Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 29
MENNING
Í HAFNARBORG hefur myndlistarmaðurinn Jóhannes
Dagsson komið fyrir ljósmyndatengdum verkum á sýn-
ingu sem hann kallar Endurheimt og opnar í dag. Ljós-
myndatengd – vegna þess að þar er um að ræða hátt í
fimmtíu ára gamlar ljósmyndir úr smiðju föður hans,
Dags Jóhannessonar úr Aðaldal, sem Jóhannes hefur síð-
an fengist við með ýmsum hætti, málað í þær og yfir þær.
Ljósmyndirnar sýna hóp fólks í landgræðsluferð bænda
árið 1958 – allt í svarthvítu að sjálfsögðu – og leiða hug-
ann ósjálfrátt aftur í tímann. „Það er merkilegt, að mörg-
um finnst að þessar myndir hljóti að vera miklu eldri en
frá 1958,“ segir Jóhannes. „Af því að þessi tími er svo
löngu horfinn. Samt eru þarna ýmis merki nútímans,
bílar og fleira. En það er eitthvað við þær sem er svo
fornt.“
Viðbótarlag eða lína
Það eru liðin þó nokkur ár síðan Jóhannes uppgötvaði
myndirnar og hefur hann gengið með þær „í maganum“
síðan. Síðasta ár hefur farið í að gera þær að þeim verkum
sem prýða Hafnarborg nú. „Það var nú hálfgildings til-
viljun sem réð því að ég fór að vinna með þessar myndir.
Ég fann filmuna sem þær eru á fyrir lukku og fannst þær
sjarmerandi. Það er eitthvað í þeim, vegna þess að þær
eru ekki heimildarmyndir í þeim skilningi,“ segir hann.
Í sumum verkanna hefur Jóhannes stillt upp stórri
„ósnertri“ ljósmynd við hliðina á sömu mynd sem hann
hefur málað í, mismikið. „Hugmyndin er að þetta sé eins
og viðbótarlag eða viðbótarlína, sem bætist við eða flétt-
ast saman við hina,“ útskýrir hann. „Mér fannst ekki nóg
að sýna bara myndirnar sjálfar, heldur vildi ég bæta við
einhverju sem myndi breyta merkingunni.“
Önnur verk eru á litlum strigarömmum, sem eru settir
nokkrir saman, bæði ljósmyndir og málverk. „Hérna er
ég farinn að klippa niður og skeyta saman, og eiga miklu
meira við myndirnar,“ segir hann. „Þetta er kannski
ákveðin aðferð til að fá miðlana til að vinna saman. Hug-
myndin er ekki að stilla þeim upp sem andstæðum, held-
ur fá þá til að víxlleggjast svolítið.“
Margt spennandi að gerast
Endurheimt kallar Jóhannes sýninguna. Hvað merkir
það, í þeim skilningi? „Heitið kom til vegna þess að þeir
eru að reyna að endurheimta landið, í þessari land-
græðsluferð. En svo er það líka það að ég er að reyna að
endurheimta eða vekja upp aftur eitthvað sem er horfið.
Þetta er líka spurning um minni og geymd, hvað maður
man og hvað gleymist,“ svarar Jóhannes.
Hann segist alltaf hafa haft áhuga á ljósmyndum og því
hafi hann kosið að taka þessar ljósmyndir föður síns fyrir,
en hefur lítið tekið af myndum sjálfur. Hann segist hvorki
líta á sig sem ljósmyndara né heldur málara. „Ég lít eig-
inlega á mig sem myndlistarmann. Ég sé enga merkingu í
því að flokka sig eftir hinum eða þessum miðli – þetta er
allt saman orðið svo tengt að ég sé ekki að það skipti máli.
Allir miðlar geta unnið saman undir réttum kring-
umstæðum.“
Jóhannes útskrifaðist úr Edinburgh College of Art árið
2002 og hefur sýnt nokkuð síðan, að nokkru leyti fyrir
norðan þaðan sem hann er. Að hans mati er margt spenn-
andi að gerast í myndlist þessa dagana. „Ef ég á að nefna
áhrifavalda, gæti ég til dæmis nefnt Þjóðverjann Gerard
Richter. En annars finnst mér yfirhöfuð margt sniðugt
vera að gerast í myndlist. Fólk er að gera allt milli himins
og jarðar, og ég held að það sé ágætt.“
Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11
til 17 og stendur til 9. maí.
Endurheimt í Hafnarborg
Morgunblaðið/Sverrir
Í sumum verkanna á sýningu sinni í Hafnarborg hefur Jóhannes Dagsson
myndlistarmaður stillt upp stórri „ósnertri“ ljósmynd við hliðina á sömu
mynd sem hann hefur málað í, mismikið.
