Morgunblaðið - 11.04.2005, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ert þú með fótaóeirð?
Klínísk lyfjarannsókn
Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna öryggi og verkun rannsóknarlyfsins
SEP-226330 við fótaóeirð. Áhætta af þátttöku felst í mögulegum
aukaverkunum af notkun rannsóknarlyfsins, bæði þekktum og ófyrirséð-
um. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur fái langvarandi bata af meðferð
með rannsóknarlyfinu, en niðurstöður rannsóknarinnar geta leitt til
framfara í læknisfræðilegum rannsóknum og meðferð fótaóeirðar.
Um 120 einstaklingar með fótaóeirð munu taka þátt í rannsókninni
sem verður framkvæmd á rannsóknarsetri Íslenskra lyfjarannsókna ehf. -
Encode, Krókhálsi 5d, 110 Reykjavík. Rannsóknin tekur yfir 6 vikna
tímabil og gert er ráð fyrir 6 heimsóknum á rannsóknarsetur.
Þeir sem kynnu að hafa áhuga eru beðnir um að leita frekari upplýsinga
um rannsóknina hjá Ragnheiði H. Friðriksdóttur, hjúkrunarfræðingi
rannsóknarinnar, í síma 664 9930 eða hjá rannsakendum í síma 510 9900.
Tekið skal fram að þeir sem svara auglýsingunni hafa á engan hátt
skuldbundið sig til að taka þátt í rannsókninni. Taki þeir þátt,
geta þeir dregið sig út úr rannsókninni hvenær sem er,
án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni.
Óskað er eftir sjálfboðaliðum á aldrinum 18-64 ára
til þátttöku í klínískri rannsókn á rannsóknarlyfi
sem verður prófað í fyrsta sinn við fótaóeirð.
Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiðanefndar,
Persónuverndar og Lyfjastofnunar. Aðalrannsakandi
er Þórður Sigmundsson læknir og meðrannsakendur
hans erulæknarnir Albert Páll Sigurðsson
og Guðbjörg Birna Guðmundsdóttir.
hvorki haft samband við okkur til að
fá einhverjar verðhugmyndir, eða vita
hvort þetta væri á annað borð verk
sem við réðum við,“ segir Guðmund-
ur. Kópavogsbær fékk ráðgjafarfyr-
irtækið Sjá viðmótsprófanir til að
þess að velja nokkur vefhönnunarfyr-
irtæki til þess að taka þátt í lokuðu
forvali fyrir verkið og voru sett ákveð-
in skilyrði sem fyrirtækin þurftu að
uppfylla.
Guðmundur segir að Design Eur-
opa uppfylli öll skilyrðin. „Það var
ekkert sem ég sá að við myndum ekki
standast utan eitt atriði á gráu svæði.
Það var það að við höfum unnið fyrir
sveitarfélög eða eitthvað sambæri-
legt.
Við höfum unnið fyrir Borgarfjörð,
Húsavík og nokkur önnur sveitar-
félög, þó að við höfum ekki sett upp
sýsluvefina hjá þessum aðilum,“ segir
Guðmundur. Hann segir einkennilegt
að setja skilyrði um slíkt, þar sem
FORSVARSMENN vefhönnunar-
fyrirtækisins Design Europa eru
ósáttir við að hafa ekki fengið að taka
þátt í lokuðu forvali um að hanna nýj-
an vef æskulýðs- og tómstundaráðs
Kópavogs, og hafa lagt fram formlega
kvörtun við bæjaryfirvöld vegna
málsins. Guðmundur Sigurðarson,
markaðsstjóri hjá vefhönnunarfyrir-
tækinu Design Europa, segir að fyr-
irtækið hafi ekki fengið svar við erindi
sínu frá Kópavogsbæ.
Í erindinu var óskað eftir upplýs-
ingum um hvers vegna ekki hafi verið
talað við fleiri hugbúnaðarhús áður en
aðilar til að taka þátt í lokuðu forvali
voru valdir. Þau svör hafi þó fengist
að ekki verði hætt við forvalið á vef
æskulýðs- og tómstundaráðsins.
„Nú erum við að verða eitt stærsta
vefhönnunarhús landsins og það var
margir í vefhönnunargeiranum hafi
unnið eitthvað fyrir sveitarfélög.
Vissu ekki af fyrirtækinu
Guðmundur segir að þegar hann
hafi rætt málið við forsvarsmenn Sjá
hafi komið í ljós að ráðgjafarfyrirtæk-
ið hafi ekki vitað nægilega vel af
Design Europa. „Mér finnst það bæði
fyndið og ekki fyndið að ráðgjafarfyr-
irtæki sem sérhæfir sig í að aðstoða
stofnanir við að finna aðila til að taka
að sér vefhönnun sé ekki meðvitað um
þá aðila sem eru á markaðinum.“
Guðmundur bendir á að Design
Europa hafi unnið vef Snælandsskóla
í Kópavogi, svo Kópavogsbær ætti að
hafa reynslu af þeirra störfum. Engu
að síður hafi þeir ekki fengið mögu-
leika á að vinna þetta verk. Fyrirtæk-
ið hafi mikla reynslu á sviði vefhönn-
unar, starfi bæði hérlendis og
erlendis, hafi sett upp yfir 350 vefi, og
sé með 30–35 starfsmenn í vinnu.
Ósáttir við að fá ekki að taka þátt í lokuðu forvali vegna vefhönnunar
Kvarta formlega
við Kópavogsbæ
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
SAMSÆRI þagnarinnar var rofið á
Arnarhóli á laugardag þegar fólk
sýndi það í verki að það væri tilbúið
að tjá sig um ofbeldi sem það sjálft
eða aðrir sem það þekkir til hafa
orðið fyrir. Hengdir voru upp bolir
sem fólk hafði skrifað á skilaboð
sem það vildi koma á framfæri.
„Hluti af því að takast á við of-
beldi sem maður hefur sætt er að
tala um það. Með þessu vorum við
að hvetja fólk til þess. Við getum
stöðvað ofbeldi með því að við, sem
höfum orðið fyrir ofbeldi, tölum um
það,“ segir Svava Björnsdóttir,
verkefnastjóri Blátt áfram, for-
varnarverkefnis Ungmennafélags
Íslands.
Samtökin Styrkur – úr hlekkjum
til frelsis, og verkefnið Blátt áfram
skipulögðu fram-
takið, en það var
stutt af Stígamótum,
Samtökum um
Kvennaathvarf,
Kjarki á Akureyri,
V-deginum, Fem-
ínistafélagi Íslands,
UNIFEM á Íslandi,
Íslandsdeildar
Amnesty Inter-
national og fleirum.
„Við erum alltaf að
finna leiðir til þess
að vekja athygli á
því að ofbeldi er til á
Íslandi,“ segir Svava. Hún segir að
um 70 manns hafi komið á Arnarhól
og forsvarsmenn uppákomunnar
séu mjög ánægðir með hvernig til
tókst. Margir hengdu upp boli með
einhverju sem þeir höfðu skrifað,
svo sem „Ég lifi“, skilaboðum til
gerenda eða upplýsingum um hve
gamall viðkomandi var þegar of-
beldið hófst. Svava segir að það að
hengja upp bolina hafi verið tákn-
ræn athöfn, á bak við hvern bol er
manneskja og fólk sem hafi orðið
fyrir ofbeldi hafi þörf fyrir að
„viðra út“ einhverja innri skömm,
ábyrgð eða kenndir sem það hefur
gagnvart ofbeldi sem það hefur
orðið fyrir.
Nánari upplýsingar má fá á vef
Blátt áfram, www.blattafram.is.
Rufu samsæri þagnarinnar
Morgunblaðið/Golli
„Hluti af því að takast á við ofbeldi sem maður hefur sætt er að tala um það,“ segir Svava Björnsdóttir, einn aðstandenda verkefnisins.
Margir skrifuðu einhver skilaboð á boli, ef til vill
skilaboð til gerenda eða önnur tilfinningamál.
Hvetja fólk til að tala um ofbeldi
SIGURÐUR Björnsson, markaðs-
stjóri Kópavogsbæjar, staðfestir
að bænum hafi borist kvörtun
vegna forvals fyrir hönnun á vef
æskulýðs- og tómstundaráðs, og
segir að kvörtunin muni fara
rétta leið í gegnum kerfið hjá
Kópavogsbæ.
Hann segir að ráðgjafarfyr-
irtækið Sjá viðmótsprófanir hafi
verið ráðið til þess að vinna
þarfagreiningar og undirbúa
uppsetningu vefjar fyrir æsku-
lýðs- og tómstundaráð. Á grund-
velli álits ráðgjafarfyrirtækisins
sé valinn hópur fyrirtækja sem
verði boðið að gera tilboð í verk-
efnið.
