Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 22
Stuðningsmenn Samfylkingar! Takið þátt í uppbyggingu á öflugum stjórnmálaflokki sem byggir á hugsjónum jafnaðarstefnunnar og gangið í Samfylkinguna. Nú stendur fyrir dyrum lýðræðislegt formannskjör sem allir flokksmenn geta tekið þátt í. Þeir sem vilja taka þátt í kosningunni verða að hafa gengið í flokkinn fyrir 15. apríl. Allar nánari upplýsingar á www.samfylking.is og á skrifstofu flokksins, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík, sími 551 1660. Egilsstaðir | Það er fátt nota- legra á úrsvölum vordegi en að fá að setjast í eldhúskrókinn hjá afa og ömmu og fá heitt kakó til að ylja sér á. Kristbjörg Mekkín Helgadóttir, fjögurra ára hnáta úr Fellunum, fær sérstakar trakteringar þegar heita kakóið er annars vegar; blómmynstr- aðan sparibolla með undirskál og sérstaka kakókönnu til að skenkja úr. Nú liggur snjóþekja yfir Hér- aði eins og víðar og ungviðið hefur sjálfsagt ekkert á móti því að geta enn um sinn bunað brekkur á þoturassi eða efnt í góðan snjóbolta. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Heitt kakó í eldhúshorninu Notalegt Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Það lyftist brúnin á þeim fjölmörgu veg- farendum sem fara á milli Selfoss og höf- uðborgarsvæðisins þegar þau tíðindi bárust að fjármagn hefði verið veitt til vegabóta á Suðurlandsvegi um Hellisheiði. Fjárveiting þessi, 300 milljónir, fyrir árið 2007 er hvergi nægjanleg til þess að koma til móts við ósk- ir vegfarenda sem vilja helst sjá tvöfaldan upplýstan veg til þess að auka umferðarör- yggi á þessari leið. Miklir toppar í umferð um helgar allt árið með risatoppum yfir sumartímann eru staðreynd. Umferðin á þessari leið vex og þá um leið hættan á óhöppum eins og raun ber vitni. Lög- reglustjórinn í Árnessýslu hefur látið þess getið að það kunni að þurfa að grípa til þess að takmarka umferð ákveðinna hægfara ökutækja á vissum tímum. Það er mikil um- ræða á Selfossi, í Hveragerði og hjá sum- arbústaðafólki um breikkun og lýsingu Suð- urlandsvegar. Umræðan nær eðlilega hæðum þegar óhöpp verða enda margir hræddir við að fara Heiðina. Þykir mörgum gæta feimni hjá ráðandi aðilum við að setja fram stórar óskir til framtíðar um uppbygg- ingu vegarins, með tvöföldun og lýsingu. Svona kröfur eru settar fram á Reykjanesi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi og þær ná hljómgrunni ráðherra, komast í verkferli og verða að veruleika. Sunnlend- ingar virðast þurfa múrbrjót í málefnum Suðurlandsvegar.    Selfossbúarylja sér þessa dagana við góðar minningar frá fyrri tíð og fá sér gjarnan snúning með sinni heittelskuðu á dansleikjum hjá sveitaballahljómsveitum fyrri tíma. Má þar nefna hljómsveitirnar Lótus og Raflost sem núna fá til liðs við sig Loga frá Vestmannaeyjum og Ragga Bjarna með sína ljúfu tóna. Raflost og Log- ar hafa komið fram öðru hverju en Lótus hefur ekki spilað opinberlega í 12 ár.    Skólamálin eru hugleikin fólki en á fundi um nýtt aðalskipulag voru þau orð látin falla af skipulagshöfundi að rætt hefði verið um að leggja niður skólahald á Eyrarbakka og Stokkseyri, flytja mætti börnin á Sel- foss. Þetta vakti mikla umræðuöldu enda finnst mörgum þá fokið í flest skjól fyrir þéttbýlisstaðina við ströndina. Komið hefur fram að þetta var bara spjall því bæj- arfulltrúar hafa keppst við að bera þetta til baka. En þetta sýnir að fara verður varlega þegar rætt er um hjartans mál íbúanna, skólann. Úr bæjarlífinu FRÁ SELFOSSI EFTIR SIGURÐ JÓNSSON FRÉTTARITARA Húnvetningar ogAustfirðingarreyna með sér í lomber í dag, laugardag, í Hótel Vin að