Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 30
S amráðsfundur er nokkurs konar árs- fundur Landsvirkjunar, haldinn árlega þar sem stjórnendur flytja skýrslur um starfsemi síðasta árs. Vegna fertugs- afmælis fyrirtækisins var þó meira um dýrðir en oft áður og fundargestir í hátíðarskapi. Afmælisávörp voru flutt, viðurkenningar og styrkir afhentir, Sigfús Bjartmarsson las ljóð, Brynhildur Guðjónsdóttir söng nokkur lög úr sýningunni um Edith Piaf og Landsvirkjunarkórinn tók lagið. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði m.a. í ræðu sinni að víða erlendis hefðu orku- fyrirtæki verið hvött til að nýta vatnsorkuna og aðr- ar endurnýjanlegar orkulindir enn betur en nú væri gert og framleiða svokallað grænt rafmagn, raforku framleidda með endurnýjanlegum hætti. Rifjaði Friðrik upp að árið 2001 hefði Evrópu- sambandið samþykkt tilskipun sem kvað á um aukna hlutdeild endurnýjanlegrar orku í raf- orkuframleiðslunni og grænt rafmagn nyti nú margs konar fjárhagslegs stuðnings í Evrópusam- bandinu. „Til að svo megi verða þarf fyrst að fá það stað- fest af viðurkenndu vottunarfyrirtæki að viðkom- andi stöð fullnægi öllum skilyrðum þar um. Nýlega lét Landsvirkjun þýska vottunarstofu votta stöðvar sínar og er skemmst frá því að segja að þær stóðust allar prófið með sóma. Landsvirkjun hefur nú óskað eftir því að fá græn vottorð útgefin fyrir rafmagns- framleiðslu sína. Í kjölfarið hefur Landsvirkjun gert fyrsta samning sinnar tegundar um sölu á grænum íslenskum vottorðum til Austurríkis. Sýnir þetta glöggt áhuga Evrópubúa á sjálfbærni orkufram- leiðslu Íslendinga,“ sagði Friðrik, sem fyrir hönd Landsvirkjunar fékk afhent í gær vottorð um gæða- kerfi úr hendi Kjartans J. Kárasonar, fram- kvæmdastjóra Vottunar hf. Þar er staðfest að orkusvið Landsvirkjunar starf- rækir gæðakerfi sem samræmist kröfum ISO- gæðastaðalsins. Tekur vottorðið til framleiðslu, sölu og afhendingar raforku til viðhalds framleiðsluein- inga í eftirtöldum vatnsaflsstöðvum: Vatnsfellsstöð, Hrauneyjafossstöð, Sigöldustöð, Sultartangastöð, Búrfellsstöð, Steingrímsstöð, Ljósafossstöð, Straumsvíkurstöð, Blöndustöð, Rangárvallastöð, Laxárstöðvum, Bjarnarflagsstöð og Kröflustöð. Sérstaklega var fjallað um græn gæðavottorð á samráðsfundinum af Eiríki S. Svavarssyni, sem kynnti lokaverkefni sitt um beitingu ESB-reglna á raforkumarkaði og áhrif þeirra á íslenskan markað. Hlaut Eiríkur styrk til þessa verkefnis frá Lands- Samráðsfundur Landsvirkjunar haldinn í gær á 40 ár Selja græn g Starfsmenn, fyrrum stjórnendur Landsvirkjuna þágu fyrirtækisins. Talið f.v. eru það Jakob Bjö forstjóri Landsvirkjunar, Árni Grétar Finnsson arformaður Landsvirkjunar og seðlabankastjór Sogsvirkjana í meira en 40 ár, var einnig heiðra Mikið var um dýrðir á samráðs- fundi Landsvirkjunar þar sem 40 ára afmæli fyrirtækisins var fagnað. Björn Jóhann Björns- son leit inn á Hótel Nordica í gær og komst m.a. að því að rannsóknir og umhverfismál eru ofarlega á baugi hjá Lands- virkjun um þessar mundir. 30 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. TALSMAÐUR GUÐS BORINN TIL GRAFAR Það er ekki algengt að mannfjöldií milljónaborg tvöfaldist og gottbetur á fáeinum dögum. Þetta hefur gerzt í Rómaborg í vikunni; gizkað er á að yfir fjórar milljónir manna hafi verið gestir í borginni og bætzt við þær 2,5 milljónir sem þar búa. Tvær milljónir manna gengu framhjá líki Jóhannesar Páls II páfa í Péturskirkjunni til að votta honum virðingu sína. A.m.k. milljón manna var á og við Péturstorgið við útför páfa í gær og annars staðar í Rómaborg fylgdust milljónir manna með útför- inni á sjónvarpsskjám. Líklega hafa aldrei fleiri tekið þátt í jarðarför. Og erfitt er að finna nokk- urn samjöfnuð yfirleitt, nema ef vera kynni messu