Morgunblaðið - 09.04.2005, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.04.2005, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMKYNHNEIGÐIR eru svo til ósýnilegir innan íslensku íþrótta- hreyfingarinnar og umræðan er lítil sem engin. Erlendar rannsóknir hafa leitt í ljós að þögnin og ósýnileikinn eru þeir þættir sem helst koma í veg fyrir að samkynhneigðir komi úr fel- um í íþróttum. Ástæður þess að íþróttamenn í afreksíþróttum hræð- ast að koma úr felum eru ótti við al- menningsálitið og mögulegur tekju- missir. Þetta kom fram í erindi Klöru Bjartmarz, starfsmanns Knatt- spyrnusambands Íslands, á ráðstefn- unni Hver er sá veggur, sem haldin var á Akureyri í gær, en þar var fjallað um samkynhneigð og unglinga í skólum, félagsstarfi og íþróttum. Klara sagði fordóma gagnvart samkynhneigðum almennt á und- anhaldi, en velti fyrir sér hvort við- horfsbreytingar hefðu náð inn í íþróttahreyfinguna. Hún sagði rannsóknir sýna að samkynhneigðir hættu frekar í skipulögðum íþróttum en gagnkyn- hneigðir, sérstaklega virtust hommar forðast hópíþróttir m.a. vegna ofur- áherslu á karlmennsku og þá yrði fordóma oft vart innan hópsins. Auð- veldara væri fyrir þá að leita í ein- staklingsíþróttir en að takast á við fordómana sem birtust í hópíþrótt- unum. Ein helsta ástæða þess að samkynhneigðir hættu í skipulögðum íþróttum væri einmitt fordómarnir, sem í mörgum tilfellum væru frá eig- in liðsfélögum og þá einkum í formi neikvæðra ummæla og umræðu. Rannsóknir benda til að um þriðj- ungur lesbía og fjórðungur homma í íþróttum hafi mátt þola fordóma þar, en einnig eru til rannsóknir þar sem hlutfallið er mun hærra, en það er misjafnt milli landa og íþróttagreina. Þá hefur komið í ljós að lesbíur í íþróttum eru beittar misrétti sem bæði tengist kynferði þeirra og kyn- hneigð. Flest misréttismál koma upp í knattspyrnu. Klara nefndi í erindi sínu að á Ól- ympíuleikunum í Aþenu á liðnu ári hefðu verið 10.500 keppendur, sjö þeirra voru samkvæmt bandarískum heimildum samkynhneigðir. Ekki kom fram hvernig tölurnar voru fundnar út en Klara sagði þær klár- lega of lágar, almennt væri miðað við að samkynhneigðir væru 5–10% mannfjöldans. Þá nefndi hún að skráðir íþróttamenn á Íslandi árið 2002 voru 90.408 talsins, flestir í knattspyrnu, tæplega 17 þúsund. Samkynhneigðir íþróttamenn hér á landi ættu samkvæmt þessari við- miðun því að vera á bilinu 4.500 til 9.000 talsins. Benti Klara á að form- legt starf íþróttahreyfingarinnar á Íslandi byggðist á lögum og reglu- gerðum þar sem skýrt væri tekið fram að misrétti liðist ekki, en lítið væri minnst á málefni samkyn- hneigðra. Fyrsta skrefið til úrbóta og það mikilvægasta væri að lög og regl- ur tækju til jafnréttismála í víðari skilningi en því sem tengdist kyn- ferði. Við endurskoðun íþróttalaga yrði það mikið framfaraskref ef fjallað yrði ítarlegar um málefni minnihlutahópa og kveðið skýrt á um réttindi þeirra. Nefndi hún að það yrði mikil viðurkenning á tilveru samkynhneigðra í íslensku íþróttalífi ef verndarákvæði laganna yrði breytt á sama hátt og gert var í stjórnarskrá Íslands. „Það á að vera kappsmál fyrir íslenska íþróttahreyf- ingu að gera ráð fyrir minni- hlutahópum og nýta það góða tæki sem íþróttir eru til að stuðla að jafn- rétti. Íslensk íþróttahreyfing er heildarhreyfing og það verður að skoða hvort allir hafa jafnan aðgang að hreyfingunni og hvort allir fá sömu tækifæri,“ sagði Klara. Hún benti á að ástundun íþrótta væri mik- ilvæg forvörn gegn misnotkun vímu- efna og þá bentu rannsóknir til að börn og ungmenni sem stunduðu íþróttir næðu að jafnaði betri náms- árangri en þau sem gerðu það ekki. Klara telur mikilvægt að t.d. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og sérsambönd innan þess geri ráð fyrir samkynhneigðum í jafnrétt- isáætlunum sínum og að skoða þurfi hvort þörf sé á sérstökum átaksverk- efnum til að gera allar íþróttagreinar meðvitaðar. Eins þurfi að gera sam- kynhneigðum í íþróttum auðveldara að koma úr felum, en þá vanti tilfinn- anlega fyrirmyndir í þeim efnum. Engar rannsóknir eru til um stöðu samkynhneigðra og annarra minni- hlutahópa innan íslenskrar íþrótta- hreyfingar en úr því þarf að bæta að mati Klöru. Þá þurfi einnig að rannsaka líðan íslenskra ungmenna innan íþrótta- hreyfingarinnar og hvort samkyn- hneigðir hætti frekar í íþróttum eða hvort þeir jafnvel byrji síður að stunda íþróttir en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra. Loks þurfi að gera ráð fyrir í útgefnu efni, m.a. í tengslum við menntun þjálfara, að í íþróttum séu samkynhneigðir ung- lingar sem og þeir sem eru óvissir um kynhneigð sína og eins börn samkyn- hneigðra foreldra. „Íþróttahreyf- ingin verður að koma til móts við það mikilvæga verkefni sem hún hefur að gegna í uppeldismálum og hafa það í huga að þjálfarar eru mjög mik- ilvægir í uppeldi barna og ungmenna eins og kennarar,“ sagði Klara og benti á að íþróttir gætu verið öflugt tæki til að vinna gegn fordómum. Hluti samkynhneigðra hefur mátt þola fordóma í íþróttum Fordómar eigin liðsfélaga helsta ástæða þess að samkynhneigðir hætta í íþróttum Morgunblaðið/Kristján Á ráðstefnunni „Hver er sá veggur“ sem haldin var á Akureyri í gær var fjallað um samkynhneigð og unglinga í skólum, félagsstarfi og íþróttum. Kom fram að oft þurfa samkynhneigðir að þola fordóma. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is SÓL Krít 8.000 kr. aukaafsláttur á mann. 46.655kr. * ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 45 39 04 /2 00 4 27. júní, 4. júlí, 25. júlí og 15. ágúst á Golden Bay, Helios eða Elisso á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherb. á Helios í 7 nætur 27. júní Takmarkað framboð bókaðu stra x *Innifalið: Flug gisting í 7 nætur, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. Bókaðu á netinu, það borgar sig. Fleiri eða færri? Finndu verð á þinni ferð og kynntu þér frábær tilboð til Portúgals, Costa del Sol eða Mallorca á www.urvalutsyn.is Verð frá: ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra segir að menn verði að tala skýrt þegar þeir segi að hlutverk Íbúðalánasjóðs í framtíðinni eigi að beinast í meira mæli að félagslegum þáttum og ákveðnum landshlutum. Vísar Árni þar til ummæla Geirs H. Haarde fjármálaráðherra á ráð- stefnu Samtaka banka og verðbréfa- fyrirtækja á fimmtudag, og greint var frá í blaðinu í gær. Félagsmálaráðherra segir að stjórnvöldum sé lögum samkvæmt skylt að tryggja að allir landsmenn, hvar á landinu sem þeir búi og við hvaða félagslegu aðstæður sem er, fái aðgang að fasteignalánum á sömu kjörum. Um þetta markmið hafi ríkt pólitísk sátt og samstaða, síðast á Al- þingi í desember sl. þegar samþykkt voru breytt lög um húsnæðismál. „Við höfum náð þessum markmið- um með rekstri opinberra sjóða, nú síðast Íbúðalánasjóðs, en ég vil ekki útiloka að til frekari breytinga komi á starfsemi sjóðsins í framtíðinni. Hann hefur þróast í áranna rás en það er alveg skýrt í mínum huga að skylda okkar stjórnmálamanna er fyrst og síðast að tryggja hagsmuni fólksins í landinu frekar en fjár- magnsins,“ segir Árni. Íbúðalán á lands- byggðinni félagsleg? Félagsmálaráðherra segist spyrja sig hvað átt sé við þegar sjóðurinn eigi að vera félagslegur. „Ætlum við þá að skilgreina lán til húsnæðis- kaupa á landsbyggðinni sem fé- lagsleg? Ég er ekki reiðubúinn til þess. Á landsbyggðin að verða fé- lagslegur baggi á höfuðborgarsvæð- inu? Erum við þá að tala um að lágir vextir séu félagslegir eða háir vext- ir? Ég er ekki sammála þeirri póli- tísku sýn að allt sem gerist utan höf- uðborgarsvæðisins sé félagslegt,“ segir Árni og segir ýmsar spurning- ar vakna. Hann bætir því við að þeir fjár- málaráðherra eigi örugglega eftir að ræða málið frekar á næstunni. Félagsmálaráðherra um ummæli fjármálaráðherra um Íbúðalánasjóð „Menn verða að tala skýrt“ ÚTFÖR Jónasar B. Jónssonar, fyrrverandi fræðslustjóra í Reykjavík, var gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík í gær að við- stöddu fjölmenni. Séra Þórir Stephensen jarðsöng. Kistuna báru úr kirkju Ásgeir Guðmunds- son, Gerður Óskarsdóttir, Ingi- björg Björnsdóttir, Engilbert Gíslason, Björn Patrick Swift, Margrét Tómasdóttir, Jóhannes Torfason og Björgvin Magnússon. Morgunblaðið/Golli Útför Jónasar B. Jónssonar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.