Morgunblaðið - 11.04.2005, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Tveir fyrir einn til
Madrid
21. apríl
frá kr. 19.990
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri
á helgarferð til Madrid 21. apríl. Madrid
er einstaklega spennandi borg sem
býður upp á ótrúlega fjölbreytni í
skemmtun og afþreyingu. Ótal söfn,
frábært mannlíf, skemmtileg hverfi og
markaðir að ógleymdum frábærum
veitingastöðum. Þú getur valið um að
kaupa eingöngu flugsæti eða flug og
gistingu og þú ert á góðri leið með að
kynnast hinni heillandi höfuðborg Spánar, borginni sem aldrei sefur.
Gisting frá kr. 4.250
Gisting pr. nótt á mann í tvíbýli
á Hotel NH Alberto Aguilera með
morgunverði. Netbókun.
Verð kr. 19.990
Flugsæti með sköttum, báðar leiðir.
Netverð.
Örfá sæti
sem kysu að efna þar til málþinga
eða mannamóta. Húsakostur verði
lagaður að þessari starfsemi án þess
að tekið sé fyrir gistiaðstöðu.
Að sögn Bolla hefur ekki verið
mörkuð ákveðin stefna í ráðuneytinu
um hvernig þessi aðstaða verður
nýtt til framtíðar. „Menn sjá fram á
að það er mjög erfitt að vera með
heilsársrekstur þarna. Það er verið
að þreifa á því hvort einhverjir
áhugasamir gefa sig fram svo hægt
sé að heyra þeirra hugmyndir. Það
hafa nú þegar nokkrir spurst fyrir
um þetta,“ segir hann.
Spurður um ástand hússins segist
Bolli ekki telja að þörf sé á meiri-
háttar endurbótum á byggingunni.
RÍKISKAUP hafa
fyrir hönd forsætis-
ráðuneytisins aug-
lýst eftir áhugasöm-
um og fjárhagslega
traustum aðilum til
viðræðu um að taka
að sér rekstur Hót-
els Valhallar á Þing-
völlum til næstu
fimm ára.
Bolli Þór Bolla-
son, ráðuneytis-
stjóri í forsætis-
ráðuneytinu, segir
að látið verði á það
reyna hvort grund-
völlur er fyrir áframhaldandi hótel-
rekstri í Hótel Valhöll.
Nokkrir hafa haft samband og
sýnt áhuga á hótelrekstrinum
Þingvallanefnd lagði til á seinasta
ári í stefnumótun fyrir þjóðgarðinn á
Þingvöllum að forsendum hótel-
rekstrar í Valhöll yrði breytt. End-
urskoða þyrfti hótelreksturinn með
tilliti til viðhalds hússins og árstíða-
sveiflu í gestafjölda o.fl. Lagði
nefndin m.a. til að dregið yrði úr hót-
elrekstrinum en áhersla lögð á að í
Valhöll yrði unnt að fá keyptar veit-
ingar, auk þess sem hugað yrði að
aðstöðu fyrir Alþingi og ríkisstjórn
til að koma saman til funda og aðra
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Rekstur Hótels Valhallar boðinn út
Stefnt að hótel-
rekstri til 2010
Í DAG hefst opinber heimsókn
forseta Íslands, Ólafs Ragnars
Grímssonar, og Dorritar Mous-
aieff forsetafrúar, til Akureyrar
og Eyjafjarðarsveitar. Heim-
sækja forsetahjónin stofnanir og
fyrirtæki á Akureyri í dag og á
morgun og verða í Eyjafjarðar-
sveit á miðvikudag. Lýkur dag-
skránni þann dag með fjöl-
skylduhátíð í Hrafnagilsskóla.
Forsvarsmenn Akureyrarbæj-
ar taka á móti forsetanum kl. hálf-
níu og verður fyrst haldið í Verk-
menntaskólann á Akureyri. Síðan
verður farið í leikskóla, grunn-
skóla, dvalarheimili, Háskólann á
Akureyri, Minjasafnið og í kvöld
kl. 20 verður fjölskylduhátíð í
Íþróttahöllinni þangað sem allir
eru velkomnir.
Á morgun hefst dagskráin með
heimsókn í Menntaskólann á
Akureyri og síðan verða nokkur
fyrirtæki heimsótt. Lýkur heim-
sókninni á morgun með kvöld-
verði í Hrísey.
Á miðvikudag heimsækja for-
setahjónin Eyjafjarðarsveit.
Verða skólar í sveitinni heimsóttir
fyrir hádegi en síðdegis ekið um
sveitarfélagið og m.a. skoðað há-
tæknifjós, smámunasafn og virkj-
un áður en kemur að hátíðinni.
Forsetahjónin á Akureyri
og í Eyjafjarðarsveit
ÁHORFENDAPALLAR Reiðhall-
arinnar í Víðidal voru stappfullir af
áhugasömum áhorfendum þegar
gæludýraeigendur leiddu saman
hesta sína, hunda og ketti á Fjöl-
skyldu- og dýrahátíð VÍS Agría í
gær. Gafst borgarbúum tækifæri til
að kynnast ýmsum dýrum og þeirri
fjölbreyttu þjónustu sem eigendum
þeirra stendur til boða.