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttir
ingamaria@mbl.is
Á annan tug tónleika stendurtónlistarunnendum til boða áhöfuðborgarsvæðinu frá
föstudagskvöldi til sunnudags-
kvölds. Þetta er óvenju mikið á þess-
um árstíma, þegar vortónleikar kór-
anna eru enn ekki hafnir, – en þeirri
uppskerutíð fylgir jafnan mikil tón-
leikafjöld.
Fjölbreytnin í tónleikahaldi helg-
arinnar er líka talsverð; Blás-
araoktettinn Hnjúkaþeyr leikur í
Dómkirkjunni á morgun kl. 17,
Marta Hrafnsdóttir syngur á tón-
leikum í 15:15 röð Caput í Borg-
arleikhúsi í dag, ameríski píanóleik-
arinn Heather Schmidt leikur eigin
tónlist og annarra í Salnum á morg-
un kl. 15 og Bryndís Halla Gylfadótt-
ir og Edda Erlendsdóttir halda út-
gáfutónleika í Salnum annað kvöld,
en ný plata þeirra fékk verðlaunin
Besta plata ársins þegar Íslensku
tónlistarverðlaunin voru veitt fyrr á
árinu.
Sérstaka athygli vekja tónleikar ísal FÍH við Rauðagerði í dag kl.
15.30, en þar syngja þær Signý Sæ-
mundsdóttir og Jóhanna Þórhalls-
dóttir dægurlög, sem mörg hver
heyrðust fyrst í Danslagakeppni Út-
varpsins. Trausti Jónsson veð-
urfræðingur hefur unnið ómet-
anlegt starf við að safna og halda til
haga íslenskum sönglögum af öllum
gerðum, og hefur hann aðstoðað
söngkonurnar við val á lögunum.
Meðal lagahöfundanna eru Oscar
Cortes, Bjarni Böðvarsson, og Árni
Ísleifs, en með söngkonunum leikur
tríó skipað Bjarna Jónatanssyni pí-
anóleikara, Hjörleifi Valssyni fiðlu-
leikara og Gunnari Hrafnssyni
bassaleikara. Signý og Jóhanna
syngja einnig lög frá stríðsárunum
eftir Kurt Weill.
Auður Gunnarsdóttir sópr-ansöngkona hefur ekki mikið
sungið á Íslandi síðustu árin, en hún
syngur á tónleikum í Salnum í dag
kl. 16. Efnisskrá Auðar er for-
vitnileg, en þar er meðal annars
lagaflokkurinn Sieben Frühe Lieder
eftir Alban Berg; sjö af ástælustu
lögum Sibeliusar, sex lög eftir Grieg
og þrjú eftir Rakhmaninov. Auður
segir tónleikana hafa yfirskriftina
Sjúk ást.
„Þetta er sjúk ást í tvennum skiln-
ingi: bæði þessum sem við þekkjum
úr slangrinu, sjúkleg, æðisleg og
frábær, en líka sjúk í eiginlegri
merkingu. Það á sérstaklega við um
ástina í lögum Bergs. Expressjón-
íska ástin stendur á svolítið sjúkum
fótum, þar sem allt er eins og hulið
grárri slæðu, – tilfinningar stórar,
og fara allt að því yfir strikið í því
sem hollt er. Þetta einkennir ljóð
Bergs; – þau eru bólgin, og maður
getur leyft sér að ganga langt og
vera ýktur í túlkuninni. Á móti
finnst mér lög Sibeliusar og Rakhm-
aninovs vera hrein sálarmúsík, sem
kemur beint úr iðrunum, milliliða-
laust. Berg þarf maður að mála
meira. Grieg er stillti drengurinn í
þessum hópi, agaður og prúður, og
það er bara talsvert erfitt í þessu
samhengi,“ segir Auður.
Lög Griegs minna um margt á lög
Schuberts í fágun sinni að sögn Auð-
ar, og Schubert á sína fulltrúa í tón-
leikahaldi helgarinnar.
Eyjólfur Eyjólfsson tenórsöngvari
verður gestur Kasa hópsins á tón-
leikum í Norræna húsinu í dag kl.
14. Eyjólfur syngur þar úrval ljóða-
söngva Schuberts, þar með talinn
Silunginn, en Kasa leikur einnig tvö
sjaldheyrð tríó hans, Næturljóð í Es-
dúr fyrir fiðlu, selló og píanó og Tríó
í B-dúr fyrir fiðlu, víólu og selló.
Sjúkleg og sjúk ást
’Þetta er sjúk ást í tvennum skilningi: bæði þess-um sem við þekkjum úr slangrinu, sjúkleg, æðisleg
og frábær, en líka sjúk í eiginlegri merkingu.‘
AF LISTUM
Bergþóra Jónsdóttir
Auður Gunnarsdóttir söngkona og Andrej píanóleikari.
Morgunblaðið/Sverrir
Eyjólfur Eyjólfsson tenórsöngvari, annar frá hægri, ásamt Kasa hópnum. Tónleikar þeirra verða í Norræna húsinu í dag kl. 14.
Jóhanna og Signý með tríói sínu.
begga@mbl.is