Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 39 MINNINGAR Þær ylja minningarnar um þig og afa í Gagganum og seinna kynnt- umst við þér á annan hátt sem ömmu og góðum félaga. Þegar eitthvað var um að vera hafðir þú gaman af að klæða þig upp, varst flottust allra með hatta og í fínu dröktunum þín- um. Á sunnudögum voru það fastir liðir að mæta í kaffi til ömmu þar sem fjölskyldan hittist og spjallað var yfir heimalöguðum kræsingum. Nú ert þú, sameiningartáknið okkar, farin, sjálfsagt hittir þú afa aftur eft- ir 25 ára aðskilnað. Hafðu þökk fyrir allt. Júlíus og Sigrún. Ég má til með að skrifa nokkur orð um hana ömmu Gunnu, sem var þó alls ekki amma mín, heldur amma mannsins míns. En hún var mér kær, já, mjög kær og skipaði sér- stakan sess í hjörtum okkar í fjöl- skyldunni. Ég kynntist ömmu Gunnu fyrir hartnær 30 árum, þegar ég og son- arsonur hennar fórum að vera sam- an, bæði mjög ung að árum. Gunna hafði sínar skoðanir á þessu unga pari, sem eignaðist sinn fyrsta erf- ingja rúmlega ári síðar. En aldrei nokkurn tímann sýndi hún okkur neitt annað en takmarkalausa hlýju og kærleika. Hún gat verið bein- skeytt, en á sama tíma svo mild og ljúf og setti þarfir annarra framar sínum. Á þessum árum bjuggu amma Gunna og afi Jónas í Gaggó eða Gagnfræðaskóla Vestmanna- eyja, þar sem Jónas starfaði sem húsvörður. Sigurgeir elsti sonur okkar Gulla á yndislegar minningar frá þeim stað. Þar ríkti ákveðinn friður, þar var alltaf þessi indælis ilmur af nýbökuðum kökum og þar var líka gaman. Hann afi Jónas gat nefnilega verið svoddan sprellikarl, sérstaklega þegar lítil börn voru til staðar. Hún Gunna var samt sú, sem bar heimilið uppi, eins og svo margar konur þurftu að gera í þá daga. Áður var Jónas sjómaður og kom það til kasta Gunnu að sjá um allt, sem sneri að heimilinu, og vel það. Vitanlega geði hún það með glæsi- brag, eins og allt annað, sem hún tók sér fyrir hendur. Gunna var mjög flink í höndunum, m.a. heklaði hún heilu teppin í tækifærisgjafir handa vinum og ættingjum og eigum við þrjú slík á heimilinu eftir hana. Táknrænt dæmi er heklað teppi, sem Gunna gerði handa móður minni í sjötugsafmælisgjöf, en þá var Gunna níræð. Það vafðist ekki fyrir henni að snara enn einu teppinu fram þótt fullorðin væri. Reyndar var bara svo margt, sem þessi kona áorkaði, að við hin, sem yngri erum, skiljum ekki, hvernig hægt var. Í hvert sinn, er við Gulli fórum til Eyja, var það eitt af okkar fyrstu verkum að kíkja til ömmu. Fastur liður í Foldahrauninu var rótsterkt kaffi, hellt uppá með gamla laginu, ketill og tausía. Ristað brauð með heimalöguðu marmelaði, ef það var að morgni til, en síðdegis þá yfirleitt nýbakaðar tertur og sandkaka, sem ekki nokkur sála hefur náð að baka eins og hún. Einir og Birkir, tvíbur- arnir okkar, hafa hvergi smakkað annað eins góðgæti og þessa sand- köku. Já, hvílík kona heim að sækja. Af hverju er svona konum ekki veitt orða fyrir að standa ölduna í lífsins ólgusjó og kvika hvergi. Það er til fullt af svona dásamlegu fólki allt í kringum okkur, sem þarf að hlúa að. Við, sem eftir stöndum, erum ákaf- lega rík, já, rík af elsku þessarar konu, sem hugsaði um alla aðra fyrst og fremst. Þó svo að Gunna hafi ný- lega