Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 94 . TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Við leggjum okkur 100% fram við að bjóða ávallt upp á lægsta verðið. Ef þú hefur keypt vöru í INTERSPORT og finnur sömu vöru á lægra verði í annarri verslun, þá endurgreiðum við þér mismuninn. Sýna þarf kassakvittun. Gildir í tvær vikur frá kaupdegi, gildir um allar vörur nema útsölu- eða tilboðsvörur. Intersport Húsgagnahöll Intersport Smáralind Intersport Selfossi Nýstirnið Shelbie Bruce Tólf ára aðalleikkona í myndinni Spenska í viðtali | Menning Lesbók | Eftirtekjur Kjarvals  Leiðsögn boðorðanna Börn | Skák er skemmtileg Íþróttir | Guðmundur Hrafnkelsson til Aftureldingar  Sérblað um enska boltann London. AP, AFP. | Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, efndi í gær til neyðarfundar og viðræðna um MG Rover, síðustu stóru bílaverk- smiðjurnar í landinu, en þær stefna nú í gjaldþrot. Fóru þær fram á greiðslustöðvun í gær þegar ljóst var orðið, að ekkert yrði af hugsanlegu samstarfi þeirra við kínverskan bíla- framleiðanda. Er þetta mjög erfitt mál fyrir Blair og ríkisstjórnina rétt fyrir kosningar enda blasir við, að þúsundir muni missa vinnuna. Blair var ekki fyrr kominn heim frá útför Jóhannesar Páls páfa II en hann hraðaði sér til Birmingham ásamt Gordon Brown fjármálaráð- herra en Rover-verksmiðjurnar eru þar. Upplýst hefur verið, að á mið- vikudag hafi Blair rætt í 25 mínútur við Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, og þá reynt að bjarga fyrir- huguðu samstarfi Rovers og bíla- verksmiðjanna í Sjanghæ, SAIC. Blair sagði í gær, að enn væri ekki útséð um, að af samstarfinu gæti orðið en í húfi eru 6.100 störf í Rov- er-verksmiðjunum og 18.000 störf hjá birgjum verksmiðjanna. Breska stjórnin hét í gær að að- stoða birgjana með 40 millj. punda, 4,6 milljörðum ísl. kr.. Fyrirheit hennar um 100 millj. punda, 11,5 milljarða kr., lán til Rovers þar til semdist við SAIC er nú úr sögunni. Gjaldþrot blasir við Rover Kemur Blair illa fyrir kosningar JÓHANNES Páll páfi II var lagð- ur til hinstu hvílu í gær í Péturs- kirkjunni eftir mjög áhrifa- og til- finningaríka útfararathöfn, sem er sú fjölmennasta sem sögur fara af. Um ein milljón manna var við útförina á Péturstorginu og næsta nágrenni en henni var sjón- varpað um allan heim. Að greftr- un lokinni hófst níu daga sorg- artími. Hinn 18. þessa mánaðar munu kardínálar loka sig af í Sixtínsku kapellunni og velja nýj- an páfa. Við útförina söng þýski kardín- álinn Joseph Ratzinger messuna og í ræðu sinni rakti hann æviferil Jóhannesar Páls II, allt frá því hann var verkamaður í Póllandi undir nasistum og þar til hann varð æðsti trúarleiðtogi meira en eins milljarðs manna. Hundruð þúsunda Pólverja komu til Rómar vegna útfararinnar./20 Reuters Fjölmennasta útför sögunnar VEL er líklegt að íslenskir félagsvísindamenn geti farið að flytja út þekkingu sína á sviði fíkni- efnaforvarna eftir 12 ára rannsóknarstarf þar sem leitt hefur verið í ljós m.a. að skipulagt tóm- stundastarf og samvera með foreldrum minnka líkur á fíkniefnaneyslu og afbrotum unglinga. Nokkrar borgir í Evrópu hafa fylgst með ár- angri Íslendinga á þessu sviði og vilja byggja forvarnastefnu sína á íslensku rannsóknunum. „Hér