Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 49
KÓR Menntaskólans við Hamrahlíð verður í tónleikaferð í Borg- arfirði og á Snæfells- nesi um helgina. Kórinn heldur al- menna tónleika í Reykholtskirkju í Borgarfirði í dag kl.15. Á morgun syngur kórinn við messu í Ólafsvík- urkirkju og flytur söngdagskrá í kirkj- unni kl.13.30 en messan hefst að venju kl.14. Annað kvöld heldur kórinn tónleika í Stykk- ishólmskirkju kl. 20. Tónleikarnir í Stykkishólmskirkju eru tileinkaðir heiðursborgara Stykkishólms, Árna Helgasyni menningarfröm- uði, sem hefur unnið að uppeldis- málum allt sitt líf. Á mánudaginn heldur kórinn þrenna skólatónleika, fyrir Grunn- skólann í Stykkishólmi, Grunn- skóla Snæfellsbæjar, Fjölbrauta- skóla Snæfellinga og Grunnskóla Grundarfjarðar. Kórinn gistir í hinum nýja Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga í Grundarfirði. Á efnisskrá kórsins í þessari ferð eru ís- lensk og erlend verk m.a. eftir J.S.Bach, Vaughan Williams, Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjörns- son, Hafliða Hall- grímsson, Gunnar Reyni Sveinsson og Jórunni Viðar auk þjóðlaga frá ýmsum löndum. Í nokkrum verkanna leika kór- félagar með á hljóð- færi. Á þessari vorönn er Kór Menntaskólans við Hamrahlíð skipaður 75 nem- endum á aldrinum 16–20 ára. Stjórnandi kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir, stofnandi kórsins og upphafsmaður kórstarfsins í Hamrahlíð, en hún stjórnar líka Hamrahlíðarkórnum (sem er skip- aður eldri nemendum). Rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, Lárus H.Bjarnason, er fararstjóri í ferðinni. Aðgangur á tónleika kórsins er ókeypis og öllum heimill. Kór MH syngur í Borgarfirði og á Snæfellsnesi Þorgerður Ingólfsdóttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 49 DAGBÓK Félagsstarf Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Fjölskylduganga Háaleit- ishverfis „Út í bláinn“ laugardags- morgna kl. 10. Vatn og teygjur. Skráning hafin í framsögn og túlkun 6 v. námskeið sem hefst 11. apríl. Kennari Soffía Jakobsdóttir leikari. Skráning í þæfingu. Vetrarferð Gull- foss/Geysir 12. apríl. S: 568 3132. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fræðslunefnd FEB verður með fræðslufund föstudaginn 15. apríl kl. 15.30 Ásgarði Glæsibæ. Undir yf- irskriftinni Meðöl eða morgunganga. Þar munu 2 kunnir fræðarar ræða um það sem snertir þessi mál. Guð- mundur Björnsson endurhæf- ingalæknir og Ólafur Jóhannesson íþróttafræðingur. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnudagskvöld Caprí– tríó leikur fyrir dansi frá kl 20.00. Félagsstarf Gerðubergs | Fimmtud. 14.apríl kl. 13.15: ,,Kynslóðir saman í Breiðholti, félagsvist í samstarfi við Seljaskóla, vegleg verðlaun frá ESSO, allir velkomnir. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Þing ungs kirkju- fólks kl. 11–17. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænastund kl. 20:00 öll laug- ardagskvöld. Einnig er bænastund alla virka morgna kl. 07–08. Allir velkomnir. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos SÍÐUSTU 15:15 tónleikar starfs- ársins verða í dag á Nýja sviði Borgarleikhússins. Að þessu sinni verða það tónleikar undir yfirskrift- inni Ferðalög. Flytjendur á tónleikunum verða Marta Hrafnsdóttir altsöngkona, Daníel Þorsteinsson píanóleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Þema tónleikanna að þessu sinni verður „Tengsl við Eystrasalt“. Efnisskráin byggist að miklu leyti í kringum tónlist úr kammeróperunni „Hugstolinn“ sem þessir þrír tón- listarmenn hafa sýnt undanfarið bæði á Listahátíð í Reykjavík og í leikhúsum erlendis. Í sýningunni eru flutt tvö lög úr ljóðaflokknum Tengslum eftir Hjálmar H. Ragn- arsson við ljóð Stefáns Harðar Grímssonar. Á þessum tónleikum verða flutt öll 6 lögin í nýrri útsetn- ingu fyrir alt, selló og píanó. Upp- haflega eru lögin skrifuð fyrir alt og strengjakvartett. Þá verður flutt verk finnska tónskáldsins Tapios Tuomela, Vuohenki Luohti, sem tónskáldið útfærði sérstaklega fyrir alt, selló og píanó. Tapio var til- nefndur til Norrænu tónlistarverð- launanna í fyrra. Auk þessara verka verður flutt Lýrísk svíta fyrir selló og píanó eft- ir finnska tónskáldið Leevi Made- toja og Fratres fyrir selló og píanó eftir eistneska tónskáldið Arvo Pärt. Meðal helstu viðkomustaða frá upphafi Ferðalaga árið 2001 má nefna Frakkland, Rússland, Bæ- heim, Færeyjar, Ísland og Bret- landseyjar. Lokatónleikar 15:15 Marta Hrafnsdóttir í hlutverki sínu í Ferðalög. 9. apríl Aðdáun hefst þar sem skilningur endar. Charles Baudelaire (f. 1821) Vont er að láta leiða sig, leiða og neyða. Verra að láta veiða sig, veiða og meiða. Vont er að vera háð, verst að lifa af náð. Gott er að vera fleyg og fær frjáls í hverju spori. Sinnið verður sumarblær, sálin full af vori. Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum (f. 1857): Vont og verst Önnur afmælisbörn dagsins: Elias Lönnrot 1802 (Finnland) Ragnheiður Jónsdóttir 1895 Johannes Bobrowski 1917 (Þýskaland) Árbók bókmenntanna SIGGA Hanna opnar sýningu á „textile collage“-veggteppum undir yfirskriftinni Án landamæra í List- húsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, í dag kl. 16–18. Sigga Hanna fæddist í Reykjavík árið 1943. Hún fór í Myndlista- og handíðaskólann hjá Kurt Zier í fyrndinni en sótti einnig ýmis kvöldnámskeið í Myndlistaskól- anum í Reykjavík. Hún hefur feng- ist við saum, vefnað, litun, prjón, útsaum, málun, teiknun, mynd- mótun, ljósmyndun, garðyrkju, húsamálun, veggfóðrun o.fl. o.fl. Undanfarin misseri hefur Sigga unnið við myndteppi. „Oftast yfirfæri ég ljósmyndir á textíl og verkfæri mín eru skæri og saumavél. Myndefni mitt sæki ég til náttúrunnar, lífsins og tilver- unnar. Iðulega finn ég myndefni mitt í dægurmálum, „pólitísk teppi“ eða „teppapólitík“ og tek þá gjarn- an einhvern á teppið,“ segir Sigga Hanna. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10–18, kl. 11–16 á laugardögum. Lokað á sunnudögum. Sýningunni lýkur 4. maí. Pólitísk teppi hjá Ófeigi JBK Ransu opnar annan hluta þrí- leiksins Virðingarvottur til staðgeng- ilsins í Galleríi + á Akureyri í dag kl. 16. Að Þessu sinni ber sýningin und- irtitilinn Lögmál skynjunar (Homage to the Proxy: Part II – Principles of perception). Fyrsta hlutanum lauk um síðustu helgi í Slunkaríki á Ísafirði þar sem listamaðurinn tók fyrir gagnhverfu, sem er viðurkennd sjónblekking inn- an skynheildarsálfræðinnar (gestalt). Í Galleríi + verður aftur á móti lögð áhersla á skynheild í rými. Sem fyrr þá byggist sýningin á gestalt hugmynda- og fagurfræði sem/og kvikmynd Coen-bræðra, The Hud- sucker Proxy. Vísar yfirskriftin hvort tveggja til kvikmyndarinnar og til verka Bauhaus-listamannsins Jo- sephs Albers, Virðingarvotts til fern- ingsins (Homage to the square), en Albers var í tíð módernismans einn helsti talsmaður gestalt í sjónlistum. Ransu sýnir á Akureyri BLÁSARAOKTETTINN Hnúka- þeyr heldur tónleika í Dómkirkjunni í Reykjavík undir yfirskriftinni Blás- ið til sumars á sunnudaginn kl. 17. Þar verður leikin tónlist eftir Arvo Pärt, Franz Joseph Haydn, Gordon Jacob og Wolfgang Amadeus Moz- art. Fratres eftir Arvo Pärt í útsetn- ingu fyrir blásaraoktett og slagverk er stemningsverk sem leika má á hin ýmsu hljóðfæri. Það heyrist hér í fyrsta sinn á Íslandi í þessari útsetn- ingu. Þá verður leikinn Oktett í F- dúr eftir Franz Joseph Haydn í út- setningu Waldo Lyman. Diverti- mento í Es-dúr eftir Gordon Jacob er kryddað með nýjum hljómi og ómstríðum þar sem hornin fá að njóta sín. Blásaraoktettar voru vin- sælt form hjá Mozart. Mozart skrif- aði þrjár blásaraserenöður en í Dómkirkjunni verður leikin hin dramatíska c-moll serenaða. Þetta er í annað sinn sem Hnúka- þeyr leikur á vordögum í Dómkirkj- unni, en oktettinn hélt sína fyrstu tónleika þar fyrir tveimur árum. Starfsárið 2004–2005 hefur oktett- inn notið styrks frá Félagi íslenskra tónlistarmanna til tónleikahalds á landsbyggðinni. Síðustu lands- byggðartónleikarnir verða 18. apríl á Hvolsvelli. Hnúkaþey skipa Peter Tompkins og Eydís Franzdóttir á óbó, Ármann Helgason og Rúnar Óskarsson á klarinett, Emil Friðfinnsson og Anna Sigurbjörnsdóttir á horn, Darri Mikaelsson og Kristín Mjöll Jakobsdóttir á fagott. Tónleikarnir eru styrktir af Reykjavíkurborg. Aðgangur er ókeypis. Hnúkaþeyr í Dómkirkjunni Morgunblaðið/Eyþór SÍÐUSTU sýningar á leikritinu Ég er ekki hommi! eftir Daniel Guyton verða í kvöld og föstudagskvöldið 15. apríl kl. 20. Aðstand- endur sýning- arinnar eru leikararnir Gunnar Helga- son, Friðrik Friðriksson og Höskuldur Sæ- mundsson, leik- stjóri er Guð- mundur Ingi Þorvaldsson, tónlistarstjóri er Ásgrímur Ang- antýsson, Sigurður Kaiser hannar leikmynd og lýsingu, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann sér um búninga, Kristín Thors sér um hár- greiðslu og förðun, gervahönnun er í höndum Helgu Lúðvíksdóttur og sýninga- og tæknistjórn er í höndum Arnars Tuma Þorsteinssonar, Sverris Árnasonar og Arnars Ingv- arssonar. Sýningin er sett upp í samstarfi Loftkastalans og leik- félagsins Fimbulvetur. Ég er ekki hommi! af fjölunum ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.