orðið 98 ára gömul þá finnst okkur samt, að hún hafi ekki verið orðin nógu gömul til að kveðja þenn- an heim. Það má eflaust kallast eig- ingirni, en við hefðum viljað hafa hana svo miklu lengur hjá okkur. Hún var svo eldklár og harðdugleg allt fram í andlátið. Elsku Sigurgeir minn. Þær eru mismiklar byrðarnar, sem lagðar eru á mannfólkið, þú færð að finna fyrir því. Að missa elsku Jöggu fyrir rúmu ári og nú móður þína, sem þú kíktir til á hverjum einasta degi og stundum oft á dag. Það verður mikil breyting nú þegar hún er öll, en þú ert duglegur og skynsamur og munt eflaust taka á þessu með æðruleysi. Guðrún Kristín nafna Gunnu á þakk- ir skilið fyrir mikla natni og alúð ömmu sinni til handa. Inga, Dúna, Sjöfn, Nonni og Jónas Þór, ég og fjölskylda mín vottum ykkur sem og ástvinum öllum innilegustu samúð vegna fráfalls þessarar hjartahlýju og kærleiksríku konu. Megi minn- ingin um Guðrúnu Kristínu Ingv- arsdóttur lifa í hjörtum okkar um alla tíð. Sædís María. Hún Guðrún var eins og stelpa í fasi þó komin væri á tíræðisaldur. Kvik í hreyfingum, létt á fæti og teinrétt. Það var hreint ótrúlegt að sjá til þessarar öldnu konu sem hélt glæsileika sínum og reisn fram til síðustu stundar. Ekki var andlegt at- gervi í lakara standi. Hún fylgdist vel með öllu og gat rætt um hluti hvort sem þeir voru í nútíð eða þátíð og var vel heima á báðum sviðum. Guðrún Ingvarsdóttir var indælis kona, hlý í viðmóti, viðræðugóð og skemmtileg. Ég kynntist henni fyrst þegar leið mín lá með Ella, afa mín- um frá Ólafshúsum, til þeirra hjóna Guðrúnar og Jónasar frá Skuld. Þeir voru bjargveiðimenn í Álsey og áttu þar sinn sælureit sem við afkomend- ur þeirra höfum fengið að njóta. Þeg- ar leið að lundatíma lá leiðin oft í húsvarðaríbúðina í Gagganum, þar sem þau Jónas og Guðrún bjuggu og ekki brást það að meðan karlarnir spáðu í Álseyjarferðir bar Guðrún fram eitthvert góðgæti. Jónas bar síðan með sér meira af því góðgæti er hann hélt til lundaveiði í Álsey og ófáar sætabrauðssneiðarnar úr ofn- inum frá Guðrúnu fékk ég sem strákur í Álsey. Jónas féll frá fyrir mörgum árum en þrátt fyrir það héldu áfram, gegn- um árin, að berast stampar með kök- um frá Guðrúnu í Álsey. Ég vil fyrir hönd Álseyinga þakka Guðrúnu samfylgdina og hlýhuginn gegnum árin. Er ég hóf búskap minn í Eyjum leigði ég íbúð sem Guðrún átti í Foldahrauninu. Þar bjó ég lengi og hafði þá enn nánari kynni af þessari góðu komu. Ég renndi til hennar um hver mánaðamót til að greiða leig- una og það var aldrei við annað kom- ið en að ég kæmi aðeins inn og þægi eitthvert góðgæti. Annað hvort ný- bakaðar kökur og mjólk eða þá kon- fekt og kók. Annað kom bara ekki til greina. Það þýddi ekkert að vera á hraðferð. „Grímur minn, þú verður að koma aðeins inn og þiggja eitt- hvert smáræði hjá mér,“ sagði Guð- rún ef ég ætlaði mér bara að skjóta inn umslaginu með greiðslunni og tók ekki annað í mál, sama hvað ég sagði. „Komdu bara rétt aðeins inn til að fá smá mola,“ sagði hún ef ég sagðist vera á mikilli hraðferð. Slíkt innlit var það allra minnsta sem hún gat samþykkt. Það er ekki alltaf sem manni líkar það að fara og greiða reikningana en mér líkaði alltaf vel að koma þessum greiðslum til skila