Jóhannesar Páls II sjálfs í Manila á Filippseyjum árið 1995. Tal- ið er að hana hafi um fjórar milljónir manna sótt og hefur hún oft verið tal- inn stærsti mannsöfnuður í sögunni. Gæti nokkur rokkstjarna, nokkur stjórnmálaleiðtogi, nokkur mótmæla- hreyfing, nokkurt náttúrufyrirbæri dregið að sér annan eins mannfjölda á örfáum dögum? Einræðisherrarnir, sem réðu lögum og lofum í heimalandi Karols Wojtyla á mótunarárum hans, lögðu mikla áherzlu á að láta smala saman fólki til að hylla sig. Talið er að Adolf Hitler hafi haft 1,5 milljónir manna upp úr krafsinu í Nürnberg 1937 og Jósef Stalín eitthvað álíka á góðu byltingarafmæli. Engum hinna fjögurra milljóna pílagríma í Róm var hins vegar skipað að fara þangað. Þeir komu af frjálsum vilja til að votta miklum leiðtoga virðingu sína. Af hverju? Systir Agnes, príorinna í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði, út- skýrði það ágætlega í viðtali við Rík- issjónvarpið á miðvikudagskvöld: „Hann var svo nálægt Guði. Hann var svo mikill talsmaður milli okkar hér og Guðs.“ Guð velur sér marga talsmenn. En Jóhannes Páll II var óneitanlega í hópi þeirra öflugustu. Hógvær en staðfast- ur málflutningur hans átti til að mynda sinn þátt í að brjóta niður járn- tjaldið og útrýma veldi arftaka Stal- íns, sem fáir trúðu að myndi falla svo skjótt. Þannig eru það trúarbrögðin, krist- indómurinn, sem enn einu sinni sanna yfirburði sína yfir hugmyndafræði, sem vildi úthýsa þeim. Veldi Hitlers og Stalíns eru hrunin og horfin í sand- inn. Kirkja Krists stendur á tveggja árþúsunda bjargi. OFBELDI GEGN ÖLDRUÐUM Sú dapurlega staðreynd að aldraðirgeta átt á hættu að vera beittir of- beldi af hálfu þeirra, sem um þá ann- ast, var viðfangsefni námstefnu sem efnt var til á Akureyri á fimmtudag. Fram kom að ofbeldi gegn öldruðum væri dulið vandamál og erfitt viður- eignar, enda væri það yfirleitt framið af ættingjum eða öðrum nákomnum og því sjaldan kært. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á ofbeldi gegn öldr- uðum á Íslandi, en Ólafur Þór Gunn- arsson, lyf- og öldrunarlæknir á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi, sagði í erindi á námstefnunni að léleg heilsa og skert líkamleg geta hins aldraða yki hættuna á ofbeldi, þar eð viðkomandi væri þá illa í stakk búinn að verja sig eða leita hjálpar. Ólafur nefndi nokkur átakanleg dæmi um ofbeldi sem uppvíst hefði orðið um gegn öldruðu fólki, meðal annars um tæplega níræðan karl, sem þjáðist af legusárum og vannæringu í umsjá dóttur sinnar, sem bjó í fé- lagslegri íbúð hans og naut góðs af bót- um hans. Annað dæmi tók Ólafur af karlmanni með heilabilun og hjarta- sjúkdóm, sem varð fyrir því að sonur hans hélt eftir hluta hjartalyfja hans til að koma honum fyrr inn á sjúkra- hús. Þá nefndi Ólafur dæmi um and- legt ofbeldi sem aldraður maður varð fyrir af hálfu starfsfólks á elliheimili vegna sjálfstæðra skoðana sinna á því hvernig ætti að annast gamalt fólk. Þau tilvik sem hér er lýst hljóta að vekja reiði og skömm. Ekki síst er óhugnanlegt til þess að vita að einelti gagnvart vistmönnum geti átt sér stað innan veggja hjúkrunarheimila, þar sem gera verður kröfu um fagleg vinnubrögð. Samfélaginu ber skylda til að standa sérstaklega vörð um ör- yggi og velferð þeirra sem til dæmis sökum aldurs – ungs eða hás – geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Ástæða virðist til þess að kanna hversu umfangsmikið vandamál of- beldi gegn öldruðum er hér á landi og skoða í framhaldinu hvernig stemma megi stigu við því. FRUMKVÆÐI VEITINGAMANNA Það er skynsamlegt af veitingamönn-um í Samtökum ferðaþjónustunnar að hafa frumkvæði að samstarfi við stjórnvöld um bann við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum. Til þessa hafa tillögur um reykingabann til