Morgunblaðið - 11.04.2005, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 25
UMRÆÐAN
Í MÖRGUM tilvikum er ódýrara
að taka verðtryggð lán en óverð-
tryggð og því vil ég stundum taka
verðtryggð lán. Lánið leikur við mig
að því leyti að margir vilja lána mér
með þessum hætti. En
sumir stjórn-
málamenn vilja banna
þessi viðskipti!
Framsóknarflokk-
urinn vill takmarka,
meira en nú er gert,
frelsi til að veita verð-
tryggð lán, en sem
betur fer standa aðrir
í vegi fyrir því að sá
vilji verði að veru-
leika. Sennilega er
þetta vel meint hjá
þeim og tillögurnar
byggðar á vanþekk-
ingu eða hugs-
unarleysi frekar en ill-
um ásetningi og því
ekki úr vegi að reyna
að útskýra megin-
atriði málsins á ein-
faldan hátt.
Reynsla mín
Á árinu 1995 keypti
ég bíl og kynnti mér
áður muninn á kostn-
aði við að taka verð-
tryggð og óverð-
tryggð lán. Þá benti
reynslan til þess að
hagkvæmara væri að
taka verðtryggt lán. Ég vildi taka
bílalán til tveggja ára en þá sögðu
lög og reglur að verðtryggð lán
mættu ekki vera til styttri tíma en
þriggja ára. Því tók ég lán til
þriggja ára en greiddi það svo upp á
tveimur árum.
Á árinu 1999 keypti ég annan bíl
og kynnti mér aftur muninn á
kostnaði við að taka verðtryggð og
óverðtryggð lán. Auk þess að skoða
reynsluna las ég nokkrar greinar
eftir hagfræðinga og fjármálafræð-
inga. Þá varð skýrara í mínum huga
hvers vegna hagkvæmara var að
taka verðtryggð lán en óverðtryggð.
Nú vildi ég taka bílalán til þriggja
ára en þá sögðu lög og reglur að
verðtryggð lán mættu ekki vera til
styttri tíma en fimm ára. Því tók ég
í þetta skiptið lán til fimm ára en
greiddi það svo upp á þremur árum.
Verðtrygging og
breytilegir vextir
Lán geta verið verðtryggð eða
óverðtryggð og lán geta haft fasta
eða breytilega vexti. Margt annað
gerir reyndar lán mismunandi, t.d.
hve hratt er greitt af þeim og hvort
um verðtryggingu er að ræða.
Ef lán er óverðtryggt með fasta
vexti þá liggur nákvæmlega fyrir
hvað á að greiða háa upphæð á
hverjum tíma. Jón gæti t.d. átt að
greiða 50.000 kr. hinn 1. júlí árið
2020. En munu mánaðarlaun Jóns
þá vera 300.000 kr. eða 400.000 kr.?
Munu meðalútgjöld fjölskyldu
vegna matarkaupa þá vera 100.000
kr. eða 130.000 kr.? Kannski er
betra að vita hvað upphæðin er há
miðað við hvað verðlag er orðið hátt
heldur en að vita hver krónutalan
verður? Þetta er ein meginástæða
þess að lán til lengri tíma en fárra
mánaða eru sjaldan óverðtryggð
með föstum vöxtum.
Breytilegir vextir og verðtrygg-
ing eru tvær leiðir til að ná utan um
það að láta vexti taka
mið af hækkunum
verðs og launa. Þessar
leiðir hafa svolítið ólíka
tæknilega eiginleika og
í sumum tilvikum eru
þær báðar notaðar við
sama lán, þ.e. ef lán er
verðtryggt með breyti-
legum vöxtum.
Verðtrygging lána
auðveldar lánþega að
meta hve erfitt verður
að greiða af láni eftir
nokkur ár. Verðtrygg-
ing minnkar áhættu
lánveitenda og það er
meginástæða þess að
þau eru gjarnan á betri
kjörum en óverðtryggð
lán.
Hlutverk stjórn-
málamanna
Stjórnmálamenn
ættu að takmarka sem
minnst frelsi ein-
staklinga til að eiga við-
skipti, en það er ekki
þar með sagt að þeir
séu alveg stikkfrí. Þeir
þurfa til dæmis að setja
almennar reglur sem
minnka líkur á að einstaklingar séu
blekktir. Því er í hæsta máta eðli-
legt að gera ýmsar kröfur til þeirra
sem lána peninga, t.d. að lánþegar
séu upplýstir um hver heildarkostn-
aður láns verði.
