannaeyjum. Hallsteinn Sigurðs- son er myndhöggvari marsmánaðar í Hafn- arborg. Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson – Sól- stafir. Hrafnista Hafnarfirði | Gerða Kristín Hammer sýnir akrílmyndir og fleiri listmuni í Menningarsal á fyrstu hæð. Kaffi Sólon | Auður Inga Ingvarsdóttir – Form, ljós og skuggar. Listasafn ASÍ | Kristín Sigfríður Garð- arsdóttir – Handleikur. Sigrid Valtingojer – Hörund Jarðar. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930– 1945 og Rúrí – Archive – endangered waters. Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur Jóns- son og samtímamenn. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían – Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs- dóttir – Myndheimur/Visual World. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í vest- ursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson – Markmið XI – Samvinnu- verkefni í miðrými. Yfirlitssýning á verkum Kjarvals í austursal. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Thorvaldsen | Ásta Ólafsdóttir – Hugar- heimur Ástu. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn – hús skáldsins er opið frá kl. 10–17. Skemmtileg og fræðandi hljóðleiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning um ævi skálds- ins og fallegt umhverfi. Sími 586 8066 netfang: gljufrasteinn@gljufrasteinn.is. Þjóðmenningarhúsið | Handritin: Hin fornu handrit geyma einstæðar sögur, kvæði og frásagnir sem varpa ljósi á samfélag, trúar- brögð og hugarheim hinna norrænu þjóða í öndverðu. Á meðal sýningargripa eru Kon- ungsbækur Eddukvæða og Snorra-Eddu, Flateyjarbók og handrit lagabóka, kristi- legra texta og Íslendingasagna. Þjóðminjasafnið – Svona var það: Á sýning- unni er leitast við að skapa það andrúms- loft sem ríkti á sýningu Þjóðminjasafns Ís- lands í risi Þjóðmenningarhússins þar sem það var til húsa á fyrri hluta 20. aldar. Heimastjórnin 1904: Á sýningunni er dreg- in upp mynd af þeim framförum, bjartsýni og stórhug sem einkenndi líf þjóðarinnar á tímum heimastjórnar og gerð grein fyrir aðdraganda hennar. Hallgrímur Pétursson (1614–1674) er skáld mánaðarins í Þjóðmenningarhúsinu. Hall- grímur er eitt fremsta skáld Íslendinga fyrr og síðar. Sýningin gefur innsýn í verk hans og útgáfur á þeim hér á landi og erlendis og þann innblástur sem þau veita lista- mönnum, ekki síst í nútímanum. Drepið er á æviatriði Hallgríms og staldrað við at- burði sem marka hvörf í hans ferli. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóð- minjasafnsins, Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár. Ómur – Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljósmyndasýningarnar Í vesturheimi 1955, ljósmyndir Guðna Þórð- arsonar, og Íslendingar í Riccione, ljós- myndir úr fórum Manfroni-bræðra. Opið kl. 11–17. Fréttir Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Aðal- þjónustuskrifstofa Al-Anon er opin þrið. og fim. kl. 13–16. Al-Anon er félagsskapur karla, kvenna og unglinga sem hafa orðið fyrir áhrifum af drykkju ættingja eða vinar. Ala- teen er félagsskapur unglinga sem hafa orð- ið fyrir áhrifum vegna drykkju annarra. Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við Ráðhúsið á Akranesi miðvikudaginn 30. mars frá kl. 9.30–17. Allir velkomnir. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs | Mæðra- styrksnefnd Kópavogs er opin alla þriðju- daga kl. 16–18. Fatamóttaka og úthlutun á sama tíma. Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands | Föstudaginn 13. maí heldur Háskóli Íslands alþjóðleg próf í spænsku. Prófin eru haldin á vegum Menningar- málastofnunar Spánar (Instituto Cerv- antes). Innritun fer fram í Tungumálamiðstöð HÍ: 525-4593, sabine@hi.is. Frestur til innritunar rennur út 8. apríl. Fundir Eineltissamtökin | Fundir eru á hverjum þriðjudegi kl. 20 í húsi Geðhjálpar, Túngötu 7. Geðhjálp | Fundur fyrir fullorðin börn geð- sjúkra (18 ára og eldri), alla þriðjudaga kl. 19 hjá Geðhjálp, Túngötu 7. Nánari upplýsingar í síma 570-1700 og á www.gedhjalp.is. GSA á Íslandi | GSA-fundur kl. 20.30, Tjarn- argötu 20. GSA er hópur fólks sem hefur leyst vandamál sín tengd mat. www.gsa.is. Námskeið Gigtarfélag Íslands | Sex kvölda sjálfshjálp- arnámskeið fyrir fólk með gigt og aðstand- endur þess hefst þriðjudaginn 29. mars. Þriggja kvölda námskeið fyrir fólk með vefjagigt hefst miðvikudaginn 30. mars kl. 19.30. Skráning á skrifstofu félagsins í s. 530-3600. Útivist Laugardalurinn | Stafgöngunámskeið í Laugardal kl. 17.30. Skráning og nánari upp- lýsingar er að finna á www.stafganga.is og gsm: 616-8595 og 694-3471. LISTAKONAN Anna Hallin opnaði á laugardag sýninguna Hugarfóstur – Kort af samtali í sýningarsal FUGL (Fé- lags um gagnrýna myndlist), Skóla- vörðustíg 10. Á sýningu Önnu má finna málverk, skúlptúra og hreyfimynd þar sem fjallað er um samskipti og tengsl, bæði hið áþreifanlega og sýnilega, en einnig er gerð tilraun til þess að kort- leggja það sem fram fer undir yfirborð- inu. Myndverkaröðin sýnir eins konar hug- arástandsform og vísar hvert form til ákveðins einkennis skapferlis. Formin eru hluti af stærra samhengi, þar sem þau breyta um eðli eftir afstöðu sinni til umhverfisins og hvort til annars. Á vefsíðu FUGL segir m.a. um sýn- inguna: „Í þessum verkum er unnið úr hugmyndum um það hvernig við tengj- umst öðrum í gegnum alls konar kerfi og mynstur sem við þurfum að taka af- stöðu til – eins og til dæmis fjar- skiptakerfin, holræsakerfið, fjölskyldu- mynstur, vinnu, lög og reglur, kynhlutverk, umgengnisvenjur og fleira. Með því að nota hugarástandsformin er svo hægt að búa til alls konar sam- skiptamynstur. Það fer svo eftir því hvernig þessi form tengjast hvert öðru hvaða ný kerfi verða til í hinu sí- breytilega flæði tilfinninga og mynstra.“ Hugarfóstur í FUGL 32. SKÁLDASPÍRUKVÖLDIÐ verður haldið í kvöld á Kaffi Reykjavík kl. 21 þar sem fimm af „Kópavogsskáld- unum“ svoköll- uðu munu lesa upp. Þau eru: Birgir Svan Sím- onarson, Krist- ján Hreinsson, Eyþór Rafn Gissurarson, Ey- vindur P. Eiríks- son og Unnur Sólrún Braga- dóttir. Loks les ungt skáld að nafni Kári Auðar Svansson úr nýj- um ljóðabálki eftir sjálfan sig sem hann nefnir „Háamál“. Þeir Benedikt S. Lafleur og Gunnar Rand- versson standa fyrir Skálda- spírukvöldunum, sem haldin eru annað hvert þriðjudagskvöld á Kaffi Reykja- vík. Efnilegum nýskáldum er þar boðið að lesa í bland við þau sem þekktari eru og er til- gangurinn að efla grasrót skáldskapar í ís- lensku bók- menntalífi, kynna bæði út- gefin og óútgefin skáldverk og koma ljóðlistinni og höfundum hennar á fram- færi við almenn- ing. Allir eru velkomnir og að- gangur er ókeypis. Birgir Svan Símonarson Eyvindur P. Eiríksson Kristján Hreinsson „Kópavogs- skáldin“ á Kaffi Reykjavík Unnur Sólrún Bragadóttir Kall sagnhafa. Norður ♠Á7 ♥976 ♦D1043 ♣Á1063 Vestur Austur ♠G10965 ♠843 ♥Á1052 ♥KD4 ♦K8 ♦752 ♣85 ♣9742 Suður ♠KD2 ♥G83 ♦ÁG96 ♣KDG Suður opnar á einu grandi og norð- ur stekkur í þrjú slík. Annað eins hef- ur gerst, og vestur hefur leikinn með spaðagosanum út. Hvernig er nú best að spila úr suð- ursætinu? Ef tígulkóngurinn liggur rétt eru 11 slagir á borðinu. En í þessu tilfelli er vestur með tígulkóng og hnekkir geiminu með því að skipta yfir í hjarta. Sem virðist vera auðveld vörn. Eða hvað? Það veltur á því hvað suður gerir í fyrsta slag. Segjum að hann drepi á spaðaás og láti tvistinn heima. Svíni svo í tígli. Austur hefur frávísað í spaða og vestur þarf ekki að vera gæddur snilligáfu til að skipta yfir í hjarta. En prófum annað afbrigði – látum sagnhafa taka fyrsta slaginn með ás í borði og setja drottninguna undir heima! Síðan svínar hann í tíglinum. Frá bæjardyrum vesturs lítur út fyrir að suður hafi byrjað með hjónin blönk í spaða og þá er oftast besta vörnin að sprengja spaðann og geyma hjartaás- inn sem innkomu. En reyndar ekki í þetta sinn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.