að vernda starfsfólk og viðskiptavini veit- ingastaða fyrir heilsutjóni af völdum óbeinna reykinga mætt andstöðu meðal veitingamanna. Nú gera þeir sér aug- ljóslega grein fyrir því að þekking á af- leiðingum óbeinna reykinga er orðin svo útbreidd og stuðningur almennings við reykingabann þar af leiðandi svo mikill, að bann er óumflýjanlegt. Þeir vilja því tryggja sér áhrif á fram- kvæmdina, sem er ekki nema eðlilegt og sanngjarnt. Veitingamenn biðja um að bannið taki því ekki gildi fyrr en um mitt ár 2007. Það er varla miklu seinna en orðið hefði ef Alþingi hefði einhliða sett lög um reykingabann. Innan stjórnarflokkanna hefur verið andstaða við frumvarp Sivjar Friðleifs- dóttur og fleiri þingmanna um reyk- ingabann á veitingastöðum, meðal ann- ars á þeirri forsendu að bann væri andstætt hagsmunum veitingamanna. Nú þegar veitingamenn leggja sjálfir til reykingabann ætti sú andstaða að vera að mestu úr sögunni. Jafnframt ætti Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra nú ekki að vera neitt að vanbúnaði að ganga til samstarfs við veitingamenn um framkvæmd banns, sem gengur í gildi eftir tvö ár. LANDSVIRKJUN afhenti á samráðsfundi s um í gær styrki til sjö námsmanna sem stun meistara- eða doktorsnám á ýmsum sviðum Þetta er í annað sinn sem Landsvirkjun veit styrki af þessu tagi en alls bárust 50 umsókn ir. Dómnefnd fjallaði um umsóknirnar. Þrjár milljónir króna voru til ráðstöfunar og fær hver styrkþegi 400–500 þúsund krón ur í sinn hlut. Lokaverkefni þeirra tengjast öll starfsemi Landsvirkjunar á einn eða ann an hátt. Þeir sem styrk hlutu voru Edda Sif Aradóttir, meistaranámsnemi í eðlisefna- fræði við Háskóla Íslands, Edda Sigurdís Oddsdóttir, sem hefur lokið meistaranámi í líffræði og kennsluréttindum frá Háskóla Ís lands, Eyrún Linnet, sem stundar meist- aranám í rafmagnsverkfræði með raf- orkukerfi sem aðalfag við Tækniháskólann Kaupmannahöfn, Hálfdán Ágústsson, sem stundar doktorsnám í jarðeðlisfræði við HÍ, Ólafur Oddbjörnsson, meistaranámsnemi í byggingarverkfræði við Háskólann í Bristo Reynir Freyr Bragason, meistaranámsnem rafmagnsverkfræði og stýritækni við Tækniháskólann í Lundi, og Þórunn Péturs dóttir, sem stundar nú meistaranám í um- hverfisdeild nýstofnaðs Landbúnaðarháskó Íslands. Landsvirkjun styrkir verkefni sjö námsmanna  Meira á mbl.is/ítarefni Heiðruð fyrir vel unn SALA á kindakjöti á síðasta ári og það sem af er þessu ári hefur verið óvenju mikil, og útilokar formaður Landssam- bands sauðfjárbænda ekki að skortur verði á kindakjöti seinnipart sumars ef fram fer sem horfir. „Við munum leita allra leiða til þess að það gerist ekki,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauð- fjárbænda. „Það er ekki búið að flytja út allt það magn sem á að flytja út og við munum reyna að sitja á því. Svo verða bændur beðnir um að koma með fé til er lag til þess unum þá er þa segir að ekki h hversu mikilla en sagði ljóst „verulega hæk um í sölu innan Á árinu 2004 tonn, sem er undan. Það sem uppleið, á fyrst er salan 15,6% tíma í fyrra. „Fólk er orð gæði og hollus sem við höfum slátrunar fyrr en áður, svo það verður byrjað að slátra hér eftir miðjan júlí til að mæta þessari þörf.“ Aðalfundi Landssamtaka sauðfjár- bænda lauk í gær, og segir Özur að þar hafi verið samstaða um það að mikil sala á kindakjöti undanfarið sé grundvöllur þess að bændur muni krefjast hækkaðs skila- verðs frá afurðastöðvum, enda hafi verð á kjöti í smásölu verið að hækka undanfar- ið. Krefjast hækkana til bænda „Birgðir af kjöti eru í algeru lágmarki, og það stefnir í að þær verði engar í haust, engar eldri birgðir til. Ef einhvern tímann Óvenju mikil sala hefur verið á kindakjöti unda Útiloka ekki sko seinnipart suma Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.