Hrafnagili í Eyjafirði frá kl. 13 til 19. Er það í fyrsta sinn svo vitað sé sem tveir lands- hlutar mætast og keppa í hinu forna spili. Yfir 20 manns verða í hvoru liði. Vinsældir lombers voru mestar hér á landi á fyrri helmingi 20. aldar og var það vinsælt fjárhættuspil í Reykjavík um skeið. Það er spilað á nokkrum stöðum á landinu, m.a. í Húnaþingi og á Austurlandi. Stofnun Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri hefur staðið fyrir námskeiðum síðustu ár, en Gunnar Gunnarsson skáld var einn þeirra sem spiluðu lomber af mikilli ástríðu. Lomberslagur Ársþing Héraðssambands Suður-Þingeyinga varhaldið um helgina og voru þar ungir íþrótta-menn heiðraðir eins og venja er. Glímumaður árið 2004 var Pétur Þórir Gunnarsson frá ungmenna- félaginu Mývetningi, en sundmaður HSÞ var Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir Völsungi. Þá var íþróttamaður árs- ins kjörinn Þorsteinn Ingvarsson ungmennafélaginu Einingu í Bárðardal. Anna Sigrún Mikaelsdóttir, sem verið hefur formað- ur HSÞ í átta ár, lét nú af störfum og við tók Arnór Benónýsson. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Glímumaður og sundmaður HSÞ Óttar Einarssondvaldi eina rign-ingarviku í sum- arbústað á Flúðum og orti: Aftur hingað austur fer ekki nokkur maður. Hrunamannahreppur er hræðilegur staður. Jón Ingvar Jónsson svaraði: Una glaður Óttar má oss þó regnið svekki. Löngu horfið hárið á honum blotnar ekki. Bjarni frá Gröf orti sígilda vísu um rign- inguna: Hér er bölvuð ótíð oft og aldrei friður; það ætti að rigna upp í loft en ekki niður. Íslenska veðrið pebl@mbl.is Ísafjörður| Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í vik- unni ályktun þar sem lýst er yfir miklum vonbrigðum með fyrirhugaðar vegafram- kvæmdir í samgönguáætlun fyrir árin 2005-2008 sem Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra og fyrsti þingmaður Norð- vesturkjördæmis lagði fram á dögunum. Í ályktuninni kemur m.a. fram að malarveg- ir þeir sem nú þarf að aka í Djúpi og á Ströndum séu því sem næst ónýtir og orðn- ir flöskuhálsar í umferð en um þjóðvegina fari næstum allir þungaflutningar nú. Algengt er að þungatakmarkanir séu á þessari leið og þar með verður flutnings- kostnaður mjög hár. „Eigi að aka þessa vegi í fjögur til sex ár til viðbótar, hvort sem er um Strandir eða Ísafjarðardjúp, þarf að fara í kostnaðarsamt viðhald á þeim, sem hægt er að komast hjá ef fjár- magn verður aukið í leiðina um Djúp og Arnkötludal.“ Þá kemur fram að Ísafjörður sé skil- greindur sem byggðakjarni fyrir Vestfirði og samgönguáætlun þurfi að taka mið af því að samgöngur að og frá byggðakjörn- um séu góðar. Vonast bæjarstjórn til að ráðherra og þingmenn Norðvesturkjör- dæmis beiti sér fyrir hækkun fjárveitinga til vegaframkvæmda í Ísafjarðardjúpi og um Arnkötludal, svo að unnt verði að ljúka þeim á árinu 2008. Vonbrigði með sam- gönguáætlun Húnavatnssýsla | Sameiningarnefnd hef- ur sent lokatillögur um breytta sveitarfé- lagaskipan í Húnavatnssýslu og var fjallað um það á vefnum blonduos.is. Nefndin komst að samhljóða niðurstöðu um að gengið yrði til kosninga um samein- ingu Áshrepps, Blönduósbæjar, Höfða- hrepps og Skagabyggðar. Verði af sameiningu þessara sveitarfé- laga verður til sveitarfélag með um 1.700 íbúum. Er þessum sveitarfélögum gert að tilnefna tvo fulltrúa, hvert, í samstarfs- nefnd sem annist undirbúning atkvæða- greiðslu tillögunnar og gerð kynningarefn- is. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðslur um tillögur sameiningarnefndar fari víðast fram 8. október nk. 1.700 íbúar ♦♦♦ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.