og eiga smá spjall við Guðrúnu í leiðinni. Dæturnar fengu síðan að koma með í þessar „greiðsluferðir“ til Guð- rúnar og eftir að hafa komið með í eitt skipti var ekki við annað komið en að þær kæmu helst alltaf með. Þær áttuðu sig fljótt á því að Guðrún bauð alltaf upp á góðgæti sem þær vildu fyrir engan mun missa af. Það var því beðið eftir því að mánaðamót- in kæmu því þá þurfti að fara til „Guðrúnar húsaleigu“ eins og þær kölluðu hana, til að borga leiguna. Tengingu hef ég síðan haldið við Guðrúnu gegnum vinskap minn við Sigurgeir son hennar og fjölskyldu hans. Það er gaman að vita til þess að þessi háaldraða koma bjó ein og hugsaði um heimili sitt af miklum myndarskap fram til þess síðasta, þótt hún væri komin vel á tíræðisald- urinn. Það er fátítt að fólk geti slíkt og sýnir vel það góða atgervi sem Guðrún var búin. Nú hefur Guðrún kvatt þessa jarð- vist eftir langa og farsæla ferð hér og ef ég þekki hana rétt býður hún trú- lega upp á eitthvert bakkelsi eða smá mola á nýjum tilverustigum. Um leið og ég þakka Guðrúnu samfylgdina færi ég börnum hennar og öðrum ástvinum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Guðrúnar Ingvarsdóttur. Grímur Gíslason.  Fleiri minningargreinar um Guðrúnu Kr. Ingvarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Unnur Tómasdóttir. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Faðir okkar og tengdafaðir, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON fyrrv. símamaður, Norðurbrún 1, Reykjavík, lést aðfaranótt fimmtudagsins 7. apríl. Egill B. Sigurðsson, Gerður H. Jóhannsdóttir, Bryndís H. Sigurðardóttir, Þuríður G. Sigurðardóttir, Bergur Jónsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR G. GÚSTAVSSON húsasmíðameistari, Hraunbæ 1, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 6. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Ásta Aðalheiður Ingólfsdóttir, Þorkell Bergsson, Arnbjörg Sigríður Ingólfsdóttir, Gísli Björn Ingólfsson, Sigurlaug Guðný Ingólfsdóttir, afabörn og langafabörn. Elskuleg amma okkar, langamma og langa- langamma, ELÍNBORG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Kringlu, lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss föstu- daginn 8. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Einar Traustason. Móðir okkar, HUGRÚN STEFÁNSDÓTTIR, áður til heimilis í Víðilundi 24, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 7. apríl. Erla Benediktsdóttir, Margrét Benediktsdóttir, Helga Benediktsdóttir, Gíslína Benediktsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, SVEINBJARNAR BÁRÐARSONAR flugumferðarstjóra, Smárahlíð 7c, Akureyri. Benedikt Sveinbjörnsson, Sólveig Jónsdóttir, Bárður Sveinbjörnsson, Ingibjörg H. Þórisdóttir, Gunnar Sveinbjörnsson, Þórdís Þórarinsdóttir, Jón Egill Sveinbjörnsson, Hanna Edda Halldórsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SVEINN JÓNSSON, Hásteinsvegi 31, Vestmannaeyjum, andaðist á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja miðvikudaginn 6. apríl sl. Marta Pálsdóttir, Heiða Sveinsdóttir, Helga Sveinsdóttir, Einar Þór Færseth, Rakel Rut Stefánsdóttir, Einar Hlöðver Sigurðsson, Berglind Árnadóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.