Morgunblaðið - 09.04.2005, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 09.04.2005, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Vigfús Péturssonfæddist á Hellis- sandi 26. október 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 29. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingveldur Sig- urðardóttir og Pétur Magnússon. Hann var þriðji yngstur af átta systkinum sem nú eru öll látin. Vigfús ólst upp á Hellissandi og átti þar heima mestalla sína ævi. Hann kvæntist 21. desember 1957 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Guð- rúnu Guðlaugsdóttur frá Sól- bakka á Hellissandi. Þau hjónin áttu lengst heima á Bárðarási 7 á Hellissandi. Vigfús var til sjós um árabil en starfaði lengst við al- menn verkamannastörf og smíð- ar. Hann vann m.a. við smíði brú- arinnar á Jökulsá á Fjöllum. Þau Vigfús og Guðrún eignuð- ust fimm börn saman en fyrir átti hún dóttur sem hann gekk í föð- urstað. Börn þeirra hjóna eru: 1) Pétur Ingi. Kona hans er Svala Gunnarsdóttir og eiga þau þrjú börn. 2) María Anna, gift Karli Friðriki Thomsen og eiga þau tvö börn og eitt barnabarn. 3) Fjal- ar, kvæntur Sigur- laugu G. Guðmunds- dóttur. Þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. 4) Sig- þóra. Hún á einn son. 5) Hrönn. Hún er í sambúð með Jóhanni Stefáns- syni. Fósturdóttir Vigfúsar er Sigrún Fjóla Sigþórsdóttir, gift Böðvari Haukdal Jónssyni, og eiga þau tvö börn og þrjú barna- börn. Þau Vigfús og Guðrún áttu síð- ustu tvö æviár hans heima á Dval- arheimilinu Jaðri í Ólafsvík. Útför Vigfúsar verður gerð frá Ingjaldshólskirkju á Snæfellsnesi í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar til að minnast nýlátins föður míns í fáum orðum. Hann var í okkar augum einstakur maður sem gott var að eiga að. Þakklæti og söknuður eru okkur efst í huga þegar við rifjum upp allar ljúfu stundirnar sem við áttum með honum í gegnum tíðina. Ég sem yngsta dóttirin og krakkarnir mínir elskuðu afa sinn. Hann hafði alltaf tíma fyrir aðra og vildi allt bæta með sinni einstöku rósemi og ljúf- mennsku. Þegar ég bjó fyrir vestan og var að koma upp mínu heimili og börnum voru pabbi og mamma æv- inlega til staðar fyrir okkur. Ég var um tíma ein með börnin fjögur og þá var gott að hafa hans hjálparhendur til að styðjast við. Eftir að við flutt- um norður var það okkar mesta til- hlökkunarefni að skreppa vestur í heimsókn. Pabbi var svo barngóður, hann hafði yndi af að fara með okkur í berjamó og hann var óþreytandi að tína í dollurnar fyrir tvíburana sem átu svo allt jafnóðum. Við fórum líka í gönguferðir upp í hraun og skemmtum okkur við að skoða stein- ana og lesa alls konar myndir út úr þeim. Og alltaf vorum við leyst út með vænum kartöflupoka úr garðin- um hans sem hann lagði svo mikla vinnu og rækt við eins og allt annað sem hann tók sér fyrir hendur. Ég veit að pabbi verður með okkur þeg- ar yngstu barnabörnin hans verða fermd í vor. Minning hans lifir svo ljúf í hjört- um okkar allra. Ó, Jesú, gef þitt athvarf mér, þú aldrei börnin rakst frá þér, um heimsins villu og hættu stig hjálpaðu mér og leiddu mig. Elsku pabbi, hafðu þökk fyrir allt sem þú gafst. Þín Hrönn. Jæja, elsku pabbi, þá er komið að kveðjustund. Minningarnar hrann- ast upp. Þú vildir alltaf hafa mig hjá þér eða vita af mér. Í gegnum tíðina höfðum við unnið mikið saman. Þeg- ar ég stofnaði fjölskylduna varstu alltaf að koma og gá hvernig afa- börnunum liði og athuga hvort þú gætir hjálpað okkur, því þitt aðals- merki var dugnaður. Þér féll aldrei verk úr hendi. Eftir að þú minnkaðir við þig vinnuna fórstu alltaf í göngu- ferðir og ófáar gönguferðirnar end- uðu inni í Rifi á bryggjunni til að at- huga hvað bátarnir höfðu verið að fiska. Þegar þú komst upp á Akranes vegna veikinda þinna, kom ég í heim- sókn með afabarnið mitt, Bergrúnu