Morgunblaðið - 09.04.2005, Side 8

Morgunblaðið - 09.04.2005, Side 8
8 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það er bara hvergi hægt að fá hreinan skít, Össi minn. Margir þeirra aðilasem nota vega-kerfið til vöru- flutninga telja Vegagerð- ina fara of geyst í öxulþungatakmörkunum. Ástand vega sé ekki metið dag frá degi og takmark- anir hangi inni í langan tíma þrátt fyrir breyting- ar á veðri og færð. Ástandið sé hvað verst á Austurlandi, en skást á Suðurlandi. Undanfarið hefur öxulþungi víða verið 10 tonn, en sums staðar minni. Vegagerðin segir að vernda verði vegakerfið með öxulþungatakmörkunum á vorin, en gefnar séu undanþágur þar sem þeirra er talin þörf. Má þar nefna mjólkurflutninga og flutn- ing þungra véla. Þá sé skammt síðan hámarksöxulþungi var hækkaður í 11,5 tonn og því ekki um verulega skerðingu að ræða þann stutta tíma sem vegir eru viðkvæmir vegna þíðu. Benedikt Hermannsson, af- greiðslustjóri hjá Eimskip á Aust- urlandi, Flytjanda, segir mikla umræðu hafa verið um málið und- anfarið og menn mjög ósátta. „Þetta er slæmt fyrir okkur og gríðarlegur kostnaður fyrir fyrir- tækið. Við þurfum að skera flutn- inginn í sumum bílum frá okkur niður um helming, önnum flutn- ingunum með aukabílum og þetta er kostnaður sem lendir á fyrir- tækinu. Þungaskatturinn og olíu- kostnaður er samt sá sami.“ Benedikt segir lokanirnar hafð- ar of lengi. „Núna eru alls staðar takmarkanir þrátt fyrir að 10 stiga frost hafi verið í nokkra daga og snjór yfir öllu. Maður hefur á tilfinningunni að Vegagerðin skoði þetta ekki nógu oft og reglu- lega. Þetta er bara afskaplega óþægilegt í alla staði og full ástæða til að takmarkanir séu endurskoðaðar daglega, það mun- ar um hvern dag sem þarf að létta bílana.“ Í sama streng tekur Ásgrímur Ásgrímsson, akstursstjóri hjá Flutningamiðstöð Austurlands, Landflutningum Samskipum. „Þetta er komið út fyrir öll vel- sæmismörk. Þeir hjá Vegagerð- inni eru ekki nógu sveigjanlegir dag frá degi, þótt þeir eigi það nú samt til undir sérstökum kring- umstæðum.“ Ásgrímur segist vita til þess að bílstjórar víða um land séu sama sinnis. „Við viljum að þessi mál séu rædd því við erum ógurlega þreyttir á þessu.“ Þurfa að aka krókaleiðir Guttormur Metúsalemsson, vinnslustjóri hjá Mjólkurbúi Flóa- manna á Egilsstöðum, segir það skjóta skökku við að umræðan snúist allaf um jarðgöng og há- lendisvegi þegar rætt sé um sam- göngubætur, en ekki sé minnst aukateknu orði á þann vanda sem skapast af öxulþungatakmörkun- um á löku vegakerfi. Í Mjólkur- stöðinni á Egilsstöðum snerta takmarkanirnar mjólkurflutninga talsvert. „Það er þó sjálfsagt lítið miðað við alla aðra flutninga“ seg- ir Guttormur. „Við erum líklega einn af fáum aðilum sem fáum undanþágur, því við verðum að sjálfsögðu að tæma mjólkina frá bændunum, það er ekki hægt að komast hjá því. Við reynum að fara eftir þessum undanþágum, en það þýðir til dæmis, að mjólkurbíll sem kemur að sunnan þarf að fara ótrúlegar krókaleiðir til að kom- ast að bæjum, t.d. í Breiðdalnum. Þá má ekki fara Breiðdalsheiði heldur þarf að aka firðina í Hérað. Svona er þetta líka með alla flutn- ingabílana, þeir mega varla vera með fullt hlass og þurfa sjálfsagt krókaleiðir á áfangastaði sína. Það getur munað töluverðum tíma í akstri. Hvað kostar þetta flutn- ingafyrirtækin og samfélagið?“ Vegir ná ekki að frjósa á ný Einar Þorvarðarson, umdæmis- stjóri Vegagerðarinnar á Austur- landi, segir að þó að einn og einn frostdagur komi, hafi það lítið að segja. „Það er orðinn það mikill hiti í vegunum að þeir ná ekki að frjósa. Það er komin smá skel en síðan er þítt undir. Við höfum þó létt af þegar eru lengri frostakafl- ar og veitt undanþágur og því ekki verið nein vandræði með flutn- inga. Það eru takmarkanir á öllum vegum á Austur- og Norðaustur- landi. Þetta er ástand sem skapast á hverju einasta vori, á meðan frost er að fara úr jörðu. Álagið á vegakerfið hefur verið að aukast mikið og allir flutningar að fara á land. Því þarf að verja vegakerfið á vorin. Vegagerðin er með sjálf- virkar veðurstöðvar sem sýna hita og daggarmark, umferðar- og frostmæla víða á vegum. Þannig má sjá hvernig frostástand vega er og hita í yfirborði þeirra. Á nýj- um frostmælum, sem verið er að setja í vegi um þessar mundir, sést nákvæmlega þykkt frosts- keljar í yfirborði vegar og hvort raki eða krapi er í veginum. Því er orðið hægt að fylgjast mjög vel með ástandi vega og meta það á faglegum forsendum.“ Landflutn- ingar fara mjög vaxandi og segir Einar að vegakerfið sé ekki í stakk búið til að taka við svo mikl- um flutningum né heldur þoli það 11,5 t öxulþunga sem tíðkist hjá ESB. Fréttaskýring | Ekki eining um takmark- anir á öxulþunga sem víða eru í gildi Tómir trukk- ar á vegum Tíu tonna öxulþungi er nú víða á vegum og flutningabílar aka þá hálftómir Landflutningar eru að stóraukast Flutningafyrirtæki í vand- ræðum vegna öxulþunga  Vöruflutningabílstjórar kvarta undan öxulþungatak- mörkunum Vegagerðarinnar og segja þær ganga út í öfgar. Flutningafyrirtæki senda bílana hálfa af vörum til að létta þá og telja sig tapa stórum fjárhæðum. Vegagerðin vísar gagnrýni um ofnotkun öxulþungatakmarkana á bug og segir að reynt sé að meta ástand vega á faglegan hátt og vernda vegakerfið fyrir mjög auknu álagi á viðkvæmasta tíma. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.