Morgunblaðið - 11.04.2005, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 19
DAGLEGT LÍF
OPNUNARTÍMI
MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA.......
LAUGARDAGA.....................................
SUNNUDAGA.......................................
14 - 18
11 - 16
13 - 16
Hægindastóll
• Microfiber áklæði
• Verð áður 42.600,-
Ver› kr. 29.800
30%
afsláttur
Vaxtalaust í 3 mánuði
eða aðeins 9.934,- á mánuði
SETT EHF • HLÍ‹ASMÁRA 14 • 201 KÓPAVOGUR
SÍMI 534 1400 • SETT@SETT.IS
Einstakt tilboð
NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN
Technology so advanced, it´s
TURN-FREE
TILBOÐ
Amerískar lúxus
heilsudýnur
TURN-FREE
Queen 153x203 cm
Verð frá 72.000.-
Skipholt 35
Sími 588 1955
www.rekkjan.is
Þú flytur með okkur!
Klettagarðar 1 • Sími: 553 5050
SENDIBÍLASTÖÐIN H.F
sendibilastodin.is
NÝSMÍÐI - BREYTINGAR - VIÐGERÐIR
HLYNUR SF
alhliða byggingastarfsemi
Pétur J. Hjartarson
húsasmíðameistari
SÍMI 865 2300
!"#$%&'()* +++,-.$-/-,%
Skemmuvegi 48 • Kópavogi • S: 557 6677
www.steinsmidjan.is
Stein borðplötur og flísar
ÖLL þurfum við nauðsynleg nær-
ingarefni til að halda heilsu. Hollt,
fjölbreytt fæði getur veitt okkur
öll þessi efni, þó með fáeinum mik-
ilvægum undantekningum og þá
sérstaklega D-vítamín sem ekki
fæst í nægjanlegu magni úr al-
gengu fæði. En verði fæðið of fá-
breytt eða lítilfjörlegt verða
vítamín og steinefni oft af skorn-
um skammti. Ákveðnir hópar,
ekki síst aldraðir, eru líklegri en
aðrir til að fá ófullnægjandi nær-
ingu. Ein leið til að tryggja sem
flestum bætiefnaríkt fæði og
koma í veg fyrir skort er að bæta
einstökum efnum í matvæli.
Talað er um íblöndun bætiefna í
matvæli þegar næringarefnum,
yfirleitt vítamínum og/eða stein-
efnum, hefur verið bætt í matvæli
við framleiðslu þeirra. Þetta hefur
aðallega verið gert í þrennum til-
gangi:
Til að endurheimta bætiefni
sem tapast við framleiðslu,
geymslu eða meðferð matvæla.
Við framleiðslu vöru sem líkir
eftir annarri vöru í útliti og
hvað næringu varðar, t.d.
smjörlíki.
Til að auka næringargildi mat-
væla til hagsbóta fyrir neyt-
endur.
Bætiefni í mat til að
bæta lýðheilsu
Dæmi eru um að íblöndun ein-
stakra efna í ákveðin matvæli sé
lögbundin eða að reglugerð-
arákvæði hvetji til íblöndunar í því
skyni að bæta heilsu almennings
eða hópa fólks.
Dæmi um slíka íblöndun eru:
D-vítamín í mjólk víða á norð-
urhveli.
Joð í salt víða um heim þar sem
joðskortur er landlægur.
Járn og B-vítamín í mjöl.
Til að íblöndun bætiefna virki
sem lýðheilsuaðgerð – þ.e. viðhaldi
eða bæti heilsu – er mikilvægt að
matvaran sem um ræðir sé vand-
lega valin og nái til alls þorra mark-
hópsins. Íblöndun efna í mörg eða
margs konar matvæli á markaði er
ekki æskileg þar sem það eykur lík-
ur á að fólk fái það mikið af ein-
stökum næringarefnum að það
skaði heilsuna. Ráðlagðir dag-
skammtar af bætiefnum segja til
um það magn bætiefna sem talið er
fullnægja þörfum flestra en einnig
hafa verið settar ráðleggingar um
efri mörk neyslu t.d. í nýjum nor-
rænum næringarráðleggingum.
Sjá t.d. www.lydheilsustod.is.
Er alltaf æskilegt að blanda
bætiefnum í matvæli?
