Morgunblaðið - 09.04.2005, Síða 36

Morgunblaðið - 09.04.2005, Síða 36
ÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11.00, gítarleik- ari Pétur Þór Benediktsson, organisti Kári Þormar, prestur sr. Þórhildur Ólafs. Guðs- þjónusta kl. 14.00, félagar úr kór Áskirkju syngja, organisti Kári Þormar, prestur sr. Þórhildur Ólafs. Aðalsafnaðarfundur í neðri sal safnaðarheimilisins eftir guðsþjón- ustuna. Kaffiveitingar. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta klukkan 11:00. Sungið og leikið og eru for- eldrar hvattir til þátttöku. Í lok samver- unnar fá börnin límmiða sem tengist fræðsluefni dagsins. Guðsþjónusta kl. 14:00. Barna- og unglingakórar kirkjunnar syngja. Stjórnandi kóranna er Jóhanna Þórhallsdóttir og organisti Guðmundur Sig- urðsson. Eftir messuna býður foreldr- arfélag kóranna öllum kirkjugestum upp á kirkjukaffi í safnaðarheimili kirkjunnar. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Sr. Jak- ob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Barnakór Dómkirkjunnar og Dómkórinn syngja. Barnastarf á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. Að lokinni messu er fundur í Safn- aðarfélagi Dómkirkjunnar. Þar mun Halldór Blöndal ræða hugðarefni sín og viðhorf. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í umsjá Jóhönnu Sesselju Erludóttur og unglinga úr kirkjustarfinu. Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Org- anisti Árni Arinbjarnarson. Samskot í Líkn- arsjóð. Ólafur Jóhannsson GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðs- þjónusta kl. 14:00. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Ólafur Jens Sigurðsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11:00. Sr. Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari. Umsjón barnastarfs Magnea Sverrisdóttir. Einsöngur: Sæberg Sigurðsson syngur aríu úr Elíasi e. Mendel- sohn. Hópur úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Organisti Hörður Áskelsson. Að- alsafnaðarfundur Hallgrímssóknar verður haldinn sunnudaginn 17. apríl nk. kl. 12:30. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Barna- kór Háteigskirkju syngur undir stjórn Sig- rúnar Mögnu Þórsteinsdóttur, organista. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Barnaguðs- þjónusta kl. 13.00. Umsjón Ólafur J. Borg- þórsson. LANDSPÍTALI – háskólasjúkrahús: Landa- kot: Guðsþjónusta kl. 11:30. Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson. Organisti Helgi Braga- son. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa og barnastarf kl. 11. Séra Bára Friðriksdóttir messar. Organisti Jón Stefánsson. Barnastarf í safnaðarheim- ilinu í umsjón Rutar, Steinunnar og Arnórs. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11:00. Sunnudagaskólinn er í umsjá Hildar Eirar Bolladóttur, Heimis Haraldssonar og Þorvalds Þorvaldssonar. Gunnar Gunnarsson leikur á orgelið. Kór Laugarneskirkju syngur, sr. Bjarni Karls- son og Sigurbjörn Þorkelsson meðhjálpari þjóna. Sigurvin Jónsson fermingarfræðari og guðfræðinemi prédikar og messukaffi Sigríðar kirkjuvarðar bíður svo allra að messu lokinni. Guðsþjónusta kl. 13:00 í sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu. Bjarni Karlsson sóknarprestur þjónar ásamt Guðrúnu K. Þórsdóttur djákna, Gunnari Gunnarssyni organista og hópi sjálfboðaliða. Kvöldmessa kl. 20:30. Djasskvartett Gunnars Gunnarssonar leik- ur, kór Laugarneskirkju syngur, Bjarni Karlsson sóknarprestur og Sigurbjörn Þor- kelsson meðhjálpari þjóna. Sjálfboðaliðar flytja bænir og ritningartexta. Að messu lokinni er fyrirbænaþjónusta við altarið og messukaffi í safnaðarheimilinu. Djassinn hefst í húsinu kl. 20:00. NESKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Org- anisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sig- urður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimili. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngur. Organisti Pavel Manasek. Prestur Sigurður Grétar Helgason. Sunnudagaskól- inn er á sama tíma og eru börnin hvött til að mæta til skemmtilegrar stundar. Æsku- lýðsfélagið kl. 20:00. Á fimmtudagskvöldið 14. júní kl. 20 heldur Listvinafélag Seltjarnarneskirkju kvöldvöku í kirkjunni þar sem hinn kunni sjónvarps- maður Egill Helgason („Silfur Egils“) mun segja frá 14 ára merku starfi afa síns, Ólafs Ólafssonar kristniboða í Kína, og sýna valda kafla úr fágætu kvikmyndaefni sem hann lét eftir sig. Kínverska óp- erusöngkonan Véný Xu mun einnig syngja nokkur kínversk lög. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Fermingarguðs- þjónusta kl. 14:00. Barnastarf á sama tíma. ÍSLENSKA KIRKJAN ERLENDIS: Helsinki, Finnland: Guðsþjónusta í kapellu Dómkirkjunnar í miðbæ Helsinki sunnudag- inn 10. apríl kl. 14.00. Orgelleik annast Matti Parptimäka. Kirkjukaffi. Sr. Ágúst Ein- arsson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Messa kl. 11.00 Fermd verður Arna Björg Ágústsdóttir. Tón- listina leiða þau Carl Möller og Anna Sigríð- ur Helgadóttir, ásamt Fríkirkjukórnum. Allir velkomnir. ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl.11. Viljum við hvetja unga sem aldna að koma og eiga góða og uppbyggj- andi stund í kirkjunni. Á eftir er kirkjukaffi. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Fermingarguðsþjónusta kl. 13:30. Prestar sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir og sr. Gísli Jónasson. Organisti: Keith Reed. DIGRANESKIRKJA: Messa kl 11. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson. Organisti Bjarni Þ. Jónatansson. Kór Digraneskirkju B-hópur. Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellu á neðri hæð. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir messu. Kvöldmessa með Þorvaldi Halldórssyni og kór Digraneskirkju C hóp (sjá nánar www.digraneskirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Ferming kl. 11. Sr. Svavar Stefánsson. Sunnudagaskóli á sama tíma. Umsjón hafa Sigríður Rún Tryggvadóttir og Ingvi Örn Þorsteinsson. GRAFARVOGSKIRKJA: Ferming kl. 10:30. Ferming kl. 13:30. Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Grafarvogskirkju. Prestur séra Lena Rós Matthíasdóttir. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna. Undirleikari er Stefán Birkisson. Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Borgarholts- skóla. Prestur séra Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón Gummi og Dagný. Undirleikari er Guðlaugur Viktorsson. HJALLAKIRKJA: Fermingarmessur kl. 10.30 og 13.30. Prestar kirkjunnar þjóna. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sig- urðsson. Barnaguðsþjónusta í neðri safn- aðarsal kl. 13. Sögur, leikir og föndur. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðju- dag kl. 18 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). KÓPAVOGSKIRKJA: Ferming kl. 11. Prest- ur sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson, Sigríður Stef- Guðspjall dagsins: Ég er góði hirðirinn. (Jóh. 10.) Morgunblaðið/RAX Kirkjan á Þingeyrum er hlaðin úr íslensku grjóti. 36 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN Kvöldsamkoma í Digraneskirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 10. apríl kl. 20 verður kvöldsamkoma í Digraneskirkju. Þar mun gospel- hópur kórs Digraneskirkju syngja undir stjórn Þorvaldar Halldórs- sonar. Prestur þetta kvöld er sr. Magnús Björn Björnsson. Stundirnar einkennast af létt- leika í orði og söng, en einnig er góðum tíma varið í fyrirbæn. Unnt er að skrifa bænaefni, kveikja á bænakertum og þiggja fyrirbæn við altarið. Í lokin er svo sameiginleg altarisganga með ósýrðu brauði. Þessar stundir hafa verið mán- aðarlega í Digraneskirkju í vetur og mikil ánægja með þær. Kvöldmessa í Laugarnesi ENN er kallað til kvöldmessu í Laugarneskirkju sunnudaginn 