Morgunblaðið - 29.03.2005, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 29.03.2005, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ Besta mynd ársins Besti Leikstjóri - Clint Eastwood Besta Leikkona - Hillary Swank Besti Leikari í aukahlutverki - Morgan Freeman Kvikmyndir.isDV H.J. Mbl. Með tónlist eftir Sigur Rós! Bráðfyndin gamanmynd frá Wes Anderson, framleiðenda Royal Tenenbaums með Bill Murray, Owen Wilson, Cate Blanchett og Anjelicu Huston í aðalhlutverkum. i , l i l ill , il , l j li í l l . Mrs. Congeniality 2 kl. 5.40 - 8 -10.20 Life Aquatic kl.5.30 - 8 - 10.30 b.i. 12 Phantom of the Opera kl.5.30 b.i. 10 Les Choristes (Kórinn) kl. 6 og 8 Million Dollar Baby (4 Óskarsv.) kl. 5.30 - 8 -10.30 b.i. 14 The Aviator (5 Óskarsv.) kl.10 b.i. 12 Ray (2 Óskarsv.) kl.10,15 b.i. 12 in a new comedy by Wes ANDERSON Hrin hefu hám H Brjál  DV  K& HJ. MBL Sandra Bullock mætt aftur vopnuð og glæsileg í frábæru framhaldi sem er drekkhlaðin af spennu og gríni! PÁSKAMYNDIN Í ÁR Sandra Bullock mætt aftur vopnuð og glæsileg í frábæru framhaldi sem er drekkhlaðin af spennu og gríni! PÁSKAMYNDIN Í AR FYRRI hrollvekjan, The Ring, um ban- væna myndbandið, varð nokkuð vinsæl sem og Ringu, japanska upprunalega myndin. Nú er komin framhaldsmynd þeirrar myndar, leikstýrt af leikstjóra Ringu 1 og 2, en The Ring 2 á víst ekkert skylt við Ringu 2. Mæðginin Rachel og Aidan eru flutt í smábæ til að gleyma öllu um draugastelpuna Samsöru sem er á myndbandinu ógurlega og gerði þeim lífið leitt í síðustu mynd. Þau hafa rétt komið sér fyrir þegar í bæinn kemur myndband sem Rachel kemst yfir og er fljót að eyðileggja. Samsara ákveður þá að hún vilji vera Aidan og reynir að koma sér fyrir í líkama hans. Í þessari framhaldsmynd er reynt að skýra nánar út forsögu Samsöru og óhugnanleg örlög hennar með móðurhlut- verkið í forgrunni þar sem reynir á Rachel að vera mjög góð og sterk móðir. Þær útskýr- ingar takast að vissu leyti, sem er fínt, því ekki var vanþörf á. En um leið eru búnir til aðrir lausir endar. Myndin er ruglingsleg og órökrétt. Hvern- ig virkar þetta með draumana og hvernig fara þau mæðgin að því að heyra hvort í öðru sof- andi? Atriðið með dádýrunum var óhugn- anlegt en fulllangsótt. Hvers vegna segir gæslumaðurinn á geðveikrahælinu að margar mæður hafi komið að heimsækja Evelyn? Svona mætti alltof lengi telja. Einnig er þróunin í frásögninni mjög sundurlaus. Í hrollvekjum er maður hræddur af því að maður óttast að eitt eða annað gerist vegna undanfarinna at- riða. Hér heyrir maður á tónlistinni að maður eigi að vera hræddur og megi búa sig undir óhugnað, en ekki hvaða. Óhugn- aðurinn er úr lausu lofti gripinn og ekki í neinu rökrænu framhaldi af undan- komnum atriðum. Það tekst heldur ekki nógu vel að búa til hryllingsstemningu, þótt aðalleikararnir Naomi Watts og David Dorfman séu agalega dugleg við að hálfhvísla allt sem þau segja. Þau reyndar standa sig mjög vel miðað við að hlutverkin þeirra eru ekki mjög vel skrifuð, en allar persónur myndarinnar eru flatar og klisjukenndar – líkt og myndin sjálf. Sundurlaus og ófrumleg framhaldsmynd sem skýrir sumt og flækir annað. Ófrumleg framhaldsmynd KVIKMYNDIR Sambíóin Álfabakka, Akureyri, Kringlunni og Keflavík. Leikstjórn: Hideo Nakata. Handrit: Ehren Kruger eftir sögu Kôji Suzuki og kvikmynd Hiroshi Takahashi. Kvikmyndataka: Gabriel Beristain. Aðalhlutverk: Naomi Watts, Simon Baker, David Dorfman, Elizabeth Perkins, Gary Cole og Sissy Spacek. 