Birtu, og það var gaman að sjá hvað þú ljómaðir allur því þér þótti mikið til koma að fá að umgangast öll börn- in þín því þú varst mikill barnakarl. Ég vil að lokum, elsku pabbi minn, þakka þér fyrir allar samverustund- irnar og hjálpina í gegnum tíðina. Minning þín er ljós í lífi okkar. Þinn besti vinur og sonur, Fjalar. Elsku pabbi. Þá er komið að kveðjustund. Ég kveð þig með sökn- uð í hjarta en jafnframt mikið þakk- læti fyrir að hafa átt þig fyrir pabba. Minningin um þig mun alltaf lifa í hjarta mínu. Takk fyrir allt, elsku pabbi. Elsku mamma, missir þinn er mik- ill. Megi góður Guð styrkja þig í sorginni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna Guði þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hvíl í friði. Þín dóttir. Sigþóra. Fúsi minn. Kallið er komið, já, öll vitum við að við þurfum að kveðja þennan heim og þegar kallið kemur er það svo sárt. En Fúsi minn, öll vit- um við hvað þú ert búinn að vera lán- samur og heppinn að sjá þinn stóra afkomendahóp vaxa úr grasi. Það var gaman að hlusta á þig tala um foreldra, systkini og afkomendahóp þinn, augun í þér ljómuðu og þú varst svo stoltur. Sjaldan kynnist maður manni eins og þér, svo vinnusamur og aldrei kastaðir þú höndunum til neinna verka, þitt handbragð átti að þekkjast. En eitt situr efst í huga mér því þú gast aldrei skilið af hverju ég vildi ekki kartöflugarð en börnin þín voru svo heppin því þú skiptir smælkinu á milli þeirra og sagðir: „Afakartöflur eru bestar.“ Og þau trúðu því að það væri einhver kraftur í þeim. Jæja, Fúsi minn, hugurinn reikar fram og til baka ég á ekkert nema góðar minningar um þig. Ég veit að þú átt eftir að vaka yfir okkur öllum. Ég þakka þér innilega fyrir alla hjálpina og samverustundirnar í gegnum tíðina. Gunna mín, þinn missir er mikill en ég veit að þú færð styrk í trúnni en við vitum að englarnir á himnum taka vel á móti Fúsa okkar allra. Þín tengdadóttir, Sigurlaug (Silla). Jæja, elsku afi, þá kom að því að þú kvaddir okkur, nú ertu kominn í friðinn og hefur það örugglega gott, þú fylgist með okkur. Mér þykir af- skaplega leitt að þurfa að kveðja þig. Við áttum margar góðar stundir saman og vorum mjög samrýndir, ég hefði viljað geta átt fleiri stundir með þér áður en þú kvaddir. Við áttum heima í sömu götu frá því að ég fædd- ist, það voru aðeins tvö hús á milli okkar. Ég var mikið í heimsókn hjá þér og elskulegri ömmu minni. Ég kom oft til ykkar í hádegismat og kaffi, það var alltaf góður matur á þínu heimili. Alltaf fengum við nóg að borða og þú vildir alltaf spila við okkur barnabörnin, þú og amma vor- uð líka mjög oft að spila. En margar og góðar stundir áttum við líka tveir saman, ég kom oft til þín og hjálpaði þér að slá blettinn sem var alltaf ný- sleginn, blómabeðið var allaf svo fal- legt og svo það sem þú hafðir mikið gaman af var kartöflugarðurinn, þú hugsaðir vel um hann, þar voru bestu kartöflur sem ég hef fengið og þykir áreiðanlega fleirum. Þú varst maður sem þáðir ekki mikla hjálp, þó þú hefðir þurft hjálp þá náðir þú alltaf að bjarga þér, ef maður var að leika sér einhvers staðar þá sá maður þig með hjólbörurnar að fara með sand eða grjóthellur í garðinn ykkar. Þú þáðir nú stundum aðstoð. Þá fórum við saman að ná í hellur í garðinn og notuðum bíl. Ég mun seint gleyma þeim stund- um sem við áttum saman, elsku afi, þær voru svo margar en nokkrar eru þó mjög minnisstæðar. Ég var ung- ur, ætli ég hafi ekki verið svona fjög- urra eða fimm ára þegar ég fór með pabba á mjög gömlum bíl til Beruvík- ur, eitthvað að skoða okkur um, nema hvað að við náðum að festa bíl- inn. Það var leiðindaveður og við urð- um að láta vaða og ganga heim. Það var langt heim. Við fórum af stað og ég held að pabbi hafi haldið á mér mest alla leiðina. Við vorum ekki vel búnir en ég var alltaf að segja við pabba að