Morgunblaðið - 11.04.2005, Page 1

Morgunblaðið - 11.04.2005, Page 1
STOFNAÐ 1913 96. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Safnarar út úr skápnum Félagsskapur smábílasafnara við- urkennir ástríðu sína | Daglegt líf Fasteignablaðið | Að tryggja sína verðmætustu fjárfest- ingu  Hvernig á að bora í flísar? Íþróttir | Ólöf María stóð sig vel ÍBV vann Fram í háspennuleik saltslöndin væru orðin einn fjár- magnsmarkaður og taldi hann koma til greina að búa til svæðisbundið fyrirkomulag sem tryggi að fjár- málaeftirlit milli landa sé skýrt. Hafa sett skilyrði við kaup banka á erlendum félögum Fjármálaeftirlitið á gott samstarf við fjármálaeftirlitsstofnanir í öðrum löndum og hefur gert samstarfs- samninga við eftirlitsstofnanir á FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) hefur skilgreint það sem eitt af sín- um stærri verkefnum að hafa eftirlit með alþjóðlegri starfsemi stóru ís- lensku bankanna, segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlits- ins. Að sögn hans er líklegt að Fjár- málaeftirlitið fari í vettvangseftirlit í dótturfyrirtæki bankanna í öðrum löndum þegar á þessu ári. Jón Sigurðsson, fráfarandi for- stjóri Norræna fjárfestingarbank- ans, sagði í Morgunblaðsviðtali um helgina, að Norðurlöndin og Eystra- nokkrum Norðurlandanna, að sögn Páls Gunnars. Á Fjármálaeftirlitið þess kost að fara í vettvangseftirlit í dótturfyrirtæki íslensku bankanna í þessum löndum. „Við höfum hingað til ekki tekið þátt í vettvangseftirliti í dótturfyrirtækjum erlendis en við munum gera það. Það er líklegt að þegar á þessu ári verðum við þátt- takendur í einhverjum slíkum reglu- legum eftirlitsverkefnum,“ segir hann. Páll Gunnar segir Fjármálaeftir- litið geta lagt bann við kaupum banka á erlendu fjármálafyrirtæki ef talið er að áhættustýring og innra eftirlit innan samstæðunnar sé ekki forsvaranleg. „Við höfum ekki bann- að slík kaup hingað til en við höfum hins vegar sett skilyrði í allnokkrum tilvikum, t.d. um að stjórnendur ís- lensks banka og stjórnendur fyrir- tækisins sem verið er að kaupa skrifi undir sameiginlega yfirlýsingu um hvernig þeir ætla að haga áhættu- stýringunni og innra eftirliti, þannig að yfirsýn sé yfir samstæðuna.“ Vettvangseftirlit í dóttur- félögum banka erlendis Fjármálaeftirlitið hefur skilyrt kaup á erlendum fjármálafyrirtækjum Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is  Eftirlit/10 ALLT að 20.000 manns tóku þátt í mótmælum gegn Japan í tveimur borgum í Guangdong-héraði í sunn- anverðu Kína í gær. Daginn áður tóku um 10.000 manns þátt í mót- mælagöngu í Peking – fjölmenn- ustu götumótmælum í borginni frá 1999. Mótmælendur í borginni Guangzhou halda hér á skrípa- mynd af Junichiro Koizumi, for- sætisráðherra Japans. Mótmælin hófust eftir að stjórn Japans heimilaði útgáfu nýrrar kennslubókar í sögu þar sem Kín- verjum þykir gert lítið úr grimmd- arverkum japanskra hermanna í Kína á fyrri hluta aldarinnar sem leið./16 Reuters Mótmæli gegn Japan Washington. AFP. | Bandarísk hreyf- ing hyggst efna til mótmæla í Róm í dag gegn þeirri ákvörðun embætt- ismanna í Páfagarði að fela banda- ríska kardinálanum Bernard Francis Law að syngja messu til minningar um Jóhannes Pál II páfa. Law sagði af sér sem erkibiskup rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Boston fyrir tveimur árum eftir að hafa verið gagnrýndur harðlega fyrir að láta undir höfuð leggjast að refsa prestum sem níddust kynferð- islega á börnum. „Salti nuddað í sárin“ Hreyfing fórnarlamba kynferð- isbrota kaþólskra presta í Banda- ríkjunum, SNAP, stendur fyrir mótmælunum í Róm. Formaður hreyfingarinnar, Barbara Blaine, sagði að for- ystumenn hennar hygðust afhenda fólki dreifirit fyrir utan kirkjuna þar sem messan verður haldin. Samtökin ráðgera fleiri mótmæla- aðgerðir í Róm á næstu dögum. „Með þessu er salti nuddað í sár fórnarlambanna,“ sagði Blaine um þá ákvörðun að fela Law að syngja messuna. Eftir að Law neyddist til að segja af sér vegna hneykslismálanna í Boston gerði páfi hann að forstöðu- manni kirkju í Róm þar sem messan verður haldin. Margir kaþólskir Bandaríkja- menn líta enn á Law sem tákn kirkjuvalds sem verndaði prestana fremur en ung fórnarlömb þeirra. Í dómsskjölum kom fram að Law flutti presta, sem sakaðir voru um kynferðisbrot, á milli sókna án þess að skýra frá þessum ásökunum. Messu Laws kardinála mótmælt Reuters Bernard Law við messu í gær. Haag. AFP. | Hundruð milljóna manna úti um allan heim fylgd- ust með útför Jóhannesar Páls II páfa í sjónvarpi en í Hollandi horfðu fleiri á brúðkaup Karls Bretaprins og Camillu Parker Bowles en á útförina í Páfa- garði. Íbúar Hollands eru um 16,2 milljónir og um 1,9 milljónir þeirra horfðu á brúðkaup breska ríkisarfans, en 1,3 millj- ónir á útförina. Í alfræðiritinu Britannica á Netinu kemur fram að í grófum dráttum skiptist íbúar Hollands í þrjá álíka stóra hópa í trúmál- um; kaþólskt fólk, mótmælend- ur og fólk utan trúflokka. Reuters Karl prins og Camilla í Wind- sor-kastala eftir brúðkaupið. Brúðkaup- ið vinsælla en útförin NÚ ER árstíminn þegar ungir nemendur í listdansi stíga á svið og sýna stoltum aðstandendum hvað þeir hafa lært í vetur. Það getur tekið á þolinmæðina að bíða eftir því að röðin komi að manni að láta ljós sitt skína og þá er gott að geta gripið í spil, eins og þess- ar ungu ballerínur úr Listdans- skóla Íslands gerðu þegar þær biðu eftir að verða kallaðar fram á Stóra svið Borgarleikhússins í gær. Listdans á miklu fylgi að fagna hér á landi. Við Listdansskólann stunda nú nám um 170 nemendur, en skólinn fylgir námskrá grunn- og framhaldsskóla. Það segir þó ekki alla söguna því talið er að um tífaldur nem- endafjöldi Listdansskólans, um 1.700 nemendur, leggi nú stund á listdans hér á landi ef með eru taldir hinir ýmsu einkaskólar. Morgunblaðið/Golli 1.700 í list- dansnámi Fasteignir og Íþróttir í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.