111 mín. BNA UIP 2005. Hringurinn 2 (The Ring Two)  Draugastelpan Samsara snýr aftur. Hildur Loftsdóttir FRAMHALDIÐ hefst skömmu eftir atburðina sem gerðust í fyrri myndinni sen sýnd var fyrir hálfum áratug. Vonandi eru flestir búnir að gleyma atburðarásinni því Ungfrú viðfelldin 2 bætir litlu við. Bestu atriðin í forveranum voru á milli Bullock í hlutverki alríkislögreglukonunnar Gracie Hart, sem lætt er í hóp keppenda sem kljást um titilinn Ungfrú Ameríka, og Sir Michael Caine. Sörinn stal senunni sem Viktor Melling, samkynhneigður ímyndarhönnuður sem fær það vandasama starf að hefla vankantana af löggunni. Nú er köttur í bóli bjarnar því Bader, sem stjórnar útliti Hart að þessu sinni, er afleitur leik- ari og enginn plús að hann þarf ekki að gera sér upp kynhneigðina. Hins vegar er myndin fyrir vik- ið ofhlaðin homma- og lesbíubröndurum sem verða ekki fyndnir heldur hallærislegir í hönd- unum á þessum mannskap. Verið er að reyna að gera öllum til geðs; taka frjálslynda afstöðu gagn- vart minnihlutahópum, gagnrýna sölumennskuna á kvenímyndinni, skopast að karlrembunni en fæstar tilraunirnar rista djúpt og eru hreinlega ekki nægilega fyndnar. Upphafsatriðið, þar sem kemur í ljós að Hart er orðin alltof fræg til að standa í hversdagsverkum löggunnar, er skondið og lofar góðu. Hart er kippt úr hefðbundnum störfum og gerð að hinu nýja andliti FBI. Þá er vinkonu hennar, ungfrú Am- eríku, rænt og Hart tekur til sinna ráða. Upp frá því siglir myndin stjórnlaust á milli farsa og spennumyndar án þess að ná að taka afstöðu svo úr verði meðalgóð heildarmynd. Bullock er geðug leikkona en hún fær ekkert að gert til að bjarga myndinni sinni, það er einna helst að hægt sé að brosa að sambandi hennar við hina geðillu Sam Fuller (King), aðra lögreglukonu, sem fengin er til að gæta Hart. Þær slást og rífast en eiga báðar betra skilið. Ekki síst King, svo eft- irminnileg sem viðhald Rays Charles í Ray. Ungfrúin snýr aftur KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin Leikstjóri: John Pasquin. Aðalleikendur: Sandra Bullock, Regina King, Enrique Murciano, William Shatner, Ernie Hudson, Heather Burns, Diedrich Bader, Treat Williams. 100 mín. Bandaríkin. 2005. Ungfrú viðfelldin 2: Vopnuð og vígaleg (Miss Congeniality 2: Armed and Fabulous)  „Bullock er geðug leikkona en hún fær ekkert að gert til að bjarga myndinni.“ Sæbjörn Valdimarsson BLÚSHÁTÍÐ í Reykjavík, fjögurra daga blúshátíð sem Blúsfélag Reykjavíkur stóð fyrir, lauk á föstudaginn langa. Hátíðin, sem haldin var í annað sinn, var vel sótt af ungum sem öldnum og ljóst er að blúsinn lifir góðu lífi hér á landi enda stigu á svið ýmsir ungliðar í blúsnum. Björgvin Gíslason var gerður að heiðursfélaga í Blúsfélagi Reykja- víkur á setningarathöfninni fyrir framlag sitt til blústónlistar á Ís- landi en hann var í eldlínunni með hljómsveitinni Kentár á fyrsta kvöldi hátíðarinnar en þar kom einnig fram Smokey Bay blues band. Fullt var út úr dyrum á lokakvöldinu þar sem Andrea Gylfadóttir, blúsdrottningin Deitra Farr frá Chicago, Kammerkór Hafnarfjarðar og hljómsveit fluttu negrasálma í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þá var sannkallað blúsdrottingarkvöld á Hótel Nordica á skírdag þar sem fram komu Blúsmenn Andreu, Deitra og Vinir Dóra. Morgunblaðið/Jim Smart Á hátíðinni léku saman í fyrsta sinn í langan tíma KK og félagar hans úr hljómsveitinni Grinders. Morgunblaðið/Eggert Blúsdrottningin Deitra Farr og Guðmundur Pétursson létu til sín taka á Hótel Nordica á skírdag þar sem Deitra kom fram ásamt Vinum Dóra. Blúsinn lifir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.