Morgunblaðið - 09.04.2005, Page 23

Morgunblaðið - 09.04.2005, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 23 MINNSTAÐUR Til sölu eru tvö orlofshús á Illugastöðum í Fnjóskadal Húsin eru seld til brottflutnings og þarf kaupandi að losa þau af undirstöðum og aftengja þau frá lögnum, og að vera búinn að fjarlægja þau fyrir 20. maí 2005. Væntanlegir kaupendur skulu lagfæra allt rask sem kann að verða vegna flutnings húsanna frá Illugastöðum. Óskað er eftir tilboðum og skal þeim skilað til umsjónarmanns, Jóns Þ. Óskarssonar, Illugastöðum, 601 Akureyri, fyrir kl. 15.00 fimmtudaginn 14. apríl 2005. Tilboðin skulu merkt tilboð í orlofshús nr. 2 eða nr. 13. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Frekari upplýsingar veitir Jón Óskarsson í síma 462 6199. Til sölu orlofshús á Illugastöðum Selfoss | Það takast á ákveðin sjón- armið í skipulagsmálum, annars vegar að hafa stórar lóðir og útsýni og hins vegar sú hugsun að vera með minni lóðir og þéttbýlli svæði. Það má segja að þetta sé skapandi tog- streita sem kemur fram í skipulags- umræðu innan sveitarfélaga. Nauð- synlegt er að taka afstöðu og ákveða hvernig byggðin á að vera á svæðum sem verið er að fást við. Það verður líka að ákveða að hve miklu leyti málum á að vera stýrt eða hvort á að láta aðstæður skapast af sjálfu sér án stýringar. Upp að vissu marki eru menn hluti af heild sem getur t.d. verið gatan sem þeir búa við og geta mengað umhverfið með sjónmengun og þannig haft áhrif á aðra. Útlit hvers húss og lóðar er ekki einka- mál hvers og eins. Það á að vera hægt að gera kröfu um ákveðið útlit á lóðum alveg eins og mannvirkjum þannig að ljóst sé hvernig um- hverfismótunin verð- ur. Útlit og skipulag lóða er stór þáttur í mótun umhverfis,“ segir Hermann Ólafs- son landslagsarkitekt sem hefur rekið sjálf- stæða teiknistofu á Selfossi í tvö ár. Hann lauk námi 1997 í Nor- egi og starfaði þar í 3 ár og síðan á stofu á Selfossi þar til fyrir tveimur árum. Lokaverkefni hans fjallaði um vef grænna svæða í þéttbýli. „Mín áhersla er að það séu græn belti með göngustígum og gróðri milli hverfa en beltin gefa fólki tengsl við náttúr- una. Þau geta verið með háum trjám til að gefa gott skjól. Lóðir geta þá á móti verið minni og byggðin þéttari. Græna umgjörðin um hverfin veitir gott skjól og byggðin gefur sjálfri sér skjól með því að hún er þéttari,“ segir Hermann. Verkefnin koma víða að Hermann segir næg verkefni framundan en þau berast hvaðan- æva af landinu. „Það er ekkert mál að vera staðsettur á Selfossi og vinna að verkefnum annars staðar á landinu. Ég er í samstarfi við arki- tektastofur í Reykjavík og vinn heil- mikið í samstarfi við arkitekta. Vinn- an felst í skipulagsvinnu og síðan hönnunarvinnu. Skipulagsvinnan er mikið í kringum aðal- og deiliskipu- lag og breytingar á því hjá sveit- arfélögum eða einkaaðilum og síðan hjá landeigendum þegar um er að ræða svæði fyrir frístundabyggð. Hönnunarvinnan nær m.a. til skóla- lóða og svæða sem tengjast fram- kvæmdum sveitarfélaga, einnig er um að ræða hönnun á einbýlis- og frístundahúsalóðum. Mér sýnist gamli kálgarðurinn vera að færast frá einbýlishúsinu til sumarbústað- arins þar sem fólk stundar oft alls