Morgunblaðið - 11.04.2005, Síða 24
24 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
J
æja, mínir kæru sam-
landar og lesendur. Það
er ekki á hverjum degi
sem ég, Agnes Braga-
dóttir, nenni að hafa
skoðanir á hlutunum, eða tel það
yfir höfuð í mínum verkahring að
hafa þær, a.m.k. opinberlega. Er
jú blaðamaður af lífi og sál og í því
felst m.a. að halda sig til hlés og
leiða til sögunnar sjónarmið,
skoðanir og viðhorf annarra.
En svo má deigt járn brýna, að
bíti og nú ætla ég að bíta, ekki ör-
lítið heldur grimmt.
Hið litlausa leikhús við Aust-
urvöll, öðru nafni, Alþingi Íslend-
inga, hefur verið fjarri því að hrífa
mig eða heilla, með skorti sínum á
hugsjónum, sannfæringarkrafti,
andagift, réttlætiskennd, taum-
lausum undirlægjuhætti og
þjónkunarvilja, í þágu fárra út-
valdra, á kostnað okkar hinna.
Ég viðurkenni mig seka, ég hef
þagað þunnu hljóði, röflað hér
innandyra á ritstjórn Morgun-
blaðsins í eyru kolleganna, lýst
skoðunum mínum á hinu fyrrum
háa Alþingi, í vinahópi eða fjöl-
skylduboðum, og látið þar við
sitja. En hingað og ekki lengra
segi ég. Við Íslendingar getum
ekki látið bjóða okkur eitt þjóð-
arránið enn: Við létum það yfir
okkur ganga, án þess að heyrðist
múkk, að sameiginlegri auðlind
okkar, fiskimiðunum umhverfis
Ísland, væri stolið af okkur, af
hinu fyrrum háa Alþingi, og hún
afhent örfáum útvöldum sægreif-
um og/eða fjármagnseigendum, af
„réttum“ pólitískum uppruna, á
silfurfati; við létum það yfir okkur
ganga, án þess að heyrðist múkk,
að þjóðarbankarnir Bún-
aðarbanki og Landsbanki, væru
einkavæddir, afhentir pólitískt
réttum aðilum, á sama silfurfat-
inu, á spottprís, og nú eru þeir
hinir sömu rétt völdu, millj-
arðamæringar; en ætlum við að
láta það yfir okkur ganga, að enn
ein þjóðareignin, sem malar gull
og gersemi, verði afhent pólitískt
réttvöldum, á sama fatinu, án
þess að í okkur heyrist svo mikið
sem múkk? Ég segi nei og skora á
ykkur að gera slíkt hið sama.
Hér er ég auðvitað að tala um
það fyrirkomulag sem hinir lit-
lausu hafa ákveðið að hafa á sölu
Símans.
Er ekki eitthvað brogað við
þjóðfélag sem lætur allt þetta yfir
sig ganga, án þess að rísa upp og
mótmæla? Er ekki eitthvað að
siðferðiskennd, að nú ekki sé tal-
að um réttlætiskennd þeirra, sem
ákveða að viðhafa aldrei annað en
gömlu, úreltu, frá upphafi órétt-
látu helmingaskiptaregluna, hvað
sem tautar og raular?
Ef sá háttur verður hafður á,
með sölu Símans, sem ég, nota
bene, skrifaði um í frétt á forsíðu
Morgunblaðsins sl. laugardag og
forsætisráðherra leyfði sér að
kalla kjaftasögu á Alþingi sl.
mánudag, en þurfti svo að stað-
festa í samtölum við fréttamenn
síðdegis sama dag, fer enn eitt
þjóðarránið fram.
Síminn verður afhentur hópi
útvaldra, m.a. þeim sem hafa
hagnast svo gífurlega á fyrri
óréttlátum gjörðum stjórnvalda,
með tombólusölu banka og fiski-
miða, og eftir sitjum við með sárt
ennið og jafn blönk og áður. Hinir
útvöldu mega sem sé kaupa Sím-
ann á útsölu, fyrir einhverja 60
milljarða; þeir fá að leika sér með
dótið í tvö og hálft ár, en þá skulu
þeir fara með leikfangið á markað
og leyfa okkur hinum, að halda, að
við fáum að vera með í leiknum,
með því að kaupa á markaði
hlutabréf í Símanum.
Verið nú svo væn, að taka eftir
þessari staðhæfingu minni og
rifja upp eftir tvö og hálft ár, þeg-
ar þið og ég, „aumur pöpullinn“
erum að hugleiða seinnipart árs
2007, hvort við eigum nú ekki að
kaupa bréf eða tvö í Símanum, og
verða þátttakendur í sýndarveru-
leika stjórnvalda og hinna út-
völdu. Þá verða bréfin í Símanum,
að minnsta kosti á þreföldu nafn-
verði miðað við þá 60 til 70 millj-
arða sem Síminn mun fjúka á til
Bjögganna og fyrrum Sam-
bandsmanna um miðbik júlí-
mánaðar í sumar. Af því að þjóðin
hefur gullfiskaminni, sem varir,
að því mér skilst, í sekúndum tal-
ið, verður það gleymt og grafið í
árslok 2007, að Síminn líka, fór á
tombóluprís, til hinna útvöldu.
Hvers vegna er hún Agnes í
þessari fýlu, bara vegna þess að
hún er ekki jafn rík og hinir út-
völdu? kunnið þið að spyrja.
Það er hins vegar ekki málið,
heldur hitt að mig langar að reifa
við ykkur hugmynd, viðhorf, sem
er einmitt heiti þessa pistils, og
þess vegna smygla ég mér inn á
þennan vettvang, einmitt undir
því yfirskini að ég er hér að reifa
mitt viðhorf. Hvernig litist ykkur
á að við, almenningur á Íslandi,
stofnuðum félag, félag kjölfestu-
fjárfestis, og gerðum í sameiningu
tilboð í 45% hlut Símans? Fengj-
um til liðs við okkur einhverja
hinna pólitískt útvöldu fjár-
magnseigenda, og gerðumst í
sameiningu kjölfestufjárfestirinn
og aðaleigandi að okkar eigin
eign, Símanum?
Verð bara að segja og skrifa,
mér finnst þetta brilljant hug-
mynd hjá mér. Látum ekki stjórn-
völd ræna okkur eina ferðina enn,
rísum upp, tökum höndum saman
og náum eigin eign í okkar hend-
ur! Eftir það, eða í árslok 2007
verðum við auðvitað að fara að
boði þeirra við Austurvöll, og
koma Símanum á markað, með
feitum gróða, sem við sjálf fáum
að njóta, en ekki hinir fáu útvöldu.
Gróði okkar verður ekki bara
mældur í veraldlegum krónum,
heldur gleðinni yfir því að við lét-
um ekki valta yfir okkur eina
ferðina enn. Við risum upp, tókum
málin í okkar hendur. Það væri
okkar sigur. Eru það hugarórar
og ofurbjartsýni að trúa því að
þjóðin hafi döngun í sér, til þess
að taka atburðarásina í sínar
hendur með þessum hætti?
Halló! Halló!
Vaknið,
Íslendingar!
Hvernig litist ykkur á að við, almenn-
ingur á Íslandi, stofnuðum félag, félag
kjölfestufjárfestis, og gerðum í samein-
ingu tilboð í 45% hlut Símans?
VIÐHORF
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
SKJALASTJÓRNUN er fræði-
grein sem hagnýt er í íslensku at-
hafnalífi og stjórnsýslu. Tekin
hefur verið upp skjalastjórnun á
vinnustöðum og er frá góðri
reynslu að segja. Á ráðstefnunni
„Skjalastjórnun á Íslandi 2005“ á
Grand hóteli Reykjavík miðviku-
daginn 13. apríl nk. munu skjala-
stjórar og gæðastjóri
kynna árangur af
skjalastjórnun. Þetta
eru fulltrúar ólíkra
vinnustaða úr fjár-
málageira, verklegum
framkvæmdum og
stjórnsýslu. En við
skulum aðeins athuga
hvers vegna skjala-
stjórnun er svona
mikilvæg.
Lífshlaup skjals og
skjalastjórnun
Skjalastjórnun er
stjórnun allra skráðra upplýsinga
(skjala) sem verða til á vegum
fyrirtækja og stofnana. Rafræn-
um skjölum jafnt sem papp-
írsskjölum þarf að stjórna sam-
kvæmt skipulögðu ferli. Markmið
skjalastjórnunar er að skjölin
verði aðgengileg og ávallt tiltæk
þegar á þarf að halda. Grunn-
hugmynd skjalastjórnunar er
kenningin um að allir skjalaflokk-
ar fyrirtækis hafi ákveðið lífs-
hlaup. Þessu lífshlaupsferli þarf
að stjórna frá upphafi til enda;
vista virk skjöl, færa þau eftir
ákveðinn tíma í óvirka vistun og
síðan í skjalaeyðingu eða end-
anlega vistun.
En að fræðunum slepptum hvað
er að gerast á íslenskum vinnu-
stöðum? Hvernig eru þau sett er
varðar skjalastjórnun? Því miður
ríkir oft það sem ég hef nefnt
skjalavandi á íslenskum vinnu-
stöðum. Skjöl finnast ekki, vistun
þeirra er ómarkviss. Oft er ekki
litið á meðferð skjala sem heild-
stætt ferli og hugmyndin um lífs-
hlaup skjals ekki þekkt. Skjala-
áætlun (retention schedule) þarf
að vera til fyrir sérhvern vinnu-
stað. Skjalaáætlun er liður í að
tryggja markvissa eyðingu eða
langtímavistun skjala og hún leið-
beinir starfsfólki um markvissa
skjalaeyðingu, jafnt pappírsskjala
sem rafrænna skjala.
Tölvur og þekkingarstjórnun
Vinnustaður 21. aldar krefst
nýrra vinnubragða
og nýrrar hugsunar.
Tölvukerfi ein og sér
leysa ekki skjala-
vanda á vinnustað.
Tölvukerfi eiga að
vera hluti af heild-
stæðri lausn en ekki
markmið í sjálfu sér.
Skjalaóreiða getur
einfaldlega „lent inn
í tölvukerfinu“ ef
ekki er hugað að
skjalastjórnun.
Skjalastjórnun leysir
málin með því að
koma samræmdu skipulagi á raf-
ræn skjöl jafnt sem pappírsskjöl.
Þetta hefur verið orðað svo að
nú taki við af upplýsingabylting-
unni (tölvunum og hugbún-
aðinum) önnur bylting, svokölluð
þekkingarbylting (bætt skipulag á
vinnustað, markviss nýting tölvu-
tækninnar). Skjalastjórnun hefur
stóru hlutverki að gegna í þekk-
ingarbyltingu íslenskra vinnu-
staða. Nokkrir íslenskir vinnu-
staðir hafa stigið mikilvæg skref í
þekkingarstjórnun með því að
koma lagi á skjalamál sín.
Vanda þarf því til innkaupa
þegar tekin er upp skjalastjórnun
á vinnustað. Skjalastjórnun gerir
kröfur um sérstaka skjalaskápa.
Tölvuforrit þurfa að fullnægja
ströngum kröfum. Velja þarf
þetta og fleira af kostgæfni í sam-
ræmi við þarfir vinnustaðarins.
Starf skjalastjórans
Starf skalastjórans felst í
stuttu máli í því að koma hug-
myndinni um lífshlaup skjals í
framkvæmd er varðar öll skjöl
fyrirtækisins, jafnt pappírsskjöl
sem rafræn skjöl. Skjalastjóri
þarf að starfa náið með tölvudeild
vinnustaðar, gæðastjóra og fleir-
um. Skjalastjóri þarf að miðla
þekkingu og reynslu til annarra
skjalastjóra og njóta reynslu ann-
ara.
Skjöl Kárahnjúka –
skjöl fjármálalífs
Með skjalastjórnun byggjum
við upp safn skjala vinnustað-
arins. Safn þetta getur verið jafnt
á pappírsformi sem rafrænu
formi. En koma þarf á fastmótuðu
vinnulagi allra starfsmanna varð-
andi vistun og endurheimt skjala í
skjalasafni fyrirtækis. Hjá ís-
lenskum fyrirtækjum er nú víða
verið að byggja upp söfn af þessu
tagi til dæmis Landsvirkjun og
Kauphöll Íslands. Mikilvægt er að
okkur sé miðlað af þessari
reynslu.
Kynningin mikilvæg
Kynningu og fræðslu um
skjalastjórnun má alltaf bæta.
Þekkingarstjórnun leggur áherslu
á bætt þekkingarmiðlun innan
fyrirtækja og milli vinnustaða.
Skjalastjórnunarráðstefnu er ekki
síst ætlað að auka þekking-
armiðlun milli íslenskra vinnu-
staða.
Skjalastjórnun
á Íslandi 2005
Sigmar Þormar fjallar um mik-
ilvægi góðrar skjalastjórnunar ’Skjalaáætlun er liður íað tryggja markvissa
eyðingu eða langtíma-
vistun skjala og hún
leiðbeinir starfsfólki um
markvissa skjalaeyð-
ingu, jafnt pappírsskjala
sem rafrænna skjala.‘
Sigmar Þormar
Höfundur er framkvæmdastjóri
Skipulags og skjala ehf.
EINS og nýleg skýrsla nefndar
um heildstæða stefnumótun í mál-
efnum barna og unglinga sýnir er
kynferðisofbeldi gagnvart börnum
og unglingum mun algengara en
hinn almenni borgari hefur hingað
til álitið og er talið að allt að fimmta
hvert barn sé misnotað. Þá eru ótal-
in þau sem beitt eru
andlegu og líkamlegu
ofbeldi fyrir utan að
stundum fléttast sam-
an allir þessir þættir
ofbeldis.
Ofbeldi er eitt af því
sem alheimsbyggðin
hefur í gegn um ald-
anna rás sameinast
um að leyna og telja
sér trú um að fyr-
irfinnist ekki meðal
mannkynsins, nema ef
til vill í undantekning-
artilfellum. Sem betur
fer hafa viðhorfin ver-
ið að breytast smátt og smátt und-
anfarin ár og áratugi og í dag við-
urkenna æ fleiri að ofbeldi er
vandamál sem þarf að takast á við
og tala opinskátt um til að mögu-
leiki sé á, að heimur framtíðarinnar
þekki merkin og geti brugðist við.
En þrátt fyrir að umræðan um of-
beldi hafi aukist til muna og að í
dag sé þetta viðurkenndur vandi,
hefur allt of lítið verið talað um þá
sem hvað varnarlausastir eru gagn-
vart ofbeldinu. Það eru börnin! Þau
eru þess ekki megnug að berjast
gegn ofbeldinu, hvorki líkamlega né
andlega, og oft eru þau beitt ofbeldi
af einmitt þeim sem ættu að vernda
þau og styðja.
Hvers er ábyrgðin þegar barn er
beitt ofbeldi spyrja margir sig. Þó
að svörin séu margvísleg, þá eru þó
flestir ef ekki allir sammála um að
það er á ábyrgð okkar fullorðnu að
takast á við þessi mál.
En hins vegar er það
jafnframt of oft sem
hinir sömu telja það á
ábyrgð „hinna“ full-
orðnu og líta ekki í
eigin barm.
Það er tími til kom-
inn að við í sameiningu
tökumst á við þetta
vandamál og opnum
umræðuna um ofbeldi
af heiðarleika og ein-
hug. Því einmitt með
umræðu um málin og
fræðslu er hægt að
koma í veg fyrir að
þeir sem fyrir ofbeldi verða taki á
sig sökina sem og að þau viti hvert
hægt er að leita eftir upplýsingum,
stuðningi og hjálp.
Hvernig á barn sem beitt er of-
beldi að vita að sökin liggur ekki
hjá því sjálfu ef þessi mál eru aldrei
rædd? Hvernig á sama barn að vita
hvert það getur leitað eftir hjálp ef
þessi mál eru aldrei rædd? Hvernig
á það yfir höfuð að vita að ofbeldi er
ekki eðlilegur samskiptamáti?
Það er á ábyrgð okkar að veita
svörin við þessum spurningum og
fræða barnið um þessi mál strax frá
byrjun svo það hafi meiri möguleika
til að þekkja muninn á réttu og
röngu og geti leitað eftir hjálp.
Fyrst og fremst er það okkar að sjá
til að þessi mál séu rædd svo leynd
þeirra verði rofin og þar með erf-
iðara að dylja ofbeldið.
Þriðjudaginn 12. apríl kl. 9.00 –
16.00 fer fram ráðstefnan Úr
hlekkjum til frelsis, í fyrirlestrarsal
Kennaraháskóla Íslands við Stakka-
hlíð. Þar fjallar fagfólk um ofbeldi
gagnvart börnum og unglingum og
ættum við öll í sameiningu að sjá til
þess að þar verði stigið stórt skref í
átt að því að rjúfa þagnarbindindi
ofbeldismála svo börn og fullorðnir
nútíðar og framtíðar geti losað
þessa hlekki leyndar og stigið í átt
að frelsi þekkingar og opinnar um-
ræðu.
Úr hlekkjum til frelsis
Hjördís H. Guðlaugsdóttir
fjallar um kynferðisofbeldi ’Það er tími til kominnað við í sameiningu tök-
umst á við þetta vanda-
mál og opnum um-
ræðuna um ofbeldi af
heiðarleika og einhug.‘
Hjördís H.
Guðlaugsdóttir
Höfundur er formaður samtakanna
Styrkur – Úr hlekkjum til frelsis.
www.styrkur.net