„Hver skilyrðin eru veit ég
ekki, en þetta fyrirtæki hefur
alltaf unnið mjög faglega, og hef-
ur mikla reynslu af þessu,“ segir
Sigurður. Spurður að því hvers
vegna ekki sé farið í opið útboð á
verkinu segir Sigurður kostnað
og undirbúning sem felist í slíku
útboði of mikinn fyrir svo lítið
verk.
Faglegir og
reynslumiklir
ráðgjafar
ARNGRÍMUR Jóhannsson, flug-
stjóri og stofnandi Air Atlanta,
áformar að fljúga DC-3 flugvél sem
hann fékk í afmælisgjöf, frá Írlandi
til Íslands í næstu viku.
Eins og fram kom í Morg-
unblaðinu nýverið var vélin keypt
frá Suður-Afríku og er hún nú á leið
til Írlands þar sem nýir eigendur
taka við henni. Arngrímur fékk hlut
í vélinni að gjöf frá vinum og sam-
starfsfólki eftir að hafa flogið síðustu
ferð sína sem flugstjóri í lok síðasta
mánaðar. Vélin, sem er 63 ára gömul
og rúmar 21 farþega, mun bera nafn
Arngríms og verður skráð á Íslandi.
Að sögn Arngríms verður vélinni
flogið til Akureyrar. Tvær aðrar
slíkar vélar eru á landinu, þar af
önnur í flughæfu ástandi, áburð-
arvélin Páll Sveinsson.
„Þetta var vinnuhestur flugsins
um áraskeið,“ segir Arngrímur um
DC-3 vélina, og segist hlakka til að
fljúga henni til Íslands.
Arngrímur mun fljúga vélinni
hingað ásamt Birni Thoroddsen
flugstjóra. Áætlað er að flugið taki
um 5–6 tíma en flugþol DC-3 er 10
tímar. Arngrímur flaug DC-3 vélum
í áætlunarflugi hjá Flugfélagi Ís-
lands á árunum 1966–68, m.a. milli
Akureyrar og Reykjavíkur. Hann
segist síðast hafa flogið slíkri vél í
hittiðfyrra. „Nýju“ DC-3 vélina
hyggst Arngrímur fyrst og fremst
nota sér til skemmtunar og til sýn-
ingahalds. „Hún er í fínu standi.“
Þriðji „Þristurinn“ til
landsins í næstu viku
Arngrímur
flýgur afmæl-
isgjöfinni
til Íslands
LANDGRÆÐSLA ríkisins fékk
DC-3 vél að gjöf árið 1973 frá Flug-
félagi Íslands en hún hét þá Gljáfaxi,
en fékk nafnið Páll Sveinsson. Með
tilkomu hennar margfaldaðist af-
kastageta landgræðsluflugsins og
unnt var að fljúga lengra með áburð-
inn. Á liðnum árum hefur aftur dregið
úr áburðarflugi, með tilkomu nýrra
aðferða.
Aðdragandann má rekja til hausts-
ins 1971 þegar flugmennirnir Dag-
finnur Stefánsson og Skúli Br. Stein-
þórsson, báru upp tillögu á fundi í
Félagi íslenskra atvinnuflugmanna
um að bjóða fram flugstörf við áburð-
ar- og frædreifingu án endurgjalds.
„Við vildum reyna að ná í Þrist og
fá flugmenn til að fljúga honum og fá
flugvirkja til að halda honum við. Ég
var með þá hugmynd að við myndum
gera þetta í sjálfboðavinnu og fá olíu-
félögin og aðra til að styrkja okkur.
Svo kom það upp að stjórn Flugfélags
Íslands ákvað að gefa Landgræðsl-
unni Pál Sveinsson [Gljáfaxa]. Vélinni
var breytt í dreifingarvél, en ég hafði
frétt af því á Nýja-Sjálandi notuðu
þeir DC-3 vélar til uppgræðslu á
landi. Ég vildi leggja til að þetta yrði
gert hérna heima,“ segir Dagfinnur
Stefánsson flugstjóri, sem bar upp til-
löguna, sem fyrr segir á fundi FÍA og
hjólin tóku brátt að snúast.
Þess má geta að stofnfundur nýs
félags, DC-3 þristavinir, sem hefur að
markmiði að reka og viðhalda DC-3
flugvél Landgræðslunnar, Páli
Sveinssyni, var haldinn fyrir stuttu,
eins og fram hefur komið.
Flugmenn
áttu hug-
myndina um
áburðarflugið