konar ræktun ásamt því að vera með frístundasvæði sitt, heitan pott og fleira. Fólk lætur í síauknum mæli hanna fyrir sig lóðirnar og vill sjá fyrir öllu áður en framkvæmdir hefj- ast. Lóðir við íbúðarhús eru með ýmsu móti en það er gegnumgang- andi að fólk vill ekki miklar lóðir, það horfir frekar til sumarhússins sem dvalarstaðar í frístundum,“ seg- ir Hermann þegar hann veltir fyrir sér straumum varðandi þau verkefni sem hann er að fást við. Annar þáttur sem Hermann nefn- ir er frágangur skólalóða en það færist í vöxt að frágangur lóðanna er hluti af byggingarferli nýrra skóla og eldri lóðir eru í vaxandi mæli teknar og endurskipulagðar. „Við reynum að koma inn ákveðnum þátt- um þannig að börnin komist í snert- ingu við sem fjölbreytilegast um- hverfi á sem öruggastan hátt. Lóðirnar þurfa að uppfylla það að vera þroskandi og þá kemur að því að velja leiktæki og útfæra umhverf- ið þannig að það höfði til allra skyn- færa,“ segir Hermann. Félagsmálin taka frítímann Skógrækt og knattspyrna eru þau verkefni sem Hermann fæst við í frí- tíma sínum og fær þar útrás fyrir útivistaráhuga sinn og að vilja leggja samfélaginu lið. Hann er formaður Skógrækt- arfélags Selfoss og knattspyrnudeildar Ungmennafélags Sel- foss. „Skógrækt- arfélagið hefur yfirum- sjón með útivistarsvæði í svonefndum Hellis- skógi og annast þar plöntun og viðhald svæðisins með samningi við sveitarfélagið. Við höfum nýlokið við skráningu fornminja í Hellisskógi og fengum til þess styrk úr forn- leifasjóði. Framhaldið er síðan að koma þess- um minjum inn á kort og gera þetta aðgengilegt almenningi,“ segir Her- mann. Hann kveðst ekki vera sá bolta- áhugamaður sem límist við sjónvarp yfir leikjum en heldur með Liver- pool í ensku knattspyrnunni. „Ég er aðdáandi þeirra frá fornu fari þegar Kevin Keegan var á toppnum. Það er með mig eins og marga að sonur minn kveikti áhugann að nýju með því að fara að stunda æfingar og þá vill maður leggja starfinu lið. Stjórn- arstarf á þessu sviði felst í að tengja saman fólk og virkja það til ákveð- inna verkefna. Það eru 700 félagar í deildinni og það er mikið starf unnið við að halda utan um iðkun ung- menna og annast allt sem til þarf við að halda úti keppnisliðum í mörgum flokkum. Svo erum við með vaxandi áhuga í kvennaboltanum og það er gaman að fylgjast með áhuga stúlknanna,“ segir Hermann sem varð formaður í október síðast- liðnum. Framundan er að minnast 50 ára afmælis knattspyrnunnar á Selfossi en að því verkefni koma áhugasamir eldri iðkendur ásamt því að stuðningsmannaklúbbur fé- lagsins leggur starfinu mikið lið við að afla fjár og leggjast á árarnar þegar taka þarf á í starfinu. „Markmið okkar er að eignast góð knattspyrnulið á Selfossi í fremstu röð. Slíkt markmið kallar á mikla samheldni og að beina kröftunum í eina átt. Það er mikilvægt að eiga öflug meistaraflokkslið því þau eru drifkrafturinn fyrir yngri hópana sem líta til þess sem fyrirmyndar eins og þekkt er. Svo er það mark- mið okkar að láta fótboltann blómstra hér hjá okkur og einn þátt- ur í því er að halda 5. flokksmót í sumar en slíkt verkefni kallar á sam- starf sem virkjar áhuga allra og ger- ir þetta starf skemmtilegt,“ segir Hermann sem greinilega hefur gam- an af því að beita verklagi skipu- leggjandans og hönnuðarins í virku félagsstarfi. „Það er virkilega gaman að þessu öllu saman,“ segir Her- mann Ólafsson landslagsarkitekt á Selfossi. Hermann Ólafsson, landslagsarkitekt á Selfossi, skógræktarfrömuður o.fl. Skapandi tog- streita í skipu- lagsumræðunni Hermann Ólafsson ÁRBORGARSVÆÐIÐ rúmlega eina milljón króna. Við eig- um heldur ekki þrjátíu ára afmæli á hverju ári.“ Gerðist útgerðarmaður í Ghana Þorleifur, sem er lærður símvirki, tók ungur við stjórn fjölskyldufyr- irtækisins Glettings. Glettingur var fiskverkunar- og útgerðarfyrirtæki í Þorlákshöfn, það var stórt í sniðum og tók virkan þátt í uppbyggingu Þorlákshafnar upp úr 1970. Á náms- árunum vann Þorleifur fyrir sér með því að sprauta bíla og hefur hann haldið þeirri iðn sinni nokkuð við síðan. Þegar Glettingur var seld- ur hélt Þorleifur áfram í útgerðinni hér heima í nokkurn tíma. „Ég er haldinn ævintýraþrá og alltaf til í að prófa eitthvað nýtt. Ég hafði verið oddviti sveitarfélagsins í nokkur ár Þorlákshöfn | Þorleifur Björgvins- son hefur verið Kiwanismaður frá því hann, ásamt 20 öðrum félögum sínum, stofnaði Kiwanisklúbbinn Öl- ver árið 1974. Á þessum liðlega 30 árum hefur enginn annar félagi ver- ið oftar forseti klúbbsins eða alls fjórum sinnum. Ekki hefur Þorleif- ur verið kosinn forseti í öll skiptin heldur tekið við starfinu þegar ann- ar forseti hefur forfallast. Þorleifur segir að Kiwanisstarfið hafi gefið sér mikið á þessum árum. „Þetta er svo þroskandi og upp- byggilegt starf og félagarnir góðir að maður vill ekki vera án þess, toppurinn er svo þegar maður getur látið gott af sér leiða eins og núna þegar við styrkjum góð málefni í byggðarlaginu. [...] Það er nú reynd- ar ekki á hverju ári sem við getum styrkt svona myndarlega eða um og var laus úr því og þess vegna var ekkert því til fyrirstöðu að flytja út- gerðina til Ghana. Þar rákum við, ég og félagi minn, tvo báta í þrjú ár. Þessir bátar voru gerðir út á drag- nót og voru þetta einu bátarnir sem stunduðu dragnótaveiðar í Afríku. Þarna kynntumst við allskonar fólki, sumir voru gráðugir og með doll- aramerki í augum, öðrum varð að múta til að hlutirnir gengju en svo var þarna líka harðduglegt og sam- viskusamt fólk“. Þegar ævintýrinu í Ghana lauk og heim kom keypti Þorleifur fyrirtækið „Verksmiðja vinnandi fólks“ en það heitir nú Tolli ehf. Þar eru framleiddir minjagripir og fluttar inn auglýsingarvörur og fatnaður. „Þessi rekstur okkar er ekki stór í sniðum en gengur bara nokkuð vel,“ segir Þorleifur sem rekið hefur þessa starfsemi í tvö ár. Morgunblaðið/ Jón H. Sigurmundsson Styrkur afhentur Þorleifur Björgvinsson, forseti Kiwanisklúbbsins Ölvers, afhendir rúma 1 milljón króna. Við styrkjum tóku Sigurður Jónsson 400.000 kr. vegna Björgunarsveitarinnar, Ásgerður Eiríksdóttir 200.000 kr. vegna leikskólans Bergheima, Halldór Sigurðsson 200.000 kr. vegna Grunnskólans í Þorlákshöfn, Kristbjörg Helga Ingvarsdóttir vegna íþóttaiðkunar sinnar og Anna Lúthersdóttir vegna félagsstarfs aldraðra í Þorlákshöfn. Þorleifur Björgvinsson, símvirki og minjagripasmiður Kiwanismaður af guðs náð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.