10. apríl kl. 20:30. Þar verður gott að koma. Sem fyrr er það kór kirkjunnar sem leiðir safnaðarsönginn við stjórn Gunnars Gunnarssonar sem teflir fram djasskvartett sínum. Auk Gunnars mun Ástvaldur Traustason að þessu sinni leika á hljómborð, Matthías M.D. Hemstock á trommur og Tómas R. Einarsson á bassa. Bjarni Karlsson sókn- arprestur mun prédika og Sig- urbjörn Þorkelsson meðhjálpari þjónar að vanda auk þess sem sjálf- boðaliðar munu flytja frumsamdar bænir og velja ritningarorð til upp- lestrar. Að messu lokinni er boðið til fyrirbæna við altarið og kaffi- drykkju í safnaðarheimilinu. Athugið að djassinn hefst í húsinu kl. 20:00 og því er gott að koma snemma í góð sæti og njóta alls frá byrjun. Gestasamkoma í KFUM og KFUK SAMKOMAN í KFUM og KFUK á morgun, sunnudag, er gesta- samkoma þar sem gestir eru sér- staklega boðnir velkomnir og efni hennar tekur mið af því. Lofgjörðar- og Gospelkór KFUM og KFUK munu syngja og félagar úr leikhópnum Platitude sýna atriði úr leikritinu Krossgötur sem sýnt verður bráðlega. Guðlaugur Gunn- arsson, guðfræðingur og kerf- isfræðingur annast hugleiðingu. Vandað barnastarf í aldurs- skiptum hópum fer fram á meðan samkoman stendur yfir og að henni lokinni er heitur matur á boð- stólnum á fjölskylduvænu verði. All- ir eru hjartanlega velkomnir. Kvöldsamkoma með léttri tónlist í Selfosskirkju MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 13. apr- íl kl. 20,00 verður guðsþjónusta með léttri tónlist í Selfosskirkju. Sr. Gunnar Björnsson sókn- arprestur þjónar fyrir altari, les úr Ritningunni og flytur stutta hug- leiðingu. Þorvaldur Halldórsson, hinn góðkunni tónlistarmaður, syngur einsöng, sér um hljóðfæra- leik og leiðir safnaðarsöng. Þor- valdur ávarpar einnig kirkjugesti. Selfyssingar, ungir sem aldnir, eru hvattir til þess að sækja þessa guðs- þjónustu og eiga að kvöldlagi sam- an uppbyggilega stund í kirkju sinni. Sr. Gunnar Björnsson. Fyrirlestur í Landakoti „Í VOTTA viðurvist – Heilög messa í vitnisburði helgra manna.“ Sr. Jürgen Jamin lýkur fyrir- lestraröð sinni um heilaga messu þennan vetur mánudaginn 11. apríl kl. 20.00 í safnaðarheimilinu. Erindið fjallar um síðasta hluta efstubænar heilagrar messu: 1. Jós- afat, biskup og píslarvottur – „Í samfélagi við Rómarbiskup, páfa vorn …“ og 2. Jóhannes Krýs- ostómus – Lofgjörð við lok efstu- bænarinnar: Lofsöngur til hins þrí- eina Guðs. Eldri borgarar í Laugarnesi Á SAMVERU eldriborgara í Laug- arneskirkju sem fram fer fimmtu- daginn 14. 4. kl. 14:00 mun Jónína Bjartmarz alþingismaður greina frá ferð sinni til Palestínu á dög- unum. Verður fróðlegt að hlýða á frásögn hennar. Bjarni Karlsson sóknarprestur stjórnar samverunni en kaffiveitingar og öll önnur um- sjón er í höndum þjónustuhóps kirkjunnar og kirkjuvarðar. Viðey í sögu og samtíð MIÐVIKUDAGINN 13. apríl kl. 18.00 hefst í Leikmannaskólanum námskeið þar sem fjallað verður um Viðey í sögu og samtíð. Umsjón með námskeiðinu hafa sr. Þórir Stephensen MA og sr. Krist- ján Valur Ingólfsson lektor. Mark- mið námskeiðsins er að lyfta hul- unni af nokkrum köflum í merkri sögu Viðeyjar og hugleiða framtíð- ina í ljósi þeirra. Námskeiðið sam- anstendur af þremur kennslukvöld- um þar sem verða fyrirlestrar og samræður í Safnaðarheimili Grens- áskirkju og síðan heimsókn í Viðey. Í fyrirlestrum og samræðum verður fjallað fyrst um tímabilið frá landnámi til siðbótar, síðan um at- burði á átjándu og nítjándu öld og tímabil Stephensenanna og loks um nútímann og framtíðarsýnina. Í síðustu samverunni laugardag- inn 7. maí verður haldið til Viðeyjar þar sem verður staðarskoðun og kirkjuheimsókn og endað með sam- eiginlegum málsverði. Skráning fer fram í síma 535 1500 eða á vef Leikmannaskólans, www.kirkjan.is/leikmannaskoli Morgunblaðið/Brynjar Gauti Laugarneskirkja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.