Morgunblaðið - 11.04.2005, Qupperneq 18
eftir verið afstætt. Verð safn-
gripa er á mjög breiðu bili,
allt frá nokkur hundruð
krónum upp í tugi og jafnvel
hundruð þúsunda í sumum
tilfellum. Þá getur bíll verið
einum safnara mjög verð-
mætur, til dæmis þegar hann
vantar hann til að fullkomna
safn sitt, en sami bíll öðrum
lítils virði. Örvar tekur dæmi
af bíl sem hann sárvantaði
inn í rúgbrauða-safn sitt og
tók hann alls fimmtán ár að
finna. Loksins þegar hann
svo fann hann á safnaramóti
í Bretlandi fékk hann hann
fyrir nokkur pund.
Á 1.970 bíla í safni sínu
„Menn hafa líka mismunandi
aðferðir við söfnun. Einn í fé-
laginu safnar til dæmis bara
bílum sem hafa verið til á Ís-
landi og annar safnar bara
traktorum og vinnuvélum,“
segir Brynjar „einn einbeitir
sér svo að bílum sem hann
átti ungur, sem leikföng,“
bætir Örvar við.
En hvað eiga þeir félagar
marga bíla? Brynjar á um
280 stykki, Steingrímur á
milli hundrað og tvö hundruð
bíla („enda selur hann þá alla frá
sér jafnóðum,“ skýtur Örvar að), og
safn Örvars er ansi tilkomumikið,
alls um 1.970 stykki. Örvar segist
enn vera að leita að mikilvægum
bílum í safn sitt og auglýsti meðal
annars eftir rúgbrauði með merk-
ingunni: Roði, Laugavegi 74
Reykjavík, í Morgunblaðinu um
daginn. Bíllinn er enn ófundinn en
hann rétt missti af eintaki í hendur
hollensks safnara á uppboði á ebay
um daginn. Hann segist þó alls
ekki búinn að gefast upp á því að
finna bílinn eftirsótta, enda sanni
dæmin að þolinmæði skili sér í
þessum efnum.
Annað hvert miðvikudags-kvöld hittist í Reykjavíkhópur safnara og skiptistá skoðunum og upplýs-
ingum um sameiginlegt áhugamál
sitt. Þetta eru meðlimir Félags
smábílasafnara sem var stofnað á
síðasta ári og í eru um 20 meðlimir
á aldrinum 25–70 ára, allt karlar
eins og er. Með smábílum er átt við
margar ólíkar tegundir lítilla bíla,
allt frá bílum sem krakkar leika sér
með, upp í verðmæta safngripi sem
geymdir eru í loftþéttum kössum
og má helst ekki taka á með berum
höndum. Örvar Möller er einn af
stofnendum félagsins og sonur hans
Brynjar er einnig félagi. Þeir
leyfðu blaðamanni og ljósmyndara
að skoða sýnishorn af söfnum sín-
um í húsakynnum félaga síns,
Steingríms Björnssonar, sem opn-
aði fyrir skömmu verslunina Safn-
arann við ráðhúsið þar sem hann
selur einmitt smábíla.
Örvar og Steingrímur hafa safn-
að smábílum í um þrjátíu ár og
kynntust árið 1975 í gegnum þetta
sameiginlega hugðarefni sitt. Eftir
að hafa fylgst með söfnun föður
síns frá blautu barnsbeini hóf
Brynjar sjálfur að safna bílum 12
ára gamall. Þeir eru allir sammála
um að áhugi á smábílum tengist al-
mennum bílaáhuga. Örvar hafði
ungur áhuga á bílum og las sér
mikið til um þá, sérstaklega evr-
ópska bíla. Smám saman byrjaði
hann svo að kaupa sér smækkaðar
útgáfur af þeim bílum sem hann
hélt mest upp á. Steingrímur hefur
einnig mikinn bílaáhuga og vann
meðal annars í varahlutaverslunum
í 25 ár.
Tugir bíla keyptir
í góðri utanlandsferð
Bílarnir í söfnum þeirra Örvars,
Steingríms og Brynjars koma alls
staðar að og eru bæði keyptir nýir
og gamlir. Hluti af þeim er fenginn
hérlendis, en stóran hluta kaupa
þeir á ferðum sínum erlendis –
Örvar segist stundum kaupa
nokkra tugi bíla í góðri utanlands-
ferð – og núorðið einnig á Netinu,
og þá helst á uppboðsvefnum ebay-
.com. Fyrir nokkrum misserum
setti Örvar upp heimasíðu um safn
sitt (www.simnet.is/orvarm) þar
sem má finna ljósmyndir og allar
upplýsingar um helstu gripi þess.
