Morgunblaðið - 11.04.2005, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Ársfundur Lífeyrissjó›s verzlunarmanna ver›ur haldinn
mánudaginn 11. apríl 2005 kl. 17 í Hvammi á Grand Hótel.
Dagskrá fundarins:
1. Venjuleg ársfundarstörf.
2. Önnur mál.
Sjó›félagar og lífeyrisflegar sjó›sins eiga rétt til setu á ársfundinum.
Fundargögn ver›a afhent á fundarsta›.
Reykjavík 11. mars 2005
Stjórn Lífeyrissjó›s verzlunarmanna
Sími: 580 4000 • Myndsendir: 580 4099 • Netfang: skrifstofa@live.is
Ársfundur 2005
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
15
52
3
CREDITINFO Group hf., móður-
félag Lánstrausts og Fjölmiðla-
vaktarinnar, hefur keypt meiri-
hlutann í einu helsta upp-
lýsingafyrirtæki í Grikklando,
Alpha Mi S.A. Alpha, sem er með
höfuðstöðvar í Aþenu, hóf starf-
semi árið 1956 og var fyrsta fyr-
irtækið á sínu sviði á gríska mark-
aðinum. Framkvæmdastjóri Cred-
itinfo Group, Reynir Grétarsson
sem staddur er í Grikklandi, segir
um 50 manns starfa hjá Alpha og
að velta þess sé um 150 milljónir
króna á ári. Spurður um hugs-
anlegar breytingar á rekstrinum
segir hann menn ætla að sækja
fram: „Ég er einmitt staddur á
hugarflugsfundi hérna með nokkr-
um Grikkjum. Við ætlum að koma
okkar kerfi upp hér og koma
hérna í gagnið annarri þekkingu
sem við höfum aflað okkur í þess-
um geira. Það er í raun það sem
við erum að gera, þ.e. að flytja út
þekkingu í einu formi eða öðru og
þetta er ein leið til þess,“ segir
Reynir.
Stöðugt verið að huga
að frekari útrás
Hann segir aðalmarkaðssvæði
Creditinfo Group vera þau lönd
sem séu dálítið á eftir Íslandi hvað
varðar þekkingu og tækni, þ.e.
Austur-Evrópa, Mið-Evrópa, Suð-
ur-Evrópa, Mið-Asía og Miðaust-
urlönd. „Það sem gerðist í þessu
tilviki er að það er fyrirtæki sem
heitir Dun & Bradstreet sem er
stærsta fyrirtækið á sviði fyrir-
tækjaupplýsinga í heiminum, þeir
eiga hlut í þessu fyrirtæki hérna á
Grikklandi. Þeir höfðu samband
við okkur og báðu okkur að koma
með sér inn í Alpha og kaupa út þá
sem voru fyrir.“
Spurður um frekari útrás segir
Reynir menn stöðugt vera skoða
hugsanleg kaup á fyrirtækjum eða
stofna fyrirtæki. „Það eru mikil
tækifæri. Við Íslendingar erum á
býsna háu stigi tæknilega og við
höfum fullt fram að færa hérna.“
Morgunblaðið/Sverrir
Útrásarhugur Reynir Grétarsson segir Íslendinga standa býsna framarlega
í þekkingu og tækni og stöðugt sé verið að huga að útflutningi á þekkingu.
Creditinfo Group
kaupir í Grikklandi
● BARÁTTAN um bresku versl-
anakeðjuna Somerfield mun enn
harðna í þessari viku, ef marka
má frétt The Mail on Sunday í
gær. Þar kemur fram að búist sé
við því að Baugur geri nýtt tilboð í
Somerfield og hækki tilboð sitt um
allt að 30 pens og bjóði jafnvel
um 220 pens fyrir hlutinn. Það
jafngildir því að Somerfield sé 1,2
milljarða punda virði, eða sem
svarar tæpum 140 milljörðum
króna.
Blaðið segir að komi slíkt tilboð
fram frá Baugi sé Baugur Group
óneitanlega kominn með ákveðið
forskot í baráttunni um bresku
verslanakeðjuna.
The Mail on Sunday segir einnig
að fullvíst megi telja að Baugur
muni gera slíkt tilboð með þeim
fyrirvara að verð muni breytast,
komi eitthvað óvænt í ljós við
skoðun á Somerfield og bókhaldi
fyrirtækisins.
Gengi bréfa í sögulegu hámarki
Gengi bréfa í Somerfield náði
sögulegum hæðum í síðustu viku
þegar hluturinn var seldur á 215
pens. Við lok kauphallarinnar í
Lundúnum á föstudag stóð gengið
214,5 pensum.
Talsmaður bresku verslunarkeðj-
unnar Somerfield PLC bar á föstu-
dag til baka að stjórn félagsins
hefði fallist á að opna bókhald sitt
fyrir Baugi Group, samkvæmt
frönsku fréttastofunni AFP.
Búist við nýju
tilboði frá Baugi
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122