afi hlyti að fara að koma og sækja okkur. Þegar við vorum búnir að rölta í tvo eða þrjá tíma kemur afi keyrandi á Lancernum sínum ásamt Fjalari að sækja okkur feðgana. Önnur minnisstæð minning um þig, afi, var þegar ég var svo heppinn að fá að taka við þig viðtal og skrifa síðan um þig ritgerð í skólanum. Þá fékk ég að vita mest allt um þína æsku og hvað þú gerðir á lífsleiðinni, þegar þú varst í sveit, þegar þú varst að vinna við að byggja brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Þú varst líka að vinna við að byggja brúna yfir læk- inn heima rétt hjá sundlauginni. Ég tók þetta viðtal upp á spólu og er svo lánsamur að eiga það enn. Ég var nú eitt skipti veikur í viku held ég og þá fór ég til þín og ömmu og þá hafði ég það gott. Þú hjálpaðir mér alltaf við að byggja hallir úr spil- um og spjallaðir mikið við mig. Það var dekrað svo við mann að maður hafði það eins og kóngur. Mér er það mjög minnisstætt þeg- ar ég fékk þær fréttir að þú hefðir dottið frá bryggju og um borð í bát- inn hans pabba, þegar þú varst að hjálpa honum að landa. Þú lentir sem betur fer í netatrossu sem var um borð. Nú í seinni tíð þegar ég kom í heimsókn, voruð þið gömlu hjónin inni í stofu, svo hamingjusöm og sæt, amma að prjóna og þú hjálpaðir henni að halda á garninu og gafst henni slaka. Þú og amma tókuð líka svo vel á móti unnustu minni, henni Láru, og þakka ég það. Ég gæti örugglega skrifað í marga daga um okkur nafnana en ég hef það alltaf í minningunni, ég veit að þú manst það líka. Ég var heppinn að fá að bera sama nafn og þú, elsku afi, og það er mér mikill heiður, því að þú varst sá alduglegasti maður sem ég hef nokkru sinni þekkt, þú varst allt- af að gera eitthvað, laga kaffi, vaska upp, úti í garði, að vinna og svo margt annað. Ef að ég mætti líkjast einhverjum þá ert það þú, elsku afi minn, eða föður mínum og ef ég líkist ykkur eitthvað þá hef ég engar áhyggjur af lífinu. Ég ætla að lokum að segja að ég þakka fyrir allar samverustundir okkar nafna og ég veit að þú munt fylgjast með mér um ókomna tíð. Ég veit að öll okkar fjölskylda á erfitt núna og votta ég öllum dýpstu samúð og sérstaklega henni ömmu minni sem að saknar þín mjög. Hvíl þú nú í friði, elsku afi, og við munum aftur hittast. Megi Guð og friður vera með þér, elsku afi. Vigfús Pétursson. Okkur langar með örfáum orðum að minnast afa okkar, Vigfúsar Pét- urssonar. Í dag kveðjum við þig, elsku afi, og minnumst nokkurra samverustunda. Allar þær samverustundir sem við áttum með þér munu vera í minn- ingum okkar. Það var ávallt gaman að koma í heimsókn til ykkar og sjá hversu kraftmikill þú varst í garðinum, að taka upp kartöflur og snyrta í kring- um húsið ykkar. Amma alltaf tilbúin með góðgæti handa okkur og ávallt varst þú til í að spila ólsen ólsen með okkur og hjálpa okkur, eins og að laga hjólin okkar og fleira. Við munum þegar þú, pabbi og Vigfús bróðir fóru að vinna við bát- inn hans pabba, eins og þið gerðuð svo oft. Alltaf fannst okkur jafn gam- an þegar við fengum að koma með og fara með ykkur í smá bátsferð. Við fórum alltaf til ykkar á jólun- um fyrir vestan, þangað komum við flest barnabörnin, heim til ykkar á aðfangadagskvöld og töluðum um gömlu góðu dagana, borðuðum góð- gæti og höfðum gaman. Svo spilaðir þú stundum fyrir okkur á munnhörp- una sem þú hafði svo gaman af. Þegar heilsu þinni fór að hraka þurftuð þið að flytja á dvalarheimilið Jaðar í Ólafsvík og þangað var ávallt gaman að koma því þar var eins og var þegar þið bjugguð heima á Sandi. Þessar góðu minningar og fleiri munu ávallt geymast í hjörtum okk- ar. Við munum ekki gleyma þér, elsku afi. Þú munt lifa í hugum þeirra sem þig þekktu og unnu þér. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikindum viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku hjartans amma, við viljum votta þér okkar dýpstu samúð vegna fráfall þíns góða eiginmanns. Elsku afi, hvíldu í friði. Megi Guð geyma þig og varðveita. Sonja og Gísli Þór Pétursbörn. Þá er komið að kveðjustund, elsku afi minn. Hér sit ég og reyni að skrifa eitthvað á blað á meðan tárin streyma niður kinnar mínar. Þú munt alltaf eiga sess í hjarta mínu með minningum sem hverfa aldrei. Ég gleymi því aldrei hvað þú varst alltaf góður við okkur barnabörnin. Ávallt var ég velkominn á heimili ykkar ömmu á Hellissandi þegar skólanum lauk. Ég man að ef ég veiktist þá hafðir þú alltaf miklar áhyggjur af mér og passaðir að ég gerði ekkert til að aftra batanum. Ógleymanlegar eru allar sumarbú- staðaferðirnar með þér, ömmu og mömmu í bústaðinn hjá Guffu frænku. Þar vorum við miklir félagar og gerðum margt saman eins og að fara í göngutúr þar sem þú sýndir mér ýmsa hluti sem ég hafði ekki séð áður. Veiðiferðirnar sem þú fórst með mér í og kenndir mér að veiða eru ljóslifandi í minningunni. Þitt pláss og þinn hluti í hjarta mínu hverfur aldrei, ég mun ávallt minn- ast þín, ég vona að þú hvílir í friði. Þitt elskandi barnabarn, Guðlaugur Tryggvi. Elsku afi og langafi, það var mjög erfitt að kveðja þig, en svona er lífið, það tekur einhvern tímann enda. Við eigum þó öll mjög góðar og yndisleg- ar minningar um þig. Þú varst alltaf svo góður við okkur og það var alltaf gaman að kíkja í heimsókn til þín og ömmu, enda vorum við svo heimkær þar og ykkur fannst alltaf gaman að fá okkur. En nú er komið að kveðju- stund, elsku afi. Það er gott að vita að nú líður þér vel. Til þeirra sem Guð hefur tekið hugsum við ávallt svo hlýtt. Þeirra tími er kominn til að takast á við eitt- hvað nýtt. Þín afabörn Fannar Pétur, Sandra Dröfn og Birkir Fannar. Elsku afi, við systkinin þökkum þér fyrir allt í gegnum tíðina. Jesús sagði: Ég er ljós heimsins, sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins. Elsku afi. Minning þín er ljós í lífi okkar allra. Þín afabörn, Lilja Rún, Fjölnir, Sóley, Ásrún og Bergrún Birta. Okkur systkinin langar til að minnast með nokkrum orðum elsku- legs föðurbróður okkar Vigfúsar Péturssonar. Fúsi frændi var yngst- ur af föðursystkinum okkar sem nú eru öll látin. Hann var ljúfur og góð- ur maður og léttur í lund. Margar góðar minningar eru tengdar Fúsa frænda. Hann var tíður gestur á heimili foreldra okkar og alltaf mikil tilhlökkun hjá okkur þegar von var á honum í heimsókn. Honum fylgdi ávallt kátína og gleði. Elstu systurn- ar minnast þess þegar faðir okkar spilaði á orgelið heima í Arnarbæli og Fúsi hringsnerist með þær í fjör- ugum dansi þar til við lá að þær köst- uðu upp, en mikið var það gaman. Eins er þeim minnisstætt þegar Fúsi bauð þeim til vikudvalar á heimili sitt og ömmu á Hellissandi. Hann fór með þær um æskustöðar sínar og sýndi þeim hvar hann og systkini hans léku sér sem börn og marga markverða staði á Snæfellsnesi sem voru honum kærir. Það var ævin- týraleg vika. Öllum er okkur systk- inunum minnisstætt þegar hann kom í fyrsta skipti í heimsókn til okkar með unnustu sína Guðrúnu Guð- laugsdóttur sem strax varð góð vin- kona okkar allra. Gunna og Fúsi áttu yndislegt heimili á Hellissandi sem var ævinlega gott að koma á. Fúsi var duglegur maður og þrátt fyrir al- varleg slys á lífsleiðinni lét hann aldrei deigan síga. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. (Höf. ók.) Við kveðjum góðan frænda með þökk fyrir samverustundirnar mörgu og góðu og biðjum góðan Guð að styrkja Gunnu og börnin og fjöl- skyldur þeirra í sorginni. Systkinin frá Ásgarði. VIGFÚS PÉTURSSON Morgunblaðið birtir minningargrein- ar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkostur- inn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Undirskrift Minningargreinahöfund- ar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.