Morgunblaðið - 09.04.2005, Side 28

Morgunblaðið - 09.04.2005, Side 28
MONA er nafnið á nýrri verslun sem verður opnuð við Laugaveg í dag. Fimm fræknar konur eiga búð- ina þar sem þær bjóða vandaðan leðurfatnað sem og vörur hannaðar af nokkrum íslenskum konum. Fjórar þessara framtakssömu kvenna, þær Guðmunda Krist- insdóttir, Sigríður Elfa Sigurðardóttir, Svan- heiður Ingimundardóttir og Unnur Ágústsdóttir, eru bún- ar að vera vinkonur í mjög langan tíma og unnu saman á auglýsingadeild Þjóðviljans fyr- ir margt löngu og eru allar van- ar sölumennsku. En sú fimmta, Gordana Ristic, er ný í hópn- um og kemur frá Serbíu, en leðurfatnaðurinn í versluninni er einmitt frá Belgrad og dregur búðin nafn sitt af þeirri fatalínu sem heitir Mona. Boltinn fór að rúlla „Undanfarið ár erum við fjór- ar gömlu vinkonurnar búnar að vera að vinna að því að koma á koppinn einhverri viðskiptahugmynd, en við höfðum ekki fundið það sem við vildum versla með. Svo var það fyrir tilviljun að við Gordana hittumst vegna þess að dætur okkar eru skóla- systur og vinkonur. Við fórum að spjalla og hún sagði mér frá þessum frábæra serbneska leð- urfatnaði frá Mona, sýndi mér bæklinga með myndum og ég komst að því að hún var búin að kynna sér fyrirtækið vel. Hana langaði að opna verslun með þessar vörur en vantaði einhvern með sér, svo boltinn fór að rúlla,“ segir Sigga Elfa sem er myndlist- armenntuð og hefur hannað og búið til margt af því sem er innanstokks. Ullar- ljósakrónur sem hanga niður úr loftinu eru til dæmis verk Siggu Elfu og eins er hluti af innréttingunum, sem eru úr smíðajárni, hannaður af henni. Töluverð líkams- þjálfun Þær hafa lagt heil- mikið í að gera versl- unina eins og þær vilja hafa hana og í tjöldunum fyrir mát- unarklefunum liggur til dæmis margra klukkutíma búta- saumsvinna. „Uppistaðan í þessum tjöldum eru gamlar gardínur sem við fengum gef- ins og ýmislegt annað hér inni er frá gömlum tíma. Til dæmis eru hér tveir hundrað ára stól- ar og gólfið er úr gömlu húsi í Bretlandi og var flutt hingað þegar verslunin Monsoon var hér til húsa. Við hreinsuðum það og pússuðum og við erum búnar að rífa niður veggi og setja annað upp í staðinn og höfum því fengið töluverða líkamsþjálfun við það að koma þessari verslun á lagg- irnar. Þetta er samvinnu- verkefni okkar allra og við höfum fengið ómetanlega hjálp frá fjölskyldum okkar. Eiginmennirnir hafa þrælað hér baki brotnu og sam- býlismaður Svanheiðar, hann Magnús Guðjónsson hjá Glitni í Borgarnesi, hefur verið okkur einstaklega hjálp- legur með rafmagnið.“ Líka föt fyrir karlmenn Konurnar fimm ætla að skipta með sér verkum í verslunarrekstrinum og nýta styrkleika hverrar og einnar. „Ég er viðskiptafræðingur og Svanheiður er rekstrarfræðingur og við munum því sjá um að halda utan um fjármálin. En við erum báðar í fullu starfi annars staðar og verðum það áfram og því munu hinar þrjár skipta með sér afgreiðslustörfum í búðinni,“ segir Unnur og bætir við að Svanheiður og Sigga Elfa hafi báðar reynslu af verslunarrekstri. Sigga Elfa lætur ekki duga að hanna innanstokksmuni versl- unarinnar, hún hannar líka fatn- að úr ull og silki sem er til sölu í búðinni. „Við verðum líka með hönnun frá fjórum öðrum íslensk- um konum til sölu hér, frábæra kimonókraga frá Elínu Öglu Briem, fatnað frá Önnu Gunn- arsdóttur á Akureyri sem hún gerir úr leðri, ull, silki og fiski- roði og svo skartgripi frá þeim Dýrfinnu Torfadóttur og Þor- gerði Sigurðardóttur en Þorgerð- ur býr til skartgripi úr gleri,“ segja þær vinkonur að lokum og taka fram að Mona-fatnaðurinn sé bæði fyrir karla og konur og til að undirstrika það draga þær fram forláta skósíðan Matrix- herrafrakka úr leðri.  FRAMTAKSSEMI | Fimm fræknar konur opna saman verslun Styrkleiki hverrar fyrir sig nýtist vel Morgunblaðið/Þorkell Fimm hvítar konur með fimm svörtum gínum í versluninni Monu. Fv.: Unnur, Guðmunda, Gordana, Sigga Elfa og Svanheiður. Gordana í leðurjakka frá Mona úr ítölsku gæðaleðri og með kristöllum. Ullarkjóll hannaður af Siggu Elfu. Mona, Laugavegi 66. mona@internet.is Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is 28 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.