Morgunblaðið - 29.03.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.03.2005, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. BÍRÆFNI þjófa virðast lítil takmörk sett ef marka má aðfarir þeirra á bílastæðum við Kópavogskirkju og Digraneskirkju á skírdag. Á meðan fermingarathafnir fóru fram notuðu þjófarnir tækifærið og gengu á bíla sem í voru fermingargjafir. Voru rúður brotnar og pakkarnir teknir en í þeim voru armbandsúr, veski og snyrtivör- ur að sögn lögreglunnar í Kópavogi. Fyrra tilvikið átti sér stað við Kópavogs- kirkju um kl. 11 en skömmu eftir hádegið var aftur tilkynnt um þjófnað á ferming- arpakka, í þetta sinn á bílastæði við Digra- neskirkju. Lögreglan í Kópavogi vill af þessu tilefni hvetja fólk til að vera ekki með verðmæti í bílum sínum sem freistað geta þjófa. Þjóf- um er ekkert heilagt í þessum efnum og geta þeir stolið fermingarpökkum jafnt sem öðrum verðmætum ef þeir blasa við augum í gegnum bílrúður. Um hver jól er varað við að fólk skilji jólagjafir eftir í bílum sínum því talsverð brögð eru að því að þeim sé stolið og virðist hið sama eiga við um fermingargjafirnar. Stálu ferm- ingargjöfum úr bílum VIÐ Aðalstræti er risin hótelbygging í anda þeirra gömlu bygginga sem þar stóðu áður. Stendur aðalbygging Hótels Reykjavíkur Centrum á horni Aðalstrætis og Túngötu og þykir um margt óvenjuleg. Er hún fyrir ofan Landnámsskálann en í honum verður varðveitt skálarústin, sem fannst við fórnleifauppgröft- inn 2001. Framhlið hótelsins er mótuð af þremur eldri og þekktari húsum við Aðalstræti. Inngangur þess er í Aðalstræti 16, sem er eitt sögufræg- asta hús borgarinnar. Þar var landfógetabú- staðurinn og síðar embættisbústaður land- og bæjarfógeta framundir 1830, en síðar varð húsið barnaskóli og verslunarhús. Að sögn Stefáns Arnar Stefánssonar, arkitekts hjá Ís- lenskum aðalverktökum, var neðri hæð húss- ins tekin niður spýtu fyrir spýtu, en þar leynd- ist hluti af viðum úr einu af húsum Innrétting- anna frá 1765. Hægra megin við húsið er að finna eft- irmynd af framhlið Fjalakattarins eins og hann var á sínu síðasta blómaskeiði upp úr aldamótunum 1900, en þá stóð húsið reyndar norðar í götunni. Fjalakötturinn var fyrsta leikhús landsins og þar hóf Gamla bíó göngu sína. Að sögn aðstandenda var markmiðið með uppbyggingu Hótels Reykjavíkur Centrum m.a. að endurvekja þá miðbæjarstemningu, sem ríkti í Aðalstrætinu í eina tíð. Morgunblaðið/ÞÖK Aðalstræti vakið til nýs lífs  Fasteignir/22–25 LÆKNARÁÐ Landspítala – há- skólasjúkrahúss hefur endurtekið ályktað um alvarlegan stjórnkerfis- vanda LSH en hvorki hefur verið tekið tillit til álitsgerða né ályktana ráðsins, að því er fram kemur í bréfi tólf yfirlækna við spítalann til heil- brigðisráðherra, frá því í febrúar. Þar er lagt til að brugðist verði við alvarlegum stjórnunarvanda á stofn- uninni. Friðbjörn Sigurðsson, formaður læknaráðs LSH, segir um aðkomu læknaráðs, að vandinn snúist fyrst og fremst um sameiningu spítalanna fyrir röskum fjórum árum þegar tveir ólíkir spítalar með ólík stjórn- kerfi voru sameinaðir. Óánægja hafi ríkt meðal fagaðila um hvaða kerfi myndi henta best á nýju sjúkrahúsi og vonir hafi verið bundnar við end- urskoðun á stjórnkerfi hans í fyrra, en þær vonir brugðist. Í yfirlýsingu frá Páli Torfa Önund- arsyni, yfirlækni á LSH, sem birt er í dag, segir að skv. lögum um heil- brigðisþjónustu beri yfirlæknar sér- greina faglega og fjárhagslega ábyrgð á sinni deild. Lög heimili ekki aðra faglega yfirmenn en þá sem hafa verið til þess metnir hæfastir