Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 60
ÍSLENSKRI ferðaskrifstofu í Sví- þjóð tókst að skjóta keppinautum sínum ref fyrir rass ekki alls fyrir löngu í hörðum slag um allra stærsta ferðamannahóp sem kom- ið hefur hingað til lands. Um er að ræða 1.400 manna hóp frá Vara í Vestur-Svíþjóð. Þar eru á ferð allir starfsmenn sveitarfélagsins sem fara reglulega utan í starfsmennta- ferðir. Keppa ferðaskrifstofur um svo stóran viðskiptamannahóp og gera sveitarfélaginu girnileg tilboð sem háð eru ströngum skilyrðum. Benedikt Kristinsson er eigandi og framkvæmdastjóri íslensku ferðaskrifstofunnar Vulkan Travel Group og mun með samningi sín- um færa þjóðarbúinu á einu bretti nærri tíu þúsund gistinætur í haust. Benedikt segir sveitarfélagið Vara vinna mjög markvisst að end- urmenntun starfsmanna sinna og hafi verkefnaáætlunin þróast út í það að starfsmennirnir fóru til Mallorca á Spáni fyrir þremur ár- um í þessu skyni. Sú ferð var boðin út og leikurinn endurtekinn að þessu sinni. Voru margir um hit- una eins og nærri má geta. „Útboð- ið var í nóvember og ferðaskrif- stofur sendu inn tilboð og tillögur að ýmiss konar ferðum,“ segir Benedikt. „Valdar voru tíu ferða- skrifstofur úr öllum hópnum sem buðu upp á staði eins og Krít, Tall- inn, skíðastaði og svo Ísland. Við kynntum landið mjög vel og tókst að bjóða upp á mjög samkeppn- ishæft verð. Á endanum unnum við útboðið og þetta sýnir að Ísland getur vel keppt við aðra áfanga- staði ef viljinn er fyrir hendi.“ Hópurinn frá Vara mun stunda hér endurmenntun og starfs- þjálfun í vikutíma en auk þess ferðast um landið. „Ástæðan fyrir valinu er sú að þeim þykir Ísland mjög spennandi land,“ segir Bene- dikt. Hann hefur verið í ferðaþjón- ustunni í tvo áratugi og aldrei heyrt um svo stóran hóp á leið hingað til landsins. Tíu starfsmenn vinna á Vulkan Travel Group og flytja fimm þús- und ferðamenn til Íslands árlega. Tíu þúsund gistinætur pantaðar á einu bretti Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ferðamenn við leirhverina í Námaskarði bregða á leik. MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. UNGIR sem aldnir sækja sundlaugarnar af krafti. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið framhjá Kópavogslaug í gær stund- aði unga fólkið skólasund en þeir sem eldri eru syntu sér til heilsubótar. Sumir sýndu meira að segja nokkur tilþrif í sundíþróttinni eins og sá sem stakk sér glæsilega í laugina. Ekki er ólíklegt að sundferðin hafi hjá mörg- um endað í heita pottinum, enda gott að láta líða úr sér í heitu vatni og ræða lífið og til- veruna við aðra lífsins spekinga sem halda til í pottunum. Morgunblaðið/RAX Líf og fjör á sundlaugarbakkanum TALIÐ er fullvíst að tveir erlendir vísindasjóðir muni leggja fram 4,2 milljónir dollara, um 260 millj- ónir króna, til íslenska djúpborunarverkefnisins, sem unnið er í samstarfi Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur, Hitaveitu Suðurnesja og Orkustofn- unar. Þetta kom fram í ræðu Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar, á samráðsfundi fyrirtæk- isins sem haldinn var á Hótel Nordica í gær. Verkefnið hefur staðið yfir í nærri fjögur ár og hefur það meginmarkmið að finna nýtanlegan há- hita á allt að fimm kílómetra dýpi. Yrði um margfalt meiri orku að ræða en hefðbundnar vinnsluholur gefa í jarðvarma í dag á 2–3 km dýpi. Friðrik sagði einnig að á síðasta ári hefði einkum verið unnið að fjármögnun verkefnisins en kostnaður við fyrstu til- raunaholuna er áætlaður 1,5 til 2 milljarðar króna. Mikilvægt verkefni Sagði Friðrik það mikilvægt að ríkið legði veru- lega fjármuni til verksins ásamt orkufyrirtækjun- um og öðrum styrktaraðilum. Hér væri um lang- tímaverkefni að ræða sem varðaði þjóðarhag og myndi efla jarðhita- og jarðvísindastarfsemi. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra vék að djúpborunarverkefninu í ávarpi sínu á samráðs- fundinum. Sagði hún þörf vera á samstilltu átaki allra hagsmunaaðila. Niðurstöður verkefnisins gætu nýst fjölmörgum ríkjum heims, ekki síst þró- unarríkjum sem byggju yfir svipuðum háhitasvæð- um og hin eldvirku íslensku svæði. „Hér getur því verið um að ræða afar mikilvægt verkefni fyrir íslensk stjórnvöld að benda á sem mikilvægt þróunarverkefni á sviði endurnýjanlegra orkulinda á heimsvísu,“ sagði Valgerður. Erlendir sjóðir styrkja djúpborun um 260 milljónir  Sala hafin/30–31 Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „TEIKNINGARNAR eru eins og sólmúsíkin eða frumdjassinn í Bandaríkjunum, einhvers konar hjartsláttur í kerfinu sem dælir blóði í málverkin,“ segir Helgi Þor- gils Friðjónsson myndlistarmaður. Helgi opnar tvær sýningar í dag. Í Listasafni ASÍ eru málverk og skúlptúrar en í 101 galleríi við Hverfisgötu eru verk á pappír; teikningar og rúmlega 50 nýjar grafíkmyndir sem byggjast á Kenj- unum eftir Goya, auk skúlptúra. „Ég held ég myndi ekki þróast jafnört í málverkinu og mér finnst vera raunin ef ég væri ekki að sýsla í hinu líka,“ segir Helgi. Morgunblaðið/Einar Falur Opnar tvær sýningar  Hjartslátturinn/Lesbók SENA, áður Skífan, mun í sumar og haust gefa út á ný fjórar sí- gildar íslenskar dægurplötur og munu þær innihalda lög sem ekki hafa heyrst opinberlega áður. Þetta eru plöturnar Ísbjarnarblús og Kona með Bubba Morthens, Geislavirkir með Utangarðs- mönnum og Sumar á Sýrlandi með Stuðmönnum. M.a. verður útgáfa af laginu „Stál og hnífur“ sem Bubbi flutti á Vísnavina- kvöldi, tveimur tímum eftir að hann samdi það. Einnig verða gefin út fleiri lög frá þessum tíma sem ekki hafa komið út áð- ur./55 Tveggja tíma gamalt „Stál og hnífur“ á plötu LEIKKONAN Stefanía Thors hefur á undanförnum árum vakið athygli í Tékklandi en hún starfar í Prag. Sýning hennar Tiltölulega friðsæl tilvera hefur vakið mikla athygli frá því hún var frumsýnd í fyrra í leikstjórn Rebekku A. Ingimundar- dóttur. Stefanía hefur farið víða með sýninguna en nú hefur eitt þekktasta leikhúsið í Prag, Palac Akropolis, boðið henni að sýna þar. „Palac Akropolis er glæsilegt leik- hús og tónleikasalur sem Sigur Rós spilaði í þegar þeir komu hingað til Prag fyrir rúmum tveimur árum,“ sagði hún í samtali við Morg- unblaðið./51 Boðið að sýna í þekktu leikhúsi LÖGREGLAN á Blönduósi stöðvaði í gærkvöldi ökumann á þrítugsaldri vegna ofsaaksturs á Norðurlands- vegi skammt fyrir ofan Vatnsdals- hóla. Mældist hann á 162 km hraða. Hafði lögreglan í nógu að snúast vegna hraðaksturs ökumanna í gær og voru stöðvaðir alls 15 ökumenn vegna hraðaksturs á þremur klukkustundum í gærkvöldi. Á 162 km hraða við Vatnsdalshóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.