Í grundvallaratriðum ættu stjórn-
málamenn að reyna að stuðla að
tvennu: Öflugu velferðarkerfi og
miklu einstaklingsfrelsi. Eðlilegt er
að tekist sé á um margt varðandi
þetta eins og hve langt eigi að
ganga í ýmsum efnum og hvaða
leiðir séu færar að settum mark-
miðum. Að banna vísitölutryggð lán
fellur þó vart undir neitt annað en
fornaldarlega forræðishyggju.
Að lokum
Með því að velja nokkur dæmi má
draga upp þá mynd að verðtryggð
lán séu dýrari en óverðtryggð eða
öfugt, allt eftir því hvaða dæmi eru
valin. Eins má sýna með dæmum að
betra sé að kaupa húsnæði en að
leigja eða öfugt. Ennfremur að
betra sé að taka lán í erlendri mynt
en íslenskum krónum eða öfugt. En
stjórnmálamenn þurfa ekki að segja
einstaklingum hvorn kostinn þeir
velja og ættu ekki að koma í veg
fyrir að einstaklingar geti valið á
milli kostanna.
Stjórnmálamenn ættu hins vegar
að stuðla að því að fólk, einkum
ungt fólk, sé fært um að taka upp-
lýstar ákvarðanir um fjármál sín.
Það má meðal annars gera með því
að efla menntakerfið.
Ekki banna
verðtryggð lán
Snjólfur Ólafsson fjallar um
verðtryggð lán og óverðtryggð
Snjólfur Ólafsson
’Með því aðvelja nokkur
dæmi má draga
upp þá mynd að
verðtryggð lán
séu dýrari en
óverðtryggð eða
öfugt, allt eftir
því hvaða dæmi
eru valin.‘
Höfundur er prófessor í
Háskóla Íslands.
STJÓRNMÁLAFLOKKAR
sækjast eftir völdum, því án þeirra
er ekki gerlegt að móta samfélagið. Í
lýðræðisríki eru kosningar sú leið
sem flokkar og ein-
staklingar hafa til að
ná völdum. Þegar kjós-
endur standa frammi
fyrir valkostum sem
þeir verða að gera
uppá milli velja þeir
ýmist flokkinn, af vana
og/eða vegna stefnu
hans, eða einstakling
sem þeir hafa hrifist af
og vilja veita braut-
argengi.
Samfylkingin hefur
ekki rótgróið flokks-
fylgi, þar sem flokk-
urinn sem slíkur er ungur. Hann
verður því að skírskota til kjósenda
annaðhvort á grundvelli stefnu sinn-
ar eða með sterkum leiðtogum sem
hafa aðdráttarafl. Fyrir Samfylk-
inguna skiptir það því meira máli, en
aðra alvöru flokka, að velja sér til
forystu þann einstakling sem öfl-
ugastur er hverju sinni og líkleg-
astur til að ná fram því markmiði
sem að er stefnt. Það var nokkuð
farsæl ráðstöfun þegar Össur
Skarphéðinsson var kosinn formað-
ur Samfylkingarinnar. Flokkurinn
var þá í mótun og þurfti á að halda
varkárni í stefnumótun
og tillitssemi við mis-
munandi sjónarmið
innan hans því nýju
samherjarnir höfðu
ekki alls fyrir löngu
verið andstæðingar.
Þetta hefur tekist.
Flokkurinn er vel sam-
stíga og reiðubúinn til
að axla æðstu pólitísku
ábyrgð, sem er að leiða
ríkisstjórn. En áður en
að því kemur þarf
flokkurinn að vinna
næstu kosningar og sá
sigur verður að vera afgerandi, því
annars fellur honum forystu-
hlutverkið ekki í skaut.
Það er sannfæring mín að enginn
leiðtogi Samfylkingarinnar sé hæf-
ari til að leiða flokkinn til sigurs í
næstu kosningum en Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir fyrrverandi borg-
arstjóri. Hún veit hvernig á að móta
stefnu, laða fólk til samstarfs og
vinna kosningar. Um hana hefur
lengi leikið ára sigurvegarans.
