Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SÍÐSUMARS árið 1997 gekk höfundur ásamt öðrum skákmanni um götur Stokkhólms og af ein- hverjum ástæðum barst talið að því hvernig andlát Johns F. Kennedy hefði borið að árið 1963. Viðmæl- andinn hafði kynnt sér ýmsar kenn- ingar um hver hefði staðið að baki skotárásinni sem leiddi forsetann bandaríska til dauða. Þær eru flest- ar höfundi gleymdar og grafnar en það hefur greypst í minnið lýsing viðmælandans á einni af forsíðu tímaritsins TIME. Forsíðumyndin var af bílalest forsetans rétt áður en hún kom inn á breiðgötuna þar sem hinn hræðilegi verknaður átti sér stað. Textinn við myndina var efn- islega þessi: Framdi JFK sjálfsmorð? – Senni- lega er það eina kenningin sem ekki hefur komið fram um morðið. Manni varð hugsað um þessa frá- sögn þegar nokkrum mánuðum síð- ar kom sterkur bandarískur stór- meistari til landsins sem hafði aflað sér mikils fróðleiks um málið. Ótækt var annað en að færa málið í tal við hann og kom þá upp úr dúrn- um að hann trúði því að Kennedy hefði látið drepa sig! Hrifning manna af samsæriskenningum er sjálfsagt ekki bundin við skákmenn eina en engu að síður eru þeir af ein- hverjum ástæðum mjög hrifnir af fyrirbærinu. Kannski stafar það af þörf til að fá skýr og skiljanleg svör við öllum spurningum sem vakna í lífinu. Þessi hugsun flögraði um í huga manns þegar Boris Spassky kom til landsins árið 2002 til að minnast þess að þrjátíu ár voru liðin frá því að einvígi aldarinnar fór fram. Hann reyndi að útskýra ósig- ur sinn í einvíginu með margvíslegu móti, m.a. með því að hann hefði beðið sálfræðilegt skipbrot þegar hann féllst á að tefla þriðju skák einvígisins í borðtennisherbergi Laugardalshallar. Staðan í einvíg- inu var þá 2-0 fyrir hann eftir sigur í fyrstu skákinni og að Fischer hafði ekki mætt í þá aðra. Spassky sagð- ist hafa með semingi fallist á að tefla þriðju skákina ekki á sviðinu og þegar áskorandinn banda- ríski mætti á staðinn var hann með múður. Þá, full- yrti Spassky, hefði hann átt að gefa skákina í stað þess að stuðla að því að hún yrði tefld. Með slíku hefði hann unnið slíkan sálfræði- legan sigur að framvinda einvígisins hefði orðið allt önnur. Önnur áhugaverð kenning Spasskys var sú að með notkun sér- útbúinna rafeindatækja hefði ein- hver, sennilega bandarísk yfirvöld, stuðlað að því að Spassky hefði ver- ið truflaður á meðan hann tefldi. Þessar skýringar Spasskys eru ansi fjarlægar; nær væri að trúa því sem keppinautur hans sagði skömmu eftir einvígið: ,,Ég trúi ekki á sál- fræði, ég trúi á góða leiki’“. Síðan þá hefur Fischer farið langt fram úr Spassky í að búa til kerfi kenninga sem mynda þann sérstaka og flókna vef hugmynda, sem verða að þeim veruleika sem hann lifir og hrærist í. Lesendur Morgunblaðsins gátu fengið innsýn í þennan heim eftir lestur á viðtali við kappann sem birtist í blaðinu 3. apríl síðastliðinn. Í viðtalinu upplýsti hann m.a. að það hefði verið tómstundagaman sitt í mörg ár að rýna í skákir Rússa í gegnum árin og ,,hann furði sig á því hvers vegna enginn spyr Kasp- arov almennilega út í það hvernig þeir Karpov svindluðu í einvígjum þeirra; það ætti að tengja Kasparov við lygamæli og láta hann svara’’. Í kjölfar þessara ummæla er erfitt að standast þá freistingu að segja sögu af Fischer þegar hann var staddur í Þýskalandi skömmu eftir 1990. Sag- an segir að á þessum tíma hafi hann í nokkra mánuði fengið að dveljast ókeypis á hóteli sem ungur öflugur skákmaður útvegaði honum. Eitt sinn sýndi hinn ungi gestgjafi hon- um eftirfarandi skák án þess að til- greina hverjir ættu hlut að máli: 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 O-O 9. h3 Bb7 10. d4 He8 11. Rbd2 Bf8 12. a4 h6 13. Bc2 exd4 14. cxd4 Rb4 15. Bb1 c5 16. d5 Rd7 17. Ha3 Þessi hrókur á eftir að koma mik- ið við sögu í skákinni. (Sjá stöðumynd 1) 17...f5!? 