er um að ræða afar spennandi verkefni sem hefur vakið athygli víða í Evrópu,“ segir dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir, deildarforseti kennslu- fræði- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík, sem tekur til starfa í haust. Þaðan verður stjórnað samevr- ópskri rannsókn, sem fara á fram vorið 2006. Í framhaldi af henni verður hafin stefnu- mótunarvinna í Evrópulönd- unum undir heitinu Æska í Evrópu eða Youth in Europe. Meðal verkefna sem hafa gengið vel hér á landi og mætti nota sem grunn fyrir sambærileg verk- efni erlendis, er verkefnið Ísland án eiturlyfja sem Reykjavíkurborg setti af stað árið 1997. Inga Dóra segir að með því verkefni hafi náðst góður árangur sem hafi komið greinilega í ljós í úttekt sem gerð var á því. „Verkefnið gekk út á að ná til foreldra með mjög skýr skilaboð um lög um útivistartíma, um að eftirlitslaus partí ættu ekki að líðast, að það ætti að verja meiri tíma með börnunum sínum, og um að íþrótta- og tóm- stundastarf sé góð forvörn,“ segir hún. „Það verður einnig mjög spennandi að sjá hvort hægt verður að ná sama árangri í Evrópu og náðst hefur hérlendis og hvort smæð íslensks samfélags hafi ráðið miklu um árangurinn,“ seg- ir Inga Dóra Sigfúsdóttir. Forvarnir gegn fíkn og glæpum útflutningsvara Inga Dóra Sigfúsdóttir Eftir Örlyg Sigurjónsson orsi@mbl.is  Sjáum í þessu mikil tækifæri/4 ÞRÍR úr æðstu stjórn Tryggingamiðstöðv- arinnar (TM), með samanlagt meira en 100 ára starfsreynslu, hætta senn störfum hjá félaginu í kjölfar skipulagsbreytinga. Þetta eru þau Ágúst Ögmundsson, að- stoðarforstjóri Tryggingamiðstöðv- arinnar (TM), Ástrós Guðmundsdóttir deildarstjóri og Guð- mundur Pétursson deildarstjóri. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er óánægja á meðal starfsfólks TM með þessar breytingar en forstjóri TM segir þær gerðar „í fullri sátt“. Óskar Magnússon forstjóri segir að gerð- ir hafi verið starfslokasamningar við þessa starfsmenn og þeir muni hætta innan skamms í fullri sátt og með góðum hug í garð félagsins. „Þær skipulagsbreytingar sem við höfum verið að gera og sem eru mjög viðamiklar leiddu til tilfærslna á starfsfólki og í sumum tilvikum voru fólki boðin störf sem því hentaði ekki eða það kaus ekki. Í þeim tilvikum voru gerðir starfslokasamningar.“ Óskar segir umræddar stöður ekki verða til áfram með þeim hætti sem var og því verði ekki ráðið í þær. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins eru starfslokasamn- ingar ekki fullfrágengnir en þeir munu þó hljóða upp á greiðslur í liðlega tvö ár. Þrír yfir- menn TM hætta Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is Luanda. AFP. | Ekki hefur tekist að hemja faraldur af völdum Marburg- veirunnar í Angóla en nú eru að minnsta kosti 180 manns látnir. Allarangar Yokouibd, sjúkdóma- fræðingur hjá WHO, Alþjóðaheil- brigðisstofnuninni, sagði í gær, að Marburg-veiran væri hættulegri en Ebola-veiran, sem stundum hefur valdið mannskæðu fári. Eru veirurnar skyldar en í faraldrinum nú hafa fáir lifað af, sem sýkst hafa af Marburg- veirunni. Veldur hún miklum blæðing- um. Mikill ótti hefur gripið um sig í Angóla vegna sóttarinnar. Hættulegri en Ebola Lesbók, Börn og Íþróttir í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.