Undanfarið hefur færst í vöxt að
framleiðendur óski eftir að blanda
bætiefnum í ýmsar matvörur, til að
gera þær meira aðlaðandi fyrir
neytendur. Slík íblöndun getur í
sumum tilvikum verið villandi sér-
staklega þegar varan er mikið
sykruð eða feit því vítamínbætingin
gefur í skyn að um sérstaka holl-
ustuvöru sé að ræða. Eins getur
íblöndun bætiefna í margar vörur
orðið til þess að neytendur eigi á
hættu að fá of stóra skammta af
einstökum næringarefnum. En í
sumum tilvikum getur markaður-
inn og lýðheilsan átt samleið og
óskir framleiðenda um íblöndun
orðið til að bæta heilsu almennings.
Hætta á ofneyslu bætiefna
Eftir því sem vítamín- eða stein-
efnabættum matvælum fjölgar
aukast líkurnar á ofneyslu bæti-
efna, t.d. ef í flest eða öll matvæli
sem viðkomandi neytir yfir daginn
hefur verið bætt efnum. Hættan á
ofneyslu er meiri fyrir ákveðin
næringarefni en önnur, þar sem
bilið á milli ráðlagðrar neyslu og
efri marka neyslu er þröngt. Sem
dæmi um slík efni má t.d. nefna A-
og D-vítamín, níasín, fólasín, járn
og steinefni. Það er því mikilvægt
að eftirlit sé með vítamínbætingu
matvæla. Hér á landi þurfa fram-
leiðendur og innflytjendur að
sækja um leyfi fyrir íblöndun
bætiefna í matvæli til Umhverf-
isstofnunar. Vítamínbætt matvæli
geta ekki komið í staðinn fyrir fjöl-
breytt mataræði. Oftast er aðeins
fáeinum vítamínum eða stein-
efnum bætt í fæðuna, og mat-
aræðið getur orðið einhæft ef
neytendur treysta alfarið á að fá
öll nauðsynleg næringarefni úr
vítamínbættum matvælum. Fjöl-
breytt mataræði með grófmeti og
ríflegri neyslu af grænmeti og
ávöxtum er æskilegasti kosturinn.
HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Lýðheilsustöð
Kostir og gallar við að
bæta næringarefnum í mat
Hólmfríður Þorgeirsdóttir,
verkefnisstjóri næringar á
Lýðheilsustöð.
UNGLINGAR vilja að foreldrar þeirra
setji þeim mörk og vilja ekki að for-
eldrarnir kaupi fyrir þá áfengi eða
bjóði þeim upp á bjór og vín. Þetta
kemur fram í sænskri könnun sem
gerð var á vegum umboðsmanns barna
í Svíþjóð og m.a. er greint frá í neyt-
endatímaritinu Råd och Rön.
Um 800 börn og unglingar á aldr-
inum 10–18 ára tóku þátt í könnuninni
og voru þau spurð um fíkniefni, áfengi
og tóbak. 93% vildu skýr mörk hvað
varðar notkun efnanna.
Vilja ekki sjá foreldrana ölvaða
Tveimur af hverjum þremur fannst
óviðeigandi að foreldrar byðu börnum
sínum upp á bjór eða vín, og fleirum
þótti ekki við hæfi að foreldrar keyptu
áfengi fyrir börn sín. Fremur ættu
þeir að banna börnum sínum að
drekka áfengi. Unglingarnir vildu ekki
heldur að foreldrarnir yrðu ölvaðir í
návist þeirra, þótt eitt eða tvö glös af
víni væru í lagi.
Auglýsingaherferðir gegn fíkniefn-
um virðast borga sig, skv. niður-
stöðum könnunarinnar. Börn og ung-
lingar taka eftir þeim og umboðs-
maður barna leggur því til að
ríkisstjórnin sjái til þess að hver ný
kynslóð fái nauðsynlegar upplýsingar
um heilsufarslegar og félagslegar af-
leiðingar notkunar áfengis, fíkniefna
og tóbaks.
Ráð til foreldra af vefsíðu sænsks
umboðsmanns barna
Hugsaðu um þitt eigið viðhorf til
áfengis, tóbaks og fíkniefna.
Myndaðu snemma gott samband við
barn þitt þannig að traust ríki á
milli ykkar.
Vertu opin(n) og hlustaðu á barnið
þitt. Berðu virðingu fyrir því sem
barninu finnst og ræddu opinskátt
um viðhorf til áfengis.
Settu barninu mörk og láttu þig það
varða hvað barnið gerir.
Þegar þú setur mörk verðurðu líka
að útskýra hvað liggur að baki.
Ef barnið fer yfir mörkin verður þú
sem foreldri að bregðast við og vera
til staðar fyrir barnið.
Ekki gefa barninu þínu áfengi.
Unglingar vilja ekki að foreldrarnir kaupi fyrir þá áfengi.
Unglingar vilja skýr mörk
UPPELDI