með löglegri ráðningu í starf yfir- læknis sérdeildar. Sviðsstjórar séu þannig ekki yfirlæknar í skilningi laga, þeir séu enda valdir af forstjóra án auglýsingar og hæfnismats. Yf- irlæknarnir hafa undir höndum nokkurra ára gamalt lögfræðiálit sem styður sjónarmið þeirra. Ráðherra hyggst svara erindinu Jóhannes M. Gunnarsson, starf- andi forstjóri LSH, segir ráðningu og verksvið sviðsstjóra hvorki ólög- mæt né ófagleg og að skipurit spít- alans hafi verið staðfest af heilbrigð- isráðuneytinu. Þá hafi lögfræðingar spítalans aldrei dregið í efa skipurit né val á sviðsstjórum. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segist munu svara formlega erindi tólfmenninganna á næstunni. „Ég hef verið að vinna í því og mun vinna að því að það ríki friður á spítalanum,“ segir ráðherra. Vonir um endurskoðun stjórnkerfis LSH brugðust  Um stjórnun á LSH/10–11 EFTIR rúmlega 50 ár í loftinu sem flugnemi, flugradíómaður, flug- maður, flugstjóri og flugrekandi læt- ur Arngrímur Jóhannsson af starfi sínu sem flugstjóri hjá Atlanta í dag þar sem hann nær 65 ára hámarks- aldri flugstjóra 7. apríl. Arngrímur var væntanlegur heim sem flugstjóri úr síðustu flugferð sinni sem var frá Kúbu nú í morgunsárið. Gunnar son- ur hans var flugmaður með honum í þessari ferð. Arngrímur segir í viðtali við Morgunblaðið að hann muni þó sinna ýmsum þáttum þessa áhugamáls síns og leggja til dæmis í auknum mæli stund á listflug og ýmislegt bauk í flugskýlum sem hann hefur yf- ir að ráða bæði norðan heiða og sunn- an. Þá sinnir hann áfram stjórnar- störfum fyrir Atlanta og Avion Group og ætlar líka að leggjast í ferðalög, skoða Ísland betur, og nú ekki síður á jörðu niðri./20 Áfram í fluginu Morgunblaðið/RAX Stund milli stríða hjá Arngrími Jóhannssyni í næstsíðustu ferðinni þegar hann hafði viðdvöl á Kanaríeyjum áður en snúið var heim aftur. ÞORSKUR sem veiðst hefur að undanförnu er víða magur og magi fisksins galtómur. Þórarinn Kr. Ólafsson, fiskverkandi hjá Þrótti í Grindavík, segir að þorskurinn hafi verið þannig á sig kominn í allan vetur og það sé óvanalegt. Erfitt sé að geta sér til um ástæður en sjó- menn sem hann hafi samskipti við telji margir að lítil loðna á miðum hafi haft áhrif. Þórarinn kaupir fisk alls staðar að af landinu og er með báta í föstum viðskiptum. Björn Ævarr Steinarsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir engin áberandi merki hafa fundist um fæðuskort hjá þorskstofninum, þrátt fyrir lækkandi meðalþyngd undanfarin ár. Hafrannsóknastofn- un hafi margoft bent á að vöxtur þorsks er mjög háður stærð loðnu- stofnsins, og á undanförnum árum hafi þorskurinn haft mun minna að- gengi að loðnu. Erfitt sé að átta sig á hvort um er að kenna minnkandi loðnustofni eða breyttu göngu- mynstri loðnu vegna breytts hita- fars. Hafrannsóknastofnun hyggst þó rannsaka nánar áhrif veiða á að- gengi þorsks að loðnu. Magur þorskur hefur veiðst víða við landið Vöxtur og holdafar þorsks geta farið eftir veiðisvæðum ÓLAFUR Ingi Skúlason frá Arsenal og Emil Hallfreðsson frá Tottenham Hotspur voru í gærkvöldi kallaðir inn í A-landsliðs- hóp Íslands í knattspyrnu, fyrir vináttu- landsleikinn gegn Ítölum sem fram fer í Padova annað kvöld. Þeir koma í staðinn fyrir þá Arnar Þór Viðarsson, Jóhannes Karl Guðjónsson og Heiðar Helguson sem eru meiddir. Þeir eru báðir úr 21 árs landsliði Íslands og einn úr því liði til viðbótar, Hannes Þ. Sigurðs- son, er í landsliðshópnum gegn Ítölum./B1 Ólafur og Emil í landsliðið ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.