Morgunblaðið - 09.04.2005, Page 4

Morgunblaðið - 09.04.2005, Page 4
4 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra sagði engan vafa leika á því að staða kúabænda væri sterk í dag. Í viðræðum við Alþjóðaviðskiptastofn- unina (WTO) um landbúnað hefðu ís- lenskir fulltrúar staðið vörð um sér- kenni íslensks landbúnaðar og unnið væri hörðum höndum að því að láta sjónarmið íslenskra bænda koma fram. Guðni sagði að nú rofaði til í samningaviðræðum við WTO og að menn væru tilbúnir að taka tillit til þessarar sérstöðu. Þetta kom fram á aðalfundi Landssambands kúabænda í gær. Við umræður kváðust margir bændur hafa áhyggjur af áhrifum WTO-samningsins á íslenskan land- búnað. En allt bendir til þess að inn- flutningstollar lækki verulega auk þess sem ríkisstuðningur lækki einn- ig töluvert, eða um helming. Þeir ítrekuðu mikilvægi þess að verja sér- stöðu íslensks landbúnaðar og að ekki yrði tekið við reglum og/eða upplýs- ingum frá WTO án þess að koma með tillögur á móti. Íslenski bóndinn vinsæll Guðni minnti bændur á að endalok- um íslensks landbúnaðar hefði verið spáð þegar GATT-samningurinn var undirritaður á sínum tíma. „Þá var boðaður heimsendir í íslenskum land- búnaði. [...] Hvernig tókst að útfæra þann samning? Hvernig tókst ykkur í framhaldinu að vinna úr ykkar mál- um? Íslenski bóndinn er vinsælasti maðurinn á Íslandi í dag. Viður- kenndur af íslenskri þjóð og framleið- ir bestu vöruna,“ sagði Guðni. Hann bætti því við að hann ásamt, utan- ríkis- og forsætisráðherra hefðu ein- hent sér í að standa vel að þessum málum og að sérstöðu íslensks land- búnaðar væri haldið á lofti. Guðni sagðist hafa kviðið nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu landbúnaðarins. Sá kvíði hefði þó reynst ástæðulaus. Skýrslan sýndi fram á að kúabændur væru á réttri leið. Til marks um það benti hann á að fjölmiðlar hefðu lítið reynt að ná í hann vegna skýrslunnar. Sérkenni íslensks landbúnaðar varin Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Aðalfundur Landssambands kúabænda stóð á Selfossi í gær og á aðalfundarstörfum að ljúka í dag. ÞÓRÓLFUR Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda (LK), minnti á mikilvægi réttarstöðu skuldara við Lánasjóð landbúnaðar- ins við hugsanlegar breytingar á sjóðnum á aðalfundi LK í gær, en hugmyndir eru uppi að sjóðurinn verði lagður niður um áramót. „Eru það talsverð tíðindi fyrir kúabændur sem skulda líklega 8 – 9 milljarða hjá sjóðnum. Ekki hefur verið flutt frumvarp um niðurlagningu sjóðsins og á þessu stigi er ekki ljóst hver verður eigandi þeirra lánssamninga/ skuldabréfa sem Lánasjóðurinn á nú ef eignir sjóðsins verða seldar,“ sagði Þórólfur í setningarræðu sinni í gær. Hann sagði þó að eftir því sem hann vissi best væru hugmyndir uppi um að ríkið leysti til sín allar skuldir lánasjóðsins. Bæði kúa- og sauðfjárbændur lýstu áhyggjum vegna þess að sjóðurinn skuli lagður niður. Þórólfur segir þróunina væntan- lega verða þá að hver bóndi verði með sína fjármálaþjónustu alla hjá einum viðskiptabanka og líklegt að sama gildi um þær skuldir sem bændur séu nú með í Lánasjóðnum. „Því er það umhugsunarefni hvort ekki eigi í því söluferli sem nú er lík- lega framundan að gefa bændum kost á aðilaskiptum að skuldabréfum við sjóðinn, t.d. þannig að eftir sölu eigna Lánasjóðsins hafi skuldarar sjóðins rétt til þess í tiltekinn tíma að fá skuldabréfin færð til annarrar fjármálastofnunar og spara sér þannig kostnað við nýja lántöku við að greiða upp lánin,“ og sagði Þór- ólfur þetta eiga eftir að skýrast. Ríkið leysi til sín skuldir Lánasjóðs landbúnaðarins GUÐNI Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra, sagði þegar hann ávarpaði aðalfund Landssambands kúabænda í gær, að ekki ríkti bann við fram- leiðslu á ostum utan framleiðslukerf- isins. Hann sagðist þó ekki telja að það væri sjáanlega hagkvæmt að standa utan stuðningskerfisins en forsvarsmenn Mjólku ehf. teldu sig geta það og sagðist Guðni óska þeim velfarnaðar. Guðni sagði að fjölmiðlar hefðu nefnt að ekki væri hægt að framleiða mjólkurvörur án þess að verða að taka við stuðningi ríkisins en svo væri ekki. Enginn yrði neyddur til að taka við greiðslum frá hinu opinbera og menn gætu sagt sig frá því. Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, sagði í setningarræðu sinni í gær, að hann teldi fremur ólíklegt, að um væri að ræða stórt og afdrifaríkt mál fyrir íslenska mjólkurframleiðslu. Ef það yrði niðurstaðan að Mjólku væri heimilt að framleiða, vinna og selja eigin framleiðslu gæti greiðslumark kúabænda lækkað sem því nemur. Í ljósi vitneskju um framleiðslukostn- að mjólkur væri þó vandséð að rekstrargrundvöllur yrði fyrir fram- leiðslu mjólkur í stórum stíl með þessum hætti. Ef fyrirtækið tæki við mjólk frá öðrum bændum þá giltu að sjálfsögðu nákvæmlega sömu reglur um þá mjólk og þá vinnslu og hjá öðrum mjólkursamlögum. Engin réttaróvissa væri um mjólkurfram- leiðslu hjá greiðslumarkshöfum, hvort sem sú mjólk væri innan greiðslumarks eða umfram það. Á aðalfundi Landssambands kúa- bænda í gær sátu um 100 manns, þar af 33 þingfulltrúar. Mun fundurinn halda áfram í dag. Sú nýbreytni var við höfð að aðalfundurinn var sendur út beint á netinu, á vefsíðunni www.naut.is. Ætlunin með því er að bjóða umbjóðendum LK upp á enn nánari tengsl. Ekki bannað að framleiða osta utan framleiðslukerfis NOKKRAR evrópskar borgin hafa fylgst með árangri Íslendinga á sviði forvarna gegn fíkniefnum og vilja byggja forvarnarstefnu sína á Íslenskum rannsóknum. „Með hjálp erlendra sérfræðinga erum við nú að treysta grunninn undir verkefnið og útfæra aðferðafræðina og fá sam- eiginlega sýn á framkvæmdina,“ segir Dagur B. Eggertsson sem sit- ur í stjórn ECAD, Evrópskra borga gegn eiturlyfjum. Að loknum undirbúningsfundi Youth in Europe sem nú stendur í Ráðhúsinu stendur til að leggja fram tillögur fyrir fund borgar- stjóra borganna í Osló í lok næsta mánaðar. Á undirbúningsfundinum eru fulltrúar frá Osló, Helsinki, Stokkhólmi, Cork á Írlandi Düssel- dorf og St. Pétursborg. „Miðað við þau viðbrögð sem við höfum fengið, þá er ýmislegt sem bendir til þess að þátttakendur verði margir. Þannig gætum við fengið mjög áhugaverða saman- burðarrannsókn á því hvort þeir þættir sem hafa gegnt lykilhlutverki við að ná árangri hér á landi nýtist annarsstaðar. Við sjáum í þessu mikil tækifæri til að læra af öðrum vegna þess að þótt árangur hafi náðst meðal unglinga í grunnskóla, þá höfum við t.d. mjög miklar áhyggjur af framhaldsskólaaldrin- um þar sem við sjáum að brottfall er mun meira en í öðrum löndum,“ seg- ir Dagur. Morgunblaðið/Árni Torfason Dagur B. Eggertsson ásamt verndara Youth in Europe-verkefnisins, Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Kristínu Árnadóttur. „Sjáum í þessu mikil tækifæri“ INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, er sér- stakur gestur á undirbúningsfundi Youth in Europe í Ráðhúsinu ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Ís- lands, verndara verkefnisins, og Dögg Pálsdóttur, fyrrverandi for- manni Eiturlyfjalauss Íslands 1997– 2002. Ingibjörg ræddi þá áleitnu spurn- ingu hvað þyrfti til að árangur næðist í fíkniefnaforvörnum og sagði að skýr markmið væru eitt það mikilvægasta í þessu sambandi. „Þessi markmið þurfa að vera öllum ljós, ekki bara stjórnsýslunni, heldur þurfa þau að verða sameign samfélagsins,“ sagði hún í samtali við Morgunblaðið. „Það þarf póli- tíska forystu í verkefnum af þessu tagi og þeir sem gegna forystuhlut- verkinu þurfa að sinna því af heil- um hug.“ Ingibjörg Sólrún var borgarstjóri þegar Eiturlyfjalausu Íslandi var hleypt af stokkunum og Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra. „Við Þorsteinn Pálsson náð- um saman um verkefnið og létum það ekki á okkur fá þótt gert væri grín að því og ýmsir fullyrtu að Ís- land yrði aldrei eiturlyfjalaust. Auðvitað vissum við að við næðum kannski ekki markmiðunum í fimm ára verkefni en við töldum að ekki mætti gefa afslátt af því vegna þess að það hefði dregið úr trúverðug- leikanum og þar með kraftinum.“ Ingibjörg Sólrún lagði líka áherslu á eftirlitsþátt með verkefni af þessu tagi og að fylgst væri með því hvort verið væri að ná árangri. „Síðan skiptir auðvitað verulegu máli að þeir sem bera hitann og þungann af svona verkefni séu mjög heilshugar í því. Það var gæfa þessa verkefnis að Dögg Pálsdóttir, fyrir hönd Reykjavíkurborgar, og Snjólaug heitin Stefánsdóttir, fyrir hönd ríkisins, skyldu hafa unnið að því heilshugar.“ Gáfu engan afslátt af Eiturlyfjalausu Íslandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.