Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMKYNHNEIGÐIR eru svo til ósýnilegir innan íslensku íþrótta- hreyfingarinnar og umræðan er lítil sem engin. Erlendar rannsóknir hafa leitt í ljós að þögnin og ósýnileikinn eru þeir þættir sem helst koma í veg fyrir að samkynhneigðir komi úr fel- um í íþróttum. Ástæður þess að íþróttamenn í afreksíþróttum hræð- ast að koma úr felum eru ótti við al- menningsálitið og mögulegur tekju- missir. Þetta kom fram í erindi Klöru Bjartmarz, starfsmanns Knatt- spyrnusambands Íslands, á ráðstefn- unni Hver er sá veggur, sem haldin var á Akureyri í gær, en þar var fjallað um samkynhneigð og unglinga í skólum, félagsstarfi og íþróttum. Klara sagði fordóma gagnvart samkynhneigðum almennt á und- anhaldi, en velti fyrir sér hvort við- horfsbreytingar hefðu náð inn í íþróttahreyfinguna. Hún sagði rannsóknir sýna að samkynhneigðir hættu frekar í skipulögðum íþróttum en gagnkyn- hneigðir, sérstaklega virtust hommar forðast hópíþróttir m.a. vegna ofur- áherslu á karlmennsku og þá yrði fordóma oft vart innan hópsins. Auð- veldara væri fyrir þá að leita í ein- staklingsíþróttir en að takast á við fordómana sem birtust í hópíþrótt- unum. Ein helsta ástæða þess að samkynhneigðir hættu í skipulögðum íþróttum væri einmitt fordómarnir, sem í mörgum tilfellum væru frá eig- in liðsfélögum og þá einkum í formi neikvæðra ummæla og umræðu. Rannsóknir benda til að um þriðj- ungur lesbía og fjórðungur homma í íþróttum hafi mátt þola fordóma þar, en einnig eru til rannsóknir þar sem hlutfallið er mun hærra, en það er misjafnt milli landa og íþróttagreina. Þá hefur komið í ljós að lesbíur í íþróttum eru beittar misrétti sem bæði tengist kynferði þeirra og kyn- hneigð. Flest misréttismál koma upp í knattspyrnu. Klara nefndi í erindi sínu að á Ól- ympíuleikunum í Aþenu á liðnu ári hefðu verið 10.500 keppendur, sjö þeirra voru samkvæmt bandarískum heimildum samkynhneigðir. Ekki kom fram hvernig tölurnar voru fundnar út en Klara sagði þær klár- lega of lágar, almennt væri miðað við að samkynhneigðir væru 5–10% mannfjöldans. Þá nefndi hún að skráðir íþróttamenn á Íslandi árið 2002 voru 90.408 talsins, flestir í knattspyrnu, tæplega 17 þúsund. Samkynhneigðir íþróttamenn hér á landi ættu samkvæmt þessari við- miðun því að vera á bilinu 4.500 til 9.000 talsins. Benti Klara á að form- legt starf íþróttahreyfingarinnar á Íslandi byggðist á lögum og reglu- gerðum þar sem skýrt væri tekið fram að misrétti liðist ekki, en lítið væri minnst á málefni samkyn- hneigðra. Fyrsta skrefið til úrbóta og það mikilvægasta væri að lög og regl- ur tækju til jafnréttismála í víðari skilningi en því sem tengdist kyn- ferði. Við endurskoðun íþróttalaga yrði það mikið framfaraskref ef fjallað yrði ítarlegar um málefni minnihlutahópa og kveðið skýrt á um réttindi þeirra. Nefndi hún að það yrði mikil viðurkenning á tilveru samkynhneigðra í íslensku íþróttalífi ef verndarákvæði laganna yrði breytt á sama hátt og gert var í stjórnarskrá Íslands. „Það á að vera kappsmál fyrir íslenska íþróttahreyf- ingu að gera ráð fyrir minni- hlutahópum og nýta það góða tæki sem íþróttir eru til að stuðla að jafn- rétti. Íslensk íþróttahreyfing er heildarhreyfing og það verður að skoða hvort allir hafa jafnan aðgang að hreyfingunni og hvort allir fá sömu tækifæri,“ sagði Klara. Hún benti á að ástundun íþrótta væri mik- ilvæg forvörn gegn misnotkun vímu- efna og þá bentu rannsóknir til að börn og ungmenni sem stunduðu íþróttir næðu að jafnaði betri náms- árangri en þau sem gerðu það ekki. Klara telur mikilvægt að t.d. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og sérsambönd innan þess geri ráð fyrir samkynhneigðum í jafnrétt- isáætlunum sínum og að skoða þurfi hvort þörf sé á sérstökum átaksverk- efnum til að gera allar íþróttagreinar meðvitaðar. Eins þurfi að gera sam- kynhneigðum í íþróttum auðveldara að koma úr felum, en þá vanti tilfinn- anlega fyrirmyndir í þeim efnum. Engar rannsóknir eru til um stöðu samkynhneigðra og annarra minni- hlutahópa innan íslenskrar íþrótta- hreyfingar en úr því þarf að bæta að mati Klöru. Þá þurfi einnig að rannsaka líðan íslenskra ungmenna innan íþrótta- hreyfingarinnar og hvort samkyn- hneigðir hætti frekar í íþróttum eða hvort þeir jafnvel byrji síður að stunda íþróttir en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra. Loks þurfi að gera ráð fyrir í útgefnu efni, m.a. í tengslum við menntun þjálfara, að í íþróttum séu samkynhneigðir ung- lingar sem og þeir sem eru óvissir um kynhneigð sína og eins börn samkyn- hneigðra foreldra. „Íþróttahreyf- ingin verður að koma til móts við það mikilvæga verkefni sem hún hefur að gegna í uppeldismálum og hafa það í huga að þjálfarar eru mjög mik- ilvægir í uppeldi barna og ungmenna eins og kennarar,“ sagði Klara og benti á að íþróttir gætu verið öflugt tæki til að vinna gegn fordómum. Hluti samkynhneigðra hefur mátt þola fordóma í íþróttum Fordómar eigin liðsfélaga helsta ástæða þess að samkynhneigðir hætta í íþróttum Morgunblaðið/Kristján Á ráðstefnunni „Hver er sá veggur“ sem haldin var á Akureyri í gær var fjallað um samkynhneigð og unglinga í skólum, félagsstarfi og íþróttum. Kom fram að oft þurfa samkynhneigðir að þola fordóma. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is SÓL Krít 8.000 kr. aukaafsláttur á mann. 46.655kr. * ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 45 39 04 /2 00 4 27. júní, 4. júlí, 25. júlí og 15. ágúst á Golden Bay, Helios eða Elisso á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherb. á Helios í 7 nætur 27. júní Takmarkað framboð bókaðu stra x *Innifalið: Flug gisting í 7 nætur, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. Bókaðu á netinu, það borgar sig. Fleiri eða færri? Finndu verð á þinni ferð og kynntu þér frábær tilboð til Portúgals, Costa del Sol eða Mallorca á www.urvalutsyn.is Verð frá: ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra segir að menn verði að tala skýrt þegar þeir segi að hlutverk Íbúðalánasjóðs í framtíðinni eigi að beinast í meira mæli að félagslegum þáttum og ákveðnum landshlutum. Vísar Árni þar til ummæla Geirs H. Haarde fjármálaráðherra á ráð- stefnu Samtaka banka og verðbréfa- fyrirtækja á fimmtudag, og greint var frá í blaðinu í gær. Félagsmálaráðherra segir að stjórnvöldum sé lögum samkvæmt skylt að tryggja að allir landsmenn, hvar á landinu sem þeir búi og við hvaða félagslegu aðstæður sem er, fái aðgang að fasteignalánum á sömu kjörum. Um þetta markmið hafi ríkt pólitísk sátt og samstaða, síðast á Al- þingi í desember sl. þegar samþykkt voru breytt lög um húsnæðismál. „Við höfum náð þessum markmið- um með rekstri opinberra sjóða, nú síðast Íbúðalánasjóðs, en ég vil ekki útiloka að til frekari breytinga komi á starfsemi sjóðsins í framtíðinni. Hann hefur þróast í áranna rás en það er alveg skýrt í mínum huga að skylda okkar stjórnmálamanna er fyrst og síðast að tryggja hagsmuni fólksins í landinu frekar en fjár- magnsins,“ segir Árni. Íbúðalán á lands- byggðinni félagsleg? Félagsmálaráðherra segist spyrja sig hvað átt sé við þegar sjóðurinn eigi að vera félagslegur. „Ætlum við þá að skilgreina lán til húsnæðis- kaupa á landsbyggðinni sem fé- lagsleg? Ég er ekki reiðubúinn til þess. Á landsbyggðin að verða fé- lagslegur baggi á höfuðborgarsvæð- inu? Erum við þá að tala um að lágir vextir séu félagslegir eða háir vext- ir? Ég er ekki sammála þeirri póli- tísku sýn að allt sem gerist utan höf- uðborgarsvæðisins sé félagslegt,“ segir Árni og segir ýmsar spurning- ar vakna. Hann bætir því við að þeir fjár- málaráðherra eigi örugglega eftir að ræða málið frekar á næstunni. Félagsmálaráðherra um ummæli fjármálaráðherra um Íbúðalánasjóð „Menn verða að tala skýrt“ ÚTFÖR Jónasar B. Jónssonar, fyrrverandi fræðslustjóra í Reykjavík, var gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík í gær að við- stöddu fjölmenni. Séra Þórir Stephensen jarðsöng. Kistuna báru úr kirkju Ásgeir Guðmunds- son, Gerður Óskarsdóttir, Ingi- björg Björnsdóttir, Engilbert Gíslason, Björn Patrick Swift, Margrét Tómasdóttir, Jóhannes Torfason og Björgvin Magnússon. Morgunblaðið/Golli Útför Jónasar B. Jónssonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.