Í störfum hennar sem borgar-
stjóri í Reykjavík höfum við kynnst
leiðtogahæfileikum hennar. Borg-
arstjóraferill hennar var glæsilegur.
Það er hyggja mín að ferill hennar
sem formaður Samfylkingarinnar
verði ekki síður glæsilegur.
Þess vegna styð ég hana í for-
mannskjöri.
Þess vegna styð
ég Ingibjörgu Sólrúnu
Þröstur Ólafsson fjallar um for-
mannskjör Samfylkingarinnar ’Það er sannfæring mínað enginn leiðtogi Sam-
fylkingarinnar sé hæfari
til að leiða flokkinn til
sigurs í næstu kosn-
ingum en Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir fyrrver-
andi borgarstjóri.‘
Þröstur Ólafsson
Höfundur er hagfræðingur.
Á DÖGUNUM lýsti iðn-
aðarráðherra því yfir að nú færi
að hilla undir lok stóriðjustefn-
unnar. Þó skyldi fram haldið þar
til ársframleiðsla væri orðin ein
milljón tonna, byggt eitt eða fleiri
álver á Norðurlandi og þau stækk-
uð sem fyrir eru. Viðbótin sem
ráðherrann telur æskilega umfram
það sem þegar hefur verið ákveðið
(um 670 þúsund tonn)
er svipuð og fram-
leiðslugeta tilvonandi
álvers á Reyðarfirði.
Í tengslum við þessa
yfirlýsingu gekkst
iðnaðarráðuneytið
fyrir skoðanakönnun
meðal Eyfirðinga,
Skagfirðinga og Þing-
eyinga um hug þeirra
til þess að byggja ál-
ver í heimabyggð
þeirra. Samkvæmt yf-
irlýsingum ráðherra
voru niðurstöðurnar í
Eyjafirði þær að ríf-
lega helmingur íbúa þar, 51,6%,
væri hlynntur því að álver risi í
næsta nágrenni bæjarins en rúm-
lega þriðjungur, 35,2%, væri þessu
andvígur. Að sögn Morgunblaðsins
komu þessar niðurstöður iðn-
aðarráðherra „dálítið á óvart, ég
taldi að viðhorf til álvers í Eyja-
firði væri orðið jákvæðara“. Í
Skagafirði reyndust mun fleiri
andvígir álveri en fylgjandi önd-
vert við Þingeyinga. Þar í sýslu
reyndist þó einnig veruleg and-
staða við þessar fyrirhuguðu fram-
kvæmdir.
Skipbrot áætlunarbúskapar
Öll þessi framganga gegnir
nokkurri furðu. Í hugann koma yf-
irlýsingar ráðamanna fyrir nokkr-
um áratugum: Það er þörf fyrir
togara á Bíldudal, það er nauðsyn-
legt að byggja síldarverksmiðju á
Skagaströnd, það er brýnt að
koma á fót fiskeldisstöð hér og
loðdýraeldi þar. Yfirlýsingar í
þessa veru birtust iðulega á átt-
unda og níunda áratugnum og
voru börn síns tíma, tímaskeiðs
þar sem opinber forsjá réð enn
ríkjum í uppbyggingu atvinnulífs á
landsbyggðinni. Óþarfi er að rifja
upp örlög þessara framkvæmda
sem of mörgum var hrint í fram-
kvæmd.
Í ljós kom að margir staðir sem
fóru að byggja afkomu sína á tog-
araútgerð í stað bátaútgerðar
stóðu ekki undir þeim rekstri.
Áhættusamt reyndist að byggja
afkomu heilla byggðarlaga á einu
fyrirtæki, einni tegund af rekstri.
Ástæðan er sú að einstök rekstr-
armistök eins fyrirtækis eða
breytingar í atvinnuumgjörð einn-
ar atvinnugreinar gátu vegið að
tilveru byggðarlagsins. Það er því
að ekki að ófyrirsynju að pólitísk
umræða á seinni hluta
níunda áratugarins og
við upphaf þess tí-
unda hafi einkum
fjallað um aukna fjöl-
breytni í atvinnulífi.