18. Hae3 Rf6 19. Rh2 Kh8?! 20. b3! bxa4! 21. bxa4 c4 22. Bb2 fxe4 23. Rxe4 Rfxd5 24. Hg3 He6! 25. Rg4 De8? Svartur hefur varist mjög vel í flókinni stöðu þar sem mörg spjót standa að kóngi hans. Textaleikur- inn reynist afdrifarík mistök í ljósi næsta leiks. (Sjá stöðumynd 2) 26. Rxh6! Nú væri 26...Hxh6 vel svarað með 27. Rxd6 og rannsóknir hafa sýnt að hvítur standi þá til vinnings. 26...c3 27. Rf5 cxb2 28. Dg4! Bc8 29. Dh4+ Hh6 30. Rxh6 gxh6 31. Kh2! De5 32. Rg5 Df6 33. He8! Bf5 (Sjá stöðumynd 3) 34. Dxh6+ Bent hefur verið á að 34. Rf7 hefði verið betra þar eð eftir 34...Dxf7 35. Dxh6+ Bh7 36. Hxa8 væri stutt í að svartur yrði mátaður. 34...Dxh6 35. Rf7+ Kh7 36. Bxf5+ Dg6 37. Bxg6+ Kg7 38. Hxa8 Be7 39. Hb8 a5 40. Be4+ Kxf7 41. Bxd5+ og svartur gafst upp. Fischer var mjög hrifinn af því hvernig þessi skák var tefld en brá í brún þegar honum var tjáð að skák- in hefði verið á milli Kasparovs sem hafði hvítt og Karpovs í heims- meistaraeinvígi þeirra árið 1990. Hann hefur þó sjálfsagt huggað sig við það að þetta væri enn eina fyr- irfram ákveðna skákin á milli þeirra. Vonandi hefur dvöl Bobbys hér á landi ekki þau áhrif að sam- særiskenningasmiðir í íslensku skáklífi færist í aukana. Hér er ekki rými til þess að fjalla um allar þær kenningar sem þeir hafa sett fram en þess skal þó getið að í nokkur ár hefur þeirri kenningu verið haldið á lofti, að þeir meðlimir í Taflfélaginu Helli, sem sjá um skákskrif á Net- inu og Morgunblaðinu, einoki um- ræðuna og sjái til þess að engin önn- ur félög fái umfjöllun. Það er afar örðugt að svara slíkum kenningum þar eð þær minna helst á róg Hildi- ríðasona í Egils sögu. Besta svarið er sennilega að hvetja alla þá sem standa að mótahaldi og öðrum skák- viðburðum til að senda umsjónar- manni skákþáttarins rafbréf. Það væri mikið afbragð ef með slíku bréfi fylgdi frásögn af þeim viðburði sem um ræðir, myndir af honum og síðast en ekki síst skákir sem tefld- ar voru. Öflugt starf Taflfélags Vestmannaeyja Í vetur hefur vakið athygli hversu þróttmikið starf er unnið hjá Taflfélagi Vestmannaeyja. A-sveit félagsins náði þriðja sæti í Flug- félagsdeildinni á Íslandsmóti skák- félaga, eyjapeyinn Nökkvi Sverris- son varð Íslandsmeistari í skák 10 ára og yngri og ungir meðlimir fé- lagsins hafa verið sigursælir í ýmiss konar sveitakeppnum. Á hverjum mánuði í vetur hefur farið fram deildakeppni krakka í TV þar sem keppt er í þrem deildum. Níu þátt- takendur eru fyrstu tveim deildun- um en sú þriðja er opin öllum. Efstu tveir og neðstu tveir fara upp og niður á milli deilda. Í vikunni fór svona keppni fram og í fyrstu deild var hörð barátta sem fór að lokum svo að Nökki Sverrisson og Alex- ander Gautason urðu efstir og jafn- ir með 6½ vinning hvor. Ágúst Sölvi Hreggviðsson lenti í þriðja sæti með 5½ vinning og Sindri Freyr Guðjónsson í því fjórða með 5 vinn- inga. Daði Steinn Jónsson varð hlutskarpastur í annarri deild með 6½ vinning og í öðru sæti var Hann- es Jóhannsson með 5 vinninga. Nökkvi Dan Elliðason og Baldur Haraldsson urðu efstir og jafnir í þriðju deild með 4 vinninga. Þessi skemmtilega keppni hefur verið vinsæl og hafa liðlega 40 krakkar tekið þátt í henni í vetur. Framdi John F. Kennedy sjálfsmorð? Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Ómar Kasparov. Stöðumynd 1 Stöðumynd 2 Stöðumynd 3 SKÁK Um skák og samsæriskenningar Bobby Fischer daggi@internet.is Helgi Áss Grétarsson Amma mín. Ég er svo lánsöm að hafa átt þig sem ömmu í tæp 24 ár. Þú varst svo hýr og mikil krúsí- dúlla. Þrátt fyrir háan aldur hef ég sjaldan séð jafnspræka manneskju. Þó svo að minnið væri farið að leika dálítið á þig undir lokin þá mundir þú eftir æsku þinni eins og hún hefði gerst í gær. Leyndist fullt af sögum í pokahorninu hjá þér, þeg- ar ég kom til þín í heimsóknir. Líkt og í einni af sögum þínum sé ég fyrir mér að þú sért nú þegar búin að stel- ast til að fara í buxur af bróður þín- JÓHANNA JÓNSDÓTTIR ✝ Jóhanna Jóns-dóttir fæddist á Brekkum í Rangár- þingi ytra í Rangár- vallasýslu 10. nóvem- ber 1915. Hún lést á dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Grund aðfaranótt 31. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 8. apríl. um og hleypur um í haganum eins og þú hafir ekki gert neitt annað allt þitt líf. Ég mun aldrei gleyma þeim skiptum sem þú tókst í höndina á mér og sveiflaðir henni fram og aftur á meðan þú fórst með vísur, með bros á vör og þykir mér því við- eigandi að enda þetta með einni slíkri: Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu blíði Jesús að mér gáðu. (Ásmundur Eir.) Elsku amma mín, ég mun sakna þín sárt, en þeirra fallegu minninga sem ég á um okkar samverustundir mun ég ávallt minnast með bros á vör. Þú munt alltaf eiga stóran hlut í hjarta mínu. Þín ömmustelpa, Kristín. Elsku langamma. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Hjartans knús. Þitt langömmubarn Rakel María Ósmann Jónsdóttir. Okkur systur langar til að minnast hennar Hönnu okkar með nokkrum orðum. Þó hún væri kannski orðin södd lífdaga þá fyllist hugur okkar af sorg en jafnframt góðum minning- um. Nú eru þau öll farin systkinin frá Sumaliðabæ nema uppeldisbróður þeirra sem er pabbi okkar. Þessi systkin voru eins og hornsteinar í lífi okkar, svo heilsteypt og góð, það er eiginlega sama um hvert þeirra mað- ur hugsar. Það er einhvern veginn svo skrýtið þegar svona heil kynslóð er horfin. Við erum sammála að margar af okkar bestu æskuminn- ingum tengjast heimsóknum til Hönnu frænku okkar og Steins, ým- ist í Hólmgarðinn þar sem oft var glatt á hjalla eða í sumarbústaðinn þeirra Bólstað, þangað sem okkur fannst alveg sérstakt að koma. Seinna eftir að Steinn var dáinn og við komnar með okkar fjölskyldur héldum við áfram að heimsækja Hönnu í Sólheimana og seinna á Minni Grund og alltaf var tekið jafn vel á móti manni. Hanna var gull af manni, alltaf hress og glettin og smitaði alla í kringum sig. Hlý en samt ákveðin og við minnumst þess hvað hún hafði sérstaklega gott lag á börnum. Hún var dugleg og hjálpsöm og er okkur ofarlega í minni öll sú umhyggja sem hún sýndi Rúnu systur sinni í veik- indum hennar. Enda var eins og eitt- hvert ljós slokknaði þegar Rúna dó í fyrra. Elsku pabbi, Erna, Þórhallur, Nína, Guðrún, Guðjón, Lauga og fjölskyldur, við sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur. Ég horfi í ljóssins loga sem lýsir í hugskot mitt, og sé á björtum boga brosandi andlit þitt. (Snjólaug Guðmundsdóttir.) Sólbjört og Hjördís Hilmarsdætur. Ég vil með fáum orðum minnast með þakklæti elskulegrar vinkonu okkar Jóhönnu Jónsdóttur frá Sum- arliðabæ eða Hönnu eins og hún var alltaf kölluð af fjölskyldunni. Hanna var næsti nágranni okkar til margra ára en hún og Steinn maður hennar áttu sumarhús hér á Bólstað og voru aðeins nokkrir metrar á milli húsa okkar. Við biðum með tilhlökkun á hverju vori eftir að Hanna kæmi í bústað- inn. Það var eins og allt lifnaði við þegar hún kom hress og kát með börn sín eða barnabörn. Þá var sann- arlega sumar í nánd. Hér dvaldi hún oftast langt fram á haust. Það voru ófáar gönguferðirnar sem við fórum austur á Mosa á sumarkvöldum eða sátum við eldhúsborðið og spjölluð- um saman. Hanna var fróð, víðlesin og skemmtileg dugnaðarkona. Fyrir allar þær góðu samveru- stundir sem við áttum með Hönnu bæði hér á Bólstað og í Hólmgarð- inum, heimili hennar í Reykjavík, vil ég þakka af heilum hug og síðast en ekki síst vil ég þakka henni fyrir alla þá hjálp og elskulegheit sem hún veitti tengdamóður minni Margréti Friðriksdóttur í hennar erfiðu veik- indum. Blessuð sé minning Hönnu. Þó í okkar feðra fold falli allt sem lifir. Enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf.) Klara Andrésdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.