Gestir gátu fylgst með dýrum allt
frá norskum skógarköttum og
Border Collie hundum upp í stóð-
hesta og merar. Þá var við hlið
hússins sýningartjald þar sem
kynnast mátti bæði dýrum og þjón-
ustu. Alls voru þarna um 30 hunda-
tegundir og fjöldi hreinræktaðra
kattategunda frá Kynjaköttum.
Á sýningunni var einnig
skemmtidagskrá þar sem m.a.
komu fram tamningamenn frá
Landbúnaðarháskólanum á Hvann-
eyri, hundaeigendur leiddu fram
hunda sína og söngsveitin Nylon
flutti lög. Þá sýndu Daníel Ingi
Smárason knapi og hundurinn
Tangó einnig listir sínar auk þess
sem lögregluhundar mættu á svæð-
ið. Þá gafst gestum kostur á að sjá
einn verðmætasta stóðhest lands-
ins, Þórodd frá Þóroddsstöðum.
Einnig gafst yngstu kynslóðinni
kostur á að láta teyma undir sér
prúða og gæfa hesta og kættust
margir krakkar við þessi nánu
kynni af þarfasta þjóninum.
„Það sem okkur þótti skemmti-
legast var að bæði sýnendur og fólk
sem kom núna töluðu um hvað
þetta væri góður vettvangur fyrir
almenning til að koma og kynnast
dýrunum, leita upplýsinga um mis-
munandi dýrategundir og sjá hvað
sér hentaði,“ segir Rúnar Þór Guð-
brandsson, svæðisstjóri VÍS Agría á
Íslandi. „Það er markmiðið með
þessari sýningu, að bjóða almenn-
ingi upp á það einu sinni á ári að
hafa frían aðgang að ýmiss konar
fagfólki og kynnast dýrunum um
leið.“
Morgunblaðið/Golli
Rakel Sara Elvarsdóttir, tveggja ára knapi, stóð sig með prýði á hestbakinu. Hana langar að eignast eigin hest.
Dýrin sýndu listir sínar
Chihuahua-hundarnir voru vinsælir til klapps og faðmlaga, enda einkar
ljúfir og skemmtilegir hundar, fullir af fjöri og glaðværð.
RITSTJÓRN Tíkurinnar.is telur að
reiturinn á milli Öskjuhlíðar og
Nauthólsvíkur í Reykjavík sé besta
lóð landsins og segir að þar sé tæki-
færi til að skapa heildstæða úti-
vistarperlu fyrir alla aldurshópa.
Borgaryfirvöld hafi hins vegar boðið
Háskólanum í Reykjavík lóðina og
þar með að „fylla þetta stórkostlega
útivistarsvæði af lágreistum bygg-
ingum og bílastæðum,“ eins og segir
í fréttatilkynningu ritstjórnarinnar.
„Það má ekki gerast enda hefur há-
skólinn aðra valkosti, jafnt innan
sem utan borgarmarkanna.“ Hvetur
hún Háskólann í Reykjavík til að
hafna tilboði borgarinnar.
Ritstjórn Tíkurinnar.is kynnti
hugmyndir sínar um skipulag svæð-
isins á Kaffi Nauthól í gær. Hún
kynnti jafnframt könnun sem hún
lét IMG Gallup gera á viðhorfi fólks
til framtíðar svæðisins. Samkvæmt
könnuninni vilja 80% kvenna að
svæðið verði þróað áfram sem úti-
vistar- og afþreyingarsvæði fyrir
borgarbúa í stað þess að HR fái að
byggja á svæðinu. Alls 67% karla
eru sömu skoðunar.
Könnunin náði til um 1.300 ein-
staklinga í Reykjavík, nágranna-
sveitarfélögum Reykjavíkur og öðr-
um sveitarfélögum. Fór hún fram
dagana 16. til 30. mars sl. Spurt var:
„Reykjavíkurborg hefur boðið Há-
skólanum í Reykjavík framtíðar-
aðsetur á svæðinu milli Nauthóls-
víkur og Öskjuhlíðar. Hvort viltu að
skólinn fái að byggja á þessu land-
svæði eða að svæðið verði þróað
áfram sem útivistar- og afþreyingar-
svæði fyrir borgarbúa?“
Ólýðræðisleg vinnubrögð
Ritstjórn Tíkurinnar sagði í sam-
tali við blaðamann í gær að þær
teldu fulla ástæðu til að taka mark á
þessum viðhorfum kvenna, sem
fram koma í skoðanakönnuninni, um
framtíð svæðisins. Þær segja enn-
fremur að borgaryfirvöld hafi boðið
HR lóðina án þess að kynna hug-
myndina borgarbúum. Telja þær
vinnubrögð af því tagi bæði ófag-
mannleg og ólýðræðisleg.
Þær hvetja því borgaryfirvöld til
að endurskoða þau áform sín að
bjóða HR lóðina. Þess í stað verði
svæðið skipulagt í samræmi við
skipulag flugvallarsvæðisins og
borgarinnar í heild. Þær benda á að
þegar séu ein vinsælustu útivistar-
svæði borgarinnar á þessum stað,
þ.e. í Öskjuhlíðinni og í Nauthólsvík-
inni og segja að á umræddu svæði
megi t.d. hafa lítið tívolí, gæludýra-
braut, skautasvell, sundlaug og veit-
ingahús.
Vilja útivistarsvæði milli
Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur
Morgunblaðið/Golli
Ritstjórn Tíkurinnar kynnti hugmyndir í skipulagsmálum í Reykjavík.
HR hafni tilboði
borgarinnar