Aðrir safnarar hafa gjarnan sam-
band við Örvar í gegnum heimasíð-
una og í fyrra ákvað svo hópur
safnara sem myndað höfðu tengsl
með þessum hætti að stofna fyrr-
nefnt félag, eftir að hafa verið að
safna meira og minna hver í sínu
horni, „eða inni í skápnum,“ eins og
Örvar orðar það hlæjandi. Að-
spurður hvort hann eigi við að
þetta áhugamál þyki feimnismál
segir hann: „bæði og … fullorðin
maður að safna bílum, eða leik-
föngum, þetta hefur kannski aldrei
verið neitt sérstaklega „in“, að
minnsta kosti ekki hér á landi,“
segir hann en bætir við að öðru
máli gegni víða annars staðar.
„Á safnasýningum erlendis, til
dæmis þeirri sem ég hef sótt í
Bretlandi undanfarin ár, eru yfir
fimm hundruð sölubásar og þangað
koma um tuttugu þúsund gestir á
dag. Það er hefð fyrir þessu þar, en
ekki hér. Það sem háir okkur
kannski helst hér að það hefur
aldrei verið litið á smábílasöfn sem
söfn. Þetta eru leikföng og litlir
strákar líta oft þannig á að því
meira sem þeir þjösnast á bílunum,
því skemmtilegri sé leikurinn. Þar
af leiðandi eyðileggjast þeir og er
svo jafnvel hent þegar fer að sjá á
þeim,“ segir Örvar.
Þeir félagar segjast þó telja að
þrátt fyrir litla hefð fyrir smábíla-
söfnun hér á landi þá
stundi talsverður fjöldi fólks
hana.
Út úr skápnum og
viðurkenna „vandamálið“
„Það eru miklu fleiri að safna en
við vitum um,“ segir Steingrímur.
„Ég finn það bara hérna í búðinni.
Það koma til dæmis þrjár konur
hingað í hverri viku og kaupa smá-
bíla í söfnin sín.“ Þannig segja þeir
að margir virðist safna þó að þeir
líti ekki endilega á sig sem safnara.
En hvað felst í því að vera „safn-
ari“? „Að koma
út úr skápnum
og viðurkenna
vandamálið!“
segir Örvar. „En í
raun þá snýst þetta um hvort þú
hefur það mikið gaman af þessu að
þú viljir kynnast öðrum sem gera
þetta, til dæmis til að geta miðlað
upplýsingum og fengið upplýsingar
ef þú ert til dæmis að leita að
ákveðnum bílum.“
Safnararnir eru að þeirra sögn
flestir með ákveðnar áherslur í
söfnun sinni. Þessar áherslur eru
oft á tíðum ólíkar og þannig getur
verðmæti þeirra bíla sem sóst er
Að koma út
úr skápnum
sem safnari
Smart-bíll í þremur al-
gengum smábíla-
hlutföllum. Sá
stærsti er í 1⁄18, sá
í miðjunni er
1⁄43 og sá
minnsti
er 1⁄87.
Morgunblaðið/Sverrir
Hér gefur að líta hluta af dágóðu safni Brynjars af Formúlu 1-bílum.
Smábílasafnararnir Steingrímur, Brynjar og Örvar. Brynjar heldur á
slökkviliðsbíl frá 1960 sem afi hans gaf honum þegar hann var lítill. Til að hlífa bílunum nota safnarar helst hanska þegar þeir handfjatla þá.
Á þrjátíu árum hefur Örvar Möller safnað
1.970 smábílum. Sonur hans Brynjar á einnig
dágott safn, sem og félagi þeirra Steingrímur
Björnsson sem er jafnframt nýbúinn að opna
verslun sem selur smábíla. Birna Anna Björns-
dóttir hitti þá félaga sem eru í Félagi smábíla-
safnara sem heldur úti virkri starfsemi.
bab@mbl.is
ÁHUGAMÁL | Starfsemi Félags smábílasafnara
18 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF