Morgunblaðið - 11.04.2005, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Í 92. TBL. 93. árg. Morgunblaðsins frá 7.
apríl 2005 er ítarleg umfjöllun í leiðara
blaðsins um skólamál í Dalvíkurbyggð og
m.a. lýst ástæðum þess að fólk býr í Svarf-
aðardal og hefur reist þar ný fjós, keypt
mjólkurkvóta og stækkað kúabúin. Und-
irrituð sjá ekki ástæðu til að efast um þekk-
ingu og skilning ritstjórnar Morgunblaðs-
ins á lifnaðarháttum, aðstæðum og kjörum
fólks á landsbyggðinni, en verðum þó að
segja að þessi sundurgreinda „þekking“ á
aðstæðum í Svarfaðardal og í Dalvík-
urbyggð kom okkur verulega á óvart. Má
þar nefna skilgreiningu blaðsins á búsetu
nemenda sem stunda nám við Húsbakka-
skóla og ástæður þeirra fyrir skólasókn að
Húsabakka fremur en í aðra skóla Dalvík-
urbyggðar. Einnig vitneskju blaðsins um
árangur nemenda og samanburð á líðan
þeirra eftir að þau hafa flutt sig í Húsa-
bakkaskóla frá Dalvíkurskóla. Við verðum
líka að viðurkenna undrun okkar á mjög
staðgóðri þekkingu Morgunblaðsins eða
jafnvel rannsóknum blaðsins á forsendum
fyrir búsetu fólks í Svarfaðardal og á
menntunarstigi þess, (að ekki sé talað um
fjósbyggingar.) Að lokum nefnum við eitt af
undrunarefnum okkar yfir þessari yf-
irgripsmiklu „þekkingu“ Morgunblaðsins á
málefnum Dalvíkurbyggðar að vísað er til
gagnrýni félagsmálaráðuneytis á bæjaryf-
en fr
blað
skoð
Ok
vöng
unbl
í leið
sam
sveit
en n
sem
félag
hefð
skóla
Mor
skóla í Dalv
hverjum í ri
runnið blóði
þegar að Da
Lesendum
ingar umfra
þess hefur s
við rekja no
ir þeirri ákv
að sameina
og reka þar
kennslustöð
1. Engin s
að ástæ
leggja n
gangur
fram læ
lagsins
ábendin
og eftir
irvöld í Dalvíkurbyggð fyrir að virða ekki
skyldur sínar til samráðs við foreldra. Eng-
in sérálit eða úrskurður af hálfu félags-
málaráðuneytisins hafa borist bæjaryf-
irvöldum í Dalvíkurbyggð vegna skorts á
samráði við foreldra. Víðtækt samráð hefur
verið haft við foreldra og aðra hags-
munaaðila eins og fjölmörg vinnugögn og
aðrar upplýsingar benda til. Staðreynd
þessa máls er sú að leitað var álits og leið-
sagnar félagsmálaráðuneytis á vinnuað-
ferðum fræðsluráðs og því vinnulagi breytt
eftir ábendingu ráðuneytisins.
Það að Morgunblaðið taki leiðara sinn
undir skilgreiningu á samfélagi í Dalvík-
urbyggð og veiti bæjarstjórn leiðsögn um
ákvarðanatöku er út af fyrir sig þakk-
arvert, en til þess að leiðsögnin verði trú-
verðug verður að gera ríkari kröfur um
þekkingu á forsendum fyrir ákvarðanatöku
Skóli í Svarfaðardal
– Ritstjórnarstefna M
Svanhildur Árnadóttir og Valdimar
Bragason gera athugasemdir við leið-
ara Morgunblaðsins
Valdimar Bragason Svanhildur Árnadóttir
NÝLEGA voru sjö hópar valdir til þess að taka þátt í skipulags-
samkeppni vegna byggingar nýs spítala Landspítala – háskólasjúkra-
húss við Hringbraut og skipulags á lóð spítalans eftir færslu Hring-
brautarinnar.
Auglýst var eftir þátttöku í samkeppninni í janúar síðastliðnum og
bárust átján umsóknir. Fyrir skömmu voru sjö hópar valdir úr sem
keppa til úrslita. Eru þeir allir fjölþjóðlegir. Auk íslenskra verkfræði-
og arkitektastofa koma einnig að hópunum aðilar frá öðrum Norð-
urlöndum, Bandaríkjunum og fleiri löndum Evrópu.
Skila tillögum 1. september
Tímaáætlun vegna skipulagssamkeppninnar miðast við að hóparnir
sjö fái afhend samkeppnisgögn 20. apríl næstkomandi og að þá hefjist
gerð samkeppnistillagnanna.
Eiga hóparnir að skila samkeppnistillögum sínum 1. september
næstkomandi og að í haust verði tillögurnar og niðurstöður dómnefnd-
ar kynntar. Það teymi sérfræðinga sem verður hlutskarpast í sam-
keppninni mun, auk vinnu við útfærslu á deiliskipulagi svæðisins,
vinna áfram með verkkaupa sem ráðgjafi við nánari útfærslu spít-
alasvæðisins. Þá er áætlað að deiliskipulag svæðis verði tilbúið til aug-
lýsingar 1. apríl 2006, skv. upplýsingum Framkvæmdasýslu ríkisins.
Mikið undirbúningsstarf
Bygging nýja sjúkrahússins á sér langan aðdraganda.
Fyrir liggur mikið undirbúningsstarf og fjöldi undirbúningsgagna.
Starfsnefnd um framtíðaruppbyggingu háskólasjúkrahúss lagði til við
heilbrigðisráðherra, að framtíðarsjúkrahúsið verði við Hringbraut og
nýbyggingar rísi aðallega sunnan núverandi Hringbrautar. Lóð LSH
við Hringbraut liggi vel við almenningssamgöngum og fyrirhugað sé
að byggja nýja umferðarmiðstöð í nágrenni hennar.
Í apríl á seinasta ári var undirritaður á milli Reykjavíkurborgar,
heilbrigðis- og fjármálaráðuneytisins um lóð LSH og ríkisstjórnin
ákvað 18. janúar sl. að efnt yrði til skipulagssamkeppni um hönnun
nýs sjúkrahúss á lóðinni. Var forvalið auglýst á Evrópska efnahags-
svæðinu.
Að skipulagssamkeppni lokinni á svo að verða hægt að ráðast í frek-
ari skipulags- og hönnunarvinnu og síðan byggingarframkvæmdir,
skv. upplýsingum LSH.
Samkeppni
um sjúkra-
hússvæðið
Undirbúningur að samkeppni um skipu-
lag á lóð Landspítala – háskólasjúkra-
húss og byggingu nýs sjúkrahúss er kom-
inn vel á veg. Valdir hafa verið sjö hópar
sem fá samkeppnisgögn afhent 20. apríl.
Dómnefnd velur úr tillögunum í sept-
ember.
omfr@mbl.is
Á þessum tölvumyndum sést hver
myndirnar hafa líka verið settar b
Landspítala – háskólasjúkrahúss.
Reykjavíkurborgar.
ÞÖGNIN UM KYNFERÐIS-
OFBELDI ROFIN
Hópur fólks hengdi með tákn-rænum hætti boli á snúru áArnarhóli sl. laugardag. Til-
gangurinn var að rjúfa þögnina um
kynferðisofbeldi; þeir sem hengdu upp
boli höfðu ýmist sjálfir orðið fyrir slíku
ofbeldi eða þekktu einhvern sem orðið
hefur fyrir því. Oft þarf talsvert hug-
rekki að segja frá slíkum brotum. Kyn-
ferðisofbeldi hefur lengi legið í þagn-
argildi. Oftast á það sér stað innan
fjölskyldunnar. Jafnvel eftir að uppvíst
verður um slíkt í fjölskyldu er oft
þrýst á þolendurna innan hennar að
segja ekki frá ofbeldinu út á við og
kæra ekki ofbeldismanninn. Kynferðis-
ofbeldið beinist oft gegn varnarlausum
börnum og iðulega átta þau sig ekki á
því fyrr en löngu síðar hversu skelfi-
legur glæpur var framinn gegn þeim.
Í seinni tíð hefur þó skilningur vaxið
á því að til þess að koma í veg fyrir
kynferðisofbeldið og uppræta þessa
meinsemd í þjóðfélaginu verður að tala
um það; færa umræður um það upp á
yfirborðið, segja frá því og koma lög-
um yfir ofbeldismennina.
Meðal aðstandenda hinnar táknrænu
athafnar á Arnarhóli á laugardaginn
var Blátt áfram, forvarnaverkefni
Ungmennafélags Íslands gegn kyn-
ferðislegu ofbeldi á börnum. Tvær
systur, þær Svava og Sigríður Björns-
dætur, hafa á undanförnum misserum
unnið merkilegt starf í þágu þessa
átaks. Á heimasíðu þess, blattafram.is,
segja þær frá tilurð verkefnisins:
„Hugmyndin að þessu verkefni varð til
þegar við systur sem sjálfar höfum
lent í kynferðislegu ofbeldi vorum að
leita leiða til að fræða fólk um hvaða
afleiðingar svona lífsreynsla getur haft
á börn. Okkur langaði líka til að reyna
að finna leið sem hugsanlega gæti
komið í veg fyrir að börn lentu í slíku
ofbeldi. Það sem okkur var efst í huga
var að nýta okkar erfiðu reynslu til
góðs og gera eitthvað sem gæti forðað
öðrum börnum frá því að lenda í því
sama.“
Þær systur hafa beitt sér fyrir út-
gáfu bæklings, sem dreift hefur verið
inn á öll heimili landsins í því skyni að
fræða bæði börn og fullorðna um kyn-
ferðisofbeldi, hvernig eigi að verjast
því, hver einkenni þess séu og hvernig
eigi að bregðast við. Þá starfrækja
þær ofangreinda heimasíðu, þar sem er
að finna mikinn fróðleik og ráðlegg-
ingar – og ekki sízt hvatningu til
þeirra, sem ekki hafa sagt frá kyn-
ferðisofbeldi, til að rjúfa þögnina.
Í starfi sínu leggja þær Svava og
Sigríður ekki sízt áherzlu á að setja
ábyrgðina í hendur hinna fullorðnu,
sem ber að vernda börnin og tryggja
framtíð þeirra. „Við þurfum jú að
halda áfram að fræða börnin eins okk-
ur hefur verið kennt, en það þarf að
gera meira. Veist þú hver merkin eru?
Hefur þú hugsað um hvað þú gerir ef
þig grunar að verið sé að brjóta á
barni? Hvert þú átt að leita?“ segir á
heimasíðunni. „1 af hverjum 5 stelpum
og 1 af hverjum 10 strákum eru mis-
notuð kynferðislega fyrir 18 ára aldur!
Sem þýðir að eina af vinkonum dóttur
þinnar og einn af vinum sonar þíns er
verið að misnota kynferðislega. Veist
þú hver það er?“
Framtak þeirra systra er lofsvert.
Þær hafa snúið eigin erfiðu reynslu
upp í styrk og stuðning fyrir aðra.
Átak þeirra og margra annarra ein-
staklinga og félagasamtaka gegn kyn-
ferðislegu ofbeldi verðskuldar allan
þann stuðning sem það getur fengið.
Meðal annars er tímabært að Alþingi
bregðist við áskorun Blátt áfram og
ýmissa annarra um að afnema fyrning-
arfresti í kynferðisbrotamálum.
Kynferðisofbeldi gegn börnum er
svo alvarlegur glæpur út af fyrir sig að
hann á ekki að fyrnast. Og þeim mun
ríkari ástæða er til að afnema fyrning-
arfrest, að sérstaða þessara mála er sú
að fórnarlamb glæpsins treystir sér oft
ekki til að segja frá honum fyrr en að
mörgum árum liðnum. Það getur verið
nógu erfitt fyrir fólk að segja frá þótt
glæpamaðurinn sleppi síðan ekki við
refsingu þrátt fyrir að sekt hans sé
jafnvel sönnuð eins og nýleg dæmi eru
um.
LÉNSVELDIÐ OG ÍSLENZKU STAFIRNIR
Ein forsenda þess að íslenzk tungaeigi sér framtíð er að hægt sé að
nota hana óbrenglaða í ýmsum þeim
tækjum og tólum, sem einkenna upplýs-
ingatæknivætt umhverfi okkar í æ meira
mæli. Íslendingar hafa þurft að berjast
fyrir því á ýmsum vettvangi að t.d. al-
geng stýrikerfi tölva væru þýdd á ís-
lenzku, að séríslenzka stafi yrði hægt að
nota í farsímum og að þeir yrðu hafðir
með í alþjóðlegum stöðlum fyrir tölvu-
búnað. Á sínum tíma var ýmsum vand-
kvæðum bundið að nota íslenzku stafina
í textavarpi, þegar það kom fyrst til sög-
unnar hér á landi, en á því fannst lausn.
Til þessa hefur ekki verið hægt að
nota séríslenzku stafina, á borð við þ og
ð og hina ýmsu broddstafi, í heitum léna
á Netinu. Nú hefur hins vegar fundizt
tæknileg lausn á því, sem er auðvitað
mikil framför í augum þeirra, sem vilja
vernda íslenzkuna.
Þá kemur hins vegar upp deila vegna
þess að Internet á Íslandi, ISNIC, sem í
raun hefur einkarétt á að skrá lén á Net-
inu hér á landi, selur sérstaklega aðgang
að lénum þar sem íslenzku stafirnir eru
notaðir til að skrifa á réttri íslenzku
nöfn fyrirtækja og stofnana. Einhver
brögð hafa verið að fyrirtæki hafi vakn-
að upp við þann vonda draum að aðrir
ættu lénið, þar sem t.d. heiti fyrirtæk-
isins er skrifað rétt upp á íslenzku en
þau sjálf setið uppi með lén sem skrifað
er með brogaðri, útlendri stafsetningu.
Bernhard P. Svendsen, framkvæmda-
stjóri Ensím ehf., er einn þeirra sem
þannig hafa misst frá sér lénið með nafni
fyrirtækisins skrifuðu upp á íslenzku.
Hann segir í Morgunblaðinu í gær að sér
þyki undarlegt að þurfa að kaupa tvö lén
til viðbótar, með íslenzkum stöfum, til að
tryggja rétt sinn. „Ég er með skráð fyr-
irtæki sem heitir Ensím ehf. og tók lénið
ensim.is því það var ekkert annað í boði
á þeim tíma,“ segir Bernhard í samtali
við blaðið.
Stendur hnífurinn ekki hér í kúnni?
Ef hægt hefði verið að nota íslenzku
stafina í netvöfrum þegar fyrirtæki
keyptu sér lén, má þá ekki ætla að flest
íslenzk fyrirtæki hefðu viljað að Íslend-
ingar gætu skrifað t.d. fyrirtækjaheitin
rétt? Er eitthvert vit í því að vegna
tæknibreytingar, sem gerir kleift að
skrifa rétta íslenzku, séu fyrirtæki rukk-
uð tvöfalt fyrir lénið og eigi jafnvel á
hættu að missa íslenzku útgáfuna frá
sér? Er þetta ekki bara einföld tækni-
breyting, í þágu íslenzkrar tungu? Hefur
lénsveldið ekki gengið heldur langt í
þessu máli?