Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT HANS heilagleiki, Jóhannes Páll II páfi, var kvaddur hinstu kveðju á Péturstorginu í Róm í gær og voru allt að 300.000 manns á torginu til að fylgja honum til grafar. Joseph Ratzinger, kardínáli frá Þýskalandi, jarðsöng og sagði hann að menn gætu verið vissir um að páfi fylgdist með fólkinu „úr glugganum á húsi föðurins, að hann sér okkur og bless- ar okkur“, og benti á gluggana á íbúð páfa í grennd við torgið. Athöfnin á torginu hófst klukkan átta um morguninn að íslenskum tíma og lauk um klukkan ellefu. Ratzinger sagði páfa, sem gegndi embættinu í 26 og hálft ár, hafa ver- ið „prest til síðasta dags“ og hann hefði fórnað sér fyrir Guð og kristið fólk, síðustu mánuðina hefði hann þjáðst mikið. Ratzinger sagði menn syrgja Jóhannes Pál II en jafnframt ríkti vongleði og þakklæti í garð hans. Minning páfa hyllt með klappi Fagnaðarlæti urðu á torginu þeg- ar einföld kýprusviðarkista páfa, eingöngu skreytt krossi og bók- stafnum M (fyrir Maríu Guðs- móður), var borin út úr kirkjunni og látin á jörðina við altarið. Klukkum var hringt og enn var fagnað þegar líkmenn lyftu kistunni og báru hana á ný inn í kirkjuna að lokinni sálu- messunni. Kista páfa var að lokinni athöfn- inni á torginu borin niður í djúpa neðanjarðarhvelfingu á milli sjálfrar kirkjunnar og hinnar fornu kirkju sem kennd er við Konstantín keisara en elstu leifar steinlagningar og múra þar eru a.m.k. 1.700 ára gaml- ar. Kýprusviðarkistan var látin í aðra úr sinki til að líkamsleifarnar varðveitist sem lengst og hún síðan í kistu úr valhnotutré sem innsigluð var með rauðum borðum og innsigli páfa og Páfagarðs. Nafn páfa og skjaldarmerki hans eru á ystu kist- unni. Skammt frá meintum legstað Péturs postula Aðeins einn páfi, Píus IX á 19. öld, var lengur í embætti en Jóhannes Páll II, Píus var páfi í 31 og hálft ár. Fjöldi páfa hvílir í hvelfingunni og nokkra metra frá legstað Jóhann- esar Páls II er staðurinn þar sem talið er að Pétur postuli, fyrsti páf- inn, hafi verið jarðsettur í hvelfing- unni. Eduardo Martinez Somalo, kardínáli og camerlengo eða kamm- erherra páfa, annaðist athöfnina í hvelfingunni. Þar voru aðeins við- staddir æðstu menn kirkjunnar. Útförin á torginu hófst með greg- oríönskum kirkjusöng, „Drottinn, veit honum eilífa hvíld“ og gengu kardínálar í fullum skrúða inn á torgið. Ratzinger talaði ítölsku með sterkum hreim, hann rakti helstu æviatriði páfa, minnti á að Jóhannes Páll II, þá Karol Wojtyla, hefði ung- ur verið verkamaður í Póllandi er var hernumið af Þjóðverjum. Hann hefði ákveðið að helga sig þjónustu við Guð. „Fylg þú mér – sem ungur há- skólanemi var hinn ungi Karol Wojt- yla heillaður af bókmenntum, leiklist og ljóðlist. Hann vann í efnaverk- smiðju, þar sem öllum var ógnað af nasistum og heyrði þá rödd Herr- ans: Fylg þú mér,“ sagði Ratzinger. Hann bætti við að Wojtyla hefði við þessar undarlegu aðstæður farið að lesa rit um heimspeki og guðfræði og sótt leynilega kennsku hjá Adamo Stefano Sapieha kardínála. Eftir stríðið hefði hann síðan lokið náminu og tekið vígslu. „Við jarð- setjum í dag líkamsleifar hans sem sáðkorn ódauðleikans – hjörtu okkar eru full hryggðar en einnig samtímis vongleði og einlægu þakklæti,“ sagði kardínálinn. Vilja að Jóhannes Páll II verði tekinn í dýrlingatölu Undir lokin stóðu allir og sungu sálm þar sem þess var beðið að písl- arvottar myndu fagna hinum látna þegar hann kæmi til himna. Eins og siður er í mörgum Miðjarðarhafs- löndum við útfarir klappaði fólk