En því miður virðist
þessi lærdómur hafa
gleymst og á ný hafin
sókn að aukinni ein-
hæfni, þar sem áliðn-
aður leikur nú hlut-
verk skuttogaranna
30 árum fyrr.
En nóg um þetta.
Tíunda áratugar 20.
aldar verður minnst,
svipað og viðreisnaráranna fyrir
mörg framfaraskref í atvinnulífi
og stjórnsýslu. Kveðnir voru niður
fjölmargir draugar sem höfðu
þjakað efnahagslífið í áratugi. En
svipað og var uppi á teningnum á
Viðreisnarárunum varð niður-
staðan einnig sú að undanskilja
mikilvæga þætti frá markaðs-
væðingunni. Og þá erum við kom-
in að upphafi þessarar greinar,
stóriðjunni eða þungaiðnaðinum.
Þungaiðnaður og atvinnulífið
Þungaiðnaður varð ekki leið Ís-
lands til nútímavæðingar eins og
Einar Benediktsson vonaði að
verða mundi, togaraútgerð fékk
það hlutverk. Þungaiðnaður
gegndi hins vegar mikilvægu hlut-
verki við að brjótast út úr þeirri
kreppu sem íslenskt samfélag var
komið í á 7. áratug 20. aldar. Af
ýmsum ástæðum varð þó ekki
framhald á uppbyggingu þunga-
iðnaðar, að undanskilinni járn-
blendiverksmiðjunni í Hvalfirði,
fyrr en eftir 1990. Þá höfðu hver
fjárfestingamistökin rekið önnur í
raforkugeiranum, allt of mikið
framboð var á raforku og gerðar
voru örvæntingarfullar tilraunir til
þess að fá álfyrirtæki til að fjár-
festa hér á landi. Þær tilraunir
tókust loks með byggingu álvers í
Hvalfirði á ofanverðum tíunda
áratugnum en þá voru forsendur
gjörbreyttar frá því er álver var
byggt í Straumsvík 30 árum fyrr.
Byggðastefna, þungaiðnaður
og Landsvirkjun
Orkuklúðrinu var bjargað og á
þessum tíma mótuðust þær hug-
myndir að þungaiðnaður ætti að
verða lausn landsbyggðarinnar
eftir að búið var að markaðsvæða
sjávarútveginn. Verkaskiptingin
skyldi vera þannig að ríkið byggði
orkuverin en erlendir aðilar sæju
um álverin og verkefnið í heild því
sambland af einkarekstri og rík-
isrekstri.
Eigendur álveranna líta að sjálf-
sögðu eingöngu á arðsemi miðað
við þær aðstæður sem þeim eru
boðnar en sjónarmið ríkisins og
sveitarfélaganna (Reykjavík og
Akureyri), sem eiga Landsvirkjun,
virðast hafa verið önnur: Ekki
þarf að gera til Landsvirkjunar
sömu arðsemiskröfur og annarra
fyrirtækja. Þegar litið er á rekst-
ur Landsvirkjunar kemur þetta
skýrt í ljós. Arðsemin hefur ein-
ungis verið um 3% (árabilið 1998–
2003), minni en verðbólga á sama
tíma; arðsemin er því engin í raun
og veru og ber rekstrinum ekki
fagurt vitni. Þetta gerist þrátt fyr-
ir að Landsvirkjun þurfi hvorki að
borga skatta né kostnað af lántök-
um eins og önnur fyrirtæki; hún
fær einfaldlega ábyrgð hjá ríki og
borg! Ég hef ekki aðgang að eldri
tölum um afkomu Landsvirkjunar
en geta má þess að um miðjan ní-
unda áratuginn var svo komið að
ríkið þurfti að leggja orkufyr-
irtækjunum til stórfé til að
grynnka á skuldum þeirra.
Ein milljón tonna af áli
Sumarliði R. Ísleifsson fjallar
um byggðastefnu og stóriðju ’Þetta gerist þrátt fyrir að Landsvirkjun
þurfi hvorki að borga
skatta né kostnað af lán-
tökum eins og önnur
fyrirtæki; hún fær ein-
faldlega ábyrgð hjá ríki
og borg!‘
Sumarliði Ragnar
Ísleifsson
Höfundur er sjálfstætt starfandi
sagnfræðingur.
Rakarastofan
Klapparstíg
S: 551 3010