Morgunblaðið - 11.04.2005, Síða 13

Morgunblaðið - 11.04.2005, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 13 FRÉTTIR Abiriba, Chief Nwa-Anyanwu I of Abiriba á máli innfæddra. Að athöfn lokinni var efnt til mik- illar veislu þar sem ekkert var spar- að í mat og drykk og að sjálfsögðu var einnig farið í kirkju, en að sögn Hilmars er meirihluti íbúa héraðs- ins kristinnar trúar. „Þarna söng einn besti blandaði kór sem ég hef nokkru sinni heyrt í, maður fékk tár í augun, varð agndofa, þetta var svo stórfenglegt.“ Þrjátíu sinnum til Nígeríu Hilmar stofnaði fyrirtæki sitt, Fiskmiðlun Norðurlands, á Dalvík árið 1987 og hóf fljótlega að flytja út skreið til Nígeru. Þau viðskipti stundaði hann allt þar til á liðnu ári er hann lét af störfum. Telst honum til að ferðir hans til Nígeríu á liðn- um árum séu um 30 talsins. „Það er mikill skreiðarútflutn- ingur frá þessu þorpi, Abiriba og margir sem þaðan koma hafa hagn- ast vel á viðskiptum sínum. Það er hefð fyrir því að fólk sem efnast geri eitthvað fyrir þorpið sitt, láti fé af hendi rakna til uppbyggingar þar eða til samhjálpar af einhverju tagi og sýni hinum gamla heimabæ sín- um þannig virðingarvott,“ segir Hilmar. Fram kemur í bréfi frá viðskipta- félögum hans í Abiriba að það sé einmitt fyrir stórkostlega fram- göngu hans í sölu á skreið til Níger- íu sem hann er valinn til að bera nafnbótina, héraðshöfðingi. „Auð- vitað er misjafn sauður í mörgu fé, en reynsla mín af viðskiptum við Nígeríumenn er góð, ég kynntist eingöngu stálheiðarlegu fólki sem ég bar traust til, og öfugt,“ segir Hilmar. Hann sagði að á und- anförnum árum hefði gífurleg aukn- ing orðið í útflutningi á hausum til Nígeríu og þá hefði vöruvöndun aukist umtalsvert. Áætlað er að út- flutningur hafi aukist um 10-15% á ári síðastliðin ár. Þannig nam út- flutningur Sölku-fiskmiðlunar til Nígeríu rúmum tveimur milljörðum á síðastliðnu ári. „Menn eru mjög meðvitaðir um að þeir eru að fram- leiða matvæli og það er löngu liðin tíð að ekki sé vandað til verka í þess- ari framleiðslu,“ segir Hilmar, en hausarnir eru aðallega notaðir sem bragðefni við matargerð. Íhugar að koma á fót námsstyrk Nafnbótin er fyrst og fremst heið- urstákn og í henni felst ákveðin við- urkenning og virðing. „Hún leggur sem slík ekki skyldur á herðar manns, en vitanlega hugleiði ég hvort eitthvað sé hægt að gera fyrir fólk á þessu svæði á móti. Ég hef leitt hugann að því hvort möguleiki sé á að koma upp eins konar náms- styrk, bjóða ungu fólki af svæðinu til náms eða starfa hér í tengslum við sjávarútveg. Þá hefur mér líka dottið í hug að fá kórinn sem ég varð svo hrifinn af hingað til Íslands, en það getur orðið vandkvæðum bund- ið, það er mjög erfitt að fá vega- bréfsáritun í Nígeríu.“ Hilmar segist þakklátur fyrir þá upphefð sem honum var sýnd í framandi landi. „Þetta kom mér mjög á óvart, öll þessi ferð var mikil upplifun og ég skynjaði sterkt hversu mikil alvara var á bak við at- höfnin og allt sem henni tengdist,“ segir Hilmar sem sannreyndi gildi þess að vera sonur sólarinnar í Ab- iriba strax á flugvellinum á leiðinni heim. Ferðafélagi hans ætlaði að taka með sér kassa af ananas heim, en tollverðir voru ekki á því að hleypa honum í gegn nema gegn greiðslu. „Ég ræddi við þá og sýndi þeim þessa nýfengnu nafnbót mína. Þeir hleyptu okkur í gegn um- svifalaust.“ maggath@mbl.is Höfðingjar: Guðni Einarsson, Sigrún Sigurgeirsdóttir, Guðlaug Björns- dóttir og Hilmar Daníelsson. Lokahnykkurinn. Hilmar fékk nafnið Sonur sólarinnar af Abiriba, en þar til gerð húfa var sett á höfuð hans, síðasti hluti athafnarinnar. Hátíðleg athöfn. Hilmar sagði Nígeríumenn taka það alvarlega að veita fólki héraðshöfðingjanafnbót, en fyrst og fremst væri um eins konar heiðurstákn að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.