Morgunblaðið - 11.04.2005, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Flottir frakkar og úlpur
Yfirhafnir
á hálfvirði
þessa viku
Mörkinni 6, sími 588 5518.
Vattúlpur, ullarkápur,
dúnúlpur,
húfur og hattar
Réttu stærðirnar
Hlíðasmára 11 • Kópavogi • sími 517 6460
www.belladonna.is
Þetta er
og fæst í
Opið mán. - fös. 11-18, lau. 12-16
Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433
Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16
Dragtadagar
11.-16. apríl
Góður afsláttur
LANDVERND og Umhverfisstofn-
un halda málþing um akstur utan
vega laugardaginn 16. apríl kl. 13–17
í Norræna húsinu í Reykjavík.
Fjallað verður um akstur utan vega
frá ýmsum sjónarhornum með pall-
borðsumræðum í lokin. Megin-
áhersla verður lögð á að varpa ljósi á
hvar vandinn liggur og að greina
hvað er til ráða.
Davíð Egilson, forstjóri Umhverf-
isstofnunar, setur málþingið og er-
indi halda: Eymundur Runólfsson,
forstöðumaður hjá Vegagerðinni,
Halldór Jónsson, í Gæsavatnahópn-
um, Freysteinn Sigurðsson, varafor-
maður Landverndar, Árni Jóhanns-
son hjá Útvist og Skúli Haukur
Skúlason, formaður 4x4. Árni Braga-
son mun kynna tillögur nefndar um
utanvegaakstur. Þá verða pallborðs-
umræður um aðstæður og hagsmuni
ólíkra aðila. Ólöf Guðný Valdimars-
dóttir, formaður Landverndar,
stjórnar málþinginu.
Boðið verður upp á kaffiveitingar.
Aðgangseyrir er 500 kr.
Málþing á laugardag
um akstur utan vega
INNRITUN í alla tónlistarskóla í
Reykjavík fer nú fram með raf-
rænum hætti en innritun stendur
yfir um þessar mundir og lýkur
30. apríl nk. Tekið skal fram að
innritun í tónlistarskólana fer ein-
göngu fram rafrænt en hægt er að
komast inn á svonefnda „Rafrænu
Reykjavík“, þjónustuver borgar-
innar, á vefslóðinni: www.reykja-
vik.is og www.grunnskolar.is.
Í tilkynningu frá Fræðslumið-
stöð segir að stefnt sé að því að
þjónustuvefurinn Rafræn Reykja-
vík verði í framtíðinni öflug þjón-
ustuveita fyrir íbúa. Þangað geti
hver sem er farið inn og stofnað
eigin þjónustugátt með því að skrá
inn kennitölu og sækja um að-
gang.
Innritun í tónlist-
arskóla rafræn
FERÐAÞJÓNUSTA bænda ætlar
að bjóða upp á lífsnautna- og menn-
ingarferð um Toscana-hérað á Ítal-
íu í sumar með Diddú og Hófí – Sig-
rúnu Hjálmtýsdóttur söngkonu og
Hólmfríði Bjarnadóttur fararstjóra
– sem lýst er sem veisluborði fyrir
eyru og anda, munn og maga.
Farið verður í ýmsar skoðunar-
ferðir um borgir og víngarða,
óperusýningu í hringleikahúsi, svo-
kallaða fimm landa siglingu, og
ferðir um héraðið þar sem mannlífi
og menningu verða gerð góð skil.
Einnig verður að sjálfsögðu farið á
veitingastaðinn 12 postula, þar sem
menn hafa tekið ástfóstri við Diddú
og framleiða vín með hennar nafni
og mynd af henni á flöskunum.
Lífsnautna- og
menningarferð
RÁÐSTEFNA um heimilis- og kyn-
ferðisofbeldi gegn börnum og ung-
lingum verður haldin á morgun, 12.
apríl kl. 9–16, í Bratta, fyrirlestrarsal
í Kennaraháskóla Íslands. Ráðstefn-
an er einkum ætluð þeim sem starfa
með börnum og unglingum en er öll-
um opin. Aðgangur er ókeypis.
Á ráðstefnunni verður leitast við að
svara mörgum þeim atriðum sem
nauðsynlegt er að hafa þekkingu á.
T.d. er fjallað um afleiðingar heimilis-
og kynferðisofbeldis. Hversu algengt
er það? Hvað getum við gert ef grun-
ur vaknar um að barn eða unglingur
sé beitt kynferðis- eða heimilisof-
beldi? Hvert getum við leitað til að til-
kynna slíkt sem og að fá ráð og stuðn-
ing um hvað best sé að gera? Hvert er
ferlið eftir að tilkynning um beitingu
ofbeldis berst?
Sigríður Halldórsdóttir kynnir nið-
urstöður úr rannsókn sinni á heimilis-
ofbeldi. Einnig verða flutt erindi frá
Samtökum um Kvennaathvarf, Stíga-
mótum, Neyðarmóttöku, Barnahúsi,
Blátt Áfram og lögreglunni.
Skipuleggjandi eru samtökin
Styrkur – úr hlekkjum til frelsis og
hægt er að nálgast nánari upplýsing-
ar með því að senda tölvupóst á styrk-
urinn@simnet.is. Upplýsingar um
samtökin eru á www.styrkur.net.
Ráðstefna um heimilis- og
kynferðisofbeldi gegn börnum
REKSTUR Hafnarfjarðarbæjar á
síðasta ári var jákvæður um 727
milljónir króna sem er 521 milljón
króna betri árangur en áætlanir
gerðu ráð fyrir, skv. upplýsingum
frá Hafnarfjarðarbæ.
Ársreikningur síðasta árs hefur
verið tekinn til fyrri umræðu í
bæjarstjórn og verður síðari um-
ræða hinn 19. apríl nk. Samkvæmt
ársreikningi er rekstrarniðurstaða
ársins jákvæð um 1.239 milljónir
króna sem er 1.361 milljón króna
betri árangur en áætlanir gerðu
ráð fyrir. Fjárfestingar ársins
námu 1.415 milljónum króna, veltu-
fé frá rekstri 624 milljónum króna
og fjármagnsliðir reyndust jákvæð-
ir um 512 milljónir. Í tilkynningu
frá bæjaryfirvöldum segir að heild-
arskuldir bæjarfélagsins hefðu
lækkað á árinu ef ekki hefði komið
til 700 milljóna króna skuldfærsla á
byggingarreitum sem enn eru í
uppbyggingu. Þá hækkaði eigið fé
um 34% á milli ára og nam 4.893
milljónum króna.
Rekstur ársins 2004 fyrir fjár-
magnsliði skilaði 683 milljóna
króna betri árangri en árið 2003.
Þá skilaði reksturinn 1.309 milljóna
króna betri niðurstöðu en árið á
undan.
Þess má geta að íbúar bæjar-
félagsins voru 22.006 um síðustu
áramót og fjölgaði um 752 á árinu,
eða um 3,5%.
Afkoma Hafnar-
fjarðar hálfum
milljarði betri