öðru hverju til að hylla hinn látna meðan á messunni stóð. Margir á torginu hrópuðu einnig „heilagur, heilagur“ til að leggja áherslu á óskina um að hinn látni páfi yrði strax gerður að dýrlingi. Yfirleitt tekur slíkt ferli nokkra ára- tugi og þarf m.a. að færa sönnur á að kraftaverk hafi orðið fyrir tilstuðlan hins látna. Fjendur heilsast Talið er að allt að fjórar milljónir manna hafi komið til Rómar til að fylgjast með athöfninni og var komið upp sjónvarpsskjám á öllum helstu torgum og götuhornum til að fólkið sæi hvað fram fór. Allt að tveir millj- arðar manna um allan heim munu hafa fylgst með athöfninni í sjón- varpi. Auk þess að vera höfuð rösk- lega milljarðs kaþólskra manna um allan heim og biskup í Róm var páfi þjóðhöfðingi í minnsta ríki heims, Páfagarði, sem er innan við einn fer- kílómetrar að stærð með um þúsund fasta íbúa. Þjóðhöfðingjar og aðrir leiðtogar frá meira en 100 ríkjum voru viðstaddir athöfnina í gær. Tignargestum var raðað í sæti eftir franska stafrófinu að hætti dipló- mata og heilsaði forseti Ísraels, Moshe Katzav, með handabandi starfsbræðrum sínum frá Sýrlandi og Íran, Bashar Assad og Moham- med Khatami, hvorttveggja ríkjum sem neita að viðurkenna tilvist Ísr- aels. Katzav er fæddur í Íran í sömu borg og Khatami. Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar í Róm og voru mörg þúsund lögreglumenn á verði á húsaþökum og fleiri mikilvægum stöðum, her- þotur flugu yfir borginni. Bílaum- ferð var bönnuð í borginni frá því um miðnætti aðfaranótt föstudagsins, einnig allt flug yfir henni að und- anskildu eftirlitsflugi. Herskip og varðbátar voru á sveimi við strönd- ina í grennd við Róm og á ánni Tíb- er. Páfi kvaddur hinstu kveðju Reuters Horft yfir Péturstorgið í gær er útförin fór fram. Talið er að þar hafi verið allt að 300.000 manns en að auki voru milljónir aðkomumanna í borginni sem komu þangað til að kveðja Jóhannes Pál II páfa hinstu kveðju. Talið er að tveir milljarðar manna um allan heim hafi fylgst með útförinni í sjónvarpi. Hundruð þúsunda manna á Péturs- torginu og fjórar milljónir flykktust til Rómar Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Reuters Fjölmargir þjóðhöfðingjar og aðrir leiðtogar frá meira en 100 ríkjum voru viðstaddir athöfnina. Hér sést kistan borin fram hjá tignargestunum, með- al þeirra eru Margrét Danadrottning og eiginmaður hennar, Hinrik prins, George W. Bush Bandaríkjaforseti og Jacques Chirac Frakklandsforseti. Reuters Kista páfa látin síga í gröfina í hvelfingunni undir Péturskirkjunni. FULLTRÚI Ís- lands við útför Jóhannesar Páls II páfa í gær var Halldór Ásgríms- son forsætisráð- herra. „Þetta var afskaplega falleg og tilkomumikil athöfn og ég hef aldrei séð annað eins mannhaf,“ sagði Halldór í samtali við Frétta- vef Morgunblaðsins er útförinni var að ljúka. „Þessi athöfn snerti alla sem þarna voru og það var líka merki- legt að upplifa hvernig mannfjöld- inn tók þátt í athöfninni með því að klappa inn á milli. Það kom á óvart því við erum ekki vön því. Mér fannst það setja ákveðinn svip á þessa stund.“ Halldór segist hafa verið mættur fyrir utan Péturstorgið klukkan átta um morguninn en athöfnin hófst klukkan tíu að ítölskum tíma og lauk um klukkan hálftvö. „Við stöndum núna utan við Pét- urskirkjuna og erum að leita leiða til að komast aftur á hótelið sem mun áreiðanlega taka langan tíma. Þetta gengur þó allt tiltölulega vel, en menn verða að sýna þolinmæði.“ „Tilkomumikil athöfn“ Halldór Ásgrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.