Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
h ö n n u n : w ww . p i x i l l . i s
Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00
BÆJARL IND 12 - S : 544 4420
201 KÓPAVOGUR
Skenkur (180bx45dx125h)
Verð:
108.000.-
-25%
Leðursófasett 3+1+1
Verð áður: 248.000.-
Tilboðsverð:
186.000.-
leðursófasett
Vandað ítalskt
Hetthi
glæsileg eikarlína
Sjónvarpsskenkur (200cm)
Verð:
67.000.-
Vegghilla m/ljósi (160cm)
Verð:
29.500.-
Vegghilla (120cm)
Verð:
17.800.-
-10%
Hetthi eikarborð (200cm x 100cm)
og sex stólar
Verð áður: 138.000.-
Verð nú:
124.200.-
Kalk og
magnesíum
FRÁ
Fyrir bein og tennur
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
Nr. 1 í Ameríku
Góð heilsa - Gulli betri
-fyrir útlitið
Heilsubúðin Njálsgötu
GREININGARDEILD Kaupþings banka spáir
því að samanlagður hagnaður fjármálafyrirtækj-
anna á þessu ári, að Kaupþingi banka frátöldu,
verði 33,1 milljarður króna og muni aukast um 8%
frá síðasta ári þegar hann var 30,6 milljarðar.
Þetta kemur fram í afkomuspá greiningardeild-
arinnar sem út kom í gær.
Enn fremur spáir greiningardeildin því að verð
hlutabréfa muni ekki lækka í bráð enda íslenska
hagkerfið sterkt. Hins vegar eru hættumerki farin
að sjást að mati greiningardeildar og eru þar
nefnd nokkur dæmi svo sem mikið gagnkvæmt
eignarhald og hátt hlutfall gengishagnaðar í heild-
arhagnaði. Auk þess er áhugi alþjóðlegra fjárfesta
á íslenskum markaði tiltölulega lítill. Jafnframt
veldur útlánaaukning síðustu missera greiningar-
deild áhyggjum um að eignaverðbólga sé að
myndast hér.
Samkvæmt spánni mun afkoma Straums fjár-
festingarbanka aukast um 30% og verða tæplega
8,4 milljarðar á árinu en hagnaður fyrirtækisins
var 6,4 milljarðar á síðasta ári.
Íslandsbanki mun hagnast um tæpa 12 millj-
arða á árinu samkvæmt spánni en hagnaður bank-
ans var 11,4 milljarðar á síðasta ári og er það af-
komubati um 5%.
Landsbankinn mun hagnast um tæpa 12,8 millj-
arða en hagnaðist um 12,7 milljarða á síðasta ári
og er það 1% afkomubati.
Hagnaður Kögunar mun aukast um 72% á milli
ára samkvæmt spánni og er það mesta aukningin
meðal úrvalsvísitölufyrirtækjanna. Næst mest
verður aukningin hjá Bakkavör, 62%.
Meðal fyrirtækja sem ekki eru í úrvalsvísitöl-
unni mun afkoma SH aukast um 121% á þessu ári.
Spá því að hagnaður bankanna
aukist um 8% á þessu ári
Verð hlutabréfa mun
ekki lækka í bráð
ÁHRIF vaxtalækkana á
íbúðalánum eru vanmetin, að
því er segir í fréttabréfi Sam-
taka iðnaðarins.
Bent er á í fréttabréfinu að
þegar kerfisbreyting hafi orð-
ið á útlánum Íbúðalánasjóðs
og tekin upp peningalán í stað
húsbréfa, hafi Hagstofa Ís-
lands í kjölfarið breytt vöxt-
um í útreikningi á húsnæðislið
vísitölu neysluverðs þannig að
vextir íbúðalána lækkuðu úr
5,1% í 4,7%. Sú breyting hafi
lækkað vísitöluna um 0,17% á
þeim tíma.
„Síðan hafa vextir þeir sem
íbúðakaupendum standa til
boða lækkað umtalsvert og
eru nú 4,15%. Áhrif þeirra
lækkana eru aðeins að hluta
komin fram, eða sem nemur
0,12%, þar sem vísitalan
byggir á fimm ára meðaltali
vaxta,“ segir í fréttabréfinu
og hnýtt er við að lækkun
vaxta úr 5,1% í 4,15% myndi
lækka vísitöluna um 0,59% ef
breytingin kæmi fram sam-
stundis. Helmingur áhrifa
vaxtalækkunarinnar sé því
þegar kominn fram í vísitöl-
unni.
„Áhrif vaxtalækkana á hús-
næðislánum á kaupmátt fólks
eru að sjálfsögðu mismunandi
eftir skuldum þess og tekjum.
Sé dæmi tekið af hjónum með
350 þúsund króna ráðstöfun-
artekjur á mánuði og 10 millj-
óna króna íbúðaskuld þá hef-
ur lækkun vaxtanna úr 5,1% í
4,15% þau áhrif að mánaðar-
leg greiðslubyrði lækkar um
rúmar 5 þúsund krónur, en
það samsvarar 1,5% varan-
legri kaupmáttaraukningu.“
Áhrif vaxta-
lækkana
á kaupmátt
vanmetin
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111